Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 27
Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursölu
BÍLARYÐVÖRNhf
Skeifunni 17
22 81390
Félagsprentsmiðjunnar hf.
Spítalastig 10 - Sími 11640
vísm
ÆTLA SVÍAR AÐ SVÍKJA í NORDSAT-MÁLINU?
Norræni sjónvarpshnötturinn
er aftur á dagskrá. Birgir Thor-
lacius sat fund út af hnettinum
nú á dögunum ásamt fyrir-
mönnum frá hinum Noröurlönd-
unum og stóð sig vel fyrir lands-
ins hönd, nú þegar unnið er aö
þvi öllum árum að opna loftin
blá fyrir margvislegum áróðri
ogefni frá sjónvarpshnöttum án
þess Norðurlönd eigi þar aöild
að. Birgir stóð fast á þvi að hér
yrði að koma norrænn sjón-
varpshnöttur eins og ráð hafði
veriðfyrir gert. Hiö sama gerðu
fulltrúar Danmerkurog Noregs.
Finnar eru eiginlega ekki með i
þessu máli. Þeir geta það ekki,
svo illa er komið þar i landi,
þegar ákvörðun þarf að taka i
málum, sem hafa stórfelld áhrif
á áróðurssviöi. Helst hafa þeir
verið á móti Nordsat til að hafa
friö heima fyrir.
Þá kom Matthias Mathiesen i
sjónvarpið i (yrrakvöld og lýsti
yfir samstööu meö Birgi og
menntamálaráöherra, Ingvari
Gislasyni, sem að sögn Matthi-
asar er fylgjandi sjónvarps-
hnetti. Matthias er sem kunnugt
er fyrrverandi forseti Norður-
landaráðs, og hafði sem slikur
lýst yfir stuðningi við Nordsat.
Á fundinum sem Birgir sat
höfðu Sviar sérstöðu. Vert er að
rifja upp, að Sviar létu þau boö
út ganga, þegar vinstri mennta-
menn höfðu haldiö uppi löngum
áróðri á öðrum Noröurlöndum
gegn Nordsat, að þeir myndu
einir skjóta upp sjónvarps-
hnetti. Kom þá i ljóst að vinstri
menntamenn, lika hér á lslandi,
höfðu verið aö ganga sérstakra
erinda Svia og kommúnista i
Finntandi með áróðri sinum. ís-
iand, Noregur og Danmörk létu
þá uppskátt, aö óeölilegt væri að
Sviar væru einir með sjónvarps-
hnött á loftsvæði, sem þegar
hefði verið úthlutað öllum Norð-
urlöndunum og lýstu þvi yfir að
þau vildu vera með I sjónvarps-
hnetti. Atlaga vinstri mennta-
manna að m enningarhelgi
landa sinna féll þannig niður. Á
fundinum sem Birgir Thorlaci-
us sat komu Sviar fram meö
aðra hugmynd, sem miöar aö
þvi að þeir verði einir með sjón-
varpshnött innan úthlutaðrar
menningarhelgi Norðurlanda.
Nú heitir þetta iðnaðar- og
verslunarhnöttur. Birgir og full-
trúar Noregs og Danmerkur
neituðu þessu og hafi þeir þökk
fyrir. Þar var sköruiega og ó-
vænt tekiö á máli, sem skiptir
okkur miklu.
Menn hafa verið að mikla
fyrir sér hve dýrt það getur orð-
ið að skjóta Nordsat á loft.
Einnig hafa vinstri röflarar ver-
ið að taia um misþyrmingu á
höfundarrétti, eins og ekki sé
hægt að leysa þau mál að sið-
aðra hætti likt og gert er annars
staðar, þar sem gervihnettir eru
notaðir til efnisdreifingar. Vel
má vera að Nordsat verði dýr,
en viö eigum bara engra ann-
arra kosta völ. Sviar gera sér
Ijóst, aö skjóti þeir upp hnetti,
njóta þeir dreifingarverndar
samkvæmt úthlutun, sem átti að
gilda fyrir öll Norðurlönd. Með
þeim hætti mundu Sviar seilast
til óhugnanlega mikilla áhrifa á
Norðuriöndum, og hafa þó nóg
fyrir. Auðvitaö myndu þeir nota
„iðnaöar- og verslunar” hnött
sinn til sjónvarpssendinga. Og
verði engum hnetti skotið á loft
koma bara hinar stærri þjóðir
með sina hnettiog sendingar inn
á svæði Norðurlanda án nokk-
urrar samkeppni af þeirra
hálfu.
Þaö er alvcg ljóst, aö hvorki
viljum við sinna stórvelda-
draumum Svía né hleypa inn án
samkeppni sjónvarpsefnis frá
öðrum. Nordsat verður að veröa
að veruleika I náinni framtið.
Undan þvi geta Norðurlanda-
þjóöirnar ekki vikist. Það er
hins vegar dálitið fyndið að
fylgjast meö tilburðum Svfa I
málinu.sem hafa haft mest með
alla útreikninga að gera. Þeir
hafa gert Nordsat eins dýran og
hugsast getur og talið að Norð-
urlönd hefðu ekki efni á honum.
Aftur á móti hafa þeir alltaf tal-
ið að þeir hefðu efni á sjón-
varpshnetti og nú iönaöarhnetti
einir sér. Þeir vilja þvi mikiö á
sig leggja til að viöhalds menn-
ingarforustu sinni á Norður-
löndum.
Svarthöfði
„Þetta var ofsalega skemmti-
leg ferð”, sagöi Gréta Garðars-
dóttir, en þau Gréta og Þorleif-
ur, eru nú nýkomin úr brúð-
kaupsferöinni til Luxembourg-
ar, en ferðina fengu þau f brúð-
kaupsgjöf frá Flugleiðum i
framhaldi af þátttöku þeirra i
smáauglýsingum Visis.
Gréta og Þorleifur voru ellefu
daga í ferðinni. Þau flugu til
Luxembourgar og fengu þar
bflaleigubil. Siðan óku þau til
Þýskalands og skoðuðu Mósel-
dalinn og fóru svo aftur til Lux-
embourgar. Þaðan flugu þau
heim aftur.
, ,Við vorum bara i því a ð hafa
það gott. Það var fínt veður all-
an ti'mann, sól og bliöa, svo viö
flatmöguðum aðallega i sólinni
á milli þess, sem við skoðuðum
okkur um og boröuðum góöan
mat. Sem sagt algert fri i orös-
ins fyllstu merkingu”, sagði
Gréta. að lokum og við á Visi
þökkum þeim hjónakornum gott
og skemmtilegt samstarf und-
anfarnar vikur.
Gréta og Þorleifur I gamla miðbænum I Luxembourg.
t ferðinni var ekiö um Moseldalinn og er þessi mynd tekin af Grétu I Bernkastle.
x/élritunar
þjónusta
Fimmtudagur 27. áglist 1981
1 nýju versluninni hjá StSt.
Verslun
SÍSÍ IIUll
(rýmra
húsnæðl
Verslunin StSl er um þessar
mundir aö flytja i nýuppgert og
rýmra húsnæði að Frakkastig 12.
Verslunin StSt hefur sérhæftsig i
fatnaði fyrir börn á aldrinum 2ja
til 12 ára, frá fyrirtækinu STEFF-
ENS i Danmörku, siðastliöin tiu
ár og nú siðustu tvö ár i sportleg-
um fatnaði fyrir unga fólkið frá
fyrirtækinu OASIS, sem er syst-
urfyrirtæki STEFFENS.
t frétt frá StSt segir aö þeir
vonist til að geta veitt viöskipta-
vinum betri þjónustu i rýmra
húsnæði.
Starfsmenn út-
varps og sjón-
varps plnga
Dagana 27.-31. ágúst veröur
haldin á Laugarvatni ráðstefna
norrænna sjónvarps- og útvarps-
starfsmanna og ber hún heitið
NORÐFAG ’81.
Ráðstefnuna á Laugarvatni
sækja rúmlega 50 fulltrúar starfs-
mannafélaga norrænu útvarps-
og sjónvarpsstöövanna en ráð-
stefnur af þessu tagi eru haldnar
annað hvert ár.
Töluvert samstarf er á milli
norrænna útvarps- og sjónvarps-
starfsmanna og hefur það farið
vaxandi á undanfömum árum.
Meðal umræðuefna á ráðstefn-
unni á Laugarvatni verða nýjung-
ar i tæknimálum, endurmenntun,
höfundarréttur og NORDSAT.
Gréta oð
Þorleifur komin
úr brúðkaups-
ferðinni
j>efla var ofsa-
lega skemmtilegt