Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 9
Mánudagur 17. ágúst 1981 VÍSIR 9 Hér á eftir fer útdráttur úr grein i NATO Review, timariti Atiantshafsbandalagsins frá október 1980, sem hætt er við að sumum þyki full hægrisinnuð, og ógnvekjandi dæmi um þann hugsjónaofsa sem þrifst innan vébanda lýðræöislegs varnar- bandalags. Yfirlýst stefna tima- ritsins er að skapa „uppbyggj- andi umræður um vandamál Altantshafsrikja”, og verða greinar þess að hljóta blessun æösta yfirmanns NATO. Þó fer meira fyrir sleggjudómum hér en rökstuðningi með dæmum, og keyrir um þverbak, ef slikt telst til „uppbyggjandi um- ræðna” i þeim hópi. Það að höf- undur greinarinnar er Paul Johnson, fyrrverandi ritstjóri New Statesman, eins virtasta breska fréttatimaritsins, gerir manni sist hugarhægra. Þó er hér fjallað á kjarnyrtan hátt um eitt mesta vandamál samtimans i grein, sem heitir Hinar sjö dauðasyndir hermdarverkastefnu. „Vandamálið á sér ekki hliðstæður" Johnson álitur að hermdar- Everk eigi ekkert skylt við venju- leg félagsleg vandamál, og aö nauðsynlegt sé að gera sér það ® ljóst til aö taka skelegga afstöðu ■ gegn þessum glæpamönnum. „Rangt er að llta á hermdar- verkasinni sem einn af hinum mörgu sjúkdómum.sem eiga sér djúpar rætur i okkar vestræna samfélagi, svosem unglingaaf- brota, vaxandi glæpatiðni, stúdentaóeirðir, skemmdar- ■ verk, knattspyrnuslagsmál, os.frv. Ekki er það heldur I ætt við kjarnorkusprengjuógnina, vaxandi skilnaðartiðni, ónógar atvinnuleysisbætur eða fátækt. Slikar skilgreiningar leiða | vanalega til þeirrar merkingar- lausu og uppgjafalegu niöur- ■ stöðu aö þjóöfélaginu sjálfu sé ■ um að kenna: að við séum öll H samábyrg fyrir þessu, að „við ■ séum öll sek”.” ,/Hættan fer vaxandi" Glæpir hermdarverkasinna vaxa hraðar en andspyrna rikisvaldsins gegn þeim. Sem dæmi um það má taka starf- semi IRA á Irlandi: „1 ágúst 1979 drápu meðlimir i varaliöi IRA Mountbatten lá- varð og starfsliö hans, og I annarri árás þann sama dag drápu þeir 18 breska hermenn. Sjálfir misstu þeir enga menn. Er slikur árangur nú oröinn al- gengur. Hið gamla, viðvanings- lega IRA er nú orðiö nútimalegt, leynilegt liö, vel skipulagt og vel út búið, meö sigildu smáhópa- kerfi sem nær ómögulegt er að rjúfa eða splundra. A einni nóttu gat IRA komiö fyrir 49 sprengjum i 22 bæjum á við og dreif um Noröur-lrland, sem að áliti varnarmálafrétta- manns BBC hlýtur að hafa krafist samræmingar á háu stigi”. „Þeir dýrka ofbeldi" Hermdarverkasinninn getur aldrei verið eiginlegur hug- sjónamaöur, þvi i hermdar- verkasinni felst þaö að fremja „visvitandi og kerfisbundið morð, meiðsli og ógn til þess að ná fram stjórnmálalegum markmiðum. Nútimahermdarverkasinninn beitir ofbeldi ekki af illri nauð- syn, heldur sem æskilegasta kostinum. Hugmyndafræðilega sprettur hermdarverkasinni ekki ein- ungis frá lenískri og trotskyiskri réttlætingu á ofbeldi, heldur einnig frá ofbeldisheimspeki eftirstriðsáranna sem rekja má frá Nietzsche, gegnum Heid- egger, og sem Sartre geröi vin- sæla. í formála að áhrifamikilli bók lærisveins sins Fanon, sem hvetur til hermdarverka i Suöur-Ameriku, skrifar existentialski heimspekingur- inn Jean-Paul Sartre: „Fyrir blökkumann sem skýtur hvitan mann niöur er það eins og að slá tvær flugur i einu höggi: að eyða kúgara sinum og kúgaða mann- inum I sjálfum sér um leið”. Þannig verður hermdarverka- sinninn endurfæddur, frjáls. Fanon segir ennfremur: „Fyrir einstaklinginn er ofbeldi hreins- andi afl. Það frelsar”. Þetta minnir óneitanlega á sibylju Hitlers: „Sjálfsviröing felst i þvi aö úthella blóöi”.” Þjálfun hermdarverka- mannsins miðast við að gera liðsmennina samseka I morö- um, og þannig að eyða öllum siðferöisviðmiðum nema skil- yrðislausri hlýöni i hermdar- verkum. „Ofbeldi kemur í stað stjórnmála" Ofbeldi er eina lausnin sem hermdarverkasinninn eygir. „Hermdarverkamenn hafa aldrei sýnt neina viðleitni til að taka þátt i lýðræðislegum neöanmóls Tryggvi V. Líndal segir frá grein i Nato Review sem f jallar um sjö dauða- syndir hermdarverka- mannsins. I greininni er leitast við aö skilgreina eðli og tilgang hermdar- verka. I niðurstöðum greinarinnar segir: „Lausnin i baráttunni gegn hermdarverka- mönnum er sú að gera al- menningi Ijóst, að at- hafnir þeirra eiga ekkert skylt við lýðræði, og því eigi þeir ekki rétt á lýð- ræðislegri meðhöndlun". stjórnmálum, hvorki fyrir botni Miðjaröarhafs né i ttallu, hvorki japanskar fylkingar, Rauðu herdeildirnar, Baader-Meinhof né IRA. „Þeir eru studdir af ein- ræðisríkjum" Hermdarverkasinni leiöir ekki til anarkisma að lokum, heldur til einræöis. „Það eru undantekningarlaust einræðis- riki sem fjármagna og viðhalda - alþjóöasamtökum hermdar- verkasinna, sem veita þeim húsaskjól og vernd, þjálfunar- búöir og aðsetur, peninga, vopn og diplómatiskan stuöning, sem hluta af visvitandi stjórnar- stefnu. Stjórnir allra þessara rikja stjórna með her- og lög- regluvaldi. Sú hugmynd aö hermdar- verkastefna sé I andstöðu við „þvingunaröflin” i þjóöfélögum yfirleitt, á sér ekki stoð. Reynd- in er hið gagnstæða. Alþjóöa hermdarverkasinnið og hinar ýmsu undirhreyfingar sem það þjónar, eru algerlega komin undir velvilja og virkum stuöningi lögreglurikja. Hermdarverkasinnanum er haldið uppi af gerræðislegum þáttum. svosem skriödrekum, pyntingum og leynilögreglu. Hann nýtur beinna hagsmuna af Gulag-eyjaklasanum og öllu sem hann hefur I för með sér”. „ Einræðisríkin kunna ráð við hermdarverkastarf- semi" „Alþjóða hermdarverkastarf- semi ógnar ekki einræöisrikj- um. Slik riki geta alltaf variö sig meö dómsmoröum, handtökum á grundvelli óstaðfests gruns, pyntingum á föngum og grun- uðum glæpamönnum, og algerri ritskoðun. Þau þurfa ekki að fylgja lögum eða öörum mannúðar- eða siðferðissjónar- miðum.” „ Hermdarverka menn hindra lýðræðisþróun" Barátta lýðræðisrikja gegn hermdarverkum innan sinna marka heftir réttarbætur. Erfitt er td. að gera lög um meðferð á föngum mannúölegri. þegar öfgahópar geta gengiö á lagið. Einnig spila fjölmiðlarnir beint upp I hendurnar á hermdar- verkasinnum með þvi að aug- lysa ofbeldi þeirra sem æsi- fregnir. Þannig skaöar prent- frelsiö lýðræðið. sem þaö sjálft byggist á. „Lamandi aðgerðarleysi lýðræðisríkja" I lýöræðisrikjum er tilhneig- ing til aðgerðarleysis, fremur en aö gripa til miöur lýðræðis- legra aðgerða gegn hermdar- verkamönnum. Þannig fá þeir stundum réttindi pólitiskra fanga, stjórnir svara mannrán- um þeirra og morðhótunum með lýðræöislegum samninga- viöræöum, fjölmiðlar bera þá saman við stjórnmálamenn sem siðferöislega jafningja, og stjórnmálamenn geta oft ekki sannfært kjósendur sina um aö átt sé i höggi viö örgustu glæpa- menn, en ekki aðeins afvega- leidda stjórnmálamenn. Hermdarverkasinnum vex móður og þróttur meö stööugt vaxandi velgengni. Viö getum vænst af þeirra hálfu meiri skipulagningar, betri vopna og jafnvel kjarnorkuvopna, til að ógna lýðræðisrlkjum með. „Tönn fyrir tönn?" Að lokum virðist Johnson komast að eftirfarandi niður- stööu: Lausnin I baráttunni gegn hermdarverkamönnum er sú að gera almenningi ljóst aö athafn- ir þeirra eiga ekkert skylt við lýöræði, og þvi eigi þeir ekki rétt á lýðræðislegri meöhöndlun. Þegar kjósendur lýðræöisrikja hafa skilið þaö, geta þeir gefið her sinum og lögreglu lausan tauminn gegn hermdarverka- mönnunum og þeirra handbend- um, þe. einræöisrikjunum, án þess að óþarfa lýöræðiskenndir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.