Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðin bíður spennt eftir að „Ísland í bítið“ bjóði framsóknar maddömunni í „breytt útlit“ áður en stólaskiptin verða. Skóli á nýrri öld Til stuðnings kennurum Ráðstefnan Skóli ánýrri öld, einstak-lingsmiðað nám og samvinna nemenda verður haldin í dag, 13. apríl, á Nordica hóteli klukkan 13 til 17. Morgunblaðið ræddi af því tilefni við Birnu Sig- urjónsdóttur, deildar- stjóra kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hver heldur ráðstefn- una? „Fræðslumiðstöð Reykjavíkur heldur ráð- stefnuna í samvinnu við Skólastjórafélag Reykja- víkur og Kennarafélag Reykjavíkur. Undirbún- ingshópur með fulltrúum allra samstarfsaðila hefur verið að störfum undan- farnar vikur.“ Hver er tilgangur ráðstefnunn- ar og helstu áherslurnar á henni? „Í starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík sem gefin er út árlega er kynnt framtíðarsýn borgarinn- ar um einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda. Skólar við- hafi opna og sveigjanlega kennsluhætti þar sem nemendur vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra og ólíkum einstaklingum er mætt með krefjandi verkefnum við hæfi hvers og eins. Ráðstefn- an er liður í því að styðja kennara í þeim breytingum sem stefnan gerir ráð fyrir að verði í skóla- starfinu. Áherslan er á að kynna á ráðstefnunni fræðin sem liggja að baki þessari stefnumörkun og einnig dæmi um það sem vel er gert í skólum á þessu sviði bæði hérlendis og erlendis. Það er mikil gróska í skóla- starfi í Reykjavíkurskólunum. Sem dæmi um það má nefna að nýlega var haldin sýning í Borg- arleikhúsinu á starfi móðurskól- anna tíu en þeir eru frumkvöðlar í uppbyggingu náms og hafa ráð- gjafarhlutverk gagnvart öðrum skólum í þróun kennsluhátta, fjöl- menningarlegri kennslu, tungu- málanámi, náttúrufræði, list- og verkgreinum og upplýsinga- og tölvumennt. Einnig voru nýlega afhent hvatningarverðlaun fyrir verkefni í skólum en markmið þeirra er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í grunnskólum Reykjavíkur og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi í þeim. Alls barst 71 tilnefning og 8 verkefni hlutu viðurkenningu fræðsluráðs.“ Hvað er helst um dagskrána að segja? „Aðalfyrirlesarar eru tveir skólastjórar frá Noregi, Omar Mekki, skólastjóri Skranevatnet skole í Bergen, sem ræðir um það hvernig skólinn getur mótað já- kvæðan skólabrag með áherslu á einstaklingsmiðað nám og inni- haldsríkt nám. Hann fjallar einn- ig um námskrá skólans í fé- lagslegum samskiptum og úrræði fyrir nemendur með sérþarfir. Stein Endresen, skólastjóri Teinå skole í Stavanger, fjallar um nýja skól- ann, nýtt hlutverk kennara og nýtt hlut- verk nemenda þar sem þeir bera aukna ábyrgð á eigin námi. Hann veltir upp spurningunni: kalla breyttir tímar á breytingar í skólastarfi? Þriðji aðalfyrirlesarinn er Júl- íus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar. Í erindi sínu ræðir hann um einstaklings- miðað nám og samræmd próf, en margir hafa áhyggjur af því að núverandi kerfi samræmdra prófa í grunnskólum henti illa þegar og ef skólakerfið fer að leggja meiri áherslu á einstak- lingsmiðað nám. Í fimm málstofum munu síðan alls þrettán fyrirlesarar fjalla um leiðir í átt að einstaklingsmiðuðu námi og kynna dæmi úr skóla- starfi. Á yngsta stigi verður Hjallastefnan kynnt og þróunar- verkefni í 4. bekk Borgaskóla. Á miðstigi verður fjallað um ein- staklingsmiðað nám í blönduðum bekk og valsvæði í Háteigsskóla. Á unglingastigi um fjarnám og valáfanga, verkmöppur í Lauga- lækjarskóla og listir í unglinga- deild Hlíðaskóla. Í málstofu um fjölmenningu og alþjóðasamstarf verður fjölmenningarvefur Breið- holtsskóla kynntur, fjölmenning- arlegir kennsluhættir í Austur- bæjarskóla og alþjóðasamstarfs- verkefni skóla, Comenius. Mál- stofan sem flestir hafa skráð sig á er um sterka sjálfsmynd nem- enda og félagsfærni. Þar eru um- ræðuefnin lífsleikni, stuðningur við jákvæða hegðun og jákvæður agi.“ Er ráðstefnan opin? „Fullbókað er á ráðstefnuna og ljóst að mikill áhugi er meðal kennara á umræðu um kennslu- hætti og skólamál.“ Verður ráðstefnan með ein- hverjar stefnumarkandi úrlausn- ir? „Ráðstefnan er liður í þróun- arferli og breytingaferli sem á sér stað í skólunum. Það verður fróð- legt að heyra frá frændum okkar Norð- mönnum hvaða efni þeir hafa fram að færa, eins verður áhugavert að heyra svar Júlíusar varðandi samræmd próf og ein- staklingsmiðað nám. Umræðan skilar okkur áfram í vinnunni að því að gera góða skóla enn betri. Ráðgert er að halda slíkar ráð- stefnur árlega og tengja í sumum tilvikum við sýningar þar sem skólar koma fram og sýna brot af því fjölbreytilega starfi sem nem- endur og kennarar þeirra eru að vinna í skólum borgarinnar.“ Birna Sigurjónsdóttir  Birna Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 17.9. 1946. Stúdent frá MR 1966, lauk B.Ed.-prófi frá KHÍ 1978 og M.Ed.-prófi í upp- eldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun árið 2001. Kenndi í Snælandsskóla í Kópa- vogi frá 1978 og var aðstoðar- skólastjóri þar 1984–1999. Starf- aði sem ritstjóri hjá Námsgagnastofnun í tvö ár, er nú deildarstjóri kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur síðan 2001. Eiginmaður Jón Ólafsson, kennari og arkitekt, og eiga þau bæði þrjú börn frá fyrra hjónabandi. … liður í því að styðja kennara ÁÆTLUNARFLUG til Sauðár- króks og möguleg aðkoma ríkisins að því er enn til skoðunar í samgöngu- ráðuneytinu og niðurstaðna að vænta nú eftir páska, að sögn Berg- þórs Ólasonar, aðstoðarmanns sam- gönguráðherra. Siglfirðingar og Skagfirðingar funduðu nýlega með Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra vegna þeirra áforma Íslandsflugs að hætta áætlunarflugi til Sauðárkróks að óbreyttu. Frá Sauðárkróki hefur verið haldið uppi rútuferðum til Siglufjarðar í tengslum við flugið. Runólfur Birgisson, nýr bæjar- stjóri á Siglufirði, segir það ekki síð- ur vera mikið hagsmunamál fyrir Siglfirðinga en Skagfirðinga að flug- ið til Sauðárkróks leggist ekki af. Hann var meðal þeirra sem gengu á fund samgönguráðherra. „Við viljum allt gera til að fluginu verði haldið áfram. Á sínum tíma var flogið til Siglufjarðar og þegar það var lagt af urðu hér mikil læti. Síðan komust á rútuferðir í tengslum við flug Íslandsflugs á Krókinn og við erum mjög sáttir við alla þá þjón- ustu. Siglfirðingar hafa nýtt sér þetta flug vel en svo þegar við erum orðnir sáttir þá á að taka flugið alveg af okkur. Það erum við ekki ánægðir með. Þetta er okkur stórt mál og hér er beygur í mönnum ef við missum þessa samgönguleið. Við þurfum á margs konar þjónustu að halda frá Reykjavík og þar skiptir flugið okk- ur verulegu máli,“ segir Runólfur. Bæjarstjóri Siglufjarðar um áætlunarflug til Sauðárkróks „Viljum allt gera til að flug- inu verði haldið áfram“ NÆR 200 manns gengu af stað í hægri norðanátt, 4° frosti og skýjuðu veðri frá Hótel Reynihlíð í elleftu píslargönguna umhverfis Mývatn á föstudaginn langa. Gangan var með hefðbundnu sniði, eða öllu heldur þá gengur hver með sínum takti og eftir hentugleikum. Um kl. 13 má búast við að hinir hröðustu ljúki göngu sinni. Aðrir og þeir eru miklu fleiri sem um hádegisbil eru ríf- lega hálfnaðir og komnir í Skútu- staði þar sem flestir fá sér hress- ingu. Bæði fyrir magann og sálina. Séra Örnólfur var með hefð- bundna helgistund um kl. 13.30 í Skútustaðakirkju. Sunginn var sálmur dagsins og lesinn passíu- sálmur númer 44. Óli Kristjánsson meðhjálpari hringdi inn athöfnina sen höfð er stutt til að menn fái ekki óbærilegar harðsperrur. Um það bil 300 manns munu hafa gengið, hlaupið eða hjólað einhvern hluta leiðarinnar að þessu sinni og er það svipað því sem mest hefur verið áður. Nú er ísinn sem óðast að yfirgefa vatnið. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Um 200 manns í píslargöngu Mývatnssveit. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.