Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 41 Mickelson setti niður tæplegasex metra pútt fyrir fugli á síðustu holunni og þar með lauk ein- vígi hans og Els sem staðið hafði all- an síðasta hringinn. Hann varð fjórði kylfingurinn til að sigra með pútti fyrir fugli á síðustu holu Masters. Loksins gat hinn örvhenti Mickelson fagnað sigri á risamóti, en hann hafði tekið þátt í 48 slíkum án þess að sigra, en oft verið ansi nærri því, meðal annars átta sinnum í öðru eða þriðja sæti. Vegna þessa var hann oft kallaður „Sá besti sem aldrei hef- ur unnið risamót.“ Nú fer sú vafa- sama nafnbót til einhvers annars. Nú er ísinn brotinn og þessi snjalli kylf- ingur á örugglega eftir að láta meira að sér kveða í efstu sætum stórmóta ársins. Einvígið við Els, sem var nokkrum ráshópum á undan honum var skemmtilegt. Els fékk tvo erni á síð- asta hringnum og lauk honum á fimm höggum undir pari. Mickelson byrjaði hins vegar illa á sunnudag- inn, var fjórum höggum undir pari eftir fyrstu ellefu holurnar, hafði þá fengið þrjá skolla. Þá hrökk kappinn í gang og fékk fimm fugla á síðustu sjö holunum, þar á meðal á síðustu og á sextándu holunni sem reynist honum erfiður ljár í þúfu árið 2001 þegar hann atti kappi við Tiger Woods og tapaði á þeirri holu. „Mér leið vel í dag og ég hugsaði lítið til baka þegar ég kom inn á sex- tándu flötina. Teighöggið var fínt og mér fannst það liggja í augum uppi að fá fugl á holunni og þá vissi ég að ég var jafn Ernie og þurfti aðeins fugl á annarri þeirra tveggja sem eftir voru. Mjög fáir fara beint á pinna á þessari holu á síðasta hring á Masters, en hún var ekki eins erfið í dag og hún hefur oft verið svo ég fór nokkuð ákveðna leið að honum, enda fékk ég fullt sjálfstraust þegar púttið á tólftu flötinni datt hjá mér. Þá vissi ég að þetta var möguleiki fyrir mig,“ sagði kappinn. Mickelson fagnaði gífurlega enda full ástæða til. Síðasta tímabil var það versta á hans ferli og eru margar ástæður þar að baki, meðal annars sú að hann missti næstum konu sína þegar hún ól þeim hjónum sitt fyrsta barn. Í kjölfarið ákvað hann að æfa lítið sem ekkert og tók sér í raun frí fram til fyrsta janúar. Loksins vann Mickelson EFTIR að hafa verið alveg við toppinn á risamótunum í fjöldamörg ár tókst bandaríska kylfingnum Phil Mickelson loksins að ná alla leið. Hann sigraði á bandaríska meistaramótinu, U.S. Masters, á Augusta á sunnudaginn, lék hringina fjóra á níu höggum undir pari, 279 höggum, einu höggi betur en Ernie Els frá Suður-Afríku. NJARÐVÍKINGAR sigruðu í flokki 15 ára drengja á Scania Cup, ár- legu körfuknattleiksmóti, sem lauk í Södertälje í Svíþjóð á páskadag. Þetta er annað árið í röð sem Njarðvíkingar fagna sigri á mótinu, sem er óopinbert Norðurlandamót, en þeir unnu sænska liðið Luleå í úrslitaleik, 80:65. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 43 stig fyrir Njarðvíkinga í úrslitaleiknum og Ragnar Ólafsson 18. Þeir voru báð- ir valdir í úrvalslið mótsins og Ragnar var kjörinn besti leikmaður þess en Hjörtur Hrafn hlaut þann titil á síðasta ári. Njarðvíkingar unnu alla sex leiki sína, gegn mótherjum frá Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Þeir lögðu meðal annars norsku meistarana í þessum aldursflokki, Gimle, 90:42. Njarðvíkingar bestir á Norð- urlöndum Vörn Newcastle, með JonathanWoodgate í aðalhlutverki, tókst að halda Thierry Henry að mestu í skefjum í leiknum á St. James Park á páskadag. Henry fékk þó dauða- færi seint í leiknum þegar hann lék á Shay Given markvörð Newcastle en skaut í stöng úr þröngu færi. Bæði lið kvörtuðu undan vellinum sem var erfiður. „Þetta er örugglega versti völlurinn í deildinni en það er ekki eytt krónu í lagfæringar á hon- um,“ sagði Craig Bellamy, sóknar- maður Newcastle, sem var hárs- breidd frá því að skora með hælspyrnu í byrjun leiksins. „Mínir menn sýndu mikinn styrk, eftir vonbrigðin í undanförnum leikjum, og það var engin þreytu- merki á sjá á þeim þrátt fyrir mikið álag. Við stöndum ágætlega að vígi en forskot okkar er ekki nægilegt til þess að við getum farið að taka lífinu með ró. Við viljum auka það enn frekar í þeim sex leikjum sem við eigum eftir,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, en lið hans er nú ósigrað í 32 leikjum sín- um í deildinni á tímabilinu. „Ef einhver hefði stungið upp á jafntefli fyrir leikinn, hefðum við þegið það, en við hefðum unnið ef ég hefði verið heill heilsu,“ sagði Thierry Henry, sem lék þrátt fyrir meiðsli. Átta breytingar hjá Ranieri Claudio Ranieri lýsti því yfir að baráttan við Arsenal væri töpuð eft- ir markalaust jafntefli gegn Middl- esbrough á laugardag og hann gerði átta breytingar á liði Chelsea fyrir leikinn gegn Aston Villa í gær. Eið- ur Smári Guðjohnsen var settur á varamannabekkinn eftir fimm deildaleiki í röð í byrjunarliðinu og hann kom ekkert við sögu. Hernan Crespo skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins fyrir Chelsea en Aston Villa gerði út um hann með því að skora þrívegis á þrettán mín- útna kafla í kringum leikhléið – lokatölur 3:2. David O’Leary, knattspyrnu- stjóra Villa, þótti eflaust ekki slæmt að hjálpa sínu gamla félagi, Arsenal, sem hann lék með í tvo áratugi, og var mjög stoltur af sínu liði. „Ég veit að þessir strákar gefa alltaf allt sitt í leikinn og við hugsum um einn leik í einu. Fjölmiðlar mega velta meist- aradeildarsætinu fyrir sér en miðað við leikmannahópa liðanna ættu Liverpool og Newcastle að slást um það,“ sagði O’Leary.  Eiður Smári hafði ekki heppina með sér gegn Middlesbrough á laugardaginn. Eiður átti skot í inn- anverða stöngina og annað í varn- armann af stuttu færi en hann spil- aði allan þann leik sem endaði 0:0.  Manchester United náði að sigra Birmingham á útivelli á laugardag- inn, 2:1, þrátt fyrir að heimaliðið væri yfir lengi vel. Cristiano Ron- aldo og Louis Saha skoruðu skalla- mörk eftir sendingar frá Ryan Giggs og tryggðu United þrjú dýr- mæt stig.  Jóhannes Karl Guðjónsson fékk langþráð tækifæri með Wolves þeg- ar hann kom inná sem varamaður gegn Manchester City á laugardag- inn. Jóhannes Karl, sem ekki hafði verið með í síðustu 12 deildaleikjum Wolves, lék síðustu 25 mínúturnar. Lið hans missti naumlega af dýr- mætum útisigri þegar Shaun Wright-Phillips jafnaði fyrir City á lokamínútunni, 3:3. Árni Gautur Arason var varamarkvörður City sem fyrr. Jóhannes Karl var síðan varamaður en kom ekki við sögu í gær þegar Wolves tapaði, 1:2, heima gegn Bolton og liðið situr nú eitt og yfirgefið á botni deildarinnar.  Maik Taylor, markvörður Birm- ingham, var rekinn af velli í gær fyr- ir að handleika knöttinn utan víta- teigs en lið hans tapaði, 3:1, í Portsmouth. HERMANN Hreiðarsson og félagar í Charlton eru enn með í baráttuni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu, sem gefur þátt- tökurétt í forkeppni Meistara- deildar Evrópu. Charlton vann í gær góðan útisigur gegn Liverpool á Anfield, 1:0, og skoraði Suður- Afríkubúinn Shaun Bartlett sig- urmarkið um miðjan síðari hálfleik. Þetta er fyrsti sigur Charlton á An- field í 50 á en sá næsti á undan vannst keppnistímabilið 1953-54. Hermann lék allan leikinn með Charlton, rétt eins og á laugardag- inn þegar lið hans mátti sætta sig við jafntefli, 1:1, við Portsmouth á heimavelli. Tveimur mínútum áður en sigurmark Bartletts leit dagsins ljós virtist Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, brjóta á Hermanni eftir hornspyrnu en slapp með skrekk- inn. Gerrard hefði sjálfur getað fengið vítaspyrnu undir lokin en dómarinn ákvað að gefa honum gula spjaldið fyrir meintan leikara- skap. Þrátt fyrir tvo ósigra um páskana heldur Liverpool fjórða sætinu, en Newcastle og Charlton hafa þó bæði tapað færri stigum og geta rennt sér upp fyrir strákana hans Gerard Houlliers. Aston Villa er komið á fleygiferð í þessa bar- áttu eftir 3:2 sigur á Chelsea í gær og Birmingham, Middlesbrough og Fulham geta enn öll blandað sér í keppnina um þetta mikilvæga sæti. Fyrsti sigur Charlton á Anfield í 50 ár Reuters Shaun Bartlett, til vinstri, skallar boltann í mark Liverpool í leiknum í gær. Hermann Hreiðarsson stekkur einnig upp en Liverpool-leikmennirnir Sami Hyypiä og Steven Gerrard horfa á.  LILLESTRÖM var eina Íslend- ingaliðið sem fagnaði sigri í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Gylfi Einarsson fór af velli á síðustu mínútunni þegar Lilleström vann nýliða Fredrikstad, 2:0, en Davíð Þór Viðarsson lék síð- ustu 5 mínútur leiksins. Honum tókst að krækja sér í gult spjald á þeim tíma.  ÓLAFUR Örn Bjarnason lék allan leikinn með Brann sem tapaði, 1:0, fyrir meisturum Rosenborg í Þránd- heimi.  VEIGAR Páll Gunnarsson fór af velli á 58. mínútu þegar lið hans, Sta- bæk, tapaði fyrir Odd Grenland á útivelli, 2:0.  HANNES Þ. Sigurðsson lék síð- ustu 25 mínúturnar með Viking sem steinlá á snævi þöktum velli norður í Tromsö, 4:0.  HAFSTEINN Ægir Geirsson úr Þyt í Hafnarfirði hafnaði í 37. sæti af 51 á alþjóðlegu siglingamóti á Laser seglbátum sem lauk í Slóven- íu í gær. Hafsteinn hlaut 208 refsi- stig í sjö umferðum en best náði hann 22. sæti í 4. umferð.  ALEXANDER Petersson, íslenski Lettinn í liði Düsseldorf, hefur verið valinn í úrvalslið suðurriðils þýsku 2. deildarinnar í handknattleik, sem mætir úrvalsliði norðurriðilsins í „stjörnuleik“ þann 8. maí. Alexand- er og Michal Tonar, Tékkinn sem lék með HK á sínum tíma og spilar nú með Aue, eru þeir tveir leikmenn sem valdir voru í stöðu örvhentrar skyttu í Suðurliðinu. Meðal leik- mann Norðurliðsins er fyrrverandi Stjörnumaðurinn Dmitri Filipov, sem nú leikur með Bernburg.  STAFFAN Olsson, hinn fertugi sænski handknattleiksmaður, er genginn til liðs við Ademar Leon á Spáni og leikur með liðinu út tíma- bilið. Olsson hefur lokið keppni með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni og nær að spila síðustu sex leikina með Ademar í spænsku 1. deildinni.  FRANSKI varnarmaðurinn Val- erien Ismael tryggði Werder Brem- en dýrmætan útisigur á Frankfurt, 1:0, í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Ismael skor- aði úr umdeildri vítaspyrnu 10 mín- útum fyrir leikslok og þar með heldur Bremen sjö stiga forskoti sínu í deildinni þegar sex umferðum er ólokið.  ROY Makaay skoraði bæði mörk Bayern München sem sigraði Schalke, 2:1, og heldur sig í þriðja sætinu.  VAHID Hashemian skoraði tví- vegis fyrir Bochum sem vann 1860 München, 4:0, og er áfram í fimmta sætinu. Þórður Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Bochum. FÓLK Arsenal er þremur sigrum frá titlinum ÞRÁTT fyrir markalaust jafntefli í Newcastle á páskadag færist Ars- enal enn nær enska meistaratitlinum í knattspyrnu. Chelsea beið í gær lægri hlut fyrir Aston Villa, 3:2, og fékk því aðeins eitt stig af sex mögulegum um páskana. Arsenal er með sjö stiga forystu á Chelsea og á leik til góða en lærisveinar Arsenes Wengers þurfa nú aðeins níu stig til viðbótar úr sex síðustu leikjunum til að gull- tryggja sér titilinn, svo framarlega sem Chelsea eða Manchester United vinni alla þá leiki sem eftir eru. Chelsea er sex stigum á und- an Manchester United, sem á tvo leiki til góða, annan þeirra gegn Leicester í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.