Vísir - 24.04.1981, Page 1

Vísir - 24.04.1981, Page 1
A sjðstðng í Flóanum Þaö má furðulegt heita að sjóstangaveiði skuli ekki vera meira stunduð hér á landi en raun ber vitni. Hér við land ér sjórinn hreinni og fiskurinn betri en viðast annars staðar. 1 bliöskaparveðrinu um páskana brugðu Visismenn sér i sjóstangaveiðitúr með nokkrum valinkunnum veiði- görpum og árangurinn má sjá i opnu blaðsins i dag. Viðtai við Korchnoi BIS. 18-19 Slgurður og Ragnar óánægðir hjá Homhurg - og eru á leláinnl helm S|á ihróiiir bis. 6-7 Vildu skipta á lóðum Sjá bls. 3 Visir tekur undir með þeim.sem fullyrða að fallegar stúlkur séu einhver fegurstu sumarblómin. Við höfum þvi ákveðið að birta myndir af sumarstúlkum blaðsins á hverjum föstudegi og sú sem fyrst varð fyrir valinu, er Asdis Loftsdóttir. (Visism. GVA) — Sjá bls. 31. Vísisstúlka vikunnar Aðaltundur Flugleiða hf: Hluthafar glugga í ársskyrslu félagsins viö setningu aðalfundarins i morgun. (Vlsism. GVA) Sextán melddusl I tveimui* ápeksbnim Sextán menn voru fluttir á Slysadeild eftir tvo árekstra að- faranótt fimmtudags og var að- eins hálftimi á milli árekstranna. Meiðsli voru mismikii, en enginn slasaðist þó alvarlega. Fyrriáreksturinn varð á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar klukkan tæplega hálf eitt aðfaranótt fimmtudags- ins. Eins og gjarnan er á næt- urnar voru gul blikkandi ljós á gatnamótunum i stað hefðbund- inna umferðarljósa. Bil var ekið norður Kringlumýrarbraut og öðrum austur Miklubraut, og átti sá réttinn. Báðum bilunum var ekið greitt og hiklaust inn á gatnamótin og par skullu þeir saman. Sex ung- menni voru i öðrum bilnum og þrir voru i hinum. Allir voru flutt- ir á slysadeild þar sem meiðsli, aðallega beinbrot og skurðir, voru rannsökuð. Tæpum hálftima siðan var ekið aftan á kyrrstæðan bil á Vestur- landsvegi nálægt Gufunesvegin- um. Við áreksturinn hentist bill- inn, sem hafði verið kyrrstæður, út af veginum. I þeim bil voru sex manns og voru allir fluttir á Slysadeild,auk eins manns úr hin- um bilnum. Enginn hlaut þó alvarleg meiðsli. Bilarnir fjórir, sem lentu i þess- um árekstrum, eru allir mikið skemmdir eða jafnvel ónýtir. —ATA 70 milljona tao h'lugleiöamenn settust á aðal- fund félagsins klukkan hálf tiu i morgun. I gögnum um reksturinn i fyrra kom m.a. fram, að tapið varð 70 milljónir (sjö gamlir milljarðar), sem er til muna hag- stæðari niðurstaða en árið þar áð- ur. Stjórnarkjörs er beðið með eftirvæntingu. Fjórir stjórnar- menn af niu voru kosnir i fyrra og sitja áfram til næsta aðalfundar, þeir Halldór H. Jónsson, Kristinn Olsen, Bergur Gislason og Grétar B. Kristjánsson. I lausu sætunum nú hafa setið Alfreð Eliasson, Orn Johnson, Sigurður Helgason, Óttar Möller og Sigurgeir Jóns- son. Kunnugt er um að Kristjana Milla Thorsteinsson, eiginkona Alfreðs, mun sækjast eftir hans stól. Þá mun rikið eiga að fá annan, hvort sem i hann sest nýr maður eða ekki. HERB Korchnoi tapaði elnni skðk tslenskir skákmenn riðu ekki feitum hesti frá þeim fjölteflum sem þeir háðu við stórmeistarann Viktor Korchnoi i gær og i fyrra- dag, — af samanlagt 65 skákum vann meistarinn 57, gerði sjö jafntefli og tapaði einni. Korchnoi tefldi við 30 banka- menn i fyrradag, — vann 26 þeirra, en gerði jafntefli við Vil- hjálm Þ. Pálsson, Jóhann Orn Sigurjónsson, Hilmar Karlsson og Björgvin ölafsson. I gær tefldi meistarinn svo við 35 félaga i Taflfélagi Reykjavik- ur, — vann 31 skák, gerði jafntefli við þá Stefán Aðalsteinsson, Þröst Þórhallsson og Braga Hall- dórsson, en varð að lúta i lægra haldi fyrir Erlingi Þorsteinssyni frá Kópavogi. Að sögn fróðra manna var sigur Erlings mjög sannfærandi og var hann kominn með gjörunnið tafl þegar Korch- noi lagði niður vopnin. 1 gærmorgun átti Korchnoi fund með stjórn Skáksambands Is- lands, og að sögn Ingimars Jóns- sonar, forseta Skáksambandsins, var það nánast bundið fastmæl- um að Korchnoi yrði meðal þátt- takenda i næsta Reykjavikurmóti i febrúar á næsta ári. Ingimar sagði. að Korchnoi hefði einnig rætt um málefni fjöl- skyldu sinnar við Skáksambands- menn, og þeir lýst yfir fullum stuðningi sinum við hann i tog- streitunni viö sovésk yfirvöld. — P.M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.