Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 04.04.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 4,- april,, 1981 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigf ússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnús- son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls- son, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sfmi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vfsir er prentaður I Blaðaprenti, Síðumúla 14. „Krakkar med blýanta” Allt virðist benda til þess að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hyggist þvinga í gegn nýtt skipulag i höfuðborg- inni áður en borgarbúar haf i átt- að sig á eðli þess og tilgangi. Þessar skipulagshugmyndir ganga í stórum dráttum út á það, að reisa nýja byggð í Selásnum og upp við Rauðavatn. AAinnihlut- inn hefur bent á margvíslega galla á þessum fyrirætlunum. Umrætt svæði hefur fram til þessa verið friðað vegna vatns- bóla Reykvíkinga og enn liggja ekki fyrir neinar skýrslur sem afsanna mengunarhættu, sem af byggðinni kann að stafa. Svæðið liggur það langt fyrir ofan sjávarmál, að mun kaldara veður er þar en niður við strönd- ina. Davíð Oddsson hefur notað þá samlíkingu, að byggð við Rauðavatn, jafngilti því, að byggt væri ofan á Breiðholts- blokkirnar. Svo mikill er hæðar- munurinn. Þá hefur komiðfram í greina- gerð gatnadeiIdar, að skipulagið kalli á endurskoðun á öllu gatna- kerfinu sem liggur að og út frá hverfinu. Auk þess séu að f inna í forsendum skipulagsins reikningsvillur vegna kostnaðar, sem nemi hundrað miljónum ný- króna. Ekki smávilla það, sem stað- festir auðvitað flaustrið og óða- gotið í vinnubrögðunum. Nýjustu upplýsingar leiða í Ijós, að skipulagið nær yfir sprungusvæði, og verður það að teljast meiri háttar fíf Idirfska að gera tillögur um ný ibúðahverfi i Reykjavík á svæði sem stendur opið fyrir jarðskjálftum og land- hræringum. AAenn hefðu haldið að nóg væri landrýmið á (slandi, þótt ekki verði byggt á svo aug- Ijósum hættusvæðum. Síðast en ekki sist hafa komið fram mótmæli frá golfmönnum og hestamönnum, en skipulagið gerir ráð fyrir skerðingu á at- hafnasvæði þeirra. [ seinni tíð hef ur verið vaxandi skilningur á þörfum mannfólks- ins til annars en að búa innan f jögurra veggja. Fólkfinnur lífs- fyllingu f tómstundaiðju margs- konar og útilífi. Hann er með ólíkindum sá áhugi sem hefur skapast hjá almenningi fyrir gildi fþrótta og útiveru jafnt hjá yngri sem eldri. Borgaryfirvöld eiga að gera aílt til að lyfta undir þennan áhuga, og gera borgarbú- um kleift að njóta hans. Hefði mátt ætla að nýtt skipulag tæki tillit til þessara þarfa. Þess í stað er þvert á móti búið svo um hnúta, að golfvellinum í Grafarholti er raskað og þrengt að svæði hestamanna. Engin furða er þótt sá stóri hópur sem stundar hesta- mennsku í höfuðborginni láti til sín heyra og mótmæli skipulagi sem skerðir athafnasvæði þeirra. Þeir sjá ástæðu til að benda „krökkunum með blýantan." á þá staðreynd að skipulag er ekki fyrir húsia heldur fólkið. Það á að ráðast af athöfnum þess og lífsháttum. AAeð því skipulagi, sem nú á að samþykkja geta þeir „allt eins bannað alla hesta- mennsku" segja Fáksmenn. Þaðóðagot sem bæði einkennir undirbúninginn og nú samþykkt- ir á skipulaginu, bendir ekki til þess, að „blýantsfólkið" sjái ástæðu til að kynna Reykvíking- um tillögurnar. Það er rétt eins og borgarbúum komi það hreint ekki við hvernig borgin þeirra verður skipulögð. Og ef fólkið er ekki virt viðlits, þá þarf víst ekki að spyrja um hestana eða áhang- endur jjeirra. Það virðist vera fyrir neðan virðingu hinna nýju valdamanna. r1 Leikfélag Reykjavikur sýnir reviuna: Skornir skammtar eftir Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson Undirleikari: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Daniel Williamsson Leikmynd og búningar: . ivar Török Leikstjóri: Guörún Ásmunds- dóttir Eflaust eiga margir eftir aö hlæja mikið að Skornum skömmtum Leikfélagsins í Iðnó. Sjálf hló ég ekkert voðalega mikið og, alls ekki eins mikið og ég haföi þó gert ráð fyrir á reviu eftir hann Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson. Mitt hláturs- leysi er þó liklega harðari dóm- ur yfir mér en reviunni — a.m.k. læt ég öðrum eftir þann úrskurö. Höfundarnir hafa gert sér mat úr þeim fjörkippum sem fóru um veitingalifið I Reykja- vik I haust og i vetur og jþeim innlifunar. Gisli, Guðmundur, Karl, Sigriður hafa öll sinar að- ferðir sem ekki bregðast i skop- leikjum. Soffiu Jakobsdóttur hafði ég mikið gaman að og I raunar sé ég ekki ástæðu til að I halda áfram upptalningu nafna ásamt upptalningu jákvæðra I lýsingarorða. Hlutverk áhugavertsins, Jóns _ Sigurðssonar er auðvitað það sem mest veltur á og dægilegt | tækifæri til að glansa i. Kjartan Ragnarsson þótti mér aldeilis prýðilegur Grettir en Grettir var ekki eins góður Jón Sigurðs- son. Mér hefði þótt ástæða til að leyfa Kjartani að búa að frammistöðu sinni fyrr i vetur ■ og láta öðrum eftir að reyna að vera saltið i grautnum, sem stjörnuleikur i þessari rullu I hefði vel getað orðið. Leikmynd Ivars Török var umhverfiö sem gert var ráð fyrir, veitingahús, en án | tilraunar til að vera fyndin eða I Lilja Þórisdóttir, Soffla Jakobsdottir og Karl Guðmundsson I hlutverkum slnum I reviunni Mætti krauma betur misskilningi vertanna mörgu, aö aðalsmerki góðs matstaöar sé innanhússarkitektúrinn og uppákomur i stil við hann, en ekki ætur matur. I samræmi við þetta gleymir Jón Sigurðsson áhugavert á Frón-grillinu að ráða kokk en man eftir aö út- vega þjóödansabúninga á gengilbeinurnar. Þrátt fyrir skotthúfurnar gengur þó ekki salan sem skyldi og Jón reynir nýja og annars konar skemmti- krafta til að laða gestina til borðs. Hann reynir kántrý- söngvara, einsöngvara án kórs, rúlluskauta undir gengilbein- una, menninguna, tískusýningu. Inn I allt þetta skjótast svo all flestir máttarstólpar islenska skemmtanaiðnaðarins s.s. kauöalegir bændur, heimskir stjórnmálamenn, stjórnvarps- stjörnur^ uppmælingaaðallinn, herstöðvarandstæðingar o.fl. Af þessu var hin þægilegasta skemmtanen ekki mjög nýstár- leg, og satt að segja hafði ég treyst þeim Þórarini og Jóni til aö finna frumlegri hráefni en áður voru talin i stað þess að reyna að hita upp það, sem nú fer aö verða æöi bragölaust. Bragðmesta kryddið eru söng- textarnir, sem eru flestir þaö góöir að þeir batna enn við lest- urinn i leikskrá og veit ég raunar ekki hvort það er kostur á leiksviöstexta. Orðaskiptin voru stundum fimmauraleg, stundum brosleg, allt of sjaldan bráðmeinfyndin. Lopinn var teygöur löngu eftir að brandar- inn var kominn — og fátt látið liggja milli hluta eöa gefið i skyn. En óneitanlega voru yndisleg atriði inni á milli, s.s. viðtalið við Fauk Afstað um landvernd, plastpokadúettinn, Nótt i Helgu- vik, dásamleg lýsing á „góðri” barnabók, já og reyndar allmörg fleiri. 011 þau atriði hefðu þó gert það eins gott i útvarpinu og kemur þar að uppfærslunni sjálfri. Hún hefur fellt og fágaö yfir- borð, mallar ósköp heimilislega án þess að margar nýjar bólur skjótist upp á yfirboröið og hefði Guörún Asmundsdóttir vel mátt hækka hitann til að betur og hraöar kraumaði i pottunum. Sýninguna vantaði sem sagt hraöa, llf og fjör, sneggri til- svör, meira stuö. Leikurum, veit ég vel, leiöist að heyra sagt um sig að þeir séu traustir og vel-á-stólandi. Þó veröur ekki annað sagt um þennan reviuhóp. Þaö er hægt að stóla á hann til að gera það sem þarf og iöulega miklu meira en þaö. Að þessu sinni sló þó enginn þeirra i gegn vegna krafts I leik eða gleðilegrar afkáruð. Ég hef ekki getað gert _ það upp við mig hvort rétt hefði I verið aö gera meira grin að | hönnunaræði veitingahúsaeig- enda. Búningar og gervi voru aftur á móti vel lukkaðir og raunar skemmtilegt að sjá hvernig tókst aö framkalla | þekktar myndir með litlum til- - færingum. Þáttur Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns var léttur og lipur, flutningur tónlistar og söngva raunar allur I til fyrirmyndar. Eins og ég sagði i upphafi þessaspjalls, kann mitt hláturs- | leysi aö segja meira um undir- ■ ritaða en revíuna. Þaö er þvi engin ástæða til að láta það | aftra sér frá þvi að fara I Iðnó eitt ylrikt vorkvöld til að láta reyna á eigin kimnigáfu. Ms. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.