Vísir - 11.06.1981, Page 18
18
mannlíf
VISIR
** i r ; , I nr'M n
Fimmtudagur 11. júni 1981
höfuddjásn
Það fór kliður um salinn á hárgreiðslusýningu hjá We
i New York nú nýverið er unglingastjarnan Brooke
Shields gekk inn með hárgreiðslu sem skreytt var
k höfuðdjásni úr demöntum, rúbinum og safirum
■L að verðmæti yfir milljón dollara. Þetta var a
fyrsta sýning hennar sem fyrirsæta hjá Æ
VV'ella og auðvitað vakti hún allra a
athygli, eins og ráð hafði
verið fyrir gert ...
Wella l
oke J
ar M
/
Umsjtín:
Sveinn
Ouftjtínsson
Hachel ásamt einum af fyrri fylgisveinum sfnum
David Kennedy.
Burt ásamt leikkonunni Sally Field, sem hann hefur
nú yfirgefið vegna hinnar 23 ára gömlu fyrirsætu.
Vélmennið frá Kók i létri sveiflu með einni blómarósinni á staðnuin.
Vélmenni byd
— á kynningarkv
Svo bar við i Hollywood á
fimmtudegi i siðustu viku að vél-
menni sveif út á dansgólfið með
dömu upp á arminn og steig þar
dansspor viðstöddum til mikillar
undrunar. Við nánari eftirgrensl-
an kom i ljós að hér var komin
fulltrúi Coca Cola verksmiðjanna
og var sýningin liður i kynningu á
framleiðslunni sem fram fór i
veitingahúsinu þetta kvöld.
En það var fleira en svala-
drykkurinn góðkunni sem kynnt
var og má segja að kvöldið hafi
verið ein alsherjar vörusýning.
Kynntar voru snyrtivörur frá
versluninni Nana i Breiðholti,
fatnaður frá versluninni Torgið,
Emmessis, gæðadrykkurinn
Vodka og Laddi kom fram og
kynnti nýju plötuna sina „Deió”.
Ljósmyndari Visis, Emil Þór Sig-
urðsson, tók meðfylgjandi mynd-
ir á kynningarkvöldinu i Holly-
wood.
Kynning á snyrtivörum frá Nana.
Burt og brjóst-
góöa Rakel
Burt Reynold er ekki viö eina
fjölina felldur i kvennamálum,
eins og fram hefur komið hér á
siðunni og þar sem við vitum að
margir lesendur siðunnar láta sér
mjög annt um velferö leikarans,
skal hér með kynnt nýjasta vin-
konan.
Hún heitir Rachel Ward, bresk
tiskusýningardama, sem er sögð
svo kynæsandi að karlmenn gangi
á veggi er hún gengur framhjá.
Eina vandamálið sem hún á við
að glima er hversu brjóstamikil
hún er, og þar sem íatahönnuðir
nútimans vilja flatbrjósta konur,
verður Raehel að fletja brjóstin
niður við störf sin.
Eins og Burt, hefur hún ekki
orðið útundan hvað varðar ástar-
málin, og meðal fyrri fylgisveina
hennar eru Andrew bretaprins og
David Kennedy, sonur Roberts
heitins.
Rachel hefur sem minnst viljað
tala um samband sitt við Burt, en
aftur á móti segir hann að hún sé
yndislegt fljóð með mikla hæfi-
leika. Við þetta má svo bæta, aö
Rakel er 23 ára gömul og þvi 22
árum yngri en hjartaknúsarinn
mikli.
Rachel Ward, nýja konan I llfi Burts
Glaumgosinn
Carolina prinsessa af Monaco
virðist hafa lært af misheppnuðu
hjónabandi sinu að vera ekki að
flika um of einkamálum sinum i
fjölmiðlum. Hún virðist einnig
hafa róast og fer fáum sögum af
þátttöku hennar i skemmtanalif-
inu. En maöur hennar fyrrver-
andi er samur við sig og er ekkert
að fela ástarmál sin, þvert á móti
virðist hann hreykinn af mikilli
yfirferð sinni i þeim efnum. Siðan
að Christine Onassis sparkaði
honum hefur hann farið hamför-
um i skemmtanalifinu og fer ekki
dult með samband sitt við ungar
og fagrar konur.
A meðfylgjandi myndum sjáum
við annars vegar Carolinu yfir-
gefa veislu eina ásamt systur
sinni Stefaniu og fylgir það sög-
unni að hún hafi fylgt systur sinni
til að gera ekki of mikið úr sam-
bandi sinu við Robertino
Rossellini sem sagður var vera
meðal veislugesta. Á hinum
myndunum getur hins vegar að
lita Philippe Junot á veitingastað
i Paris.
Junot dansar frá sér nóttina með
enn einni stúlkunni.
Carolina yfirgefur veisluna i fylgd
Stefaniu systur sinnar til að slá á orð-
róminn um samdrátt þeirra Rosselin-
is.