Vísir - 11.06.1981, Page 27

Vísir - 11.06.1981, Page 27
Fimmtudagur 11. jiínl 1981 27 Ný verslun í síOumúla Akron hf. heitir nýtt fyrirtæki, sem hefur hafið starfsemi i Siðu- múla 31 i Reykjavik. Það hefur tekið við umboði Bilasmiðjunnar fyrir Plexiglass, sem eigendur fyrirtækisins segja vera gler með ýmsa ónýtta möguleika, a.m.k. enn sem konið er. Akron hefur einnig opnað versl- un i húsinu og versla þar með húsgögn frá Sóló-Húsgögnum og fleirum auk handunninnar gjafa- vöru, útskorinnar trévöru, keramik frá Glit h.f. o.fl. Eigendur Akron hf. eru Markús og Árni V. Atlasýnir._SV Bindindi er náttúruvernd Efnt verður til ráðstefnu með yfirskriftina „Bindindi er náttúruvernd” helgina 13. og 14. júni i félagsheimilinu Brúarlundi i Landssveit Rangárvallasýslu á vegum Þingstúku Reykjavikur (I.O.G.T.) og íslenskra ung- templara. Aðalverkefni ráðstefnunnar ber heitið „Veröld án vimu” sem er fræöslu og kynningarstarf um áfengismálog fer það m.a. fram i skólum og tekur til tveggja ára timabils. Einnig verður fjallað um málefni árs fatlaðra og ferða- og útivistarmál. VÍSIR „Onnur frumsýn- ing” meö giæsidrag LA BOHÉME, ópera eftir Giacomo Puccini. Sýning i Þjóðleikhúsinu 2. júni 1981. Breytingar á hlutverkaskipan siðan á frumsýn- ingu: Kristján Jóhannsson (Rudolfo), Sieglinde Kahmann (Mimi), Elin Sigurvinsdóttir (Musetta), Jón Sigurbjörnsson (Colline). Sýningar á La Bohéme munu hafa verið orðnar um hálfur annar tugur að tölu, þegar hlé varð á þeim vegna utanfarar Sinfóniuhljómsveitarinnar um daginn. Nú hefur þráðurinn ver- ið tekinn upp aftur, og nú með nýjum söngvurum i stærstu hlutverkunum. Það er út af fyrir sig fagnað- arefni, að sýnt hefur verið fram á svo aðekki verður á móti mælt að hér er meira en nógur afli söngvara til að „tvisetja” verk á borð við La Bohéme. Kannske er þetta nauðsynleg áminning til þeirra valdamanna, sem geta ráðiö mestu um það, hver verð- ur framtið óperu á Islandi. Sjálfsagt eykur þetta lika að- sókn að þessari sýningu, og kemur Þjóðleikhúsinu þannig til góða. Að ööru leyti tel ég, að þessi aðferð, orki mjög tvi- mælis. Meðal annars býður hún heim óþörfum og óæskilegum mannjöfnuði milli söngvara, og er þvi til þess falllin að draga úr þeirri eindrægni og þeim sam- starfsvilja, sem nauðsynlegur er i framtiðarstarfi á þessu sviöi. Ónauðsynlegt ætti að vera aö benda á, hve miklu meiri menningarauki þaö væri að hafa hér á fjölum tvær óperur samtimis,sem hvor um sig væri með „einni áhöfn” söngvara, en eina „tvisetta”. Ég held að það sé skipulagsmál fyrst og fremst að koma upp slikum visi að ,,repertúar”-óperu. En það krefst skipulags, sem enginn einn aðili hefur á valdi sinu að koma á eins og er. Bg tel mig ekki vera talsmann ónauðsynlegra rikisafskipta, en hér held ég að stjórnvöld hljóti að láta til sin taka, og var aö þvi vikið i umsögn hér i blaðinu 11. april sl. um frumsýningu á La Bohéme. Næstu mánuðir geta ráðið úrslitum um hver verður framtið óperu á tslandi. Þessi „önnur frumsýning” á La Bohéme, með nýjum söngv- urum i fjórum aðalhlutverkum, Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kahmann i hlutverkum slnum (Visism. EÞS) fór fram með miklum glæsi- brag. Kristján Jóhannsson þreytti hér frumraun sina á is- lenzku óperusviði og vann ótvi- ræðan sigur, bæði með leik sin- um og söng, sem óx að tilþrifum og öryggi eftir þvi sem á leið sýninguna og meir reyndi á. Sieglinde Kahmann söng hlut- verk Mimiar af næmri tilfinn- ingu, og samsöngur þeirra Kristjáns var oft mjög hrifandi. Elin Sigurvinsdóttir náði ágæt- um tökum á hlutverki Musettu, en það slær á fleiri og ólikari strengi en flest önnur i þessari óperu. Og Jón Sigurbjörnsson hafði hlutverk Collines fullkom- lega á valdi sinu. Um aðra söngvara þarf ekki að fjölyröa, né heldur um sýninguna i heild. Hún hefur að visu slipazt nokk- uð, e.t.v. ekki sizt á æfingum fyrir þessi mannaskipti, en um hana má i öllum aðalatriöum segja hið sama og sagt var um frumsýninguna á sinum tima. Jón Þórarinsson Aukadattur um steinaldarmenn l sjonvarpi The Flintstones voru i sjón- varpinu á þriðjudagskvöldið og sögðust vera talsmenn hljóð- varpsins. Þeir sögðust vera aiveg peningalausir, og þess vegna væri alveg óhugsandi að gera einhverjar tillögur um breytta skipan útvarpsreksturs eða tiUögur, sem beindust að þvl að sætta áheyrendur við út- varpsefni, en nú er svo komið að yfirleitt hlustar enginn á út- varpiö nema á fréttatímum, sem oft eru svo bjagaöir og brenglaðir, að varla er ástæða til að álita að þar sé annaö að finna en sjálfskipaða striðs- fréttaritara. Þá höfðu stein- aldarmenn mjög miklar á- hyggjur af dreifbýlinu og hlut útvarpsins þar, en eins og allir vita þarf ekki aö hafa áhyggjur af þéttbýlisstöðum, þar sem maöur er manns gaman, enda hefur svo sem mátt skilja það siðustu þrjátiu árin að hér er fyrst og fremst rekið dreifbýlis- úvarp með búnaðaþáttum og tilbehör. Það er orðið deginum ljósara að steinaldarmennimir hjá út- varpinu vita ekki lengur hvar þeir eru staddi. Þeir vilja fá að vera í friði fyrir ungu fólki, sem hefur bæði hug og getu til að reka útvarp i stað þess að hvllast á neftóbaksskýjum rlmnaaldar. Hagsmunir Mjóa- fjaröar eru auðvitað mikils- verðir. Það voru einnig hags- munir Grunnavikurhrepps. Hins vegar hefði veriö dálltið hjákátlegt að miða starfsemi útvarpsins við Grunnavlkur- hrepp langt fram yfir 1970. Langflestir þingmenn iandsins eru frá einhverjum Grunna- víkurhreppum, og þeir hafa tak- markaðan hug á að veita fé til stofnunar, sem allt eins gæti breyst i einhverja nútimaó- freskju, þar sem minna yröi um sauðburðarfréttir og hvann- stóðstexta en verið hefur. Þing- menn Grunnvikurhreppanna telja að útvarpið megi vel við una I núverandi mynd. óró- legustu öflin i þjóðfélaginu eiga þarna innangengt á meöan þau halda sig viö rennibrautir og sandkassa á dagheimilum. Dagskrárgerðin er hvort eð er hugsuð meir sem atvinnubóta- vinna handa mariutásum kommúnismans en fólki sem vill hafa það huggulegt endrum og eins. tJtvarpið er ekki sjálf- stæð stofnun, heldur hundflöt gleðikona handa veikluðu liði, sem verður að hafa einhverjar tekjur en þykist ekki hafa tekið stúdentspróf sin til að fara I fiskvinnu, þar sem það yröi færri til leiðinda. Hver einasti þrýstihópur fær ómældan tlma I dagskrá, og skiptir engu máli hvort einhver nennir að hlusta eða ekki. Það hefur mikið nef- tóbak flotið til sjávar við Kol- beinshaus hin siðari ár. (Jtvarpið þjáist að auki af al- gjöru hugmyndaleysi. Þetta er svo þreytt stofnun, að maöur heyrir hin þungu andvörp I bland við þagnirnar i útvarps- tækjunum. Þaöan mun aldrei neitt nýtt koma framar. Það á aðeins fyrir sér að deyja. Þeir sem hvila á neftóbaksskýjunum stynja undan peningaieysi. Peningaleysið er að hluta til sprottið af stöðugri aukningu mannahalds, án þess að nokkur maður veröi þess var I dag- skránni. forustulið stofnunar- innar er þannig vaxið til mannaforráða, að heiiu hóparnir af tæknifólki segja upp Ieinu, samanber sjónvarpið. Og þegar talað er um nýtt útvarp, er sjönvarpsþætti um það stjórnað af útvarpsm önnum og útvarpsmenn eru látnir sitja fyrirsvörum utan einn, sem lita má á sem fulltrúa þreyttra hlustenda. Þannig ætlar þessi rlkisfjöl- miðill að halda áfram Mjóa- fjarðarstefnunni I útvarpsmái- um. Grunnavikurþingmenn hyggjast láta þessa aflóga og afvelta rikisstofnun lifa - en við skorinn skammt. Séö er fyrir þvl aö engar nýjar hugmyndir sjáidagsins ljós, enda er starfs- liðið ánægt yfir að hafa sem minnst að gera I vinnutíma. Þeim mun meiri aukatlmar fara i vinnu og sérþætti i dag- skránni. En þótt Mjóafjarðar- stefnan boði þannig algera kyrrstööu lætur almenningur I landinu ekki segja sér aö hann þurfi aö lifa við eitthvert út- varpsok. Þaö á einfaldlega að loka útvarpinu og heimila ein- stakiingum eöa samtökum um útvarpsrekstur að taka við. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.