Vísir - 12.08.1981, Síða 9

Vísir - 12.08.1981, Síða 9
Miðvikudagur 12. ágúst 1981 Kvenréttindafólk hefur gert mjög harða hrið að hjónaband- inu og fjölskyldunni, og ekki sist hlutverki eiginmannsins. Sumir hafa farið svo langt að fullyrða að „karlmenn og hjónabönd séu hinar raunverulegu tálmanir i vegi þess að konan fái að njóta sin”. Slikar ögrandi fullyrðing- ar þarf að taka til athugunar, og meðal þeirra sem hafa gert það á eftirminnilegan hátt er hinn ihaldssami félagsfræðingur Benjamin R. Barber, i grein sem heitir Kvenréttindi, hjóna- bandið og fjölskyldan. t baráttu sinni fyrir heimilisfriði hefur hann þetta að segja : Germaine Greer, kvenrétt- indarithöfundurinn segir er hún ræðst á karlþjóðina: „Konur hafa mjög litla hugmynd um hversu mjög menn hata þær”. Þó vill hún láta þá njóta sann- mælis, og bætir við að „Karl- mennirnir sjálfir vita ekki hversu djúpstætt þetta hatur er”. Kvenréttindakonan Juliet Mitchell skrifar: „Hvaða áhrif hefur kúgun okkar eiginkvennanna innan fjölskyldunnar? Hún skapar til- hneigingu til þröngsýni og til að hugsa smátt, smámunasamrar afbrýðisemi, vanhugsaðrar til- finningasemi og tilviljana- kennds ofbeldis, ófjálfstæðis, eigingjarns samkeppnishugar, og ihaldssemi”. Aðrar konurganga enn lengra og sjá karlmennina sem með- vitaða karlaveldissinna, sem fara ekki dult með þvingun sina og kúgun á kvenþjóðinni. Vænta konur of mikils af hjónabandinu? Barber spyr: Getur ekki verið að kvenmenn eins og hinir ofan- nefndu vænti of mikils af hjóna- bandinu? Sumar kvenréttinda- konur virðast búast við að lifið bjóði ekki einungis upp á tæki- færi heldur fullkomnun, ekki upp á einmanalega leit að ófull- komnum sannleika, heldur búist þær við að finna i hjónabandinu einhvern algeran sannleika i eitt skipti fyrir öll. Þær virðast vænta af hjónabandinu ekki ein- ungis leyfisbréfs til að lifa, held- ur tryggingu fyrir hamingju. Og svo þegar draumurinn rætist ekki er eiginmaðurinn gerður að sökudólgi fyrir öllu sem aflaga fer með þessar himinháu vonir. Fyrst er á að lita að það er eðli mannlegra samskipta að fólk beiti hvort annað eigingirni, misnoti það, og standi i vegi þroska hvers annars. Eigin- menn eru þvi ekki einir um það. Herbergisfélagar i skóla rifast, bræður og systur notfæra sér veikleika hvers annars, vinir verða um of háðir hvor öðrum, félagar i fyrirtæki reyna að grafa undan hvor öðrum, og svo mætti lengi telja. Af hverju á þá að kenna hjónabandinu um galla alls mannkynsins? Sumir svara þvi til að hjóna- band sé einstaklega þvingandi samfélagsþáttur, að það neyði hlutaðeigendur i óralangt sam- band sem hraki stöðugt niður á við frá þvi lifandi og ferska við- horfi sem það byrjar með, til venjubundins og leiðinlegs lif- ernis, og endi siðan i ólæknandi tilfinningadofa. Kvenrétflndl, hjónabandlð od lyrirvinnan Þetta er oft tilfellið, svarar Barber. En það er aðeins vegna þess að flest fólk, bæði karlar og konur, gift og ógift, staðna um þritugt, steinrenna um fertugt, og eru orðnir tilfinningalega úr- vinda um fjörutiu og fimm ára aldur. Hjónabandið verður leiðigjarnt fyrir leiðinlegt fólk, sem kemst svo yfirleitt að raun um það eftir skilnaðinn, eftir að nýjabrum hins nýfengna frelsis er farið af, að einhleypingslifiö er engu minna leiðigjarnt. Það er vegna þess að fyrir þetta fólk er lifið sjálft leiöinlegt, aðeins litlaus endurspeglun af þess eig- in getuleysi gagnvart tilver- unni. Til eru auðvitað hjónabönd sem ætti að binda endi á hið snarasta, en i grundvallaratrið- um er hjónaband kjarnafjöl- skyldu nútimans aðeins endur- speglun á styrkleikum og veik- leikum hlutaöeigenda. Hjóna- bandið eyðileggur ekki karla og konur, heldur eyðileggja karlar og konur hjónabandið. Einhleypar kvenréttindakon- ur komast ekki frekar en aðrir hjá ósættaniegri spennu i lifinu, né hjá þvi sársaukafulla skil- rúmi sem myndast milli frama- vonar og raunverulegra afreka. Ósjálfstæði er ekki einkasjúk- dómur giftra kvenna i sam- skiptum . við ýtna eiginmenn, heldur krefst ást alltaf viss varnarleysis. Það er alltaf visst varnarleysi i gagnkvæmum traustssam böndum. Algjört frelsi kostar einmanaleika og sambandsleysi einsetumanns- ins, sem er i raun missir frelsi til að velja og hafna i daglegum mannlegum samskiptum. Er útivinna eiginkvenna svariö? Kvenréttindakonur ráðleggja eiginkonum gjarnan að taka sem mestan þátt i atvinnulifinu, eins og þær trúi að vinnan inni- haldi alla leyndardóma lifs- merkingar og lifsfyllingar. Þó er það sönnu nær að næsta fáir karlmenn eru svo heppnir að finna i starfi sinu lifsmerkingu og frumleika, og enn færri kon- ur. Fyrir flest nútimafólk held- ur vinnan áfram að vera nauð- Tryggvi V. Líndal skrifar um hjónabandið og fjölskylduna, og við- horf þeirra sem berjast fyrir auknum kvenrétt- indum. Vísar hann til nokkurra þekktra nafna í því sambandi og f jallar á forvitnilegan hátt um forsendur hjónabandsins og samskipti hjóna. þurftarpúl viö plóga, vélar, orö eða tölur, til að hafa i sig og á. Sumar kvenréttindakonur segja þá eiginmenn kúgara sem vilja vera eina fyrirvinnan á heimilinu. En er ekki skilgrein- ingin á kúgara sá sem lætur aðra vinna fyrir sig? Fyrir hina bandarisku mið- stéttarkonu, sem hefur oft lang- ar fristundir, getur það verið til- breyting aö púla svolitið utan heimilisins. Vinna breytir þó um eöli strax og hún verður nauðsyn, er konan verður sjálf fyrirvinna i brauðstriti. t bændaþjóðfélaginu gamla var fjölskyldan vinnueining, við framleiðslustörf. Nú aftur á móti vinna flestir fjölskyldu- meðlimir utan fjölskyldunnar, og fjölskyldan er orðin fyrst og fremst vettvangur hvildar og afslöppunar, athvarf frá at- vinnulifinu og skólanum. Þaö mæðir þvi minna á fjölskyldu- böndunum en áður var. Þess vegna ætti að vera auöveldara fyrir konuna að sætta sig við heimilisstörfin en áður var. Jafnréttiskröfur kvenna i hjónabandinu ganga gjarnan i þá átt að gera makana æ likari hluthafa i fyrirtæki. Haldið er fram að með giftingarsamn- ingnum sé maðurinn i raun aö kaupa sér þjónustukonu og vændiskonu. En ef leyst er úr þessu með þvi að láta þau bæði hafa sömu aðstöðu, verður hjónabandið að vettvangi sam- skonar atvinnuskipta, t.d. borg- un fyrir heimilisstörf með heim- ilisstörfum, ef þau skiptast á um að vinna úti, og að öðru leyti borgun fyrir kynlif meö kynlifi. Slikur markaðshugsunarháttur getur grafið undan sérkennum hjónabandsins og fjölskyldunn- ar, sem byggist á gagnkvæmu trausti byggðu á ólikum hlut- verkum kynjanna, og gerir sambandið að samkeppnisvett- vangi. Kvenréttindafólk er aö ráðast á siðasta athvarf fólks gegn eyðileggingarmætti auðvalds- skipulagsins.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.