Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 5
Mánudagur 24. ágúst 1981 VÍSIR Gaddafi tilkynnti fréttamönnum f Ethiopiu að Lfbýumcnn hefðu fyrstir hafið skothrið á bandarisku orrustuþoturnar, þar sem þær voru komnar inn á vfirráðasvæði Lfbiumanna. Gaddafi: Líbýumenn hófu skothrfðina Libýsku orrustuþoturnar, sem skotnar voru niður af Banda- rikjamönnum á miðvikudaginn, byrjuðu skothriðina, samkvæmt uppiýsingum Gaddafi I.ibýufor- seta er hann gaf blaðamönnum I Ethiópíu i morgun. Gaffafi sagði að vélarnar hefðu verið á venjulegu eftirlitsflugi um yfirráðasvæði Libýu, er þær urðu varar við ameriska orrustuþotu innan umráöasvæðisins, aö sögn Gaddafis. „Eftir að hafa engu sinnt viðvörunum libýsku þot- anna, var ameriska orrustuþotan skotin niður”, sagði Gaddafi. Stuttu síðar höföu svo 8 orrustu- þotur hafið sig til flugs af ame- risku flugmóöurskipi og ráðist á libýsku þoturnar. Það svæði, sem Gaddafi telur til yfirráðasvæðis Libýumanna.er umdeilt, en vist þykir að Banda- rikjamenn hafi fariö nær Llbýu við heræfingarnar aö þessu sinni en við fyrri æfingar. Gaddafi tilkynnti fréttamönn- um i Ethiópíu. að Libýumenn hefðu fyrstir hafið skothríð á bandarisku orrustuþoturnar, þar sem þær voru komnar inn á yfir- ráðasvæði Libýumanna. Slærsta eíturlyfjasmygl I franskri sögu: Fundu 1,7 tonn al Cannabls- efnum (snekklu Franska tollgæslan kom upp um stærsta eiturlyf jamál i franskri sögu, er 1,7 tonn af cannabisefnum fundust i skemmtisnekkju undan ströndum Frakklands. Tollgæslan varð vör við bátinn, þar sem hann fannst stjórnlaus á föstudaginn i siðustu viku, undan ströndum Frakklands. Farið var með fleytuna til hafnar þar sem leitin hófst. Snekkjan er skrásett I Bretlandi, en tveir vestur-þýskir menn hafa verið handteknir og grunaðir um aðild að smyglmál- Við fyrstu leit fundust um 550 kg, en er báturinn hafði verið tek- inn i sundur lið fyrir lið, kom magnið i ljós, falið i oliugeymi og leynihólfum á milli þilja. Markaðsverð þessa varnings er um 6 milljónir dollara, eða um 42 milljónir islenskra króna. Alhiððasamtök flugumferðarstjóra funduöu: Aðgerðir ðllósar Fundi alþjóöasamtaka flugum- ferðarstjóra, Ifatca, lauk I gær, án þess að tilkynnt hafi verið um að hefja samræmdar aðgerðir til stuðnings flugumferðarstjórum i Bandarikjunum, nema á þann hátt að „stuðla aö þvi að viðræður verði aftur opnaðar milli ameriskra flugumferðarstjóra og stjórnvalda”. Harry Henschler forseti IFATCA, gagnrýndi einnig sam- tök flugmanna i Bandarikjunum ALPA, þar sem flugmenn stærstu flugfélaganna eiga aðild að, fyrir að vera með yfirlýsingar, sem séu ónákvæmar varðandi flug- öryggi. En ALPA hafði lýst þvi yfir, að flugöryggi væri jafn vel meira nú en fyrir verkfall, þar sem betri samvinna væri á milli iio manns létu lífið í fluoslysi Farþegaþota frá Tai- wan, af gerðinni Boeing 737, sprakk í loft upp og brotnaði í tvo hluta,er hún var á áætlunarflugi milli höfuðborgar Taiwan, Taipei og hafnarborgar á suðurhluta eyjunnar. Allir sem um borgð voru fórust, alls 110 manns, þar af 23 útlendingar. Garter í Klna í dag Jimmy Carter, fyrrverandi Bandarikjaforseti, sem aldrei komst til Kina, meðan hann var i valdastóli, lét verða af þvi að heimsækja rikið i dag. Undir stjórn Carters skiptust rikin tvö fyrst á sendiherrum og ergert ráð fyrir.að vel verði tekið á móti fyrrverandi forsetanum er hann birtist hjá Kinverjum i dag. Carter er nú staddur i Kina, þar sem tekið er á móti honum sem þjóðhöfðingja, en ekki komst Carter til Klna I forsetatlð sinni. núverandi ílugumferðarstjóra og flugmanna, auk þess sem flug- umferðin væri minni. Aðspurður kvaðst Harry Henschlerekkert vilja tjá sig um, hvort aðgerðir hefðu verið sam- þykktar til stuðnings félagsmönn- um i Bandarikjunum, en kvaðst ekki vita upp á hverju flugum- ferðarstjórar gætu tekið, óháð al- þjóðasamtökunum. Litið er svo á, að loðin svör for- ystumanna alþjóðasamtaka flug- umferðarstjóra, séu i samræmi við skoðun Harry Henschlers, að nákvæmar yfirlýsingar um að- gerðir séu ekki hentugar að svo stöddu til þess að leysa vanda- málið, en ennþá er óljóst meö hvaða hætti IFATCA stuðlar að þvi, að viðræður milli banda- riskra flugumferðarstjóra og stjórnvalda verða að nýju hafnar. S-Arabar með óbreytt verö tii áramóta Samkomulag náðist ekki á sfð- asta degi fundarhalda Opec rikj- anna, fyrir helgi, um sameigin- legt oliuverö. Saudi-Arabar munu þvi áfram selja ollu á verði langt undir þvi sem önnur Opec riki selja hana á. Verð Saudi Araba er (32 dollara á tunnuna, en önnur Opec riki eru flest með verðið um I 36—40 dollara tunnan. í Saudi Arabar tilkynntu á síö- asta degi fundarhalda, að þeir myndu þó minnka framleiðslu sina um 10% i næsta mánuði en oliuverö þeirra yrði óbreytt til áramóta. Oliumálaráðherra Saudi Arabiu, Yamani, tilkynnti á fundinum aö I raun þyrfti oliuverö að fara niður i 28 dollara á tunn- una, til þess að jafnvægi næðist milli framboðs og eftirspurnar. James Bond var eflaust kominn langt frá fyrirmyndinni, njósnaranum Dusko Popov breskum njósnara i seinni heimsstyrjöldinni, sem varð frægur fyrir njósnir, en um einkalifið vita menn minna. FYRIRMYND JAMES R0ND ER LÁTINN Dusko Popov, Júgóslaviuættað- ur breskur njósnari i seinni heimsstyrjöldinni, lést i gær. Popov þessi er talinn vera fyrir- myndin, sem Ian Flemming gerði James Bond sögurnar vinsælu um. Þótt njósnalif Popovs hafi ef til vill ekki alveg veriö eins tilbreyt- ingasamt og vinar hans James Bond, er ljóst að efniviður Flemmings var ekki af verra tag- inu. Popov haföi unniö að þvi að gefa Þjóöverjum rangar upplýs- ingari strlöinu og kom upplýsing- um til Breta um ýmis leynileg málefni Þjóðverjanna. Popov hafði varað Bandarikjamenn við árásinni á Pearl Harbour um mitt árið 1941, en þar sem Bandarlkja- menn trúðu ekki á viðvaranirnar, fór sem fór i lok ársins. Popov var 69 ára gamall er hann lést.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.