Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 4
4
Mánudagur 17. ágúst 1981
Höfum flutt
starfsemi okkar að
SUNDABORG 37
og síminn er sá sami
3-93-20
Óf^Asoeirsson
HEILDVERSLUN
Sundaborg 37 - Sími 3-93-20
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Nokkrir nemendur
verða teknir í póstnám í haust
Umskjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi
eða hliðstæðu prófi og er þá námstíminn tvö
ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi
stúdentspróf i eða hafi hliðstæða menntun er
námstíminn eitt ár.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyra-
verði Póst- og símahússins við Austurvöll og
póst- og símstöðvum utan Reykjavíkur.
Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, saka-
vottorði og prófskírteini eða staðfestu afriti
af þvi, skulu berast fyrir 5. september 1981.
Nánari upplýsingar verða
veittar í síma 26000
blaðburmr-
r>*'l IÆ aCs« ■ i
rouuöKffiíP!
HRINGIÐ866U
Bergstaðastræti
Hallveigarstígur
Ingólfsstræti
Þingholtsstræti
Hverfisgata
Barónsstígur
Laugavegur
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Sóltún 7, neðri hæð, Kefia-
vik, þinglýst eign Kristjáns Gunnarssonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Magnúsar Þórðarsonar hdl.,
Kjartans Ólafssonar hrl.,Jónasar A. Aöalsteinssonar hdl.,
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Brunabótafélags is-
lands, fim mtudaginn 20. ágúst 1981, kl. 15.00.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið I Lögbirtingarblaðinu á fasteign-
inni Suðurgata 29, Sandgerði, þinglýst eign Sigurðar T.
Þórðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu inn-
heimtumanns rikissjóös, fimmtudaginn 20. ágúst 1981 kl.
11.30.
Sýslumaðurinn I Gullbringusýslu.
Geti starfsmennirnir ekki veitt fullnægjandi svör viö spurningu þinni, segja þeir þér allavega hvar
þeirra má vænta.
Norðmenn relsa upplýslngaslöð fyrlr ungllnga:
ÞAR MÁTTU SPVRJA UM ALLT
MILLI HIMINS OG JAROAR
- og færð svör við flestu
„Upplýsingastöð unglinga”
gætum viö kailað merka stofnun
sem settvará laggirnar i Osló i
Noregi fvrir um það bil einu ári.
Hugmyndin er fengin frá
Danmörku þar sem hún hefur
fengið að læra af reynslunni.
Hér er um aö ræöa stofnun, eða
heimili, sem sérhæfir sig i þvi
að geta svarað þeim málum
sem unglingar öðrum fremur
vilja fá lausn á. Geti starfsfólk
upplýsingastöövarinnar ekki
sjálft komið með svarið, má þó -
alltaf benda á.hvar hægt sé aö fá
svarið.
Unglingarnir leita til þessarar
þjónustu, vilji þeir fá upplýs-
ingar um eitthvað, svo sem
lagalega stöðu sina á hinum
ýmsu málum, atvinnumögu-
leika ofl. Unglingarnir þurfa þó
alls ekki að hafa eitthvert
sérstakt erindi þegar þeir koma
viö á þessum stað. Þeir geta
litiö inn, þegar þeim hentar og
hvilt lúin bein, eftir þvi sem
hverjum hentar.
Upplýsingamiðstöðin hefur
sérhæft sig I þvi að veita svör
viö spurningum unglinga frá 16
ára aldri og upp úr. „Annars er
enginn of litill eða of stór til þess
að þiggja ráð frá öörum”, sagði
starfsstúlka stofnunarinnar i
þessu tilefni.
En hvers vegna sérstaka upp-
lýsingamiðstöö fyrir unglinga?
Jú, svarið er fólgið i þvi að i
þjóöfélagi nútimans verður
stöðugt erfiðara að hafa yfirsýn
yfir það. hvernig og hvar menn
skuli leita aö þvi. er þeir sækja
eftir. Unglingar eru með
misjöfn áhugamál og misjafnar
spurningar, en betra virðist að
greina þær spurningar niöur,
heldur en gerist um aðra
aldursflokka, og þvi er tiltölu-
lega handhægt að hafa upplýs-
ingar fyrir þá á einum stað.
Þóttviö köllum þetta stofnun,
er siður en svo stofnanabragur á
fyrirtækinu. Þú getur fengið þér
sæti i þægilegum stólum, dreypt
á limónaði eða kaffi á
kostnaöarverði, litiö á upplýs-
ingatöfluna eða tekið starfs-
mann tali, varðandi það sem þú
óskar að fá upplýsingar um.
Auk hinnar almennu upplýs-
ingastarfsemi býður þjónustan
upp á menningarlega þætti, svo
sem fræöaluferðir um Oslóborg,
myndakvöld og ýmislegt annað.
Aöeins er ein slik upplýsinga-
stöð i Noregi, en reynslan mun
skera úr um hvort fleiri slikar
verða settar upp.
IND-
VERJARI
KREPPU
Lán Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins til Ind-
verja upp á 5,65
milljarða dollara, um
39 milljarða islenskra
króna, mun ekki nægja
til þess að Indverjar
geti greitt upp skuldir
sinar við aðrar þjóðir.
Eín tðnn máð í burtu
09 Bardot fékk tvær
milljðnir I skaðabætur
Birgitta Bardot , kvik-
myndaleikkonan gamla, nældi
sér i tvær milljónir króna, er
hún lögsótti franskt dagblað
fyrir að hafa birt mynd af henni
skælbrosandi. Reyndar var
brosið einkennilegt að þvi leyti,
að búið var að má af myndinni
eina framtönnina, þannig að
óneitanlega missti Bardot dálit-
inn „yndisþokka” við uppá-
tækið. Það var þvi yndisþokkina
sem var metinn á tvær milljónir
króna.
Indverjar hafa hlaðið upp svo
gífurlegum skuldum vegna er-
lendra lána, að 5,6 milljarða
dollara lán frá Alþjóða gjald-
eyrissjóðnum mun ekki nægja
til þess að koma þeim úr skulda-
súpunni.
Lánið hefur þó ekki orðiö að
veruleika, en veröi svo er þetta
stærsta lán. sem Alþjóða gjald-
eyrissjóðurinn hefur veitt.
Núverandi vaxtakostnaður
vegna skuldasöfnunar er gifur-
legur, fimmti hluti útflutnings-
tekjum Indverja.