Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
N
orðurlandaráð heldur þemaráðstefnu í
Helsinki 14. og 15. apríl nk. Þar munu
stjórnmálamenn frá Norðurlöndum,
Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-
Rússlandi koma saman og ræða norð-
lægu víddina í ESB eftir stækkun sambandsins hinn
1. maí nk. Hin norðlæga vídd ESB nær til Norður-
landanna, Norðvestur-Rússlands, Póllands og Eystra-
saltsríkjanna. Meðal viðfangsefna þessa samstarfs er
baráttan gegn mansali og verður það rætt sér-
staklega á ráðstefnunni. Meginmarkmið norðlægu
víddarinnar er að auka samstarf milli ESB og ná-
grannalanda þess í Norður-Evrópu, efla svæða-
samstarf og stuðla að öryggi og stöðugleika á svæð-
inu.
Mansal á Norðurlöndum
Umræða um mansal hefur orðið æ háværari á und-
anförnum árum og misserum bæði hér heima og í ná-
grannaríkjum okkar. Má rekja það til þeirrar ógn-
vekjandi staðreyndar að sífellt eykst fjöldi kvenna og
barna sem flutt eru nauðug viljug til vestrænna landa
frá ríkjum Austur-Evrópu og gerð út í vændi. Á
Norðurlöndum birtist þessi vandi einkum í innflutn-
ingi stúlkna frá Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-
Rússlandi. Margir minnast eflaust kvikmyndarinnar
Lilja 4-ever sem greindi frá örlögum ungrar rúss-
neskrar stúlku sem fengin var til Svíþjóðar með lof-
orð um starf og betra líf en var svo seld í vændi.
Myndin minnir okkur óþyrmilega á að baki hverri
konu sem flutt er til borga á Norðurlöndum e
arra staða og neydd til að stunda vændi, liggu
mannlegra hörmunga, brostinna fjölskylduban
glataðrar æsku, ofbeldis og niðurbrots.
Samstarf og aðgerðir gegn mansa
Norðurlönd hafa tekið höndum saman við E
saltsríkin til að stemma stigu við mansali og b
gegn glæpahringjum sem hagnýta sér efnahag
og félagslega bágar aðstæður þar og annars s
Austur-Evrópu. Norræna ráðherranefndin he
staðið fyrir upplýsingaherferð í Eystrasaltsrík
sem hefur það markmið að vara við þeirri hæt
leynst getur á bak við fagurgala um góð störf
betra líf á Vesturlöndum. Á þingi Norðurland
nóvember sl. voru samþykkt tilmæli um aðger
gegn vændi og mansali með megináherslu á a
úr eftirspurn á Norðurlöndum, stuðning við fr
lagasamtök til fyrirbyggjandi starfs í Eystras
Samstarf við Eystr
og Rússland er mik
Eftir Jónínu Bjartmarz ’Samstarfið við ESB, Rússlaog Eystrasaltsríkin dregur ek
samstarfi milli Norðurlanda e
þýðingu þess. Þvert á móti e
legast að samstarfið og mik-
ilvægi þess aukist eftir því s
Norðurlöndin verða virkari í ö
alþjóðlegu samstarfi.‘
T
ony Blair, Jacques Chirac og
Gerhard Schröder komu
saman í Berlín nýlega og
hétu því að blása nýju lífi í
efnahag Evrópu. Við höfum
heyrt þessi haldlausu loforð áður.
Þeirra í stað þarf Evrópusambandið á
nýrri stefnu að halda. Ég segi þetta sem
leiðtogi flokksins sem hefur verið í fylk-
ingarbrjósti þjóðar sinnar í Evrópusam-
starfinu. Það var stjórn Íhaldsflokksins
sem fyrst sótti um aðild að því snemma
á sjöunda áratug aldarinnar sem leið.
Stjórn Íhaldsflokksins kom Bretlandi í
Efnahagsbandalag Evrópu 1973. Marg-
aret Thatcher vann með Jacques Delors
að því að koma á innri markaðnum 1986.
Ég hef því engar efasemdir um að
Bretland þurfi að vera áfram áhrifamik-
ið innan Evrópusambandsins. Stefna
breskra stjórnvalda gagnvart samband-
inu hefur þó oft leitt til verri fremur en
betri samskipta milli aðildarríkjanna.
Þegar við höfum staðið frammi fyrir
nýrri tillögu um aukið samstarf höfum
við oft brugðist við með því að leggjast
gegn henni og greiða atkvæði á móti,
tapað atkvæðagreiðslunni og síðan sam-
þykkt tillöguna með ólund og kennt öll-
um öðrum um. Margir Evrópubúar hafa
fengið meir en nóg af því að Bretar beiti
neitunarvaldi. Ég líka.
Auðvitað eru til grundvallarreglur
sem öll aðildarríkin verða að sætta sig
við. Þar á ég fyrst og fremst við fjór-
þætt frelsi innri markaðarins: frjálsan
flutning á vöru, þjónustu, vinnuafli og
fjármagni. En einn óskiptur markaður
krefst ekki einnar stefnu í félags- eða
atvinnumálum og miklu síður sameig-
inlegrar stefnu í skattamálum. Ef aðild-
arríkjunum er leyft að móta eigin stefnu
í þessum málaflokkum stuðlar það að
meiri samkeppnishæfni. Verði þau
neydd til að taka upp eina sameiginlega
stefnu mun Evrópusambandið dragast
enn meira aftur úr þegar aðildarlöndin
reyna að koma kostnaði sínum yfir á
grannríkin.
Á hvaða sviðum á sama stefna að gilda
í öllum aðildarríkjunum og á hvaða svið-
um á hún að vera valfrjáls? Ég tel að
hvert aðildarríki fyrir sig eigi að fara
með stjórn þeirra mála sem hafa ekki
bein og veruleg áhrif á önnur aðild-
arríki.
Einstök aðildarríki ættu að ákveða
hvort þau fari áfram að öllu leyti með
stjórn mála, sem þjóna hagsmunum
þeirra, eða hvort þau eigi samstarf við
önnur. Ríki Evrópusambandsins ættu að
mynda nokkra hringi sem skarast: mis-
munandi hópar aðildarríkja ættu að geta
tekið höndu
um að eig
dæmi. Atla
sveigjanleg
Frakkar g
síðar að d
herstjórn N
er í Efnah
ópu, Schen
málasáttmá
Hægt er
Hingað til
ferðinni áfr
semja um s
1998 hafa
ferð – svok
gæti gert
halda áfram
Íhaldssöm Evró
Eftir Michael Howard
© Project Syndicate.
Michael Howard hefur ekki mikla trú á yfirlýsingum þjóð
hvernig blása megi lífi í evrópskt efnhagslíf og treysta sa
’Einstök aðildarríki ættuað ákveða hvort þau fari
áfram að öllu leyti með
stjórn mála, sem þjóna
hagsmunum þeirra, eða
hvort þau eigi samstarf
við önnur.‘
AA-SAMTÖKIN 50 ÁRA
Áfengi er böl. Þetta vita flestarfjölskyldur á Íslandi. Senni-
lega hefur áfengi verið þjóðarböl
fyrir hundrað árum, sem skýrir
sterka stöðu Góðtemplarareglunn-
ar á þeim tíma og fram eftir 20.
öldinni. En það hefur reynzt býsna
erfitt að takast á við þetta böl. Þær
eru ófáar fjölskyldurnar á Íslandi,
sem eiga um sárt að binda vegna
áfengisbölsins. Áratugum saman
lögðu fjölskyldur áherzlu á að fela
þetta vandamál fyrir umhverfi
sínu. Sá feluleikur varð til þess að
auka vanda þeirra, sem urðu fyrir
barðinu á áfengisdrykkju fjöl-
skyldumeðlims. Ungt fólk á ekki að
tala af léttúð um áfengisbölið. Fyrr
en varir sækir það heim félaga
þeirra eða fjölskyldur.
Það var ekki talað af mikilli virð-
ingu um AA-samtökin, þegar þau
hófu starfsemi sína fyrir hálfri öld.
Raunar athyglisvert hvað þeir, sem
hafa talið sig óhulta fyrir áfeng-
isbölinu hafa séð ríka ástæðu til að
gera lítið úr þeim samtökum, sem
barizt hafa gegn þessu böli, hvort
sem um hefur verið að ræða Góð-
templararegluna eða AA-samtökin.
En hafi verið talað af lítilli virð-
ingu um starfsemi AA í upphafi
hefur verið talað af þeim mun meiri
virðingu um samtökin á seinni ár-
um. Smátt og smátt hefur fólk gert
sér grein fyrir því, að þar er unnið
stórmerkilegt starf í kyrrþey. Og
ekki bara í þágu þeirra, sem hafa
misst tökin á áfengisneyzlu sinni
heldur og ekki síður fyrir aðra fjöl-
skyldumeðlimi en sá þáttur máls-
ins var meðhöndlaður lengi eins og
hann væri ekki til. Hliðarsamtök
AA, sem starfa að málum aðstand-
enda þeirra, sem berjast við áfeng-
issýki, geta að mörgu leyti orðið
fyrirmynd að sambærilegu starfi,
sem brýnt er að auka t.d. í þágu að-
standenda geðsjúkra.
Það var heldur ekki talað af sér-
stakri virðingu um starfsemi SÁÁ í
upphafi en nú er öllum ljóst, að sú
meðferð, sem samtökin bjóða upp á
er ómissandi.
Stundum er talað um að við Ís-
lendingar eigum að tileinka okkur
siði og hætti annarra þjóða og
verða „menningarlegri“ í um-
gengni við áfengi. Ekki skal gert
lítið úr því og vafalaust hafa um-
ræður um þennan þátt málsins haft
töluverð áhrif á síðustu áratugum í
þá átt að breyta drykkjuvenjum
töluverðs hóps einstaklinga. En
sporin hræða. Við erum ekki eina
þjóðin á norðurhjara veraldar, sem
hefur átt í erfiðleikum með að um-
gangast áfengi. Það er augljóslega
einkenni á þessum þjóðum og
skiptir ekki máli hvort litið er til
Grænlands, Norðurlandanna eða
Rússlands.
Á fimmtíu ára afmæli AA-sam-
takanna er ástæða til að þakka
samtökunum fyrir hljóðlátt starf,
sem haft hefur gífurleg áhrif og
orðið til þess að auka lífshamingju
stórs hóps af fólki og vekja bjart-
sýni um framtíðina, þar sem áður
ríkti svartsýni og vonleysi.
VIRKARA LÝÐRÆÐI
Það er augljóslega vaxandiáhugi á að þróa lýðræðiðþannig að það verði virkara.
Í Morgunblaðinu í fyrradag var
sagt frá niðurstöðum könnunar á
afstöðu Íslendinga til lýðræðis. Þar
kom fram, að 73% þeirra, sem af-
stöðu tóku, voru fylgjandi því, að
þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu tekn-
ar upp í ríkara mæli hér.
Morgunblaðið hefur að undan-
förnu vakið athygli á því, að hug-
myndir um beint lýðræði eiga nú
vaxandi fylgi að fagna innan stjórn-
málaflokkanna. Fyrir nokkru fluttu
þingmenn Samfylkingarinnar
þingsályktunartillögu um þetta
mál. Henni fylgdi ítarleg og vönduð
greinargerð. Jafnframt hefur það
gerzt að tveir kjörnir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, þau Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra, sem
situr bæði á Alþingi og í borgar-
stjórn Reykjavíkur, og Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgar-
fulltrúi, hafa tekið undir slíkar
hugmyndir í grundvallaratriðum.
Engum þarf að koma á óvart,
þótt mikill stuðningur komi fram í
skoðanakönnunum við þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Íslendingar eru
áreiðanlega einhver bezt menntaða
og bezt upplýsta þjóð í heimi. Stór
hluti þjóðarinnar fylgist dag hvern
með framvindu þjóðmála en að auki
er athyglisvert hversu mikill fjöldi
manna tekur beinan þátt í þjóð-
félagsumræðum, bæði með því að
skrifa greinar í blöð og tjá sig í út-
varpi og sjónvarpi.
Við Íslendingar höfum tækifæri
til að byggja hér upp lýðræðisríki,
sem getur orðið fyrirmynd annarra
þjóða á 21. öldinni. Við getum tekið
frumkvæði um að leggja ákveðin
málefni fyrir þjóðina ýmist á lands-
vísu eða á sveitarstjórnarstigi til
ákvörðunar. Sú aðferð er bæði eðli-
leg og sjálfsögð og hún leysir líka
margan vanda. Hún kemur í veg
fyrir, að sérhagsmunahópar geti
stöðvað framgang mála eða haft
óeðlileg áhrif á mál. Enginn getur
deilt við þann dómara, sem þjóðin
sjálf er í beinni atkvæðagreiðslu.
Þetta á t.d. við um málefni, sem
hafa klofið þjóðina í tvennt, svo
sem varðandi virkjanaframkvæmd-
ir og aðrar framkvæmdir á hálend-
inu. Þetta á líka við um skipulags-
mál í einstökum sveitarfélögum og
raunar fleiri mál á sveitarstjórn-
arstigi.
Óskandi væri að stjórnmála-
flokkarnir tækju höndum saman
um að koma þessu mikla hags-
munamáli þjóðarinnar í nauðsyn-
legan lagalegan búning.