Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 22
22 vtsm Mánudagur 24. ágúst 1981 Hér sést yfir veislusalinn og eins og sjá má var hvert sæti skipafi. Myndirnar tóku Þor- steinn Guðlaugsson og Eyjólfur Jónsson. Við háborðið sátu meöai annars þau (f.v.) Guðrún Hafliöadóttir, Rúnar Guðbjartsson, núverandi formaður Freeport-klúbbsins, Anna Guðmundsdóttir, eini heiðursfélagi klúbbsins, en hún veitti vesturförum ómetaniega aöstoð fyrstu árin, Jónas Jónasson, veislustjóri, og Anna Þorgrimsdóttir, fyrsti formaður klúbbsins. Á bak við sjáum við i þær önnu Guðnadóttur og Vilborgu Kristjánsddttur. Freeport-klúbburinn 5 ára 150 félagar héldu upp á < afmælið á Laugarvatni ásamt fjöískyídum sínum Það var glatt á hjalla á Laugar- vatni miðvikudaginn 12. ágúst þegar Freeport-klúbburinn hélt upp á 5 ára afmæli sitt. Þarna voru samankomnir hvorki fleiri né færri en 150 félagar i klúbbunum ásamt mökum og afkomendum og eyddi hópurinn saman kvöldstund i húsmæðra- skólanum. Umsjón Tómas Tómasson Freeport-klúbburinn var stofn- aður fyrir réttum 5 árum og voru stofnendur þeir 33 Islendingar, sem þá höfðu farið vestur til Bandarikjanna og notið með- ferðar á Freeport-sjúkrahúsinu á Long Island i New York. Nú eru félagar i klúbbnum á sjötta hundrað. Á Laugarvatni var margt sér til gamans gert. Þar var étið, drukkið, sungið og skrafað, en það sem mesta ánægju vakti var góð mæting hjá Freeport- förum, enda er það ekki á hverjum degi, sem klúbbar ná saman 150 félögum og skella sér út fyrir bæinn til kvöldskemmt- unar i miðri viku. Hér sjáum viö Hrafn Pálsson, fyrrverandi formann klúbbsins, i þeim stellingum, sem flestir þekkja hann. En á þvi veröur efiaust breyting, þvl að nú er Hrafn alkominn hcim með Masters-gráðu i félagsfræðum eftir fjögurra ára háskólanám I Bandarikjunum. Þeir Guðni Hannesson (t.v. ) fyrrverandi formaöur og Pétur Pálsson (I miðiö), einn af stofnendum Freeport-klúbbsins, gefa Jónasi veislustjóra holl ráð. Yfir öxlina gægist Axel Ingólfsson. Aöalræðumaöur kvöldsins Allan HerzliA, framkvæmdastjóri Free- port-sjúkrahússins, hvlslar einhverju að önnu Guðmundsdóttur. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.