Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 17.08.1981, Blaðsíða 22
22 VÍSIR Mánudagur 17. ágúst 1981 Af Ólafíu og Kliffa peim Cliff Richard og Oliviu Newton John hefur lengi veriö veltil vina og margirtelja aö sá vinskapur sé „mjög" nainn (piö skiljió). Þau skötuhjúin kynntust fyrst þegar Olafia kom tn Bretlands ariö i964 í leit aö frægö og frama en þa var Kliffi a hatindi frægóar sinnar. Olafia söng undirraddir meó A ^ honum þá en eftir þvi sem vegurinn hallaöi meira M Sk niður hjá Kliffa reis söl olafíu hærra. En ekki g alls fyrir löngu mættust þau aftur og nu væru pau bæði a toppnum. Myndin var tekin þegar Kliffi kom fram i sjonvarpsþætti Íafet. oiafiu i Bandarikjunum A bak við tjöldin með Gregory Peck Bíogestir fengu ekki að sjá.þegar Peck datt i sjóinn heldur var atriðiö tekið aftur upp og þá gekk allt vel. Sem aðrar kvikmyndastjörnur hefur Gregory Peck lent i ýmsu um ævina. Ilann hefur nýlega lcyst frá skjóðunni um ýmis at- vik, sem hafa hent hann við upp- töku á kvikmyndum og við skulum gripa niöur i nokkrar frá- sagnir. Þegar verið var að taka upp atriði i myndina „MacArthur” á Filippseyjum, þar sem hann átti að stiga af landgöngupramma til að halda hina frægu „I shall return”-ræðu fór fyrst öðruvisi en ætlað var. Allt var tilbuið og gekk samkvæmt áætlun en þegar hann ætlaði aðstiga út i f jöruborðið var vist meira dýpi en átti að vera þannig að hann missti jafnvægið og fór á bólakaf. Það var aðeins húfan sem skilaði sér á land. Gregory Peck lék á móti Sofiu Loren i kvikmyndinni „Arabesque” og þar var meðal annars eitt atriði, þar sem Peck var alklæddur i sturtu með Sofiu, sem var allsber. Gregory sagði við Sofiu: „Þú þarft ekkert að fara hjá þér, þetta er bara atvinn- an okkar”. Sofia svaraði um hæl brosandi: Ég er ekkert smeyk” og fór um leið úr sloppnum. „Af hverju heldur þú að ég fari hjá mér?” spurði hún svo. „Alls ekkert” sagði vinurinn og siðan hófst takan. 1 sömu mynd átti að taka upp atriði.þarsem Peckátti að bjarga Sofiu á harðahlaupum undan , glæpamönnum. En aumingja Gregory hafði nýlega snúið á sér ökklann og Sofia stakk hann næstum af. Var þá myndatökunni hætt og Gregory sagði við Sofiu: „Viltu hægja á þér, það er ég sem á að bjarga þér, ekki öfugt.” Sofia neitaði algerlega að draga úr hlaupahraðanum og heimtaði að Gregory spretti úr spori. En að lokum tókst málamiðlun. En Peck komst oft i hann kr'appari og tæpast mun hafa staðið á meðan verið var að taka uppatriðii „Moby Dick”. Þar var Peck bundinn utan á stóran gúmmi-hval.en atriðið var tekið upp við strendur Wales. I miðri „aksjón” slitnaði gervi-hvalurinn frá dráttarbátnum og um leið lagði yfir dimma þoku. Peck mun hafa hugsað með sjálfum sér: „Jæja, þá er þessu lifi vist lokið en það var þá dauðdagi.”’ Hann sá fyrir sér fyrirsagnir dagblað- anna: Kvikmyndastjarna týnd á gúmmi-hval”. En upp úr þurru létti þokunni og allt fór vel. Lýkur þá Gregory þætti Pecks. Gregory Peck lenti I kröppum dansi á gúmmfhvalnum Moby Dick. Hvort er betra að skrifa eða hringja? Nú er ekki gott að segja. Á myndinni kemur fram að þeir efra vilji tala við mann en hvort maðurinn i simaklefanum hefur beint samband eður ei skal ósagt látið. En börnin blessuð virðast ekki vera i vafa hvert þau eiga að snúa sér i trúariegum efnum. Þar virðist presturinn vera öruggasti tengiliðurinn. Hér á eftir fara nokkur guilkorn, sem Bill nokkur Adler hefur safnað saman úr bréfum er börn hafa skrifað sóknarprestum sinum. Og bréfin skýra sig best sjáif. Kæri prestur Ég veit að Guð segist elska alla en hann hefur aldrei hitt hana systur mina Arnold, 9 ára Kæri prestur Ég held að fleiri myndu lesa Bibliuna ef um hana væri gerður framhaldsmyndaflokkur i sjónvarpinu. Beatrice, 9 ára Elsku prestur Viltu gera svo vel að láta Guð vita að þvi að Peter Peterson hafi verið góður strákur. Ég heiti Peter Peterson. Pete, 9 ára Kæri prestur Mér fannst gaman af predik- uninni þinni á sunnudaginn. Sérstaklega þegar henni var lokið. Ralph, 11 ára Kæri prestur Fyrst Guð hvildi sig á sjöunda degi afhverju þurfa krakkar þá að fara i sunnudagaskóla? Jerry, 8 ára Kæri prestur Hvernig þekkir Guð vonda fólkið frá þvi góða? Spyr hann þig eða les hann bara blöðin: Marie, 9 ára Kæri prestur Mér þykir leiðinlegt að geta ekki gefið meira I söfnunar- baukinn en það er af þvi að pabbi vildi ekki hækka vasapen- ingana. Ertu til i að bæta þvi inn i predikuna á sunnudaginn að pabbar ættu að hækka vasapen- inga? Patty, 10 ára Kæri prestur Ég vildi gjarnan komast til himna einhvern tima þvi ég veit að bróðir minn verður þar ekki. Stephen, 8 ára. Kæri prestur Gætir þú beðið sérstaklega fyrir Beatrice frænku. Hún hefur verið að leita að eigin- manni i tólf ár og enn ekki fundið neinn. Debbie, 9 ára Kæri prestur Ég er mjög trúaður. Ég geri aldrei neitt ljótt á sunnudögum. Roger, 7 ára Kæri prestur Ég hugsa að miklu fleiri I kæmu i kirkjuna ef þið flyttuð I hana til Disneylands. Loreen, 9 ára I I Kæri prestur | Viltu biðja sérstaklega fyrir j flugmönnum fyrir mig? Ég á að j fljúga til Kaliforniu á morgun. | Laurie, 10 ára | I I I Kæri prestur Þvi miður kemst ég ekki i kirkju á sunnudaginn. Viltu segja Guði að ég sjái hann i næstu viku? MargarSt, 7 ára

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.