Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 24. ágúst 1981 Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1982 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næst- komandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvott- orð. Þá þurfa að koma fram i umsókn væntan- legir fjármögnunarmöguleikar umsækj- anda. Eidri umsóknir falla úr gildi 15. septem- ber næstkomandi. hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik, 19. ágúst 1981. Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðarins. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1981/ hafi hann ekki verið greiddur i síðasta lagi 25. þ.m.. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, ta lið f rá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið, 20. ágúst 1981. Sýnishorn úr söluskrá árg: verð Chevrolet Monte Carlo 79 180.000 A.M.C. Concort 80 130.000 Mazda 323 ek. 7 þús 81 89.000 Colt GL 4ra dyra ek. 8 þús 80 77.000 B.M.W. 320 80 135.000 Volvo 244 GL ek. 2 þús 81 165.000 Volvo 244 GL ek. 30 þús 79 135.000 Volvo 244 DL ek. 38 þús. sjálfsk 78 118.000 Galant Sapparo GL ek. 5 þús 81 135.000 Subaru 4x4 station 80 110.006 Subaru Hatcback ek. 3 þús 81 108.000 Skoda Amigo ek. 5 þús 80 49.000 Honda Civic ek. 35 þús 79 73.000 Toyota Corolla St 79 71.000 Peugoet 504 ek.41 þús 78 79.000 Daihatsu Charmant ek. 34 þús 69.000 Playmouth Volare station 75.000 Benz 280SE sjálfsk. m. öllu 150.000 Benz 280 SE ek. 77 þús 180.000 Range Rover ek. 46 þús 250.000 Range Rover ek. 38 þús 200.000 Willys m/húsi sjálfsk. ek. 2þús 81 180.000 Cherokee 8 cyl. sjálfsk 77 125.000 Wagoner 8 cyl. sjálfsk 105.000 Cevy Van sendif. ek. 30 þús 79 135.000 Rover 3500 með öllu ek. 30 þús 168.000 Subaru 4x4 4ra dyra ek. 11 þús 80 106.000 Datsun Sunny 82.000 Peugoet504 st 27 79.000 Opið alla daga frá 9-7. Höfum mikið af nýlegum bilum i okkar bjarta og rúmgóða sýningarsal. Bilaleigan Bilatorg Ieigir út nýlega fólks- og station-bila einnig G.M.C. 12 manna sendibila með eða án sæta. Lokað sunnudaga. Borgartúni 24 /Sími 13630 og 19514 y Bilasala Bílaleiga Spænska rlkisstjórnin undirbýr nú aöild Spánverja aö Atlantshafsbandalaginu. VÍSIR Spánverjar aðilar að Natð í haust? Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúnings- vinnu að þvi að Spánn gerist ful 1- gildur aðili að Nato. Leopoldo Calvo Sotelo, for- sætisráðherra Spánverja hefur lýst þessu yfir sem stefnumark- miði frá þvi rikisstjórn hans komst til valda i febrúar d þessu ári. Kommúnistar og socialista- flokkurinn hafa harðlega mót- mælt þessu stefnumiði, og hafa óskað eftir sérstökum fundum vegna málsins. Ekki er með öllu vist að stjórnarsinnar komi máli þessu i gegnum þingið, en Sotelo hafði vonast tii að af aðildinni gæti orð- ið nú í haust. Spænska rikisstjórnin undirbýr nú aðild Spánverja að Atlants- hafsbandalaginu. Fátækustu álfurnar munu fjórfaldast að fólksfjöldatölu á næstu öld, og verða um 60% jarðarbúa, sam- kvæmt spá UNFPA. Jaröarbúar 10 miljarðar ellir 130 ár: Fólksfjöidi (fátækustu álfunum mun fjðrfaldast Mannfjöldaaukningin í heimin- um mun að öllum likindum stöðv- ast eftir um það bil 130 ár. En þangað til fer mannfólkinu ört fjölgandi og verður þá„ áriö 2110 liklega um 10 milljarðar. Fjöldi mannkyns i dag er um 4 milljarð- ar, samkvæmt upplýsingum mannf jöldaskrár Sameinuðu Þjóðanna. Þessar áætlunartölur eru þó engan veginn mjög nákvæmar. Þær gætu allt eins verið 8 millj- arðar eða 14 milljarðar, allt eftir þvi hvernig tekst til meö þá stefnu sem nú er sett fram til þess að sporna gegn offjölgun. En miöaö viö aö okkur takist aö halda áfram á sömu braut og mótuð hefur verið á undanförnum árum, er talan 10 milljarðar ekki ólik- leg. I þeirri viðleitni aö halda fólks- fjöldaaukningu I lágmarki, gerir Upplýsingaþjónusta Sameinuðu Þjóðanna um mannfjöldaþróun UNFPA ráð fyrir að Evrópa verði fyrst til aö ná ofangreindu mark- miði. Ekki er óliklegt að aðeins um 50 milljónir bætist i hópinn, það er heildartölu lifenda, A næstu 50 ár- um, áður en talan fer að standa i stað. Þar á eftir kæmi Norður Amerika með um 320 milljónir, og þvinæst Sovétrikin með 380 millj- ónir. Hins vegar mun Suður Asia nærri þrefalda núverandi fólks- fjölda áöur en fólksfjöldaaukn- ingin þar stöövast. Fjöldinn er nú 1.4 milljarður en verður væntan- lega 4.1 milljarður árið 2100. Fækkun barnsfæðinga i Kina gef- ur til kynna aö I Austur Asiu verði aöeins um 300 milljóna aukningu áður en hún stöðvar áriö 2090. 1 Mikið flóð eru nú i vesturhéruð- um Kina, vegna óveöra aö undan- förnu. 28 manns hafa þegar látist af völdum flóðanna og tugir þús- unda þorpsbúa I héruöunum hafa misst heimili sin. Suöur Ameriku veröur einnig um þreföldun að ræöa á hinum 400 milljónum manna sem þar eru nú, áður en stöðvaö veröur. Eina álfan, sem enn hefur ekki gefið til kynna aö um lækkandi fæðingatiöni sé að ræða, er Afrika. Aður en fólksfjöldaaukn- ingin þar á eftir að stöðvast hefur hún fjórfaldast i álfunni frá þvi sem nú er. Þegar þvi markmiöi veröúr náð, er talið aö fátækustu álfurnar Afrlka og Suður Asia telji um 60% alls mannkyns. 1 gær létust um 15 manns i Sichuan héraðinu I Kina, en i fyrra létust þar 753 af völdum flóöa, sem voru þá einhver þau mestu siðan 1949. Flóð f Kína taka flelrl mannslff

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.