Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 6

Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ icelandair.is/vildarklubbur Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins SÖLUSAMNINGAR kísilgúrverk- smiðjunnar við Mývatn renna út í lok þessa árs og fást ekki framlengdir og verður rekstri verksmiðjunnar því að öllum líkindum hætt um áramót. Ekki hefur tekist að ljúka fjármögn- un kísilduftverkmiðju sem áformað er að koma upp í stað kísilgúrverk- smiðjunnar. Mikil óvissa er því hjá starfsfólki Kísiliðjunnar, sem er fimmtíu talsins, og almennt í atvinnu- málum í Mývatnssveit og Suður- Þingeyjarsýslu. Fyrirtækið Allied EFA sem Eign- arhaldsfélagið Alþýðubankinn (EFA) átti á móti bandarískum áhættufjárfestum keypti rekstur Kísiliðjunnar í Mývatnsveit í byrjun árs 2001 af ríkissjóði og bandaríska fyrirtækinu Celite Corporation. EFA sem nú hefur runnið inn í Fjárfest- ingarfélagið Straum hf. á 40% hlut og Allied Resource Corporation 60%. Frá upphafi var ætlunin að koma þar upp kísilduftverksmiðju enda heim- ildir Kísiliðjunnar til efnisvinnslu úr Mývatni á þrotum. Offramleiðsla Við eigendaskiptin kom fram að Celite væri að draga sig út úr rekstr- inum vegna minnkandi sölu á þessum efnum og lækkandi verðs vegna of- framleiðslu í heiminum. Þó var gerð- ur samningar um að sölufyrirtæki fyrri eigenda, World Minerals, tryggði sölu á afurðum kísilgúrverk- smiðjunnar í fjögur ár. Rennur sá samningur út í lok þessa árs. World Minerals hafði heimild til að fram- lengja sölusamninginn um tvö ár en það þurfti að gerast fyrir lok mars á þessu ári. Hákon Björnsson, stjórn- arformaður Allied EFA, staðfestir að legið hafi fyrir um tíma að það yrði ekki gert. Samkvæmt því verður framleiðslu hætt um áramót. Hákon vill þó ekki tjá sig um málið frekar fyrr en tækifæri hefði gefist til að greina starfsfólkinu frá stöðu mála. Það verður gert í vikunni. Á síðasta ári var gert mat á um- hverfisáhrifum frekari námavinnslu Kísiliðjunnar á tilteknum svæðum í Ytri-Flóa Mývatns. Beðið er úr- skurðar Skipulagsstofnunar. Hákon Björnsson segir að matsskýrslan hafi verið gerð í þeim tilgangi að geta út- vegað hráefni til framleiðslunnar næstu tvö árin, ef sölusamningurinn hefði verið framlengdur. Stendur á fjármögnun Norska fyrirtækið Promeks ASA sem er í eigu sömu aðila og Allied EFA hefur unnið að undirbúningi kísilduftverksmiðju á lóð Kísiliðjunn- ar. Kísilduft er orkufrekur efnaiðn- aður sem byggist á innfluttu hráefni, kvartsi frá Noregi. Ekki er þörf á námavinnslu í Mývatni vegna fram- leiðslunnar. Búnaður Kísiliðjunnar nýtist að hluta til duftframleiðslunn- ar. Promeks hefur einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð á kísildufti og rak um tíma tilraunaverksmiðju í Noregi. Komið hefur fram hér í blaðinu að til- raunirnar hafi gengið vel og staðfest að aðferðin gengi. Þá hefur komið fram að samið hefur verið um kaup á rafmagni og jarðgufu fyrir breytta starfsemi. Samhliða hefur verið unnið að fjár- mögnun kísilduftverksmiðjunnar. Hákon Björnsson segir að ekki hafi tekist að ljúka fjármögnuninni. Stefnt sé að því að gera það sem fyrst en hann treystir sér ekki til að tíma- setja það. Fram hefur komið að Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins hefur fengið heimild iðnaðarráðuneytisins til að leggja fram 200 milljóna króna hlutafé í fyrirtækið og að sveitarfélög og fyrirtæki í Suður-Þingeyjarsýslu hafa stofnað fjárfestingafélag til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. 75 störf í Mývatnssveit í hættu Nú eru 45 til 50 starfsmenn við kís- ilgúrframleiðsluna. Auk þess starfar fjöldi fólks óbeint við verkefni tengd fyrirtækinu. Verktakar annast flutn- inga á afurðunum til Húsavíkur og skipa þeim þar út og annast viðhald á tækjum fyrirtækisins. Þess má geta að 45–50% af tekjum Húsavíkurhafn- ar eru af útflutningi kísilgúrs. Í um- hverfismatsskýrslu sem liggur hjá Skipulagsstofnun er áætlað að 75 ársverk muni hverfa úr sveitarfé- laginu ef verksmiðjan hættir og að um 210 íbúar myndu þurfa að flytjast á brott. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, bendir á að starfs- menn Kísiliðjunnar samsvari 10% af íbúum sveitarfélagsins sem eru um 450. Hann segir að það verði gríð- arlegt áfall ef verksmiðjunni verði lokað um áramót. Nefnir hann til samanburðar að þetta samsvaraði því að 1500 manna vinnustað á Akureyri yrði lokað. Sigbjörn segir að það hafi legið fyr- ir í nokkur ár að starfseminni yrði hætt en menn hafi vonað að það tæk- ist að koma nýrri starfsemi af stað í tíma. Ekki sé útlit fyrir að það verði. Þó telur Sigbjörn verulegar líkur á að byggð verði upp kísilduftverksmiðja á staðnum þótt síðar verði. „Þetta verður erfitt millibilsástand, að minnsta kosti þangað til við vitum hvort og þá hvenær ný verksmiðja kemur. Það er erfitt að sjá hvernig það verður brúað,“ segir sveitarstjór- inn. Óvissu verði eytt Vegna frétta af yfirvofandi lokun kísilgúrverksmiðjunnar hefur Verka- lýðsfélag Húsavíkur óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Allied EFA um stöðu mála. Verður sá fundur á morgun, miðvikudag. Aðalsteinn Baldursson, formaður félagsins, seg- ir að þessar fréttir séu alvarlegt mál og mikilvægt að óvissu verði eytt. Hann segir að hlutverk félagsins sé í þessari stöðu að gæta hagsmuna félagsmannanna. Einnig geti það vakið máls á stöðu atvinnumála á svæðinu. Segir Aðalsteinn að at- vinnuástandið sé ekki gott og ljóst að starfsmenn sem kunni að missa vinn- una hjá Kísiliðjunni muni ekki geta gengið beint í önnur störf á svæðinu. Hann segir að þegar ríkissjóður seldi sinn hlut í verksmiðjunni hafi því ver- ið lýst yfir að fjármunirnir yrðu not- aðir til atvinnuubyggingar á svæðinu. Segist hann vilja sjá það gerast í meira mæli en hingað til. Ekki hefur tekist að ljúka fjármögnun kísilduftverksmiðju við Mývatn sem tæki við af Kísiliðjunni 50 gætu misst vinnuna við lokun kísilgúr- verksmiðjunnar Óvissa ríkir nú í Mývatnssveit og nágrenni vegna frétta um fyrirhugaða lokun kísil- gúrverksmiðjunnar um næstu áramót. Morgunblaðið/BFH Námavinnslu Kísiliðjunnar verður hætt á þessu ári, að óbreyttu. Hér sjást mannvirki hennar í Helgavogi. „ÉG hef fullan rétt og ríka ástæðu til að andmæla nefndinni, þegar hún telur sig hafa lagaheimild til að segja ákvörðun mína um skipan hæsta- réttardómara byggða á kyn- ferðislegri mis- munun og lítur þannig á, að dóm- greind hennar um hæfi umsækjenda eigi að vega þyngra en mín sem dómsmála- ráðherra.“ Þetta segir Björn Bjarna- son um kærunefnd jafnréttismála í pistli sem hann birti á föstudaginn langa á heimasíðu sinni, www.bjorn- .is. Björn talar í pistlinum, sem ber titilinn Jóhanna, Eiríkur, jafnrétti og Baugstíðindi, m.a. um frumvarp sem Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, þing- menn Samfylkingarinnar, hafa flutt og kveður á um breytingar á jafn- réttislögum á þann hátt að úrskurð- ur kærunefndar jafnréttismála verði bindandi. „Frumvarpið hefur sem betur fer ekki komist lengra en í þingnefnd, en það endurspeglar þá staðreynd, að Jóhanna telur jafn- réttislögin ekki geyma nógu harðar reglur um skyldu manna til að lúta vilja kærunefndarinnar. Jóhanna vill breytingar á lögunum til að knýja enn á um rétt og vald kærunefndar jafnréttismála. Það þarf því engan að undra, að hún hrópi upp yfir sig, þeg- ar ég hreyfi öðrum sjónarmiðum,“ segir Björn í pistlinum. Regla sem bindur hendur veit- ingarvaldhafa er tímaskekkja Um ummæli sín um að jafnrétt- islögin væru barn síns tíma, sem birtust í Morgunblaðinu 7. apríl sl., segir Björn: „Það fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með fréttum, að þessi orð mín hafa valdið nokkru uppnámi. Ég tel, að það stafi mest af því, að þau hafa verið afflutt á þann veg, að ég hafni jafnréttislögunum, þó ég kalli þau barn síns tíma. – Ég vísa hins vegar til þess ákvæðis lag- anna, sem bindur hendur kæru- nefndarinnar á þann veg, að á grund- velli tölfræði um fjölda fólks í ákveðnum stöðum sé veitingarvald- hafi bundinn af því að skipa konu í embætti. Ef þessi regla er í raun lög- fest, er hún svo sannarlega meira en tímaskekkja, hún veldur því, að svig- rúm veitingarvaldhafans til sjálf- stæðs mats á hæfum umsækjendum er þrengt svo mikið, að það er lítils ef nokkurs virði. Slíka reglu ber að nema á brott úr lögum.“ Kærunefndin kemst hvað eftir annað að rangri niðurstöðu Síðar í pistlinum gagnrýnir Björn vinnubrögð Fréttablaðsins og DV, en þá fjölmiðla kallar hann Baugstíð- indi. Átelur hann Fréttablaðið fyrir að geta þess ekki í fréttaviðtali við Eirík Tómasson lagaprófessor sem blaðið birti 8. apríl sl. að hann hefði verið einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara. „DV birtir ekki aðeins ósannar fréttir, sem snerta mig, heldur falsar einnig ljósmyndir til að undirstrika gildi tilbúinna for- síðufrétta,“ segir Björn einnig í pistl- inum. Í lokin áréttar Björn að hann hafi rétt til að hafa sína skoðun á kæru- nefnd jafnréttismála. „Ekkert af þessu breytir þó rétti mínum til að hafa skoðun á vinnubrögðum kæru- nefndar jafnréttismála og nauðsyn þess að setja henni nýjan laga- ramma, ef hún er knúin til þess af honum að komast hvað eftir annað að rangri niðurstöðu.“ Björn Bjarnason ritar um jafnréttislögin á heimasíðu sinni Rík ástæða til að and- mæla kærunefndinni Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.