Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 4

Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ -ráð dagsins Holur sem myndast í teppum eftir húsgögn má losna við með ísmolum. Látið ísmola bráðna í dældinni og þorna. Ryksugið yfir og teppið verður eins og nýtt. BRESKA læknatímaritið British Journal of Psychiatry birtir í apr- ílhefti sínu grein eftir íslenskan lækni, dr. Jón Löve Karlsson, um rannsóknir hans á sambandi gáfna- fars og geðveiki. Benda niðurstöð- urnar til að námsmönnum sem skara fram úr í stærðfræði sé hætt- ara en öðrum við að fá geðsjúkdóm einhvern tímann á æviskeiðinu eða ættingjum þeirra. Þeim sem sterk- ari eru á sviði mannvísinda er síður hætt við að fá geðsjúkdóma. Beindist upphaflega að erfðum geðveiki Rannsóknin nær aftur til ársins 1963 og beindist upphaflega að erfðum geðveiki og hver hættan væri fyrir mismunandi hópa á að verða geðveikur. Viðtal um þetta birtist við Jón í Morgunblaðinu 1964 en síðan hefur hann aflað frekari gagna og skrifar um nið- urstöðurnar í nýjasta hefti BJP. Að hans sögn kom fljótlega í ljós samband milli geðveiki og náms- hæfileika. Byggist rannsóknin á samanburði á stúdentum frá Menntaskólanum í Reykjavík frá árinu 1871 til 1960 og frá Mennta- skólanum á Akureyri eftir 1930. Jón bar saman þá sem með- höndlaðir voru við geðveiki á Kleppsspítalanum við námsskýrslur nemenda úr Menntaskólanum í Reykjavík og á Akureyri og við þá sem ekki höfðu gengið menntaveg- inn í framhaldsskóla. Í ljós kom að dúxum í mennta- skóla var mun hættara við geðveiki og sömuleiðis ættingjum þeirra. Þá voru skoðaðir sérstaklega þeir sem luku stúdentsprófi 1931– 60 frá stærðfræðideild MR og kom í ljós að áhætta á geðveiki í ætt- ingjum stærðfræðideildarstúdenta var tvöfalt hærri en búast mátti við. Þeir sem höfðu staðið sig sér- staklega vel í stærðfræði voru þó sjaldnast veikir sjálfir. Að sögn Jóns er greinilegt sam- band á milli gáfnafars og geðveiki. „Geðveikt fólk er oförvað, það framleiðir efni í heilanum sem veld- ur oförvun. Þessi oförvun veldur ekki sjúkdómi í flestum þeim sem hafa genin fyrir þeim. Einstaka menn verða þó geðveikir en til- tölulega fáir verða illa geðveikir,“ segir Jón. Hann segir ljóst að sömu genin og geti valdið geðveiki í sumu fólki valdi örvun sem geri það hæfara í vísindum og stærð- fræði. Hafa lagt margt merkilegt til málanna „Tilfellið er að fólk með sköp- unargáfu sem jafnframt hefur byggt upp menningu okkar er það fólk sem er í áhættu á að verða geðveikt, og jafnvel þeir sem verða geðveikir hafa lagt margt merki- legt til málanna.“ Jón segist upphaflega fengið styrk frá Bandarísku heilbrigðis- stofnuninni, NIH, til að sinna rann- sóknum á erfðum geðveiki. Hann hafi frá þeim tíma haft brennandi áhuga á efninu og ákveðið að halda rannsókninni áfram upp á eigin spýtur. British Journal of Psychiatry birtir grein eftir íslenskan lækni um samband gáfnafars og geðveiki Byggði á gögnum allt frá árinu 1871 JÓN Löve Karlsson fluttist til Bandaríkj- anna að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942. Hann lagði stund á erfðafræði og efna- fræði við Berkeley háskólann í Kali- forníu en innritaðist síðar í læknadeild Háskólans í San Francisco og starf- aði sem barnalæknir um margra áratuga skeið í Kaliforníu. Jón, sem verður 82 ára á þessu ári, hefur alla tíð haldið tengslum við Ísland og á að eigin sögn stóra fjölskyldu sem að mestu leyti er búsett í Reykjavík. Eiginkona hans er bandarísk og eiga þau fjögur börn. Að sögn Jóns er afar mikið um það deilt í Bandaríkjunum hvort hæfileikar erfist frá skyldmennum en Bandaríkjamenn hallist frekar að því að þeir stafi frá um- hverfinu. „Íslend- ingar trúa því hins vegar að sumir séu fæddir gáfaðri en aðrir. Ég held að rannsókn mín stað- festi það og það eigi eftir að koma betur í ljós að hæfi- leikar eru erfðir fremur en lærð- ir.“Að sögn Jóns er nauðsynlegt að rannsaka nánar uppruna gáfna- fars. „Ég er að vona að ein- hverjir yngri íslenskir vís- indamenn fái áhuga á að auka við þetta og halda þessu til lengdar. Ég hef einkum áhuga á að finna gen sem hafa áhrif á hæfileika,“ segir Jón Löve Karls- son læknir. „Hef áhuga á að finna gen sem hafa áhrif á hæfileika“ Jón Löve Karlsson HANNES Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður ánöfnuðu Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna, SKB, 5 millj- ónir króna. Upphæðina unnu fé- lagarnir með frammistöðu sinni í spurningaleiknum Viltu vinna millj- ón? á Stöð 2 á páskadag. Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar kepptu í svokallaðri Stjörnumessu þar sem vinningarnir renna óskiptir til góð- gerðarmála að eigin vali. Jón Steinar Gunnlaugsson var að vonum ánægður með árangur þeirra félaga og aðspurður sagði hann að í spurningaleik sem þess- um væri enginn vandi að svara þeim spurningum sem menn vissu svarið við. „Það má segja að leik- urinn snúist að hluta um að virkja undirmeðvitundina. Það eru ótal hlutir sem maður hefur lesið og séð en man ekki eftir þegar maður er spurður í skyndingu. Það er því sniðugt að athuga hvaða svar mað- ur gæfi strax – áður en valkostirnir birtast.“ Jón Steinar segir að það sé einnig hluti af leiknum að lesa í svörin og sjá út það líklegasta. Þeg- ar þeir félagar voru spurðir um merkingu orðsins gljátína brugðu þeir á það ráð að hringja í Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Geir vissi ekki merkinguna frekar en þeir en honum fannst sú merking líklegust sem þeir Jón og Hannes lögðu í orðið. Það varð þá úr að þeir félagar svöruðu því til að gljátína væri tínusbjöllutegund og fengu því að halda áfram leiknum. Í síðustu spurningu leiksins var spurt hvar Loftur ríki Guttormsson hefði búið á 15. öld og sagði Jón Steinar að svarið hefði komið strax upp í hugann – áður en valkostirnir birtust á skjánum. „Þetta hef ég að öllum líkindum lesið í skóla eða annars staðar en hafði ekki minni til þess að vera viss um þetta.“ Jón styrktist þó í trúnni þegar á leið og svar hans, „á Möðruvöllum“, reyndist rétt og vinningurinn var í höfn. Unnu fimm milljónir króna fyrir krabbameinssjúk börn Þeir Jón Steinar og Hannes Hólmsteinn voru kampakátir ásamt stjórnanda þáttarins, Jónasi R. Jónssyni. Gljátína og kátína hjá Hannesi og Jóni Steinari VETURINN hefur verið sérstaklega mildur og kostnaður vegna snjó- moksturs í höfuðborginni hefur verið með allra minnsta móti, samkvæmt upplýsingum Guðbjarts Sigurðsson- ar, staðgengils gatnamálastjóra. Stærsti hluti kostnaðar vegna snjómoksturs er fastakostnaður en frá áramótum og til loka mars nemur heildarkostnaður um 10 milljónum króna. Götur í borginni hafa að mestu verið auðar í vetur og snjómokstur- inn ívið minni en í fyrra þrátt fyrir að þá hafi einnig verið mjög snjólétt. Kostnaður vegna snjó- moksturs óvenjulítill Davíð Oddsson í New York DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og kona hans, Ástríður Thoraren- sen, héldu í gær til New York ásamt fylgdarliði þar sem þau verða í heimsókn næstu daga. Forsætisráð- herra mun m.a. opna sýningu Errós í Grey Art Gallery, heimsækja „Ground Zero“, staðinn þar sem tví- buraturnarnir stóðu, og kynna sér starf skrifstofu Ferðamálaráðs Ís- lands í Norður-Ameríku. Meðal annarra dagskráratriða í heimsókn Davíðs Oddssonar er þátttaka í aðalfundi Íslensk-amer- íska verslunarráðsins og flytur hann ávarp í kvöldverðarboði ráðs- ins á morgun, miðvikudag. Er það fjáröflunarkvöldverður fyrir ís- lenska menningarsjóðinn sem er á vegum American Scandinavian Foundation og er ætlað að styrkja kynningu á íslenskri menningu í Bandaríkjunum. Í fylgdarliði for- sætisráðherra eru Illugi Gunnars- son, aðstoðarmaður hans, Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsæt- isráðuneytis, og Albert Jónsson skrifstofustjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.