Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 20
20 Mánudagur 17. ágúst 1981 SPARIÐ tugþúsundir Endurryðvörn á 2ja ára fresti RYÐVORN.SF. Smiðshöfða 1 Sími 30945 Sparið þúsundir króna með mótor- og hjólastillingu einu sinni á ári BfLASKOÐUN &STILLING S la-too \BiLA Hátúni 2A Stimplagerö Félagsprentsmiöjunnar hf. Spítalastíg 10 — Sími 11640 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu vlsm SETJUM um lerðir útlendinga um isiand: ÞEIM STOLINN FVRIR DVRNAR Jón Guðmundsson Svona getur landið fariO með eftirlitslausum akstri um óbyggðir. hringdi: Mig langar að leggja orð i belg i framhaldi af fréttum Visis varðandi jarðrask útlendinga á okkar annnars fágra landi. Þar voru sannarlega orð i tiina töl- uð. Ég er mikill ferðagarpur og hef ferðast mikið um landið um árabil. Á þessum ferðum min- um hef ég tekið eftir þvi núna siðustu ár, að umgengni um há- lendið til dæmis og i þjóðgörðum versnar stöðugt. Auðvitað eig- um við Islendingar að einhverju leyti þátt i þessu, en þó á engan hátt i sama mæli og þessir út- lendingar, sem tröllriða þessum stöðum yfir sumartimann. Reyndar hef ég verið i Hvannalindum, þar sem þessi 150 manna hópur hefur hreiðrað um sig, og ég veit aö fenginni reynslu, aö þaö svæði þolir eng- an veginn slikan átróöning. Þar nefnilega háttar svo til, að lindirnar standa svo hátt, aö þar er sandrok mikið oft á tið- um, og þegar búiö er að skemma eins mikið og virðist vera i þessu tilviki, er bara alls ekki vist, að svæðið nái sér nokkurn tima. Hvernig stendur á þvi, að svona stórum hópum er leyft aö vaða algerlega eftirlitslausum um þessi svæöi? Auðvitað er feröafrelsi á Islandi og það allt, en engu að siður réttlætir það alls ekki, að hóparnir æði hér um. í sambandi við þennan ákveðna hóp, skilst mér að þeir hafi ekki gert það sem Tyrir var lagt, semsagt að ganga frá eftir sig. Af hverju i ósköpunum er þeim ekki settur stóllinn fyrir dyrnar og sagt, að annað hvort gangi þeir frá fyrir einhvern ákveðinn tima eða fari úr landi ella? Af hverju eigum við að vera aö sýna þessu fólki um- burðarlyndi, þegar það tekur ekkert tillit til okkar krafna? En allavega finnst mér full ástæða til, að lög um rannsókn- arleyfi erlendra ferðahópa verði tekin til rækilegrar umfjöllunar og endurskoðunar. Væri nokkuð fjarri lagi, að skylda slika hópa til að vera i samfloti við islensku ferðaskrifstofurnar með is- lenskum fararstjórum og öllu er þvi fylgir? Þvi fyrir utan spjöll- in, sem þetta fólk veldur á náttúru landsins, höfum við engar tekjur af þessu fólki. Þaö kemur á eigin bilum, jafnvel með bensinbirgðir, fyrir utan eigin mat og allt er til þarf. Hvers vegna erum við þessir fjandans aular að spila ein- hverja pislarvotta? HVERT STEFNIR I FERÐAMÁLUM OKKAR? Ferðalangur: Hvert stefnir i ferðamálum okkar? Erum við Islendingar að missa tökin á ferðamálum? Er átroðningur útlendinganna að vaxa okkur yfir höfuð hér? Þessum spurningum vildi ég gjarnan fá svör viö frá þeim er gjörst þekkja til. A nýlegu ferðaiagi um óbyggðir landsins með fjölskyldunni, þar sem útlendingar voru eins og mý á mykjuskán, fundum við fyrir þeirri ónotalegu tilfinningu að við værum gestir i eigin landi. Við Islendingar höfum alltaf verið taldir gestrisnir og erum það sjálfsagt ennþá, en ekki lát- um við það viðgangast að út- lendingar gangi illa um okkar húsakynni eins og sföasta dæm- ið sannar, er bres'kú skólanem- arnir slógu upp tjaldborg i óleyfi i Hvannalindum. Svona yfir- gang eigum viö ekki að láta við- gangast. Sú hneykslaöa vill klámið burt úr sjónvarpsauglýsingum. Fólk unir sér nú vel i Austurstrætissvæöinu, þar er allt morandi af lifi og fjöri, sé veöriö ekki þvl verra, segir JSEI rneöal annars. Breytt og betri borg J.SEI. hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar ánægjulegu breytingar sem oröið hefur á borginni okkar að undanförnu. Áöur voru allar götur stein- „Rurt með klámið úr siónvarpsaugiýsingum 91 Ein hneyksluð hringdi: „Það fór þó aldrei svo að sjón- varpið tæki ekki upp á þvi hneykslanlega athæfi að sýna klám-myndir I útsendingartima sinum. Nú tröllriða svo kallaðar „bláar myndir” auglýsinga- tima sjónvarpsins. Einn dans- staður borgarinnar auglýsir að hann sé miöstöö fisnar og full- nægingarlosta og plötufyrirtæki gefur I skyn aö plata ein sé kjör- in til að hljóma undir samför- um. Ég hefði haldið að barna- verndarnefnd tæki i taumana þegar myndir, sem slikar sem hér um ræðir, birtast á þeim tima þegar fæst börn eru komin i háttinn og biða jafnvel fyrir framan sjónvarpiö eftir Tomma og Jenna eða Múminálfunum. Ef barnaverndarnennd eða út- varpsráö gerir ekki eitthvaö i málunum mætti eins leggja þessar kjaftasamkundur nið- ur.” dauðar og litið lifsmark að sjá, nema á þeim tima þegar fólk var að fara I og úr vinnu. Nú er öldin önnur. Lifið blómstrar i miðbænum allan liðlangan dag- inn. Þar eru útimarkaðir og ýmislegt annað sem bæöi gleður augað og er til gamans. Ýmsir hafa fært upp leiksýn- ingar á Torginu, óvenjumargir útifundir hafa veriö haldnir þar og ýmislegt annað hefur borið við sem of langt yrði upp aö telja hér. Þá hafa litlir og nota- legir veitingastaðir blómstraö I miðbænum og er það vel. Þetta allt gerir það að verkum, að fólk unir sér vel i Austurstrætinu. Þar er allt morandi af lifi og fjöri, sé veðrið ekki þvi verra. Þessi þróun er mjög til góðs og er vonandi að hún haldi áfram. Þvi hvað er borgin okkar án mannlifs?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.