Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 6
6 vtsnt Mánudagur 24. ágúst 1981 „Ég vil einungis lýsa yfir a'nægju minni meö, aö þaö voru tsiendingar sem unnu þetta rali”, sagöi Ómar Ragnarsson eftiraö hann og bróöir hans Jón höföu unniö tslenska alþjóöa- railiö 1981 á Renauit 5 Alpine. „Ennfrcmur vona ég, aö ts- lendingar vinni sin alþjóöaröll sjálfir enda komu fram margir góöir ökumenn f þessari keppni, sem eiga eftir aö velgja erlend- um röllurum undir uggum” sagöi Ómar, þegar hann var spuröur um úrslitin. Eftir 1700 kilómetra rallakst- ur viöa um land á þremur dög- um, tókst bræðrunum Ómari og Jóni Ragnarssonum aö sigra i tslenska alþjóðarallinu 1981. Ómar/Jón óku Renault 5 Alpine ogfengu ekkinema 1.10.47klst. I refsistig. A hæla þeirra komu þeir Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson á Ford Escort 2000, en þeir fengu 1.14.44 klst. i refsistig og munaði því ekki nema tæpum fjórum mlnútum á fyrsta og öðru sæti. Norðmaður- inn John Haugland og Svlanum Jan Olaf Bohlin gekk ekki sem skyldi og urðu í þriðja sæti á Skoda 130 RS með 2.10.15 klst. I refsistig Auk þess komu i mark bræðurnir Birgir og Hreinn Vagnssynir á Ford Cortina 2000, með 4.34.43 klst. I refsistig. Það sýnir best hve erfitt þetta ral 1 var, að einungis fjórir bilar af tólf, sem lögðu upp, komu i mark. Ómar og Jón Ragnarssynir bregöa bflnum f baö. mm OG JÚN GÁFll EKKERT EFTIR OG SIGRUÐU í RALLINU i Laugardalshreppi. Aörir kepp- endur týndu tölunni einn af öðr- um og það voru þvi ekki nema fimm bilar sem lögðu i hann á öörum degi suður um land: Fjallabaksleið, 660 kilómetra leið og þar af sérleiðir 309 km. Bræðurnir Gunnlaugur og Ragnar Bjarnasynir heltust fljóttiir lestinni. Þeir höfðu sýnt fádæma keppnisskap, það sem af var leiðarinnar. Meðal ann- ars höfðu þeirvelt bilnum, kom- ið honum tveir einirá hjólin aft- urog ýtthonum igang. Afþeim fjórum, sem eftir voru, kepptu Ömar/Jón hvað harðast við Hafstei n/Kára. Omar/Jón höfðu forystu allan timann og ekkert var gefið eftir. Seinasta daginn var ekið um Borgar- fjörðinn 309 kilómetra, þar af sérleiðir 114 km. Ekki voru átökin minni á þeim degi en öðr- um. en Ómari/Jóni tókst að hanga i fyrsta sætinu. Norski ökumaðurinn Haug- land, sem varð i þriöja sæti, sagði að islensku ökumennirnir væru miklu betri en i fyrra og Afyrsta degi heltust strax sjö keppendur Ur lestinni. 706 kiló- metra leið noröur Kjöl var ekin og þar af voru 347 km sérleiðir eða um 49%. Italarnir Sandro Cavalleri og Pier Giorgio voru fyrstir Ur leik er þeir veltu biln- um si'num Opel Cadett 1900 i lúmskri breygju á 30 kílómetra hraða við bæinn Laugardalshóla John Hauglund og Jan Olaf Bohlin sigla ilygnum sjó. ttaiarnir Sandro Cavalleri og Pier Giorgio kanna skemmdirnar eft- ir veltuna. spáði þvi, að erfittyrði að sigra þá á heimavelli. Vegimir væru það sérstakir að ef erlendiröku- menn stefndu að þvi að sigra þá yrðu þeir að koma til landsins hálfum mánuði íyrir keppni til að reynsluaka þá vegi, sem lik- lega yrðu notaðir i rall. E.J. Krakkarnlr í Þróttheimum héldu hátfð fyr- Ir hroskahefta Þroskaheftir skemmtu sér kon- unglega i' félagsmiðstööinni Þróttheimum i gær, en vegna veöurs reyndist ekki unnt að halda hátiðina utan dyra. Margt var skrafað og aðhafst á meðan á hátiðinni stóð.en um 280 börn sóttu skemmtunina. t gær- kvöld var siöan hátfð I Þróttheim- um fyrireldrihópinn, og var búist viö um 120-150 manns. Margir lögðu hönd á plóginn til þess að gera hátiöina sem skemmtilegasta, og kom þar sér- staklega til framlag krakkanna sem eiga Þróttheima aö félags- heimili. Þeir voru með heimatil- búin skemmtiatriöi og sáu um, að allt færi hiö besta fram. Þá iagði hljómsveitin Kaktus fram ókeypis sönglist, brúðuleikhús var á staðnum, menn dældu i sig coke og Tomma-hamborgara, allt ókeypis að sjálfsögðu. Glatt var á hjalla i Þróttheimum I gær, þrátt fyrir veðurhaminn fyrir utan. ókeypis tónlist, kók og Tomma-hamborgarar voru vel þegin, ásamt hinum ágætustu skemmtiatriðum, sem krakkarnir i Þrótt- heimum höfðu undirbúið. (Visismvnd Þ.L.) Ekki mun þetta vera i fyrsta sinn, sem hátið fyrir þroskahefta er haldin með þessu móti, en gott samstarf hefur verið á milli íEskulýðsráðs og foreldrafélags jx-oskaheftra barna. 1 fyrra var slik hátið haldin i Þróttheimum og þótti einnig takast með ágæt- um. —AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.