Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 45
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl tal.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6, 8 og 10.10.
Ekki
eiga við
hattinn
hans
AKUREYRI
Kl. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali
Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla
fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!
Gamanmynd eins og þær
gerast bestar!
„Hreint út sagt frábær
skemmtun“
„Þetta er besta myndin
í bíó í dag“
Fréttablaðið
ÁLFABAKKI
4. Ísl texti
Án efa einn besti
spennuhrollur sem sést hefur í bíó.
„The Dawn of the Dead“ er hressandi
hryllingur, sannkölluð himnasending.
Þá er húmorinn aldrei langt undan.
Semsagt, eðalstöff. ”
Þ.Þ. Fréttablaðið.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
AKUREYRI
Kl. 6. Ísl texti
AKUREYRI
Kl. 6. Með íslensku tali
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i.12 ára
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8, og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
B.i. 16 ára
Rafmagnaður erótískur tryllir
SV. MBL KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Með ensku tali / Sýnd kl. 6. Með íslensku tali
Viggo
Mortenson í
magnaðri
ævintýramynd
byggð á sannri
sögu!
i
rt í
ri
i t r
ri
!
Enginn trúir því að
hann muni lifa af þetta
villta og seiðandi
ferðalag.
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4507-4300-0029-4578
4741-5200-0002-5562
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
HJÓNIN David og Victoria Beck-
ham segja í yfirlýsingu sem þau
sendu frá sér síðdegis í gær, að nýjar
fréttir sem birst hafi í breskum blöð-
um um helgina um að David hafi ver-
ið konu sinni ótrúr séu enn fárán-
legri en þær fréttir sem áður hafi
birst og séu tilhæfulausar. „Hjónin
leiða þessar fréttir hjá sér og munu
ekki tjá sig um þær frekar á þessu
stigi,“ segir í yfirlýsingu, sem um-
boðsfyrirtæki Beckham-hjónanna
sendi frá sér í gær.
Í yfirlýsingunni kemur fram, að
hjónin hafi haft samband við lög-
menn vegna málsins.
Blaðið News of the World, sem
hefur síðustu tvær helgar birt fréttir
um konur sem eiga að hafa átt í ást-
arsambandi við Beckham, segist
hins vegar standa við fréttir sínar og
segir að þær tali sínu máli.
Beckham-hjónin komu í morgun
til Englands frá Spáni og dvelja nú á
sveitasetri sínu í Hertfordshire.
Bresk blöð, þó einkum götusölu-
blöðin, hafa að undanförnu varið
mikilli prentsvertu í fréttir af meintu
framhjáhaldi Beckhams. Roy
Greenslade, fyrrum ritstjóri Mirror,
sagði nýlega í samtali við fréttavef
BBC að þetta væri stærsta götu-
blaðafrétt frá því Sunday Times hóf
að birta útdrátt úr bók Andrews
Mortons um Díönu prinsessu árið
1982.
REUTERS
Victoria Beckham mætti á völlinn þegar eiginmaður hennar og félagar
hans í Real Madrid léku gegn Osasuna á sunnudaginn.
Beckham-hjónin vísa
nýjum fréttum um
ótryggð á bug
MIKILL mannfjöldi mætti á tónlist-
arhátíðina „Aldrei fór ég suður,“
sem haldin var í tengslum við skíða-
vikuna á Ísafirði á laugardag.
Meira en þrjátíu tónlistarmenn og
hljómsveitir komu fram á hátíðinni,
sumir þekktari en aðrir, en allir af
ríkulegum vilja til að gleðja Ísfirð-
inga og gesti þeirra með skemmti-
legri tónlist. Meðal þeirra sem fram
komu voru Dóri Hermanns, skip-
stjóri og aðalatriði kvöldsins,
Muggi hafnarstjóri, Þórhallur og
Ólavi frá Þingeyri, Mugison og
einnig sveitirnar Trabant, Singa-
pore Sling, Funerals, Gus Gus, Hud-
son Wayne, Kira Kira og Kippi
Kaninus. Frítt var inn á hátíðina og
gáfu allir vinnu sína.
Örn Elías Guðmundsson, betur
þekktur sem tónlistarmaðurinn
Mugison, stóð fyrir hátíðinni ásamt
Ragnari Kjartanssyni, Rúnari Óla,
Greip Gíslasyni, föður sínum
Mugga og unnustu sinni, Rúnu
Esradóttur. Hann kveðst afar
ánægður með hátíðina sem haldin
var í Sindrabergi, gömlu frystihúsi
á höfninni á Ísafirði. „Þetta gekk
stórkostlega, það voru rúmlega
þúsund manns á svæðinu allan tím-
ann, í tíu klukkutíma. Það var
skemmtilegt rennirí á fólki, allir
aldurshópar komu og öll fjöl-
skyldan mætti,“ segir Örn. „Það
var líka frábært að blanda saman
atriðum. Fólk sem mætti til að sjá
Dóra Hermanns og Sigga Björns
leika fékk líka að sjá Kiru Kiru og
og Kippa Kaninus.“
Örn segist ekki tilbúinn að giska
á hversu margir gestir komu á
svæðið út af hátíðinni, en margir
útlendingar hafi komið. „Sumir
komu á puttanum, aðrir tóku bíla-
leigubíl, renndu inn í bæinn um
miðjan dag og enga gistingu að fá,
svo pabbi fór í það að koma þeim
fyrir hjá vinum og kunningjum.“
Heimsfrægir heimamenn
og stórar sveitir í bland
Hátíðargestir voru fjölmargir og skemmtu þeir sér með besta móti.Mugison tryllti lýðinn með angurværu tilraunarokki.
Liðsmenn hinnar líflegu sveitar The Funerals skörtuðu litríkum klæðum.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Mikil ánægja með tónlistarhátíðina „Aldrei fór ég suður“ á Ísafirði
MICHELLE McManus, sem
vann Idol-keppnina í Bretlandi
á síðasta ári, virðist ekki ætla
að ná að fylgja sigrinum eftir og
önnur smáskífa hennar, sem
kom út í síðustu viku, komst að-
eins í 16. sætið á breska vin-
sældalistanum.
Fyrsta smáskífa McManus
fór beint í 1. sætið skömmu eft-
ir að hún vann Idol-keppnina í
desember og fyrsta breiðskíf-
an, sem kom út fyrir mánuði,
seldist þokkalega í upphafi en
er nú í 75. sæti á breska listan-
um.
Breska blaðið The Sun full-
yrðir í dag að ferli McManus sé
lokið, og að þeir hafi haft rétt
fyrir sér sem töldu að það
myndi vinna gegn henni að hún
svarar ekki til hinnar hefð-
bundnu poppstjörnuímyndar.
Will Young, sem vann fyrstu
Idol-keppnina í Bretlandi árið
2002, nýtur hins vegar mikilla
vinsælda í Bretlandi. Hann er
nú í tónleikaferð um Bretland
og er allstaðar uppselt og hann
hefur komið tveimur smáskíf-
um í efsta sæti vinsældalistans.
Hin fallna breska Idol-stjarna.
Breska
Idol-stjarn-
an fallin?