Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 1
ELLEFU starfsmönnum rússnesks orkufyrir-
tækis hefur verið rænt í Írak, að því er arabíska
sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi frá í gær-
kvöldi, og hafði eftir fulltrúa fyrirtækisins í
Moskvu. Sagði hann að „vera kynni“ að tveir
íraskir öryggisverðir hefðu verið skotnir til
bana í bardaga við mannræningjana.
Sjö Kínverjar, sem var rænt í landinu um
helgina, voru látnir lausir í gær, að sögn kín-
verska sendiráðsins í Bagdad. Aftur á móti hafði
ekkert frést af þremur Japönum sem rænt var á
skírdag. Skömmu eftir hádegi í gær rann út
frestur sem ræningjarnir höfðu gefið japönsk-
um stjórnvöldum til að verða við kröfum um að
kalla japanskt herlið burt frá Írak, ella yrðu
gíslarnir líflátnir. Al-Jazeera hafði þó greint frá
því, að ræningjarnir hefðu framlengt frestinn
um sólarhring. Í gær hafði verið tilkynnt um að
minnsta kosti þrettán erlenda ríkisborgara sem
hefði verið rænt eða væri saknað í Írak, auk
Rússanna og Japananna; níu Bandaríkjamenn,
Kanadamann, Ísraela og tvo Tékka.
Vopnahlé haldið í Fallujah
Vopnahlé var enn haldið í borginni Fallujah í
gær, þar sem hersveitir bandamanna hafa bar-
ist við vígamenn undanfarna daga, en íraskir
læknar segja, að yfir 600 Írakar hafi fallið í
átökunum í borginni, flest konur, börn og gam-
almenni. Bandaríski herinn sagði í gær, að það
sem af er apríl hefðu sjötíu liðsmenn herja
bandamanna fallið og tífalt fleiri Írakar.
Richardo Sanchez, yfirmaður bandaríska
heraflans í Írak, sagði í gær, að borgin Najaf
væri enn á valdi liðsmanna róttæka sjítaklerks-
ins Moqtadas Sadrs. Annar yfirmaður í banda-
ríska herliðinu, John Abizaid, sagði Bandaríkja-
menn hafa umkringt Najaf, og markmið þeirra
væri að „drepa eða handtaka“ Sadr.
Lögreglustjórinn í Najaf sagði aftur á móti,
að náðst hefði „samkomulag bandamanna og
fulltrúa Sadrs“ um að hersveitir bandamanna
myndu ekki fara inn í Najaf og menn Sadrs
myndu í staðinn fela írösku lögreglunni stjórn
borgarinnar.
11 Rússum rænt í Írak
Bandamenn hyggjast
„drepa eða handtaka“
Moqtada Sadr
Doha, Bagdad, Washington. AFP, AP.
Lóðaúthlutun í Hafnarfirði Mikil
uppbygging í Blikastaðalandi Nýtt
hús í gömlum stíl við Lindargötu
STOFNAÐ 1913 100. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Gljátína
og kátína
Jón Steinar og Hannes Hólm-
steinn gáfu 5 milljónirnar | 4
Við erum
heimurinn
Lafleur-útgáfan er að allt
árið um kring | Listir 16
Fasteignablaðið
NÁMSMÖNNUM sem skara fram úr í
stærðfræði og ættingjum þeirra er hætt-
ara við að fá geðsjúkdóm en þeim sem
ekki hafa gengið í framhaldsskóla, en
þeim sem eru sterkari á sviði mannvísinda
er síður hætt við geðsjúkdómum. Þetta er
meðal niðurstaðna rannsóknar Jóns Löve
Karlssonar læknis á sambandi gáfnafars
og geðveiki sem birtust í aprílhefti lækna-
tímaritsins British Journal of Psychiatry.
Rannsókn Jóns nær aftur til ársins 1963
og byggist hún á rannsóknum á sam-
anburði á stúdentum frá MR frá árinu
1871 til 1960 og frá MA eftir 1930. Bar
hann þá sem voru meðhöndlaðir við geð-
sjúkdómum á Kleppsspítalanum saman
við námsskýrslur nemenda úr MR og MA
og við þá sem ekki höfðu gengið í fram-
haldsskóla. Kom í ljós að dúxum í mennta-
skóla og ættingjum þeirra var mun hætt-
ara við geðveiki. Einnig skoðaði Jón
sérstaklega þá sem luku stúdentsprófi ár-
in 1931 til 1960 frá stærðfræðideild MR.
Hætta á geðveiki meðal ættingja stærð-
fræðideildarstúdenta var tvöfalt meiri en
búast mátti við. /4
Rannsókn íslensks læknis
Stærðfræðisnill-
ingum hættara
við geðveiki
Reuters
Á kosningafundi í Skopje
KONA með makedóníska fánann málaðan á andlitið á útifundi stuðningsmanna Saskos Kedevs, forseta-
frambjóðanda stærsta stjórnarandstöðuflokksins í landinu, í gær. Forsetakosningar fara fram í landinu á
morgun í kjölfar þess að Borís Trajkovskí forseti fórst í flugslysi í Bosníu í síðasta mánuði.
RÚSSNESKA ríkisstjórnin vill koma á
vöruflutningum sjóleiðis milli Murmansk í
Rússlandi og Churchill í Manitoba, Kanada,
og segir að nú sé rétti tíminn til að hrinda
þessum draumi í framkvæmd.
Þetta kemur fram í viðtali dagblaðsins
Winnipeg Free Press við Georgiy Mam-
edov, sendiherra Rússlands í Kanada, á
páskadag. Hann segir að vöruflutningar
milli landanna á þessari sjóleið geti verið
hagkvæmir fyrir bæði ríkin. Ríkisstjórn
Rússlands sé með ráðstafanir í undirbún-
ingi vegna nauðsynlegra framkvæmda í
Murmansk og tími sé kominn til að ræða
framhaldið við kanadíska ráðamenn.
Mamedov segir að Rússland sé loksins í
aðstöðu til að ráðast í nauðsynlegar fjár-
festingar vegna uppbyggingar þessarar
flutningaleiðar. Fram kemur í frétt blaðs-
ins að rannsóknir hafi sýnt að þessi flutn-
ingaleið sé sú hagkvæmasta milli Mið-
Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.
Snertir Ísland
Undanfarin ár hafa Kanadamenn af ís-
lenskum ættum bent á hagkvæmni þess-
arar leiðar í sambandi við vöruflutninga
milli Íslands og Mið-Norður-Ameríku. Mál-
ið hefur verið skoðað lauslega en ráðamenn
hafa bent á að ýtarlegri upplýsingar um
magn flutninga og fleira þurfi að liggja fyrir
áður en ákvörðun um framhaldið verði tek-
in. Churchill er við Hudsonflóa í norður-
hluta Manitoba. Vegna íss er sjóleiðin opin
aðeins í um þrjá mánuði á ári, en talið hægt
að halda henni opinni þó nokkuð lengur.
Rússar vilja flutningaleið
milli Murmansk og Churchill
Gæti auðveld-
að flutninga
milli Íslands
og Kanada
Winnipeg. Morgunblaðið.
„ÞETTA var bara eins og lax. Það var rosaleg-
ur kraftur í þessu,“ sagði Ólafur Guðmunds-
son sem veiddi 28 punda stórurriða í Þing-
vallavatni á föstudaginn langa. Um er að ræða
stærsta urriða sem veiðst hefur hérlendis svo
vitað sé. Veiðistaðurinn er leyndarmál en
Ólafur tók þann stóra af báti úti á vatni ásamt
félaga sínum. Urriðinn var veiddur á 12
gramma spún, DAM. 5, og var 40 mínútur að
gefast upp. Æddi hann út um allt og dró bátinn
af stað í öllum látunum. „Undir lokin gafst
hann snögglega upp og við hjálpuðumst að við
að ná honum um borð í bátinn. Við gátum ekki
notað silungsháfinn enda náði hann rétt yfir
hausinn á honum. Við teygðum okkur því eftir
honum og vippuðum honum upp í bátinn.
Tilfinningin sem fylgir því að landa svona
fiski er ólýsanleg og hann fer upp á vegg.“
Þetta er stærsti fiskur sem Ólafur hefur
veitt en í fyrra veiddi hann 17 punda urriða í
Skorradalsvatni.
Áður en Ólafur náði þeim stóra í Þingvalla-
vatni hafði hann fyrr um daginn fengið einn 12
punda urriða og síðan annan 5 punda.
Dr. Össur Skarphéðinsson, sérfræðingur í
stórurriðanum í Þingvallavatni, segir urr-
iðann sem veiddist á föstudaginn stærsta urr-
iða sem veiðst hefur á stöng hérlendis. Össur
segir ekki ólíklegt að fiskurinn sé úr seiða-
sleppingunni frá 1992 og spáir því að á næstu
árum muni veiðast enn stærri urriðar í vatn-
inu. „Það eru 8–10 ár síðan það fóru að veiðast
12–14 punda urriðar og upp úr því fór maður
að verða var við 17–20 punda urriða,“ segir
hann. „Að stærstum hluta held ég að þetta séu
fiskar úr sleppingunni 1992.“
Ólafur Guðmundsson með 28 punda stórurrið-
ann sem hann fékk í Þingvallavatni.
„Rosalegur kraftur“
Veiddi 28 punda urriða í Þingvallavatni
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í gær, að ekkert hefði kom-
ið fram í skýrslu frá bandarísku
leyniþjónustunni
skömmu fyrir 11.
september 2001
er bent hefði til að
„eitthvað væri um
það bil að gerast í
Bandaríkjunum“.
Vera kunni, að
endurbóta sé þörf
á bandarísku
leyniþjónustunni.
„Það var ekk-
ert [í skýrslunni] sem sagði: „Árás er
yfirvofandi,““ sagði Bush við frétta-
menn. „Skýrslan var ekki um það.
Þetta var eins konar saga um það
hvað Osama [bin Laden] ætlaðist
fyrir,“ sagði Bush.
Skýrslan frá leyniþjónustunni,
sem Bush fékk í hendur um mitt ár
2001, var birt opinberlega á sunnu-
daginn. Látið hefur verið að því
liggja að þar hafi komið fram við-
vörun um yfirvofandi árás al-Qaeda
á Bandaríkin.
Ekkert um
„yfirvof-
andi árás“
Crawford í Texas. AP.
George W. Bush
♦♦♦