Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 24

Vísir - 24.08.1981, Blaðsíða 24
24 F/S/fí Mánudagur 24. ágúst 1981 John Tchicai, aitsaxisti. Færeyska skáldiö William Heinesen. Kristian Blak hefur djassah við Ijóð hans. Norræn diasshelmsókn Þriðjudaginn 25. ágúst kemur hingað til lands norræn jazz- hljómsveit á vegum Nordjazz. Hana skipa Daninn John Tchicai á altósax, Færeyingarnir Ernst Dalsgarð á flautu og Jóhannes á Rógvu Jensen á bassa og danski pianóleikarinn Kristian Blak, en hann er búsettur i Færeyjum. Þessi hljómsveit mun halda tónleika i Norræna húsinu á mið- vikudags- og fimmtudagskvöld kl. 21. Þar verður flutt sambland af ljóðum og jazzi, þar á meðal tónlist Kristians Blak við ljóö fær- eyska skáldsins Williams Heine- sen. Heimsþekktur altsaxisti Þekktasti meðlimur hljóm- sveitarinnar er John Tchicai. Hann ólst upp i Danmörku, en á ættir að rekja til Congó. Tchicai fluttist tii New York 1962 og var eítir skamma dvöl kominn á kaf i hinn frjálsa djass, var einn af stofnendum New York Contemporary Five, og lék inn á eina þekktustu plötu Johns Coltrane, Ascension. Siðustu 15 árin hefur Tchicai haft aðsetur i Danmörku og leikið þar i ýmsum hljómsveitum. Strange Brothers og Cadentia Nova Danica. Arið 1978 kom út trióplata hans Real Tchicai, þar sem auk hans leika Pierre Dörge á gitar og Niels Henning örsted Pedersen á bassafiðlu. Jazzlif hefur verið fjörugt i Færeyjum á siðustu árum. Kristi- an Blak hefur starfað mikið i jazzi og þjóðlagatónlist (Spælimenn- irnir i Hoydölum) og leikið inná 15 plötur, að hiuta til eigin tóniist. Jóhannes á Rógvu Jensen er ungur bassaleikari og tónsmiður, en nýlega kom út plata með tón- smiðum hans. Ernst Dalsgarð er menntaður sem klassiskur flautuleikari og hefur leikið inn á nokkrar plötur. Dúó i Djúpinu Sem fyrr segir verður jazz og ljóðadagskráin i Norræna húsinu á miðvikudags- og fimmtudags- kvöld, en þriðjudagskvöldið 25. ágúst, munu þeir John Tchicai og Áskell Másson slagverksmeistari leika dúó i Djúpinu. Það er ekki i fyrsta sinni sem þeir mætast, þeir léku saman i Montmartre i Kaup- mannahöfn fyrir u.þ.b. 10 árum. Á undan dúóinu leikur islenskt jazztrió. Föstudagskvöldið 28. ágúst munu svo Færeyingarnir ásamt Kristian Blak, djamma með islenskum hljóðfæraleikurum, væntanlega i Stúdentakjallaran- um. Stutt spunanámskeið Miðvikudaginn 26. ágúst mun John Tchicai halda stutt nám- skeið fyrir áhugamenn um tónlist hans. Það er haldið i Tónlistar- skóla FIH, Brautarholti 4, og hefst kl. 14. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku, hafi samband við Reyni Sigurðsson, s. 22201, eða Tómas Einarsson, s.22675. Biaðamanns vltjað í svefni Umsjónarmanni þessarar siðu varð laglega á i messunni i blað- inu á fimmtudag. Þar varsagt frá þvi, að hljómsveitin ÞEYR hefði orðið fyrir hughrifum miklum frá Gvendi dúllara, og birt mynd með, sem sögð var vera af Guð- mundi. En Simon Dalaskáld vitjaði blaðamanns i svefni nú um helg- ina, og kvaðst óhress mjög yfir meðferðinni á sér, og heimtaði af tafarlaust yrði þessi ófyrirgefan- lega villa færð til betri vegar, og er það hérmeð gert, Simoni til hugarhægðar. Og eru þeir kappar sem og lesendur blaðsins beðnir náðugastrar velvirðingar á þessu asnastriki. En hér birtist svo myndin góða af hinum eina sanna Gvendi dúll- ara, svo umsjónarmaður siðunn- ar megi rólegur sofa... -jsj- A laugardaginn opnaði Guðmundur Björgvinsson myndlistarsýningu i Safnahúsinu á Selfossi. Guðmundur hefur áður haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndir þær sem Guðmundur sýnir nú eru frá undanförnum 5 árum og eru þær ýmist afstrakt eða raunsæj- ar og þá gjarnan af mannskepnunni i ýmsum tiibrigðum. Sýningin verður opin kl. 14-22 idag og um næstu helgi. útvarp Mánudagur 24. ágúst 10.00 Fréttir. 10.10. Veður- fegnir. 10.30 islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.00 Ofsóknir á hendur Bahá’- ium i lran — Fyrri þáttur Halldór Þorgeirsson segir frá 11.15 Morguntónleikar. Itzhak Perlman og Sinfóniuhljóm- sveitin i Pittsburgh leika „Zigeunerweisen” op. 20 eftir Pablo Sarasate: André Previn stj. / Anna Moffo syngur „Bachianas Brasi- leiras” nr. 5 eftir Heitor Villa-Lobos meö hljómsveit undir stjórn Leopolds Sto- kowskis / Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur „Fiðr- ildiö”, balletttónlist eftir Jacques Offenbach: Ri- chard Bonynge stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfegn- ir. Tilkynningar. Mánu- dagssyrpan — ólafur Þórð- arson. 15.10 Miðdegissagan: ,,A ódá- insakri” eftir Kamal Mark- andayaEinar Bragi les þýö- ingu sina (10). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfegnir. 16.20 SíðdegistónleikarRobert Tear syngur „Liederkreis” op. 39 eftir Robert Schu- mann. Philip Ledger leikur með á pianó / Con Basso- kammerflokkurinn leikur Septett nr. 1 op. 26 eftir Al- exander Fesca. 17.20 Sagan: „Kúmeúáa, son- ur frumskógarins” eftir Tibor Sekelj Stefán Sigurös- son byrjar lestur eigin þýð- ingar (1) 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfegnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn 19.40 Um daginn og veginn Benedikt Benediktsson kennari talar 20.00 Lög unga fólksins Hildur Eiriksdóttir kynnir 21.30 Ctvarpssagan: „Maöur og kona” eftir Jón Thorodd- sen Brynjólfur Jóhannesson leikari les (21) (Aður útv. veturinn 1967-68) 22.00 Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar leikur létt lög 22.15 Veöurfegnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Kelduhverfi — viö ysta haf Þriðji þáttur Þórarins Björnssonar i Austurgarði um sveitina og sögu hennar. Rætt er viö Björgu Björns- dóttur i Lóni i Kelduhverfi 23.15 Kvöldtónleikar Kvintett fyrir pianó og blásara i Es- dúr op. 43 eftir Heinrich von Herzogenberg. Consortium Classicum kammerflokkur- inn leikur (Hljóöritun frá útvarpinu i Baden-Baden) 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 24. ágúst 1981 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Múminálfarnir. Ellefti þáttur endursýndur. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Sögumaöur Ragnheiöur Steindórsdóttir. 20.45 fþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 21.15 Likast hval. Breskt leik- rit eftir John Osborne. Leik- stjori: Alan Bridges. Aöal- hlutverk Alan Bates, Gemma Jones, Leslie Sands og Anne Stallybrass. Iönjöf- urinn Jack Mellor hefur ný- lega veriö aölaður, og hann á alit, sem hugurinn girnist. En honum liöur ekki vel, einmanakennd og þunglyndi þjaka hann. Þýöandi Krist- rún Þórðardóttir. 22.40 Dagskrárlok Lifnaðarhættir indiána eru öðruvisi en hvitu mannanna en hvitir menn hafa oft taliö sig vera æðri og meiri þeim. En hviti maðurinn er sem vængbrotinn fugl þegar inn I frumskógana við Amason-fljót er komið en þar eru indiánar aftur á móti betur kunnugir og kunna að lifa á þvi sem náttúran býður þar upp á, og kunna aðvarast hættur. „Kúmaúáa, sonur frumskógarins” kemur hvitum mönnum til hjálpar i nauð I frumskóginum I samnefndri sögu sem Stefán Sigurðsson hefur lestur á i útvarpinu klukkan 17.20 i dag. Stefán þýddi hana úr esperantó. „Spennandl og fröðleg saga um Ifl indlána vlð Amason-fljót” „Kúmeúáa, sonur frumskögarins” I úlvarpinu klukkan 17.201 dag. Fyrstl lestur iramhaldssögu „Þetta er mjög spennandi og fróöleg saga um lif indiána i þess- um villta frumskógi við Amason- fljót” sagði Stefán Sigurðsson kennari en hann hefur lestur þýð- ingar sinnar á sögunni „Kúmeúáa, sonur frumskógar- ins” i útvarpinu klukkan 17.20 i dag. Höfundurinn er júgóslav- neskur, Tibor Sekelj, 69 ára prófessor og ferðalangur sem dvalið hefur viða meðal annars meðal indiána i Suður-Ameriku. Hannskrifaði söguna á esperantó og Stefán þýddi hana úr þvi máli, en hann er nýkominn af alþjóða- þingi esperantista i Suður- Emeriku enda læröi hann esperantó fyrir tugum ára. „Sagan er þannig að skip er á siglingu niður eina af þverám Amason-fljóts með 30 manns innanborðs, farþega og áhöfn, þegar það rekst á trjábút og gat kemur á kinnunginn. Þau eru flutt i land en þar er villtur frum- skógur og þau hafa hvorki þekk- ingu né nokkurn búnað til að lifa þar. Tólf ára indiánadrengur, Kúmeúáa, kemur þeim til bjargar og útvegar þeim mat og hjálpar þeim til að útbúa kaðal úr trjáþráðum pálmablaða sem hann vefur saman. Kaðallinn er siðan notaður til að draga skipið i land til að gera við gatið á kinn- ungnum”. Og það skal endurtekið að sagan er spennandi og fróðleg og Stefán mun örugglega koma þvi til skila þar sem hann þekkir lif fólks i Suður-Ameriku, þó átt- ræður sé. — HPH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.