Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 23
Mánudagur 17. ágúst 1981 vísm i godu yfirlæti á Ai’narhóli. F.v. Sigurjón Pétursson, Björgvin Guö- mundsson, Raimo llaskivi, aöalborgarstjóri Helsinki, Björn Friöfinns- son, Ilarry Sormanen og Kai Juuranto, vararæðismaður islands i Finnlandi. Aöalborgarstjóri Helsinki í heimsókn Aðalborgarstjóri Helsinki sótti kollega sina i Rcykjavik heim eftir Verslunarmannahelgina. Sá heitir þvi mjög svo finnska nafni Raimo Ilaskivi og- i fylgd með honum voru þeir Harry Sor- manen og Kai Juuranto, vara- ræðismaður íslands i Finnlandi, sem oft hefur fylgt Kekkonen Finnlandsforseta i laxveiðitúrum hingað til lands. Þeir félagarnir komu til lands- ins þann 3. ágúst og dvöldu hér, ásamt eiginkonum sinum i þrjá daga. Meðal annars skruppu þeir til Hveragerðis og bingvalla og renndu fyrir lax i Elliðaánum. Veiðin gekk treglega en afrakst- urinn varð þó tveir silungar. Kvöldið áður en gestirnir héldu af landi brott bauð borgarstjórn Reykjavikur þeim i dinner á Arnarhóli og þar var þessi mynd tekin. Svo má skjóta þvi að i lokin að borgarfulltrúar Reykjavikur skreppa til Finnlands i haust. HJONABAND? Viö skyrðum alþjoó frá þvi fyrir skömmu aö Andy Giþþ og Victoria Principal (Dallas) hefðu nyveriö raulað inn á þlötu saman. Og þaö er meira i bigerð, jafnvel hjönaband. Frekari Lpunktar. Gibb er 23ja en Victoria 31 árs, bæöi fræg með afbrigöum og þaö sem mest er um vert: . pau eru ástfangin upp fyrir nafla. A Hún tapadi 16 árum úr lífi sinu Vaknadi upp í furóuveröld eftir heilaaógeró Þegar Sarah De Gennaro vaknaði upp á sjúkrahúsi einu i Boston eftir erfiða heilaaðgerð kom umhverfið heldur en ekki spánskt fyrir sjónir. Eiginmaður hennar hafði elst um mörg ár, litlu börnin hennar fjögur voru orðin fullorðið fólk og þegar hún leit i spegil sá hún konu á fertugs aldri. Hér cr Sarah I tniöju meö börnunum slnum, sem hún þekkti tæpast. Kelly (lengst t.v.) var henni meö öllu ókunnug. Sarah var furöu lostin yfir hinum „skyndilegu” veröhækkunum. 1960 fékk hún 12 appelsinur fyrir 29 sent en 1976 kostaði hver appel- sina 39 sent. Sarah mundi meira að segja ekkert eftir yngstu dóttur sinni, sem þó var orðin 14 ára gömul. Fjölskyldubillinn liktist helst geimskipi úr visindareifurum og hún kannaðist ekkert við heimili sitt þegar henni var leyft að fara heim. Þetta var árið 1976 og Sarah var 39 ára gömul. Hún hélt hins- vegar að enn væri árið 1960 og hún sjálf aðeins 23 ára. Hin erfiða heilaaðgerð hafði orsakað það að Sarah hafði algjörlega gleymt síðustu 16 árum. En hún lét engan vita leyndarmál sitt fyrst i stað, þvi hún óttaðist að hún yrði úr- skurðuð snar klikkuð. „Ég skildi ekki upp né niður i þessu. Ég skildi ekki afhverju allir hefðu elst svona mikið, allra síst eiginmaður minn. Þegar ég kom heim voru fyrir stálpaðir unglingar á aldrinum 14 til 21 árs, og ég sem var viss um að ég ætti aöeins þrjá gris- linga og þar sem ég væri 23 ára gat ég ekki verið móðir þeirra.” Börnin og nánustu ættingjar undruðust hegðun móðurinnar án þess þó að setja það i sam- band við minnisleysi. Allir stóðu i þeirri trú.að hér væri aðeins um eðlileg eftirköst að ræða eftir aðgerðina. „Þegar ég skrifaði bréf dag- setti ég þau 1960 og þegar eigin- maður minn Íeiðrétti þaö hlæj- andi.var ég viss um að hann væri að gera grin aö mér. Hann reyndi að hjálpa mér en skildi ekkert hvað um var að vera.” Sarah var viss um að Eisen- hower væri ennþá lorseti Bandarikjanna og að Kóreu- striðið hefði verið siðasta strið, sem Bandarikin tóku þátt i. Allt umtalið um Vietnam hélt hún að kæmi til af þvi aö Kórea hefði breytt um nafn. En loks kom að þvi.að hún brotnaði niður og þá leitaði hún til geðlæknis. Hann var ekki lengi að komast að raun um hvað um væri að vera. Hann sagði henni einnig að litil von væri til þess að hún fyndi þessi 16 ár á nýjan leik. Sarah er enn að leita, en ekkert gengur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.