Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 24. ágúst 1981 VÍSIR urgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. ’Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefansson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- Dreif ingarstjori: Sigurður R. Pétursson. xirup, Árni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena , Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.' Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Blaðamaöur á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- Áskrif targ jald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór SÍgurðsson, Gunnar V. Andrés- son. utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur 5 krónur eintakið. Jónsson. Vísir er prenta5Ur j Blaðaprenti, Siðumúla 14. BIBLMN I NYRBI UTGAFU Á Biblíuhátíðinni að Kjarvals- stöðum af henti biskupinn forseta Islands eintak hinnar nýju Biblíu sem tákn þess, að þjóðin hefði nú eignast nýja útgáfu af bók bók- anna. Þrotlaust starf Hins ís- lenska Biblíufélags F hartnær tvo áratugi við undirbúning útgáf- unnar vekur athygli og aðdáun og árangurinn er lofsverður. Hin nýja Biblíuútgáfa er þeim til sóma,er þar lögðu hönd á plóginn. Biblían var fyrst gefin út á ís- lensku fyrir tæpum 400 árum og þá kennd við Guðbrand biskup. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson sagði í tímaritsgrein fyrir þrem- ur áratugum, að talið væri alls- endis óvíst, að við töluðum ís- lensku í dag, ef Biblían hefði ekki verið þýdd á íslensku jafn snemma og jafn vel og raun ber vitni. Hefði fslendingum verið þröngvað til að nota danska Biblíu og önnur dönsk guðrækni- rit við upphaf prentaldar, mætti nærri geta, hvílíkt mark danskan hefði sett á kirkjumálið, sem hefði síðan haft mjög mikil áhrif á málfar almennings. Taldi Steingrímur hættu á, að tungan hefði þá orðið að einhvers konar hrærigraut eða hrognamáli. Ný útgáfa Biblíunnar nokkrum öldum síðar skiptir ekki þeim sköpum í varðveislu íslenskrar tungu, sem Guðbrandsbiblía gerði árið 1584, enda er hér um að ræða 10. útgáf u hinnar helgu bók- ar. En vonandi verður þessi út- gáfa til að glæða áhuga almenn- ingsá að lesa Biblíuna, kynna sér boðskap hennar og breyta sam- kvæmt honum. Nýja Biblían er mun aðgengilegri til lestrar en eldri útgáf ur, textinn brotinn upp sem oftast, tíðar millifyrirsagnir og í viðauka með Biblíunni eru bækur Biblíunnar kynntar, þar eru uppsláttarorð og orða- skýringar sem og kort af þeim löndum, sem koma við sögu í bókinni. *i>að mun kosta um þrjár lilljónir króna að gefa út Biblí- una. Stjórnvöld hafa samþykkt að innheimta ekki söluskatt af útgáf unni og ætti hvert eintak þá ekki að kosta nema um 250 krón- ur út úr bókaverslun. Má það kallast gjafverð og því engum fjárhagslega ofviða að festa kaup á eintaki af hinni nýju Biblíu. Það er hins vegar engum til gagns að kaupa sér Biblíu og láta hana síðan standa óhreyfða uppi á hillu. Biblían á brýnt erindi til allra og kannski aldrei brýnna erindi en einmitt nú á tímum efnishyggju og tæknidýrkunar. Andleg velferð mannanna hefur gleymst, og vanrækt trúarþörf blasir hvarvetna við. Menn deyfa andlega vanlíðan með áfengi og öðrum nautna- og f íkniefnum eða leita á náðir hinna ýmsu hreyf- inga, sem boða nýtt líf, fullt af sælu og lífsfyllingu, en boðskap- ur þeirra inniheldur ekkert annað en gervitrúarbrögð, sem reynast hismið eitt, þegar á reynir. Afstaða ríkisvalds og meiri- hluta þjóðarinnar til kristinnar trúar, sem þjóðkirkjan byggist á, einkennistaf tómlæti. Ríkiðsinn- ir slælega þeirri skyldu að sjá til þess, að kirkjan geti starfað af fullum krafti. Má nefna sem dæmi, að á þessu ári nema f jár- veitingar hins opinbera til kirkju- bygginga um land allt svipaðri upphæð og söluverð þriggja her- bergja blokkaríbúðar í Reykja- vík. Oll opinber umræða á síðustu árum hefur beinst að verðbólgu, kjarasamningum og öðru því, er snýr að veraldlegri velferð. Það fer næsta lítið fyrir umræðu um andleg mál, en síðan er reynt að benda á mikla kirkjusókn á jólum og páskum sem dæmi um öflugt trúarlíf landsmanna. Sú siðferði- lega upplausn, sem ríkir í þjóðfé- laginu sýnir hins vegar, að krist- in trú hef ur verið látin víkja fyrir dansinum kringum gullkálfinn. En að hvaða gagni kemur tölvu- byltingin í sorgum, áhyggjum eða gagnvart dauðanum? Það þarf ekki að mata Biblíuna á neinum gataspjöldum til þess að hún veiti svör við þeim spurning- um, sem sækja á um lífið og dauðann. Boðskapur hennar haggast ekki í sviptivindum sam- tfmans. Vert er aö vekja athygli á þremur skýrslum, sem allar greina nokkuð frá umgengni erlends ferðafólks á Islandi en um þau mál hefur nokkuð verið fjallaö i Visi að undanförnu. Þessar skýrslur eru teknar saman af sérfróðu fólki á sinu sviði. Sú elsta er skýrsla, sem Jón Gauti Jónsson og Tryggvi Jakobsson tóku saman siðla árs 1978, og fjallar um erlenda hópa, sem ferðuðust um Island sumarið 1978 án islenskrar leið- sagnar. 1 henni er greint frá nokkrum erlendum ferðaskrifstofum, sem hafa sent hópa hingað til lands án samráðs við islensk yfirvöld. Miðla höfundar skýrsl- unnar af reynslu sinni, en þeir vorubáðir landverðir, og benda á, að oft er umgengni hinna erlendu ferðamanna með þeim hætti, að óviðunandi er. Nákvæmari upp- lýsingaþjónusta önnur skýrsla er gefin út 1980, og er hún eftir Sigriði Ingólfsdóttur, fyrrverandi formann Landvaröafélags tslands. I skýrslunni staðfestir hún flest það, sem kom fram i skýrslunni frá 1978, og bendir jafnframt á nokkur atriði til úr- bóta: Að öxulþungatakmarkan- ir verði settar um bila sem koma til landsins á erlendum númerum, að upplýsingaþjón- usta, m.a. i islenskum land- kynningarbæklingum verði bætt, að betri tollskoðun og ná- kvæmari upplýsingaþjónusta verði bæði á Seyðisfirði og Keflavikurflugvelli, og siðast en « eftirliti með brottför útlendinga sem fara með Smyrli frá Seyðisfirði, og ráðinn maður þangað með sérþekkingu á náttúrugripum. b) Náttúruverndarráð taki upp samvinnu við heimamenn um eftirlit með svæðum þar sem ágangur er mestur. c) Kynna þarf viðhorf islenskra náttúruverndaraðila erlendis til söfnunar náttúru- gripa, svo útlendingar geti ekki boriö við þekkingarleysi þegar þeir koma til landsins. d) Tryggja þarf eftirlit með sendingum útlendinga með öðr- um flutningaleiðum en Smyrli. Þeir sem áhuga hafa, geta nálgast þessar skýrslur hjá Náttúruverndarráði. Jakob S. Jónsson skrifar: Þrlár skýrslur ekki sist, aö eigendum lang- ferðabifreiða sé skylt að hafa islenskan leiðsögumann, þegar erlendir feröahópar leigja bil- ana. Steinasöfnun i ábata- skyni Þriðja skýrslan kom út i mars á þessu ári. Einar Þórarinsson hjá Náttúrugripasafninu i Nes- kaupsstað hefur tekið hana saman, en hún fjallar um steinatöku á Austurlandi. Niðurstöður Einars eru helstar þær, að greinilegt sé, að steina- söfnun útlendinga og þá gjarnan i ábataskyni — hafi farið vax- andi hin siðustu ár, einkum með tilkomu Smyrils. Jafnframt segir hann steinasöfnun Islend- inga sjálfra hafa farið minnk- andi. Astæðuna fyrir aukinni steinasöfnun útlendinga segir Einar helsta vera þá, að erlendir ferðamenn hafa oft skrifað itarlegar greinar um feröir sinar hér og visað á þá staði, þar sem sérstæða steina er að finna. Segir i skýrslunni frá dæmum þess, hvernig slikir staðir hafa breytt um svip skömmu eftir að slikar greinar hafa birst i erlendum timarit- um. Tillögur til úrbóta 1 lok skýrslunnar birtir Einar nokkrar tillögur til úrbóta og eru þessar þeirra á meðal: a) Komið verði á fót hertu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.