Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 28
íFftefM Fimmtudagur 11. júní 1981 síminn er86611 veðurspá dagsins Við strönd Grænlands vestur af Reykjanesi, er nærri kyrr- stæð 1007 mb smálægö, en 1020 mb hæð 400 km suður af landinu, þokast austur. Litið eitt hlýnar veðri norðanlands og austan. Veðurhorfur næsta sólar- hring: Suðurland til Stranda og Norð- urland vestra, Suðvesturmið og Norðvesturmið: Sunnan gola eða breytileg átt, viðast skúrir einkum siðdegis. Norðurland eystra og Norðaust urmið: Sunnan gola eða hæg- viðri, skýjaö með köflum og skúrir sumstaðar siðdegis. Austurland að Glettingi, Aust firðir, Austurmið og Austfjarð armið: Sunnan gola, skýjað með köflum. Suðausturland og Suðaustur mið: Suðvestan gola, skýjað að mestu og skúrir vestan til. Veðrið hér og har Veöriö kl.6 I morgun: Akureyri skýjað 7, Bergen skúr á siöustu klukkustund 7, Hels- inki skýjað 7 Kaupmannahöfn skýjað 13, Osló léttskýjað 14, Revkjavik skýjaö 6, Stokkhólm- ur, skýjað 12. Veðrið kl. 18 i gær: Aþena léttskýjað 24, Bcrlinlétt- skýjað 20, Chicago hálfskýjað 24, Feneyjarheiðrikt 27, Frank- furt skýjað 19, Nuuk skýjað 6, London rigning 15, Luxemburg skýjað 15, Las Palmas léttskýj- aö 23, IYlallorka heiðrikt 26, Montreal léttskýjað 21, New Yorkskúr á siðustu klukkustuntí 19, Parisskýjað 18, Róm skýjað 24, Malaga heiðrikt 23, Vinskýj- að 20, Winnipeg úrkoma i grennd 15. Læknar eru nú að verða stærstu vinnuveitendur lögfræö-* inga meöan fjármálaráöuneytið segist ræða viö lækna um allt — nema kaupið. Þegar sæstrengurínn slitnar rofnar samband við Bretland: Simtoiin fara ekki fram um larðstöðlna „Það er samkomulag við Stóra norræna simafélagiö um aö nota Scotice til að halda samtölum uppi við Bretland. Þegar Scotice bilar getur það tekið nokkurn tima að skipta yfir á jaröstöðina Skyggni”, sagði Jón Valdimars- son, deildartæknifræðingur hjá Pósti og sima, við Visi i morgun, en ýmsum kom á óvart, þegar Scotice slitnaði um hvitasunnu- helgina, að ekki var hægt að skipta fyrirvaralaust yfir á Skyggni. Strengurinn slitnaði á mánu- dagsmorgun og simasamband var ekki komið i samt lag fyrr en tveim sólahringum siðar og m.a. var ekki hægt að hringja til Bret- lands. Jón sagði, að i gegn um Skyggni hefðum við 24 rásir fyrir almenn simtöl til annarra Norð- urlanda, 10 rásir til Þýskalands fyrir meginland Evrópu og eina rás til Bandarikjanna. 1 gegn um Scotice höfum við 14 rásir fyrir almenn simtöl til Bretlands. Loks eru simtöl svo afgreidd i gegn um sæstrenginn Icecan vestur um haf. Strax og Scotice slitnaði voru nauðsynlegustu samtöl og telex- skeyti til Evrópu afgreidd i gegn um Icecan. Á þriðjudaginn feng- ust leyfi hjá Intersat fyrir viðbót- arrásum i gegn um Skyggni til Evrópu ogá miðvikudagsmorgun hafði Skyggnir leyst af allar rás- irnar 14 fyrir Scotice. Þessi töf varð m.a. vegna þess, að fullkomin tæki til að flytja samtöl írá Múlastöðinni að Land- simastöðinni vantaöi. Jón sagði, að nú væri verið aö kaupa þessi tæki, þannig að framvegis ætti það ekki að taka nema hluta úr degi að skipta yfir á Skyggni, ef Scoticebilaði. Þá hefði þaö einnig tafið fyrir, að óhappiö varð á fri- degi, annan i hvitasunnu. Scotice slitnaði skammt austur af Vestmannaeyjum. Viðgerðar- skip fór af stað i gærkveldi og sagði Jón, aö viðgerð tæki um fimm daga. — KS Kolbrún Anna Jónsdóttir, heitir stúlkan sem keppist viö að þrifa búöargluggann I Lækjargötu, svo kúnn- arnir geti betur virt fyrir sér varninginn. ( Visism. ÞG) „Fór alll I háaioft” - sagöi Þorvaldur Garðar „Þeir voru búnir aö hafa þau orð um Nató i ræðum sinum að ég taldi mig ekki geta setiö undir þvi lengur og gerði grein fyrir minu sjónarmiði. Við það fór allt i háa- loft”, svaraði Þorvaldur Garðar Kristjánsson spurningu Visis vegna orðaskipta sem uröu i heimsókn Þorvalds og l'leiri full- trúa Alþingis til Sovétrikjanna nú fyrir skömmu. Þorvaldur sagðist hafa tekið fram i ræðu sinni að Islendingar væru friðarins menn og vildu vernda friðinn,ekki sist i Evrópu. Hann sagðist hafa bent á, að Sovétmenn ættu að geta skilið hvers vegna íslendingar væru i Nató, vegna Varsjárbandalags- ins, sem þeir segðu að væri til að vernda friðinn. „Við þessi ummæli fór allt i háaloft og þeir þráspuröu til varnar gagnvart hverjum við værum i Nató. Talsverðar um- ræður urðu i kjölfar þessa en ég svaraði fullum hálsi og sagðist eiga við þegar ég talaði um varn- arbandalag, bandalag gegn hverjum sem væri.” Þorvaldur sagði að þessar um- ræður hefðu tekið all nokkra stund, nokkur æsingur hefði orðið út af þessu og andrúmsloftið spennuþrungið á meðan. — ÓM Samið vlð Belga? „Belgisku embættismennirnir fóru ekki i neinn launkofa með þaðað togaraeigendur hefðu ekki staðið við gerða samninga”, sagði Hannes Hafstein formaður islensku samninganefndarinnar i viðræðum við Belga um veiði- heimildir. Viðræðurnar hófust i gær og lauk siðdegis með þvi aö báðar nefndirnar samþykktu drög að samningi. Þau drög voru lögö fram á fundi rikisstjórnarinnar i morgun. —-Gsal hressir betur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.