Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 27. ágúst 1981 VÍSIR mannlif Svo bregðast krosstré... ...sem önnur tré. imynd hins fullkomna eiginmanns, Michael Landon, eða eins og við þekkjum hann betur sem pabbann góða í Húsinu á sléttunni, hefur nú sagt skilið við eiginkonu sina, Lynn L (hverrar eftirnafn við vitum eigi), eftir 19 ára hamingju- i k samt hjónaband. Mikki Landon er sem sagt ekki allur þar A l|k sem hann er séður en hér sjáum við hjónin á meðan JjŒ? allt var i lukkunnar velstandi. Fallinn risi Sólin hefur náb honum þessum og risinn heíur steinrunnið svo sem ýmsar islenskar tröllkerling- ar forðum daga. En sé betur að gáð þá hefur þessi risi liklega aldrei ferðast á tveimur jafn fljótum þvi að hann blessaður er úr áii. Risinn sá arna er nefnilega listaverk, sem ku kallast „Upp- vakningin”. Listaverkið er stað- sett i skemmtigarði i Washington D.C. i Bandarikjunum og er eftir- læti ungu kynslóöarinnar og skal engan undra. Jean og Harry Reynolds með dæturnar tvær áður en þau gengust undir kynskiptingu. Hjónin fóru bæöi I kynskiptingu Þó að hjónakornin Harry og Jean Robbins hafi orðið fyrir miklu aökasti vegna kynskipti- aðgerða, sem þau bæði gengu i gegnum, hafa þau samt aldrei verið hamingjusamari. „Nú fyrst hefjum við raunverulegt lif,” segja þau bæði. Harry, sem er 37 ára, tók sér nafnið Sheila Marie eftir kyn- skiptinguna og er nú „mamma” barnanna Barbie, 9 ára, og Kathy, 3ja ára. Og Jean, 28 ára, tók upp nafnið Thomas Eugene og er nú húsbóndinn á heimilinu og „pabbi” dætra sinna tveggja. Marie og Thomas tóku hina örlagariku ákvörðun árið 1979 enda voru þau viss um að per- sónuleikar þeirra væru fangnir i röngum likömum. Og samfélagið brást illa við. Þeim var úthýst þannig að þau urðu að búa i bilskrjóði úti á viðavangium nokkurra mánaða skeið. En þeim tókst að „flýja” til staðar þar sem enginn þekkti þau og þar hófu þau nýtt lif. Thomas fékk meira að segja vinnu og sér nú fjölskyldunni farborða. Vini eiga þau samt fáa en foreldrar reyna þó ekki að halda börnum sinum frá dætrunum eins og áður, þvi fljótt flýgur fiskisagan. „Við viljum bara að fólk liti á okkur sem mannlegar verur,” segja hjónin Sheila og Thomas. Og hér eru Sheila og Thomas eftir aögerðirnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.