Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 12
ERLENT
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLUÞYRLA sveimar yfir Rocinha, einu stærsta fátækrahverfinu í
Rio de Janeiro í Brasilíu, í gær. Um 900 lögreglumenn voru þar á eftirlits-
ferðum í kjölfar þess, að átta manns hafa verið drepnir í byssubardögum
fíkniefnagengja í hverfinu undanfarnar þrjár nætur. Rocinha var löngum
eitt friðsamasta fátækrahverfið í borginni, og voru farnar þangað skipu-
lagðar hópferðir með ferðafólk.
AP
Hert eftirlit í Rio
UMFANGSMESTU selveiðar í
hálfa öld hófust í Kanada í gær, en
þarlend yfirvöld hafa leyft veiðar á
allt að 300 þúsund selkópum, og
verður megnið af þeim veitt á þrem
sólarhringum. Kemur þetta fram á
fréttavef breska ríkisútvarpsins,
BBC. Veiðar á selkópum lögðust svo
að segja af við austurströnd Kanada
fyrir aldarfjórðungi vegna alþjóð-
legra mótmæla umhverfisverndar-
sinna.
Umhverfisverndarsamtök hvetja
einnig til mótmæla nú, en kanadísk
alríkisyfirvöld segja, að veiðarnar
fari fram samkvæmt ströngum
reglum og í langflestum tilvikum séu
kóparnir skotnir, en ekki barðir til
ólífis með kylfum. Bandaríkjamenn
bönnuðu innflutning selaafurða 1972
og Evrópusambandið fylgdi í kjölfar-
ið. Eftir þetta minnkuðu kanadísk
stjórnvöld veiðiheimildir í um 15
þúsund seli árlega, en í fyrra voru
heimildir auknar í milljón seli á
næstu þrem árum.
John Efford, auðlindaráðherra
Kanada, sagði að margt af því sem
erlendir fjölmiðlar hefðu sagt um
veiðarnar væri einfaldlega rangt.
Þær færu nú fram með mannúðlegri
hætti en áður, og að fjöldi sela við
Atlantshafsströnd Kanada hefði
margfaldast. Á sama tíma væru
nytjafiskistofnar þar að hverfa. Um-
hverfisverndarsamtök segja aftur á
móti, að kanadískir embættismenn
séu að reyna að kenna selunum um
fiskveiðistjórnunarklúður sem emb-
ættismennirnir eigi sjálfir sök á.
Umfangs-
mestu sel-
veiðar í
hálfa öld
ÞEIM fjölgar sífellt sem ganga í
smiðju til heimspekinga eftir
svörum við spurningum sem trú
hefur lengst af veitt, og til marks
um þetta er 30% aukning um-
sókna um nám í heimspeki við Ed-
inborgarháskóla á þessu ári sam-
anborið við síðasta ár, segir
fréttaskýrandi skoska blaðsins
The Scotsman. Undanfarna ára-
tugi hafi kirkjusókn í Bretlandi
hrunið, og fyrir flesta Breta hafi
nýliðin páskahelgi ekki verið ann-
að en tækifæri til að belgja sig út
af súkkulaði.
Ekki er nóg með að skyndilega
vilji mun fleiri Skotar setjast á
skólabekk og læra heimspeki; allt
í einu eru bækur um forngríska
heimspekinginn Sókrates farnar
að seljast eins og heitar lummur
og tróna á metsölulistum, segir
enn fremur í The Scotsman. Í
þeim flestum sé vísdómur Sókrat-
esar og ýmissa fleiri forngrískra
spekinga gerður aðgengilegur
þeim sem ekki hafa neina heim-
spekimenntun.
Fréttaskýrandi blaðsins spyr:
Hvað kemur til? Hvaðan kemur
þessi aukni heimspekiáhugi? Og
hvað er það sem heimspekin getur
nú skyndilega veitt, eftir að hafa
verið geymd uppi á háalofti lengst
af, nema helst þegar þurfti að
segja brandara?
Sálfræðingurinn dr. Colin Gill
tjáir blaðinu að heimspekin fylli í
tóm sem mörgum finnist einkenna
líf sitt. Gill rekur sálfræðiþjón-
ustu fyrir fyrirtæki og sérhæfir
sig í siðfræði og persónugrein-
ingu. Hann segir að helsta vanda-
mál Vesturlandabúa nú á dögum
sé skortur á sameiginlegum sið-
ferðisviðmiðum. Með aðskilnaði
ríkis og kirkju og aukinni umræðu
um fjölmenningarhyggju hafi sið-
ferðismörk orðið óljósari.
„Við erum ringlaðri núna en við
höfum nokkru sinni fyrr verið,“
hefur The Scotsman eftir Gill.
„Það er ekki lengur fyrir hendi
eitt siðferðisviðmið sem allir eru
sammála um, nema að okkur
finnst öllum að barnagirnd sé sið-
leysi. En um allt annað má
semja.“
Gill segir kjarna vandans vera
skort á föstum gildum. Sem börn
þurfum við á því að halda að okkur
séu sett mörk, og með sama hætti
megi segja að ef við vitum ekki,
þegar við komumst á fullorðinsár,
hvað við getum leyft okkur, fari
okkur að skrika fótur. Fyrr á tím-
um hafi kenningar kirkjunnar séð
okkur fyrir svörum við spurn-
ingum um rétt og rangt – og finna
megi, nú á dögum, dæmi um
menningarkima þar sem leitað
hafi verið aftur til Viktoríutímans
eftir svörum við þessum spurn-
ingum.
Gill telur að óvissan í hinu vest-
ræna samfélagi í kjölfar hryðju-
verkanna í Bandaríkjunum 11.
september 2001 hafi gert það að
verkum að þetta vandamál hafi
orðið enn meira knýjandi. Nú stafi
vestrænu samfélagi ógn af ut-
anaðkomandi öflum í fyrsta sinn í
margar aldir. Því sé hafin eins
konar innri endurskoðun á grund-
velli þessa veraldlega, vestræna
samfélags og spurningar vakni
um það, í hvers konar samfélagi
við viljum lifa.
„Við stöndum augliti til auglitis
við hóp fólks sem býr sjálft yfir
mjög skýrum og afdráttarlausum
siðferðisgildum, gildum sem eru
svo sterk að fólkið er tilbúið að
fórna lífi sínu fyrir þau. Ef við ætl-
um að svara þessari ógn verðum
við að standa saman um okkar
eigin gildi. Ef við ætlum að búa í
veraldlegu samfélagi þurfum við
veraldleg siðferðisgildi,“ hefur
The Scotsman eftir Gill.
Heimspekin
fyllir í tómið
HVAÐ má bjóða þér með morgun-
verðinum? Ávaxtasafa eða glas af
ormum? Þetta er ekkert grín því að
komið hefur í ljós, að svipuormar,
sem þrífast í svínum, hafa furðulega
góð áhrif á ýmsa iðrasjúkdóma, til
dæmis ristilbólgu (ulcerative colitis)
og Crohns-sjúkdóm.
Það er bandaríski vísindamaður-
inn Joel Weinstock við Iowa-há-
skóla, sem hefur gert þessa upp-
götvun, en hann telur, að
meltingarvegur manna nú á dögum
líði fyrir ofurþrifnað og það geril-
snauða fæði, sem við látum ofan í
okkur. Bendir hann á því sambandi,
að á síðustu 50 árum hafi orðið
sprenging í iðrabólgum alls konar á
Vesturlöndum samfara færri tilfell-
um af sýkingum af völdum sníkju-
dýra á borð við hringorma og svipu-
orma. Í þróunarríkjunum eru þessi
sníkjudýr aftur á móti algeng en
iðrabólgur fátíðar.
Kenning Weinstocks er sú, að um
milljónir ára hafi ónæmiskerfi
mannsins verið að þróast til að geta
ráðið við þessi sníkjudýr og fleiri.
Hverfi þau, sé hætta á, að maginn
eða meltingarvegurinn verði ofvirk-
ur.
Ótrúlegur árangur
Til að reyna kenningu sína fékk
Weinstock til liðs við sig hundrað
manns með ristilbólgur og annað
hundrað með Crohns-sjúkdóm en
hvor tveggja sjúkdómurinn er
ólæknandi og getur verið mjög erf-
iður. Gaf hann þeim drykk, sem inn-
hélt þúsundir svipuormaeggja, í
nokkurn tíma og þá hurfu einkennin
yfirleitt, iðraverkir, blæðingar og
niðurgangur.
Helmingur þeirra, sem voru með
ristilbólgur, hefur ekki fengið annað
kast og heil 70% þeirra, sem þjást af
Crohns-sjúkdómi.
„Margir vísindamenn vildu ekki
trúa þessum ótrúlega árangri enda
eiga nýjar hugmyndir oft á brattann
að sækja,“ sagði Weinstock í viðtali
við breska vísindatímaritið New Sci-
entist.
Á markað í maí
Til er svipuormur, sem leggst á
menn, og talið er, að hálfur millj-
arður manna beri hann. Getur hann
til dæmis valdið blóðleysi. Svipu-
ormar í svínum þrífast hins vegar
ekki í mönnum en hafa þó sín áhrif á
ónæmiskerfið.
Evrópska lyfjaeftirlitsstofnunin
hefur nú samþykkt sölu á ormasúp-
unni og mun hún líklega koma á al-
mennan markað í næsta mánuði.
Ætlast er til, að fólk fái sér sopa
tvisvar á dag. Verður súpan fram-
leidd hjá þýska fyrirtækinu BioCure
undir nafninu „TSO“ (Trichuris Suis
Ova).
Ormasúpa
fyrir iðrin
Vaxandi iðrabólgutilfelli á Vestur-
löndum rakin til fjarveru sníkjudýra
París. AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti og Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, kváðust í gær myndu
fagna brotthvarfi Ísraela frá brott
Gaza-svæðinu ef það yrði gert í sam-
ræmi við Vegvísinn svonefnda, al-
þjóðlega áætlun um frið í Miðaust-
urlöndum. Kom þetta fram á
fréttamannafundi forsetanna á bú-
garði Bush í Texas, þar sem Mub-
arak var í heimsókn.
„Ég held að allur brottflutningur
[Ísraela] frá hernumdu svæðunum
væri fagnaðarefni,“ sagði Mubarak.
En hann varaði við því, að ef brott-
hvarf yrði ekki í tengslum við Veg-
vísinn myndi það þýða að brottflutn-
ingurinn „myndi ekki hljóta náð fyrir
augum almennings í heimshlutan-
um“.
Bush kvaðst myndu ræða um-
deildar hugmyndir Ísraelsstjórnar
um brotthvarf frá Gaza við Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
sem væntanlegur er til Washington
á morgun. Bush sagði að ef Sharon
ákvæði að Ísraelar skyldu hverfa frá
Gaza yrði það „jákvæð þróun“.
Reuters
Bandaríkjaforseti sendir vinum sínum fingurkoss er hann gengur um borð
í flugvél sína í Waxo í Texas í gær með hundinn sinn, Barney, í fanginu.
Myndu fagna brott-
hvarfi frá Gaza
Crawford í Texas. AFP.
ÞAU mál, sem komið hafa upp í
Danmörku og víðar varðandi
barnaklám og barnaníðinga
hafa meðal annars haft þau
áhrif, að margir karlar og sjálf-
boðaliðar hjá dönskum samtök-
um, sem vinna að barnaheill,
hafa dregið sig í hlé.
Vilja þeir ekki hætta á, að
þeir verði fyrir tilhæfulausum
ásökunum eða grunsemdum.
Er ástandið hjá mörgum sam-
tökum orðið mjög erfitt vegna
þess en oft er um að ræða karl-
menn, sem fengnir hafa verið
til að liðsinna börnum, sem
engan eiga að. Kom þetta fram
á fréttavef Berlingske Tidende.
Óttast
ásakanir
TALA þeirra sem létust í
sprengingu í kolanámu í Síb-
eríu á laugardagsmorgun var
í gær komin í 45. Tveggja
námumanna var enn saknað,
en lítil von talin á að þeir
myndu finnast á lífi.
Sprengingin varð á um 560
metra dýpi og voru 53 menn
niðri í námunni. Sex var
bjargað. Náman er í borginni
Osinniki, sem er í Kuzbass-
héraði í vesturhluta Síberíu.
Alls starfa um sex hundruð
manns í námum þar, að sögn
rússnesku fréttastofunnar
ITAR-Tass.
Að sögn rússneskra emb-
ættismanna varð sprengingin
í kjölfar þess, að metangas
safnaðist fyrir í námunni og
varð tífalt á við það sem
venjulega er. Beinist rann-
sóknin á slysinu nú að því,
hvað hafi valdið því að gasið
safnaðist skyndilega fyrir.
45 námu-
menn
fórust
Novokuznetsk. AP.