Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 38
ÍÞRÓTTIR
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FLENSBURG steig stórt skref í átt-
ina til þýska meistaratitilsins í hand-
knattleik er það vann Kiel, 32:27, í
uppgjöri toppliðanna. Flensburg er
með fjögurra stiga forystu á Kiel
þegar fimm umferðier eru eftir, en
Magdeburg er stigi aftar og á leik til
góða. Sören Stryger skoraði 6 mörk
fyrir Flensburg og Svíarnir Johan
Pettersson og Stefan Lövgren 6
hvor fyrir Kiel.
Magdeburg lagði Grosswallstadt
að velli, 28:25, en þar skoraði Sigfús
Sigurðsson eitt mark fyrir Magde-
burg og Snorri Steinn Guðjónsson 3
fyrir Grosswallstadt. Gregorz Tkac-
zyk, Pólverjinn snjalli, skoraði 8
mörk fyrir Magdeburg.
Gylfi Gylfason skoraði 6 mörk
þegar Wilhelmshavener vann Guð-
mund Hrafnkelsson og félaga í
Kronau-Östringen 31:22.
Guðjón Valur Sigurðsson þótti
skásti leikmaður Essen og skoraði 4
mörk þegar lið hans steinlá óvænt
fyrir botnliði Eisenach, 31:19.
Einar Örn Jónsson skoraði 3
mörk fyrir Wallau-Massenheim en
Rúnar Sigtryggsson komst ekki á
blað þegar lið þeirra gerði jafntefli
við Stralsunder á útivelli, 25:25.
Gunnar Berg Viktorsson skoraði
4 mörk fyrir Wetzlar en Róbert Sig-
hvatsson ekkert í ósigri í Pfullingen,
29:26.
Jaliesky Garcia lék ekki með
Göppingen gegn Gummersbach
vegna meiðsla.
Flensburg hafði betur
í uppgjörinu við Kiel
FÓLK
SILJA Úlfarsdóttir bætti árang-
ur sinn í 400 metra hlaupi á móti í
Athens í Bandaríkjunum um
helgina, hljóp á 53,70 sekúndum en
átti áður best 53,97.
DANÍEL Hafliðason, knatt-
spyrnumaður úr Víkingi, er geng-
inn til liðs við 1. deildarlið Þróttar
í Reykjavík. Daníel lék 11 leiki
með Víkingum í 1. deildinni í fyrra
en hætti áður en tímabilinu lauk.
HELGI Sigurðsson lék ekki með
AGF vegna meiðsla þegar lið hans
tapaði, 4:1, fyrir AaB í dönsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í gær.
AGF siglir lygnan sjó í áttunda
sæti deildarinnar.
AC MILAN, topplið ítölsku 1.
deildarinnar í knattspyrnu, slapp
fyrir horn á laugardag þegar það
sigraði Empoli, 1:0. Andrea Pirlo
skoraði markið úr vítaspyrnu þeg-
ar aðeins fimm mínútur voru til
leiksloka en fráfarandi Evrópu-
meistarar Milan halda níu stiga
forskoti í deildinni. Vítaspyrnan
var umdeild, Jon Dahl Tomasson
féll en sjónvarpsmyndir sýndu litla
snertingu hjá honum við varnar-
mann Empoli.
JUVENTUS skoraði líka á síð-
ustu stundu því David Trezeguet
gerði sigurmarkið gegn Lazio, 1:0,
þegar einungis tvær mínútur voru
eftir af leiknum.
INTER Mílanó lék sama leik
gegn Perugia, skoraði tvívegis á
síðustu fjórum mínútunum og sigr-
aði, 3:2. Adriano skoraði tvö fyrri
mörkin og Obafemi Martins gerði
sigurmarkið.
ANCONA, sem þegar er fallið í
2. deild, vann loks sinn fyrsta sig-
ur á tímabilinu, í 29. tilraun. Milan
Rapaic skoraði tvívegis í sigri á
Bologna, 3:2.
ARJEN Robben, hollenski knatt-
spyrnumaðurinn sem er á leið til
Chelsea, lék væntanlega sinn síð-
asta leik með PSV Eindhoven um
helgina. Robben fór meiddur af
velli eftir 17 mínútur þegar PSV
vann Groningen, 5:0.
GUUS Hiddink, landsliðsþjálfari
Hollands, sagðist gera ráð fyrir að
Robben yrði tilbúinn í tæka tíð til
að spila með landsliðinu á EM í
Portúgal í júní.
FRANCIS Jeffers, sóknarmaður
Arsenal sem er í láni hjá Everton
til vorsins, leikur ekki meira með
liðinu. Jeffers lýsti því yfir á föstu-
dag að hann myndi aldrei aftur
spila undir stjórn David Moyes,
knattspyrnustjóra Everton, og
sáttafundur með þeim á laugardag
bar engan árangur.
ASHLEY Cole, vinstri bakvörð-
ur Arsenal, haltraði af velli seint í
leiknum gegn Newcastle í ensku
úrvalsdeildinni á páskadag. Hann
er tognaður á ökkla og óvíst að
hann verði leikfær á ný um næstu
helgi.
ÓLAFUR Stefánsson skoraði
sjö mörk fyrir Ciudad Real á
páskadag þegar lið hans steig
eitt skrefið enn í áttina að
spænska meistaratitlinum í
handknattleik. Ciudad vann þá
öruggan útisigur á Bidasoa,
27:18, í uppgjöri Íslendingalið-
anna. Patrekur Jóhannesson
skoraði eitt mark fyrir Bida-
soa en Heiðmar Felixson ekk-
ert. Ciudad, er sjö stigum á
undan næstu liðum, Ademar
Leon, Portland og Barcelona,
þegar sex umferðum er ólokið.
Sjö mörk
Ólafs gegn
Bidasoa
„ÞAÐ má segja að þetta hafi orðið
dálítið endasleppt hjá okkur. Eftir
að við urðum deildarmeistarar var
stefnan ótrauð sett á titilinn en
það tókst ekki og við erum von-
sviknir með það. En á heildina lit-
ið held ég við getum verið sáttir
með árangurinn. Það má auðvitað
segja að öll lið hafi orðið fyrir
vonbrigðum með veturinn, nema
eitt,“ sagði Hlynur Bæringsson,
fyrirliði Snæfells eftir tapið gegn
Keflavík.
Keflvíkingar eru einfaldlega
með besta liðið og þeir sýndu það
og sönnuðu til dæmis með frábær-
um árangri í Evrópkeppninni. Þeir
eru með góðan og stóran hóp þar
sem hlutverkaskiptingin er á
hreinu og menn vita til hvers er
ætlast af þeim. Maður verður auð-
vitað að hrósa þeim fyrir frábær-
an vetur,“ sagði Hlynur.
Oft vill það brenna við að lið frá
smærri stöðum á landinu koma
fram og eru mjög sterk um tíma
en síðan koma mörg mörgur ár.
„Við verðum allir áfram í Hólm-
inum og vonandi flytja brottfluttir
Hólmarar til okkar á ný þannig að
ég sé enga ástæðu til annars en að
við verðum í toppbaráttunni næsta
vetur. Hólmarar kunna því vel að
hafa gott körfuboltalið hér og vilja
alls ekki hrynja niður í botninn.
Það stendur heldur ekki til og við
ætlum að reyna eins og við getum
að bæta árangur okkar. Við vitum
að það verður erfitt enda aðeins
eitt sæti sem kemur til greina til
að okkur takist það. En það er al-
veg ljóst að við verðum með topp-
lið næsta vetur,“ sagði fyrirliðinn.
„Ætlum
að bæta
okkur“
Ég fann það eftir annan leikokkar við Snæfell að við
myndum hafa þetta. Þá losnaði um
alla spennu hjá mínum mönnum.
Leikirnir við Tindastól voru erfiðir
og mikil spenna í mannskapnum,
síðan náðum við mjög góðum leikj-
um við Grindavík en í fyrstu leikj-
unum við Snæfell var þessi spenna
komin aftur. En þegar hún hvarf
var ég nokkuð viss í minni sök.
Það kom dálítið bakslag í menn
eftir tapið í Hólminum í fyrsta
leiknum en svo var þetta í fínu
lagi. Ég held að ef úrslitarimman
er skoðuð komi í ljós að Snæfell
hafði einfaldlega ekki nægilegan
mannskap til að ná að vinna okk-
ur,“ sagði Guðjón.
Höfum notað sex
leikstjórnendur í vetur
Þjálfarinn vildi þakka frábæran
árangur liðsins hversu margir góð-
ir leikmenn eru í hópnum. „Við er-
um til dæmis búnir að nota sex
leikstjórnendur í vetur og það er
ekki svo lítið. Svo erum við með
óvenju hávaxið lið miðað við síð-
ustu áratugina hjá Keflavík, fimm
tveggja metra menn. Það breytir
auðvitað leiknum fyri rokkur, við
getum dreift álaginu á stóru
mennina og erum svo með fínar
skyttur fyrir utan þó svo við höf-
um skorað færri þriggja stiga
körfur í vetur en oft áður.
Vörnin hefur verið frábær á
stundum hjá okkur og það er
virkilega gott að vera með menn
eins og til dæmis Nick og Sverri,
maður segir þeim bara hvað þeir
eiga að gera í vörninni og þeir
gera það.
Þrátt fyrir að við höfum leikið
ágæta vörn í vetur þá erum við
það lið sem fær hvað flest stig á
sig en um leið skorum við mest.
Hugmyndafræðin hjá okkur er að
keyra á fullu og fá fleiri góð skot-
færi en mótherjarnir. Við viljum
leika hratt.
Við lékum rúmlega 60 leiki í vet-
ur með leikjunum í Evrópukeppn-
inni og sigurhlutfall okkar í þess-
um leikjum er ríflega 75%, sem ég
tel bara ansi gott. Við höfum lent í
ýmsu en náð að berja okkur saman
og þétta hópinn við mótlætið og
það munaði alls ekki miklu að við
næðum enn lengra í Evrópukeppn-
inni,“ sagði Guðjón.
Mótlætið þjappaði
liðinu saman
Spurður um umfjöllunina síð-
ustu vikurnar um grófan leik og
ruddalegan sagði Guðjón: „Við
höfum ekkert viljað ræða það op-
inberlega. En ef við tökum Arnar
sem dæmi þá var hann auðvitað
óheppinn þegar hann steig fyrir
leikmann Snæfells í einum leikn-
um. Hins vegar langar mig í þessu
sambandi að benda fólki á að ef
það hefðu verið fimm myndavélar
á leikjum Keflavíkur og Njarðvík-
ur þegar þessi lið börðust sem
harðast fyrir nokkrum árum þá
hefðu sjálfsagt verið orðnir ansi
fáir til að leika. Þetta voru harðir
leikir, en það er auðvitað hluti af
þessu öllu.“
Hann sagði mótlætið hafa þjapp-
að liðinu saman. „Bæði þetta mál
með Arnar og eins með Fannar.
Við nýttum okkur þetta eins og við
gátum, ræddum við alla leikmenn-
ina og reyndum að þjappa okkur
enn frekar saman.
Þegar Arnar gaf einum leik-
manni puttann í Grindavík, var
rætt við alla leikmenn og ítrekað
að þeir hegðuðu sér vel innan vall-
ar vegna þess að þegar komið er í
úrslitakeppnina þá taka menn
strax út leikbann séu þeir dæmdir
í það og auðvitað vilja liðin ekki
missa menn í leikbann. Reyndar
virðist eins og KKÍ hafi sofnað að-
eins í þessu sambandi því það er
auðvitað ekki viðunandi að það sé
ekki starfhæf aganefnd á meðan
úrslitakeppnin fer fram.
Við erum orðnir vanir óhróðri í
okkar garð. Það fylgir því að vera
góður og Njarðvíkingar þurftu að
ganga í gegnum þetta á sínum
tíma. Menn fá símhringingar og
það hefur alltaf verið en með til-
komu Netsins geta menn talað um
allt án þess að láta nafns síns getið
og það finnst mér ekki rétt.
En við verðum að lifa við þetta
og menn fá alltaf minnimáttar-
kennd gagnvart þeim liðum sem
gengur best hverju sinni,“ sagði
Guðjón.
Spurður um framhaldið sagðist
þjálfarinn eiga von á að haft yrði
samband við sig og Fal um áfram-
haldandi þjálfun, en það yrði ekki
gert fyrr en eftir stjórnarkosn-
ingu. „Við ætlum að halda okkar
uppskeruhátíð á fimmtudaginn og
síðan er það lokahóf KKÍ á föstu-
daginn þannig að það er nóg að
gera,“ sagði Guðjón.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Keflvíkingar fagna með því að lyfta Íslandsbikarnum á loft í Keflavík.
Guðjón Skúlason, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur
Himinlifandi
„ÉG er alveg himinlifandi með veturinn. Við stöndum í svipuðum
sporum eftir hann og við gerðum eftir síðasta vetur. Við erum bikar-
og Íslandsmeistarar líkt og þá, gáfum fyrirtækjabikarinn en erum
meistarar meistaranna í staðinn. Svo sigruðum við á Valsmótinu og
urðum Reykjanesmeistarar,“ sagði Guðjón Skúlason, annar þjálf-
ara Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði tryggt sér 3-1 sigur á Snæfelli
í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.