Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 32

Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 32
vtsm Mánudagur 17. ágúst 1981. 183. tbl. 71. árg. síminner86611 Veðurspá dagsins Yfir Grænlandssundi er hæg- fara 1000 mb. lægö og frá henni lægöardrag austur meö Noröur- landi og annaö suöur á Græn- landshafi. Hiti breytist litiö. Suöurland til Breiöafjaröar Suövestan gola, en kaldi á stöku staö. Súld eöa rigning meö köflum framan af degi, en siöan skúrir. Vestfiröir: Suövestan gola til landsins, en breytileg átt á miöum. Skýjaö og víöa þokusúld eöa dálitil rigning. Strandir og Noröurland vestra: Suövestan gola og sums staöar kaldi. Smáskúrir. Norðurland eystra til Aust- fjaröa: Breytileg átt, vlöast gola. Skýjaö og rigning á stöku staö 1 fyrstu, en léttir smám saman til I dag meö suövestan golu. Þó hætt viö siödegisskúrum inn til landsins. Suö-Austurland: Suövestan gola eöa kaldi og vlöa súld eöa rigning fram eftir degi, en skúrir vestan til meö kvöldinu. VeðPið hér og har I morgun kl. 6: Akureyri alskýjaö 13, Bergen skýjaö 10, Helsinki skýjaö 15, Kaupmannahöfn úrkoma I grennd 13, Osió skýjaö 14, Reykjaviksúld 10, Stokkhóimur rigning 12. Igærkl. 18: Aþena heiöskirt 27, Berlin skúr á siöustu klukkustund 16, Fen-, evjar heiösklrt 27, Frankfurt skýjaö 19, Nuukþoka 4, London léttskýjaö 20, Luxemborg létt- skýjaö 17, Las Paimas skýjaö 24, Mailorka heiösklrt 26, Montreal alskýjaö 18, New York léttskýjaö 31, Paris léttskýjaö 21, Róm heiðskirt 26, Malaga heiöskirt 28, Vín léttskýjað 29, Winnipeg léttskýjað 20. LOki segír Sjónvarpiö skýrði hróöugt frá þvi, aö um 180 milljónir króna heföu sparast þessar 5 vikur sem sjónvarpiö var lok- aö. En hvað skyldi þaö nú spara meö þvi aö hafa lokaö allt áriö? Brelobotur keyplar el sluðnlngur læsl? „verðum fyrst að lá á hreint, hvort Atlantshafsflugið heldur álram”, segir Sigurður Helgason ,,Þaö veröur aö taka þessa grundvallarákvöröun, hvort við fáum stuöning viö Atlantshafs- flugið eöa ekki. Þess vegna eru á- ætlanir okkar lagöar fram nú án þess að fjallaö sé um hugsanlog breiðþotukaup, þvi þau eru ti.1- gangslaus, ef stuöningur fæst ekki”, sagöi Sigurður Helgason forstjóri Flugleiöa hf., þegar VIs- ir spurði hann I morgun um þessi mál. Hann kvað þaö liggja fyrir, aö breiöþotukaup yröu athuguð, ef Atlantshafsflugið fær þennan stuöning. Þá sagði Sigurður Helgason, að kaup á breiöþotu eöa þotum myndu, auk þess að þýöa gifur- lega f járfestingu, hafa veruleg á- hrif á rekstraráætlanir, sérstak- lega fyrstu misserin. Slik kaup stæöu þannig alfarið á þeim grunni, aö koma til hagsbóta þeg- ar fram I sækti. Um rekstraráætlun þá, sem stjórn Flugleiöa hf. hefur nú lagt fyrir rikisstjórnina, sagöi Sigurð- ur að þar væri reiknað með 4ra milljóna dollara halla á timabil- inu 1. október 1981 til 30. septem- ber 1982,1 staö 6 milljóna dollara halla næstu 12 mánuði á undan. Aætlaö væri aö tap á Atlantshafs- fluginu lækkaöi úr 7 i liölega 5 milljónir dollara, tap yröi áfram á innanlandsflugi, aö óbreyttri opinberri verölagningu á þeirri þjónustu, en siöan væri gert ráð fyrir hagnaði á öðrum greinum. Mestur hagnaður yrði af leigu- flugi félagsins i Saudi-Arabiu, Ni- geriu og Libýu. Sigurður Helgason sagöi aö rekstrarlega heföi oröiö 4ra mill- jóna dollara bati hjá félaginu fyrri helming þessa árs. Þá heföu áætlanir staöist i aðalatriöum og þvi teldi stjórn Flugleiöa hf. að hún byggði áætlanir fyrir næsta ár á sæmilega traustum grunni. HERB Agrelningurinn i Hvalstöðlnni: „Friðsamleg lausn er I slónmálí". - segir irúnaðarmaður starfsmanna „Við héldum fund með fulltrú- um Vinnueftirlitsins á laugardag- inn, þar sem skipst var á skoðun- um um fyrirkomulag á frium og virðist ekki um ýkja mikinn ágreining að ræöa”, sagði ólafur Sigurmundsson, trúnaðarmaður starfsmanna við Hvalstöðina i samtaii við VIsi. Söfnun undirskrifta gegn hinu nýja fyrirkomulagi hefur verið i gangi meöal starfsmanna, en eins og kunnugt er hafa þeir látið i ljós óskir um aö fá aö ráöa frium sin- um sjálfir, i samræmi viö sam- komulag sem gert var við fyrir- tækið i upphafi vertiðar. Ólafur taldi máliö vera i nokkuð þægilegri biöstöðu. Báöir aðilar væru reiöubúnir til að taka tillit til sjónarmiða hins og reynt yröi aö koma til móts viö mismunandi þarfir starfsmanna á staönum, eftir þvi sem kostur væri. „Forstjóri Vinnueftirlitsins er væntanlegur hingaö aftur innan tiöar og verður þá metiö hvernig hið nýja fyrirkomulag um tveggja daga fri hálsmánaðar- lega, hefur reynst. Sumum hentar þetta ágætlega og það hefur nokk- uð færst I aukana undanfarna daga að menn fari i fri. Ég hef ekki trú á ööru en að málið leysist á friðsamlegan hátt”, sagði ólafur Sigurmundsson. jb verkfall portúgalskra flugumferöarstjöra: Gelur auklð seinkun I Atlanlshalsflugl Allt mun vera með sama hætti i Atlantshafsfluginu enn sem kom- ið er, en nú hafa portúgalskir flugumferðarstjórar gripið til vinnustöðvunar til stuðnings starfsfélögum sinum vestan hafs. Lokun flugumferðarsvæðis Portúgala. sem standa mun I tvo sólarhringa og tók gildi á mið- nætti i nótt, mun ekki hafa áhrif á Atlantshafsflug Flugleiða. Flugleiöir fljúga eina ferö vest- ur i dag og á morgun eru áætlaöar tvær ferðir. Enn er um þriggja klukkustunda seinkun á fluginu.en hún stafar af löngum afgreiðslu-tima i New York. Vera má að verkfall Portúgalanna komi til með að auka á seinkunina, þar sem vélar, sem yfirleitt fljúga um flugumsjónarsvæði Portúgala, færa sig norðar og lengja þannig biötima eftir að komast inn á flugumsjónarsvæöi Bandarikjanna. —TT Seðillinn endurbirtur Sumargetraun Visis heldur nú endurbirtur á bls. 31 fyrir nýja áfram og aö þessu sinni er Datsun og eldri áskrifendur. bifreið i boði. Getraunaseöill er Guðni bóndi Kristinsson i Skarði horfir með velþóknun á Pál M. Jónsson, starfsmann sinn, við hitamælingu i holunni, en eins og Visir hefur sagt frá fannst þar heitt vatn á dögunum. Nýjustu mælingar staðfesta að hitinn i holunni fer heldur vaxandi og horfurnar eru góðar. Nú er beðið eftir að Orkustofnun athugi holuna og síðan verður farið að huga að hvernig varminn verður nýttur. Vísismynd GVA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.