Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 14

Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 14
DAGLEGT LÍF Melaskóli er móð- urskóli í náttúru- fræði. Nemendur í 4. C læra um orkuna og gera skemmtileg verkefni til að sannreyna kenn- ingar. 14 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Krafturinn er ístraumn-um,“ segirnemandi í 4.C á kynningu hjá Sveini Bjarka Tómassyni og Jórunni Pálsdóttur umsjón- armönnum vísindakennslu í nokkrum bekkjum í Melaskóla – sem er móðurskóli í náttúrufræði. Blaðamaður læddi sér inn um dyrnar og fylgdist um stund með myndasýningu um orkugjafa og viðbrögðum nem- enda. „Þetta eru speglar sem taka við sólar- ljósinu og breyta því í orku,“ sagði ann- ar nemandi um mynd af sól- arorkugjafa. Sveinn spurði um muninn á því að virkja stöðuvatn og fossa og fékk fín svör. Rætt var um jarðhita og gufur sem hægt er að breyta í annað form. Nemendur voru mjög áhugasamir og alveg með á nótunum. „Olía knýr bíla áfram,“ sagði einn og að bensín væri olía. Síðan var rætt um muninn á bensíni og vatnsorku, hvort mengaði meira o.s.frv. Þetta leiddi umræðuna út í greinarmun á náttúruvænum og náttúruskaðvænum orkugjöfum. Hólmfríður Jónsdóttir umsjón- arkennari 4. C gat verið stolt af nemendum sínum eftir tímann. Kennsluhættir sóttir til Johns Dewey menntunarfræðings Daginn eftir komu Sveinn og Jórunn aftur og lögðu verkefni úr legókubbum fyrir börnin sem þau leystu að stakri prýði. Kennsluhættirnir sem Jórunn og Sveinn byggja á eru sóttir í smiðju bandarísku fræðimannanna J. De- wey (1859–1952) og S. Papert. Báðir hafa í kenningum sínum lagt á það ríka áherslu að börn hafi ótakmarkaða hæfni til að læra – að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þessir fræði- menn gera greinarmun á námi, því sumt læra börn nánast áreynslulaust án þess að hljóta nokkurn tíma markvissa kennslu eins og móðurmálið. En annað læra þau vart án leiðsagnar. Jórunn og Sveinn segja að í 5. bekk hafi verkefnið verið kennt á einum degi. Námið byrjaði á hugarflæði nemenda um vélmenni/þjarka og hvar þá er að finna. Nefndir voru t.d. til sögunnar þjarkarnir sem voru sendir til Mars. Nemendur veltu fyrir sér hverjir eru kost- irnir og gallarnir við þjarka, t.d. að þeir geti unnið endalaust og þurfi ekki kaffitíma o.fl. Næst tóku þau að kubba þjarka, sem loks voru forritaðir með LabView forritinu. Nemendur, sem unnu tveir og tveir saman, fengu út- hlutað verkefnum sem voru kyn- bundin. Drengir byggðu bíla og stelpur bjuggu til flugu, hringekju og hús með skynjurum og sjálfvirkni. Í lokin voru umræður um sam- vinnu og nám. Þá kynntu nem- endur verkefnin sín og sögðu frá þjörkunum sínum og hvaða áhrif forritunar- strengurinn átti að hafa á þjarkinn. Síðan sann- reyndu nemendur verk- efnin sín. Legokubbar Í 2. bekk fékk hver bekkjardeild eina kennslu- stund daglega í eina viku, og gerðu nem- endur tangir úr Lego-kubbum og lærðu að nota hugtök eins og ás, öxull og snúningsmiðja. Þeir gerðu til- raunir með að breyta snúnings- miðju og að beita tönginni á ýmsa ólíka hluti, s.s. grjót, bók og perl- ur. „Í vetur bættist við verkefni um vog í 3. bekk og orkuverkefnið í 4. bekk,“ segir Jórunn. „Við byrjum á umfjöllun um viðfangsefnið, söfnum saman öllum upplýsingum sem við höfum um orku og orku- gjafa, náttúruvæna og ónátt- úruvæna, geymslu á orku og mengun ymiss konar.“ Í verkefninu um vogina læra nemendur um mælieiningar, þyngd, tíma, lengd, magn. „Við tölum um stóra og þunga hluti til að byrja með og hugsum okkur síðan stóra og létta hluti, nálg- umst hugtökin eðlisþyngd og efni. Í lok verkefnisins búa þau til mælikvarða á vogina,“ segir Jór- unn. Morgunblaðið/Sverrir TENGLAR ..................................................... http://melaskoli.ismennt.is/lego/ Morgunblaðið/Sverrir Nemendur: Harpa Lind Ólafsdóttir, Lilja Rós Guðjónsdóttir og Hringur Ásgeir Sigurðarson sem eru öll í 4. bekk C. guhe@mbl.is Rík áhersla á ótak- markaða hæfni til náms  MENNTUN TVÍDJAKKAR í pastel- litum, ekki síst með tæt- ingslegum endum, virðast að sögn New York Times vera helsta tískuæði vors- ins, líkt og Murakami- taskan frá Louis Vuitton fór sigurför um heiminn fyrir ári. Jakkinn á uppruna sinn hjá tískuhúsinu Chanel, sem flaggaði honum á sýningu sinni í október sl., en nú hafa bæði virtir hátísku- hönnuðir og ódýrari merki komið fram með eftirlíkingar, allt frá Marc Jacobs til H&M og Zara. Forsvarsmenn Chanel segjast þó ekki hafa áhyggjur af eftirlík- ingunum, því þær hafi aðeins auk- ið enn á áhuga kvenna á því að eignast hinn „eina sanna“ jakka. Enn mun vera biðlisti hjá Chanel eftir jakkanum góða sem svipar kannski örlítið til Chanel-jakkans á myndinni. Jakkinn eftirsótti kostar um 3.500 dollara, eða sem nemur 245 þúsundum króna.  TÍSKA Tvíd- jakkinn flík vorsins FWD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.