Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 12
■ r i * i » " » » 12 VÍSIR Fimmtudagur 27. ágúst 1981 HAUSTTfSKAN - HAUSTTÍSKAN - HAUSTTISKAN - HAUSTTISKAN - utið á haustvörur í Moons Þaö fylgir þvialltaf ákveöinn spenningur haust og vor þegar nýr fatnaður kemur i verslanir. Má segja aö oft sé hann fyrsta merki þess að sumarið sé aðkoma að veturinn i aðsigi. Fólk gengur á milli og skoðar sniðin og litina. Margur hugsar sennilega //Skyldi þetta klæða mig" eða //almáttugur, ég gæti aldrei gengið í svona buxum". En við erum f Ijót að venjast nýjungum og sennilega fáar þjóðir sem eru jafn snöggar aðgrípa það nýjasta í tískunni hverju sinni. Tískan hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár og f jölbreytni mikil. Þó skjóta alltaf upp kollinum ný snið í buxum eðanýefni og svo er litaframboðið alltaf að aukast. Sígild efni og snið hafa verið ríkjandi og eru þar //náttúruleg" efni eins og ull/ silki og bómull efst á baugi. Viðákváðumað fara á stúfana og skoða hvað væri komið í verslanir fyrir haust- iðog litum fyrst inn í verslunina Moons i Þingholtsstræti. Moons hefur verið starfrækt hér i nokkur ár og fékk fljótt það orð á sig að vera meö óvenjulegan og mjög vandaðan fatnaö. Hann er enn aö finna I versluninni, en jafnframt hefur veriö fariö meira út i sportfatnaö á hagstæöara veröi, aöallega frá Frakklandi og Italiu. Viö gefum Perlu Guö- mundsdóttur, eiganda oröiö og heyrum hennar álit á haustfatn- aöinum. Þaö er nokkuö yfirgripsmikið að gera grein fyrir hausttiskunni, þvi fjölbreytni i fatnaði er alltaf aö aukast. Það sem mér finnst þó helsta nýjungin núna i haust er að hviti liturinn kemur mikiö viö sögu, en hann hefur fram að þessu verið mest bundinn við sumariö. Vinrautt, blátt og grátt sem verið hefur hvað mest áberandi siðastliöin tvö ár veröur áfram, en einnig koma mikiö inn nýjir litir, svonefndir jarðlitir eða hreinlega islensku sauðalitirnir og mosagrænt meö þeim. Þetta er nú þaö helsta i litum þó margir fleiri sjáist lika. 1 buxum er mikiö veriö með hnébuxur og reiðsniöið svo- kallaöa, en sigild, bein sniö eru lika áberandi. Ullin er vinsæl en það sem er nýjast er-flauelið. Flauelsbuxur veröa mjög rikj- andi i vetur. Margs konar peysur veröa á boðstólum. Bæði siöar grófar jakkapeysur og svo finlegri peys- ur lika. Ull og angora eru ráöandi i prjóna fatnaöinum og enn er þó -nokkuð um axlapúöa i peysum. Blússur og skyrtur koma bæði úr ullarefnum og silki, með púö- um eöa án. Kragarnir eru litlir og finlegir, svonefndir „baby-krag- ar”, og einnig liningar i hálsinn. Það forvitnilegasta i sambandi viö silkið er að þar er mikiö um gömlu taftáferöina og útsaum alls konar, sem gerir blússurnar mjög finlegar. Samkvæmisfatnaöurinn er mikiö glitrandi og gull og brons mikiö notaö til skreytinga. Ull og silki er ráöandi i kjólum og prjónakjólar mjög vinsælir. Sidd- in er enn um hnéö og af þvi sem ég hef séð eru þaö eingöngu sport- legri prjónakjólar sem hneigjast til stuttu tiskunnar og þá ætlaðir með „gammosium” eöa buxum. Skór eru af öllum gerðum. Si- gildir samkvæmis skór meö hæl- um og svo veröa þeir flötu rikjandi áfram meö sportfatnaði. Lágu, sléttu stigvélin sem komu i sumar, halda velli i vetur. Þetta er nú fljótt farið yfir sögu og sé litiö á heildina má segja aö kvenfatnaöur hneigist stööugt inn á finlegri og fallegri linu og fatnaðurinn sé meira sigildur, en var hér fyrir nokkrum árum. JB Eins og klippt út úr griskri goösögn i silkikjól frá italska fyrirtækinu Moons. Kvenlegur kvöldklæðnaöur i samræmi viö þá finlegu og sigildu linu sem viröist ráöa rikjum i kvenfatnaöi Texti: Jóhanna Birgisdóttir ui, dðmuu og sHki aiis- ráðandi 09 íslensku sauðalltirnir vinsælír Hvftt verður vinsæil iitur i vetur. Hér klæöist Ásdfs Loftsdóttir, af- greiöslustúlka i Moons, hvitum hnébuxum úr flaueii, hvitri taftblússu og utan yfir er hvit angoru-peysa, hneppt og útsaumuö. Þessi fatnaður er franskur frá fyrirtækinu Garella og er þaö fyrsta sem frá þeim kem- ur hingað til lands. Hún er óneitanlega hlýleg aö sjá, peysan sem Asdis klæöist þarna og I hvitu. Buxurnar eru meö reiðsniöi, mosagrænar og uliarskyrta viö í sama lit. Uppskrift að sítrónubúðlngi: Á aö vera ein og liálf sítróna Þau leiöu mistök uröu viö birtingu á uppskriftum Elinar Hannam sl. þrið'judag, að i sitrónubúðinginn settum viö aö- eins 1/2 sitrónu i staðinn fyrir 1 1/2. Við birtum þvi uppskriftina aftur og vonum aö hún komist rétt til skila aö þessu sinni. Sitrónubúöingur: 5 eggjarauður 5 msk sykur 1 1/2 sitróna 5 blöö matarlim 5 eggjahvitur Eggjarauðurnar hræröar með sykrinum. Matarlimiö er brætt yfir gufu og blandað saman við ásamt sitrónusafanum! Siðast er stifþeyttum eggjahvitunum blandað varlega út i. Búðingur- inn er skreyttur meö rjóma rétt áöur en hann er borinn fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.