Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 29

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 29
Laugardagur 4. aþrH,1981 29 NU SINNIA REIÐISKJALFI deildarinnar eftir aö Kim Phil- by og Anthony Blunt voru fyrir bi og með þvi aö beita útilok- unaraöferðinni komust þeir aö þeirri niöurstöðu aö þar gæti aö- eins verið um Sir Roger Hollis aö ræða. Breskir blaöamenn hafa og bent á að þótt ekk- ert hafi beinlinis sannast- á Hollis þá er máliö enn til rannsóknar meö vissu milli- bili sem þeim þykir benda til þess aö aðeins sé beöiö eftir sönnunargögnum i málinu. En sagan er ekki öll sögö. Sumir, og þar á meðal Phillip Knightley, sem veit hvað hann syngur i málum sem þessu, eru vissir um að ákærurnar gegn Hollis séu, eða hafi verið, liöur i valda- baráttu innan MI5 þar sem tekist hafi verið á um grund- vallaratriöi i rekstri leyniþjón- ustunnar. Knightley bendir á að tvær fylkingar hafi löngum tek- ist á um völdin innan MI5, annars vegar hinir „frjáls- lyndu” og svo hins vegar nokkurs konar „Gestapo” deild. Hollis taldist ákveöið til hinna frjálslyndu, hann lagði áherslu á aö enginn skyldi sakaöur um njósnir fyrr en sekt hans væri hafin yfir allan efa og færi ein- hver aðgerð útum þúfur taldi hann að leita bæri vandlega að orsökum þess, áður en hafin væri galdaraofsókn gegn hugsanlegum svikurum. Þeir menn sem Knigthley nefnir „Gestapo” (og gætir þar með ekki ýkja mikils hlutleysis) eru fremur fáir en áhrifamiklir starfsmenn MI5 sem leggja ofurkapp á að hreinsa deildina af öllum þeim sem taldir eru hafa tengsl við kommúnista og yfirleitt öllum þeim sem á ein- hvern hátt voru taldir vafasam- ir. Þeir vildu taka upp aðferðir sem J. Edgar Hoover beitti menn sina i FBI, láta þá gangast reglulega undir lyga- mælingapróf sem Hollis var mjög andvigur. Samstundis féll grunur á hann sjálfan. Knight- ley, og ýmsir fleiri, telja þvl að ásakanirnar gegn Hollis hafi einungis stafað af umræddri valdabaráttu en i raun sé mannorð hans óflekkað. En hvað veldur þvi að þetta mál kemur upp á yfirborðið ein- mitt núna, mörgum árum eftir að það var rannsakað? Hvaða heimildir hefur Chapman Pincher fyrir ásökunum sinum? Hann hefur harðneitað að gefa þær upp en segir að heimildar- menn sinir séu allir starfsmenn, eða altént fyrrverandi starfs- menn, MI5. Talið er að hann hafi m.a. gengið i smiöju James Angletons og sé það rétt er þaö ekki sérlega traustvekjandi. James Jesus Angleton var hér áður fyrr háttsettur innan bandarisku leyniþjónustunnar CIA og hafði hann miklar á- hyggjur af „moldvörpustarf semi” KGB, svo miklar raunar að margir höfðu áhyggjur af þvi að hann væri að hefja galdraofsóknir sem myndu skaða CIA mikið ef hann fengi að fara sinu fram. Arið 1974, þegar William Colby tók við yfirstjórn CIA, bað hann Angle- ton að hætta en eftir það hefur Angleton haldið uppi sinum eigin rannsóknum á þessum málum. Hann var og er sannfærður um að Sovétmenn hafi laumað njósnurum sinum i góðar stöður i öllum helstu stofnunum bæði austan hafs og vestan og hefur löngum verið ein helsta upp- spretta þeirra sem gaman hafa af samsæriskenningum. Vand- inn er bara sá að heimildar- menn Angletons eru, að þvi er virðist ekki sérlega traustir. Annars vegar er um að ræða áöurnefndan Anatoly Goltisin sem hefur sakað svo marga um að vera sovéska njósnara að með ólikindum er og hins vegar annan flóttamann, Michael Goleni ewski. Eftir að hann flúði til vesturs hélt hann þvi fram að KGB-menn væru hvarvetna i háttsettum embættum á Vestur- löndum og rækju þjóðfélögin i raun. Goleniewski þessi er varla sá allra áreiðanlegasti i brans- anum, hann heldur þvi nefni- lega fram að hann sé Alexei Nicholaevich Romanov, sonur Nikulásar II Rússakeisara og þvi réttborinn erfingi rússnesku krúnunnar. Blaðamennirnir Summers og Mangold sem rit- uðu fyrir nokkrum árum yfir- gripsmikla bók um örlög Rússa- keisara lögðu á sig að rannsaka fortið Goleniewskis og full- yröingar hans algerlega. Ef all- ir heimildarmenn Angletons eru af þessu taginu er varla ástæöa til að taka hann alvarlega... Annar maður hefur hins vegar verið nefndur til sög- unnar sem hugsanlegur heimildarmaður Chapman Pinchers og þann mann er fyllsta ástæða til að taka alvar- lega. Það er Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra. Virðum fyrir okkur ástandið i Bretlandi á siöari hluta sjöunda áratugarins. Harold Wilson er forsætisráðherra og eiginlega gengur honum ekki sérlega vel Chapman Pincher. Verkfæri „Gestapo” manna innan M15? að ráða við efnahagsvandræöin, verðbólguna og allt það. Margir telja að hann sé á góðri leið meö að koma kommúnisku skipulagi á i Bretlandi og hafa af þvi miklaráhyggjurog þungar. Þar á meðal eru starfsmenn innan MI5 og áður en varir hefur Wil- son sannfærst um að starfs- menn þeirrar stofnunar hafi sameinast um að ófrægja sig á allan hátt. Wilson lét oftar en einu sinni i ljós áhyggjur i þessa átt og sér i lagi eftir að hann sagði af sér embætti forsætis- ráðherra i mars 1976. Þá steig hann það mjög svo óvenjulega skref að eiga viðtöl við tvo breska blaðamenn, Barrie Penrose og Roger Courtier og viðraði þar skoöanir sinar um að MI5 væri ekki fyllilega treystandi. Siðar átti svo ritari Wilson, Lady Falkender, enn ýtarlegri viðtöl við blaðamenn- ina og þar kom margt óvenju- legt fram. Fáir lögðu trúnað á þaö þá en siðan hefur ýmislegt orðið til þess að staðfesta skoð- anir Wilsons. t mars 1977 sagði Lady Fal- kender þeim Penrose og Courti- er til dæmis, að Harold Wilson hafi verið sannfærður um aö fyrrverandi yfirmaður MI5 væri sovéskur njósnari og þar getur vart verið um annan að ræða en Roger Hollis. Nokkru siöar minntist hún á „fjórða mann- inn” i Philby-málinu og sagöi hann hafa verið um tima gæslu- mann listaverka drottningar- innar. Rúmum tveimur árum siðar kom i ljós að þar var um að ræða Anthony Blunt. Einnig minntist hún á fyrrum sendi- herra Breta i Moskvu sem hefði flækst i snörur KGB eftir að hann tók upp ástarsamband viö stúlku sem vann i sendiráðinu en var náttúrlega á vegum KGB. Snemma á þessu ári upp- lýsti The Sunday Times að þar hefði veriö um Sir Geoffrey Harrison að ræöa. Og furðuleg- asta ásökun Wilson og Falkend ers virðist einnig á rökum reist: árið 1977 sagði Lady Falkender að árið 1968 hefði verið gert samsæri um aö steypa Wilson af stóli og hefði Lord Mountbatten veriö viðriðinn þaö. Nú er ýmis- legt komið frammi dagsljósið sem bendir til þess að þetta sé satt og rétt og verður komið aö þvi siðar. Ljóst er að „Hollis-málið” komst uppá yfirborðið i beinu framhaldi af þessum viðtölum. Þeir Penrose og Courtier gáfu þau út i bók og tóku m.a. i hana ásakanirnar um að einhver fyrrverandi yfirmaður MI5 hefði verið sovéskur njósnari. Þeir komust að þeirri niður- stööu að átt væri við Roger Holl- John Profumo. Varö hann að segja af sér vegna þess aö Hollis var njósnari Sovétmanna? Hubert Humphrey. Hann fékk leynileg skilaboö frá Harold Wilson. George Bush. Hann tók að sér að rannsaka ásakanir Wilsons gegn M15. James Callaghan. Kom hann i veg fyrir samsærið? is en töidu sig ekki hafa nægar sannanir til aö birta nafn hans. Og það er mikilvægt aö um þetta leyti taldi Harold Wilson hugsanlegt að Hollis væri fórnarlamb öfundarmanna sem vildu klekkja á honum með þvi að breiða út falskar sögusagnir. Alla vega var Wilson handviss um að ákveðnir aðilar innan MI5 svifust einkis til að ná sér niðri á andstæðingum sinum og meðal þeirra andstæðinga voru Wilson og Verkamannaflokkur- inn yfirleitt. Wilson reyndi að snúast til varnar og leitaði þá meðal annars til Sir Maurice Oldfield, þáverandi yfirmanns MI6, sem nú er nýlátinn, en Old- field er talinn hafa verið fyrir- myndin að George Smiley, aöalpersónunni i njósnabókum John Le Carré. Oldfield athug- aði málið og komst að þeirri niðurstöðu að deild innan MI5 væri vissulega aö vinna gegn hagsmunum Wilsons og nú var Wilson i vandræðum. Ekki gat hann leitað til MI5 til að rann- saka sviksemi innan MI5 og MI6 var ekki i neinni aðstððu til aö kanna málið til botns. Wilson á- leit að eitthvað yröi hann að gera og það sem hann gerði var vissulega mjög óvenjulegt af breskum forsætisráðherra: hann leitaði til CIA. Þann 10. febrúar 1976 baö Wil- son Lord Weidenfeld, bókaút- gefanda, sem m.a. gaf út endur- minningar Wilsons, að heim- sækja sig i Neðri málstofuna og þegar þeir voru orðnir einir spurði Wilson forleggjara sinn hvort hann vildi takast á hendur leynilega sendiför til Bandarikj- anna og hitta þar að máli Hu- bert Humphrey, öldunga- deildarþingmann, en Weiden- feld gaf einnig út endur- minningar hans. t meö- fylgjandi bréfi voru nöfn þeirra manna innan MI5 sem Wilson og Lady Falkender fannst sérstak- lega grunsamlegir. Wilson vildi að Humphrey bæði George Bush, sem þá gegndi embætti yfirmanns CIA, að rannsaka fyrir hverja þessir menn ynnu, hvort þeir ynnu til dæmis fyrir CIA? Afleiðing þessarar leyni- ferðar Weidenfelds til Banda- rikjanna var að George Bush, sem nú er varaforseti þar vestra, fór sérstaka ferð til Bretlands þann 18. mars sama ár til að ræða viö Wilson. Wilson hafði þá reyndar skipt um skoðun og var orðinn sannfærður um að þaö væri leyniþjónusta Harold Wilson. Hvað gekk eiginlcga á i stjórnarttð hans?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.