Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. ágús.t 1981 Ertu búin(n) að sjá Snorra Sturluson i videó? Arnrún Antonsdóttir.húsmóöir: Nei, en mér íinnst allt i lagi þó hann sé sýndur i videó. Steinunn Lilja Siguröardóttir, verkakona: Nei, ég veit ekki um neinn. Þorvaldur Sveinsson, bóndi: Nei, og ég veit ekki um neinn. Þetta er spurning um einkarétt- inn og ég er á móti þvi að þessi mynd sé sýnd i videó. Kristjana Benediktsdóttir: Nei, nei og ég veit ekki um neinn. Mér persónulega finnst að það ætti að sýna hana i sjón- varpinu fyrst. Inga Ingólfsdóttir, húsmóðir: Nei, og ég veit ekki um neinn. Islenska sjónvarpið er búið að kosta miklu upp á þessa mynd og svo sjá sumir hana strax nærri fritt. Það er ekki réttlátt. VÍSIR „BIBLÍAN EB í RAUN 66 BÆKUR 99 Nú nýverið hefur Hið islenska Bibliufélag staðið fyrir og kostað mjög myndarlega útgáfu á hinni •Helgu Bók, sem telst vera grund- völlur kristinnar trúar. Fram- kvæmdastjóri Hins islenska Bibliufélags er Hermann Þor- steinsson, og hann er i viðtali dagsins. Hann var fyrst beðinn að greina frá undirbúningi bibliuútgáf- unnar. „Þessi útgáfa á sér nú forsögu. Þannig var, að þegar Asmundur Sveinsson var biskup, var sett niður nefnd til að íjalla um Nýja Testamentið. Hann var verkstjóri i nefndinni og fékk ýmsa menn til að gera tillögur um þýðingar á ýmsum ritum þess. Þaö var þá stefnt að þvi að hafa tilbúna nýja útgáfu á 150 ára afmæli Bibliufé- lagsins, 1965. Af þessu varð þó ekki af ýmsum ástæðum. En undirbúningurinn að þessari útgáfu, sem leit dagsins ljos á laugardaginn var, hófst eiginlega með ákvörðun stjórnar Bibliu- félagsins 1962. Þá var sett á lagg- irnar þýðingarnefnd Nýja Testa- mentisins sem skyldi undirbúa útgáfu. 1 þeirri nefnd hafa aðal- lega starfað fjórir menn, þeir Sigurbjörn Einarsson, biskup, prófessor Björn Magnússon og prófessor Jóhann Hannesson, en þeir voru þá báðir starfandi við guðfræðideild Háskólans. Auk þeirra var svo starfsmaður nefndarinnar Jón Sveinbjörns- son, núverandi guðfræðipróf- essor, en hann var þá nýkominn frá námi i Sviþjóð. Þessi nefnd' starfaði með hléum allt fram til þessa árs, að starfinu lauk. Prófessor Jóhann féll frá, og prófessor Björn setist i helgan stein, og eftir það hvildi starfið aðallega á herðum þeirra sr. Sigurbjörn biskups og Jóns, og þeir lögðu siðustu hönd á undir- búning hinnar nýju prentunar. Lokaspretturinn við að ganga frá handriti, setja það og próf- arkalesa, prenta og binda stóð hins vegar i fjögur ár eða frá þvi mars ’77. Þá voru þeir Þórir Kr. Þórðarson, guðfræðiprófessor og Jón Sveinbjörnsson ráðnir sér- staklega til að vera verkstjórar fyrir siðasta spölnum. Prentfilm- urnar voru svo sendar út i vor á þessu ári”. — Þetta hefur þá gengið mun fljótar fyrir sig undir það siðasta? „Já, við fórum að eins og hlaupagarparnir, gerðum eins og hægt var siðasta hringinn. Enda urðum við að timasetja útgáfuna þannig, að næði saman.að upplag hinnar gömlu útgáfu væri hérum- Hermann Þorsleinsson framkvæmda- sliórl Hlns íslenska blbliufélags I vtötali i tiiefni af nýrri útgáfu bibliunnar bil þrotið þegar þessi kæmi út. Og þetta gekk nokkuð vel upp, og má teljast nokkuð gott miðað við að i Bibliunni eru um 740.000 orð. Það er þvi varla nema von að þetta taki sinn tima, Biblian er i raun 66 bækur, sem þjappað er saman i eina”. — Nú hefur oft verið rætt um, að merking orða i Bibliunni vildi hnikast til milli tungumála i þýð- ingum. Hefur tekist að lagfæra það að marki i þessari nýju útgáfu? „Þórir og Jón eru auðvitað manna fróðastir i grisku og he- bresku og Sr. Sigurbjörn biskup er snillingur i meðferð islensks máls. En þeir höfðu sér til að- stoðar Jón Óskar, rithöfund og Finnboga Guðmundsson lands- bókavörð. Það er ekki einasta til að sjá svo um að þýðingin sé rétt, heldur einnig málfarið vandað. Svo er það, að þýðing Odds Gottskálkssonar sem hann gerði fyrir 400 árum, hefur auðvitað sett sin spor, og þessir menn, sem hafa staðið að þessari útgáfu, hafi farið varlega i allar breyt- ingar. Og þar koma neðanmáls- greinar, sem er að finna i þessari útgáfu að góðum notum. En það sem gildir auðvitað i allri þýðingarvinnu er að beygja sig undir það, hvað frumtextinn segir”, sagði Hermann að lokum. — jsj. Hermann Þorsteinsson, framkvæmdasljóri Hins tslenska Bibliufélags, sem er elsta starfandi félag á landinu, stofnað 1815. Beðlð eftir skárrl vakl Þvl er fleygt, að ís- lenskir farmenn hafi það fyrir sið að kanna með leynilegum hætti hvort tiltekinn tollgæslumaður sé á vakt, þegar komið er upp að ströndinni. Er það gert með dulmáli, og þá til dæmis spurt hvort refurinn sé I greninu. Ef svo reynist vera, er „sló- að” eða hægt á ferðinni, séu nokkur tök á þvf, þannig að skipiö lendi ekki á vakt þessa harð- snúna tollgæslumanns, sem enginn farmaður vill horfast I augu við, að sagt er.... .vond kennlng.’ segir Vllmundur Það var ekki laust við aö Vilmundur fengi á baukinn I sjónvarps- þættinum um „lýðræði i verkalýðshreyfingunni”. - Engu að siöur spýtti hann nokkrum gullkornum að vanda: „Þeir eiga að stjórna, ekki þeir sem eru hæfastir, það finnst mér vond kenning, en þeir eiga að stjórna, sem hafa traust”, sagöi Vilmundur Gylfason, ásamt fleiru. Trúlega er það þá jafn „vond kenning” að dómi Vilmundar, að hæfustu mennirnir kunni einnig að njóta trausts. Orð hans veröa tæplega skilin öðru visi en þetta fari varla saman. Hins vegar vantar upp- lýsingar um þaö, hver eigi að stjórna, þegar sá sem traustsins aflar fyrirgerir þvi og gloprar úr höndum sér... Lögregluvörð ur um „klámlö” „Það virðist mega upp- fræða unglingana um hvernig drepa á menn með þúsund mismunandi aðferðum, en aftur á móti er það taliö nánast glæp- samlegt að sýna þeim berstripað kvenfólk I bió”, segir Torfi Einars- son lögregluvarðstjóri á isafirði I viðtali við Vest- firska fréttablaöið. En I viötalinu segir hann að þegar sýndar séu „klám- myndir" i bió, þurfi helst tvieflt lögreglulið við dyrnar til þess að vinsa úr, en þegar sýnd séu hundrað morö þurfi eng- an mann! Varla þarf að benda á, aö lögregluvarðstjórinn tekur það skýrt fram aö þetta eigi við um bió, enda gilda auðvitað allt aðrar siðferöisreglur um „bláar myndir” I videó jafnt á isafiröi og annars staðar... Drepa slg á eldamennsku lslenskar konur verða allra kellinga elstar og geta almennt búist við þvi aö verða 90 ára, ef þeim endist lif og heilsa... þótt karlangarnir séu þá eins almennt dottnir upp fyrir sex árum áður. Er það kannski sexiö, sem....? Indverjar eru með nýja. kenningu um þennan ævi- mun á konum og körlum, sem mér finnst athyglis- verð. I Tlmanum á Ind- landi mátti nýlega lesa, að indverskar konur mættu þakka fyrir að verða fimmtugar, þótt karlar þar I landi nái því að jafnaöi auöveldlega að verða 52ja ára. Að visu ekki mikill munur, fljótt á litiö, en samanlagt mikill árafjöldi hjá stórri þjóð. En hver er svo skýring Indverja á þvl að konur þar lifa skemur en karl- ar? Jú, hún er einfaldlega sú, að konurnar drepi sig á eldamennsku. Þegar þær nái fimmta tugnum hafi þær eldaö I 73.000 klukkutlma og þoli ekki meira af brasinu. Ef við trúum þessari kenningu bókstaflega, skil ég hana sem staðfest- ingu á einstökum þræl- dómi islenskra karla við eldhúsverkin. En þetta vissi ég nú svo sem allt- Vestrínn I nopö-veslpinu N ú vikur sogunm norð-vestur-i-land. Lögreglan á Skaga- strönd klippti númerin af bn, sem tveir aðkomu- piltar þar höfðu umráð yfir. Þetta gerðist núna I sumar. Aðgeröin mæltist ekki vel fyrir hjá piltun- um tveim og skömmu slð- ar bárust lögreglunni þau tiðindi, aö bUlinn væri á hreyfingu fyrir eigin vélarafli. Lögreglan brá að vonum skjótt við og þar sem billinn var þá tóku þeir kveikjulokið af. Nú þurfti lögreglan aö er- inda niöri við höfn, en þangaö komin heyrði hún ofan úr þorpinu háværa tónlist og rosalegt bll- flaut. Enn brá lögreglan við og fann brátt orsök hávaöans, bllinn góða. Tók hún nú rafgeyminn úr honum, til allra vara. Umráöamenn bilsins voru þó enn sem fyrr ósáttir viö afskipti lög- reglunnar og lömdu ann- an lögregluþjóninn af tveim með spltu. Varð honum að vonum alls ekki sama um það, enda sár eftir, en komst undan. Skagastrandarlögregl- an lét nú vita um atburöi tii höfuðstöðvanna I lög- sagnarumdæminu, á Blönduósi. Fór þá yfirlög- regluþjónninn á vettvang. Þegar hann hafði slegist I lið með heimamönnum, höföu tvimenningarnir læst sig inni I herbergi sinu i húsi nokkru þarna úti á Skagaströnd. Hurðarlásinn varð þó skammvinn vörn og voru bilumráöamennirnir leiddir brott I handjárn- um og vistaðir um sinn I fangelsi. Kunnum við söguna ekki lengri... velddlp I net. elns og fisKapl Sagan hér á undan er aö undanfarinni rannsókn okkar verulega nærri sannleikanum. En fyrst var hún á all nokkuð ann- an veg — eða þannig: Enn er töggur I ís- lendingum, einkum I sjávarplássunum kring- um landið. Hressir menn á Skagaströnd efndu til skemmtunar I húsi þar. Nú vildi svo illa til að græjurnar klikkuðu og voru góð ráð dýr. Eftir nokkurt þóf datt einhverj- um það I hug, að nota súpergræjur I bil utan við húsið. Var nú opnaö út og bilgræjurnar stilltar á hæsta. Rólegum og syfjuðum nágrönnum varö hverft við og kærðu þeir til lögreglunnar á staðnum, sem rann blóðið til skyldunnar og mættu tveir lögregluþjónar á staðinn von bráðar. Þegar fortölur dugðu ekki, gengu lögreglu- þjónarnir að bllnum og hugðust draga niður I græjunum. Réðust þá þeir hressu að lögreglu- þjónunum og gerðu annan þeirra óvlgan á staðnum. Hinn komst undan við ill- an leik og I lögreglubilinn. Þeysti hann af stað og linnti ekki iátum fyrr en hann komst á Blönduós og gat hóað saman liðsauka lögreglumanna sýslunn- ar. Fór nú liðið allt á Skagaströnd sem fljótast mátti og var skemmtunin enn i fullu fjöri. Hófst nú viðureign lögreglunnar við forkólfana, sem lauk ekki fyrr en lögreglan tók það til bragðs að sækja net eitt mikið, sem hún kom loks yfir skemmti- forkólfana og veiddi þá þannig eins og fiska. Þótti þetta snjallræði mikið og koma I opna skjöldu. Þar með lauk sögunni að mestu... eða þannig, sko...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.