Vísir - 12.08.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 12.08.1981, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 12. ágúst 1981 vtsm Sendiráð irana l Osló hertekið: Rajai er ekki ýkja hrifinn af Mitterrand og sendi honum tóninn i út- ^varpinu i Teheran i gær. verkfalli flugumierðarstjóra á Ganderflugvelli aflýst: Líkur á að flug verði með eðll- legum hætti í dag Eitthvað er hrifningin á Khomeini og klerkastjórninni f Iran að dala meðal trana, en unga fóikið, sem hertók sendiráðið i Osló.vildi einmitt vekja athygli á ógnarstjórninni þar. Iranirnir komu aö sendiráðinu i þremur bilum, sem allir voru með sænskum skrásetningar- númerum. Einn þeirra fór ilt og barði aö dyrum og er opnaö hafði verið blistraði hann til félaga sinna og allir þustu inn. Þeir voru óvopnaöir og tóku i glslingu starfsmenn sendiráösins meðal annars Iranska sendiráðs- ritarann, Parwiz Khazai, konu hans og sex ára gamlan son. Hinir voru breskur prestur og 13 ára gömul dóttir hans, indverskur bll- stjóri og filipinsk aðstoðarstúlka. 1 hópi trananna sem allir eru ungir að árum voru fjórar konur, brenndu þau mynd af Khomeini erkiklerki og skrifuðu irönsk slagorð á veggi sendiráösins eins og: „Niður meö Irönsku hryöju- verkastjórnina.” Talsmaður Irananna sagöi, að tilgangur þeirra með hertöku sendiráösins væri sá aö vekja athygli á óstjórninni I tran. „Við viljum fá stuðning Norömanna,” sagði hann. „Astandið i Iran versnar stöðugt og þaö er kominn timi til að ógnarstjórninni þar linni svo og fjöldaaftökum Khom- einis.” tranirnir höfðu aðeins eina kröfu varðandi hertökuna. Þeir vildu blaðamannafund til þess aö kynna sjónarmiö sin. Það var lát- ið eftir þeim og um 50 blaðamenn mættu á staðinn. Eftir fundinn fóru svo tranarnir á brott með lögreglunni. Lögreglan sagöi, að engin meiösl heföu oröið vegna hertök- unnar. Atburður af þessu tagi er sá nl- undi i rööinni á þremur mánuð- um, en sendiráð trana i Vestur-Þýskalandi, Frakklandi, Tyrklandi, Kanada og Bandarikj- unum hafa einnig fengið heim- sóknir eins og þessar. Slðast þegar sendiráð trans I Osló var hertekiö I nóvember ’78 stóðu stuðningsmenn Khomeinis erkiklerks fyrir hertökunni og þá til þess að mótmæla keisara- stjórninni. Nu viröist þolinmæði pólsku stjórnarinnar á þrotum gagnvart verka- lýöshreyfingunni og virðist hún ætla aökoma i veg fyrir áframhaldandi verkföll þar I landi. Sprengja sprakk IHðln Tvær sprengjur sprungu á skrifstofu svissneska flugfélags- ins I Kaupmannahöfn I nótt. t sprengingunum særðist einn en samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er ekki vitað, hverjir stóðu að sprengingunum. Á þriöja tug Irana tóku sendiráö irans í Osló á sitt vaid í gær og héldu sjö manns i gíslingu í sjö klukkustundir. Þeir voru siðan yfirbugaðir af lög- reglu eftir að hafa ávarpað blaðamenn og voru fluttir til yfirheyrslu. Nú eru likur á, að flug til og frá Bandarikjunum verði brátt aftur með eðlilegum hætti, en morgunvakt flugumferðar- stjóra á Gander flugvelli á Ný- fundnalandi hefur lýst því yfir, að þeir muni afgreiða öll flug I dag. Kanadastjórn lét loka Gander flugvelli I gær, og fór kvöldvakt- in að fyrirmælum þeirra og lagði niður störf, morgunvaktin hins vegar ákvað að mæta til vinnu I morgun og bendir þvi allt til, að flug til og frá Banda- rikjunum verði þvi með eðlileg- um hætti i dag. Mikið annriki hefur verið á flugvöllum undanfarna daga, en mörgum flugferðum var aflýst og öðrum seinkaði um allt að 10 tima. Myndast hafa langar bið- raðir af fóiki og oft algert öng- þveiti. Akvörðunin um að opna aftur Gander flugvöil var tekin á fundi ferðamálaráðherra Jean- Luc Pepin og Bill Robertson, forseta kanadlska flugumferða- stjórasambandsins, i nótt. Vonir standa til, að flug geti orðið með eðlilegum hætti til og frá Bandarikjunum I dag. Rajaí iransforseti: Tðk Mltterrand i gegn Hinn nýi forseti Irans, Mo- hammed AIi-Rajaii, veittist harðlega að Francois Mitt- errand, Frakklandsforseta, I út- varpinu i Teheran i gær. Mun ástæða þessa einkum sú, að Mitterrand hefur neitaö aö framselja Bani-Sadr, fyrrum forseta Irans. Sagöi Rajai, aö Mitterrand ynni að þvi mark- visst að sverta íran I augum Frakka og Frakkland undir for- ystu hans væri orðiö „önnur Amerika.” Vlldu vekja athygli á ðgnar- stjðrninnl í iran Verkalýðshreyfingunni I Póilandl kennf um hvernig komlð er: Kemur ríkisstjórnin í veg tyr ir verkfðllin í næstu viku? A fundi miöstjórnar pólska kommúnistaflokksins i gær kom fram hörð gagnrýni á Einingu og var sagt meðal annars. að mót- mælaaðgerðir eins og þær sem verið hafa i Póllandi að undan- förnu samræmdust ekki lögum flokksins og fleiri slikar aðgerðir gætu aöeins boöaö harmleik fyrir þjóðina. Þrátt fyrir yfirlýsinguna var ekki mótuö nein sérstök stefna gegn slikum aðgerðum, og virtist sem ýmsir hópar innan Einingar létu yfirlýsinguna sem vind um eyru þjóta, þvi stuttu siðar lýstu þeir yfir áframhaldandi mótmæl- um og aögerðum gegn matar- skorti. t Gdynia neituðu hafnarverka- menn til dæmis að hlaöa flutningabíl kjötvörum á þeim forsendum, að þeir sjálfir væru matarlausir heima. Leiðtogar Einingar framlengdu fund sinn um hugsanlegar lausnir á matvælaskorti I Póllandi i gær til að ljúka yfirlysingu um sam- starf samtakanna við stjórnina og efnahagsráðstafanir. Var Josef Glemp erkibiskup I róm- versk-kaþólsku kirkjunni. beöinn að gerast milligöngumaður sam- takanna og stjórnarinnar, en snurða hefur hlaupið á þráðinn vegna tiðra verkfalla og mót- mælaganga. A fundi miöstjórnarinnar i gær sagði Stanislav Kania, formaður pólska kommúnistaflokksins, að það mætti kenna verkalýöshreyf- ingunni I landinu um, hvernig komið væri, og jafnvel væri fyrir- hugaö aö stjórnin beitti sér fyrir að hindra verkföll I næstu viku, svo og göngu sem fara á 17. ágúst næstkomandi til aö mótmæla fangavist pólitiskra fanga. Heyrist þvl fleygt I Varsjá, að stjórnvöld ætli aö koma upp vegartálmunum á helstu leiðum til borgarinnar til að koma I veg fyrir ferðir skipuleggjenda göng- unnar til borgarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.