Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 28
vtsm Fimmtudagur 27. ágúst 1981. síminnerdóóll *_ t Utanbæjarstúlkurnar stóðu ráðþrota á Miklubrautinni siðdegis i gær, þegar engil bar að I vinnugalla með húfu og akandi á VW-rúgbrauöi. Það getur nefnilega vafist fyrir sumum að skipta um sprungið dekk og vist er, að ekki eru allir jafnheppnir og stúlkurnar frá Neskaupstað voru. En allt fór vel og engillinn sveif á braut að lokinni dekkjaskiptingunni. Kádilákurinn fór á 63 dúsund: Glæsilegasti frúarbíll landsins Kádilákurinn, sem við sögðum frá í gær, hefur skipt um eiganda og mun billinn i framtiðinni prýða götur Reykjavikur. Hinn heppni var Hartmann Ásgrimsson og hann borgaði 63.000 krónur fyrir gripinn. (með söluskatti). „Ég er enginn sérstakur bila- áhugamaðurheldur vildi ég fá ör- uggan og góðan bil. Þessi bill er i raun núna fyrst að hefja sitt lif,” sagði Hartmann i viðtali við Visi i morgun. „Og það eru þjóðsögur, að hann brenni jafn miklu elds- neyti og af er látið. Hann eyðir um 20 litrum á hundraðið og eitt- hvað meira i bænum.” — Oghvernig er tilfinningin að sitja undir stýri? „Það er dásamleg tilfinning og engu öðru lik. Annars er það kon- an, sem kemur til með að vera mest á honum,” sagði Hartmann Asgrimsson. TT. ALLIRGETA LEIKIDSER MED SVIFDISK seglr Morgunblaðið birtir mynd af Geir Hallgrimssyni með frétt um mann, sem handtek- inn var á Keflavikurflugvelli. Er þetta liður i herferð blaös- ins fyrir endurkjöri Geirs i formannsembætti i Sjálf- stæðisflokknum? veðurspá dagsins Um 900 km. suðvestur af landinu er 985 mb. lægð sem hreyfist norður, en 1031 mb. lægð yfir pretlandseyjum. Hlýtt verður um allt land og á norðanverðu landinu verður víða um eða yfir 20 stiga hiti i dag. Suðurland til Breiðafjarðar: Vaxandi sunnan og suðaust- an átt, allhvasst eða hvasst þegarlfður á daginn, þokusúld i fyrstu, en siðan rigning. Vestiröir: Vaxandi sunnan og suðaust- an átt, allhvasst og rigning, þegar liður á daginn. Strandir og Norðurland vestra: Vaxandi sunnan og suðaust- an átt, stinningskaldi eða all- hvasst og dálitil rigning sið- degis. ' Norðurland eystra til Aust- fjarða: Hæg, breytileg átt og skýjað með köflum i fyrstu, en þykknar siðan upp með v^ix-’ andi suðaustan átt. Kaldi eða stinningskaldi og dálitil rign- ing siödegis. Suð-Austurland: Suðvestan gola og þokuloft i fyrstu, en snýst i allhvassa suðaustan og sunnanátt þegar kemur fram á daginn. veðríð hér og bar Kl. 6 i morgun: Akureyri alskýjað 16, Bergen skýjað 7, Helsinki þokumóða 11, Kaupmannahöfnléttskýjað 12, Osló léttskýjað 9, Reykja- vik þokumóða 12, Stokkhólm- urléttskýjað 9, Þórshöfnþoka i grennd 11. Kl. 18 i gær: Aþena hálfskýjað 22, Berlin skúr á siðustu klukkustund 17, Chicagoléttskýjað 28, Feneyj- ar léttskýjað 22, Frankfurt skúr á siðustu klukkustund 19, London léttskýjað 25, Luxem- burg léttskýjað 19, Mailorka léttskýjað 25, Montrealskýjað 23, New York heiðskirt 22, Paris léttskýjað 24, Róm heiöskirt 23, Malaga heiðskirt 25, Vin skýjað 18, Winnipeg skýjað 24. „Á ekkl von á neinum breytingum héðan af” - segir Elnar Halldórsson öæjarstlóri í Hafnarllrðl „Það var skipulagsnefnd sem upphaflega kom meö þessa hug- mynd að hafa sameiginlegt sjón- varps- og Utvarpsloftnet fyrir húsin i Hvammahverfi” sagði Einar Halldórsson bæjarstjóri i Hafnarfirði i samtali við Visi vegna frétta blaðsins i gær um aö ibUar þyrftu að borga rúmar 4 þúsund krónur fyrir sjónvarps- kapal fyrir hvert hús. Ibúar hafa mótmælt þessu. „Bæjarstjórn ákvað siðan aö samþykkja þessa hugmynd þvi hún þótti m jög eölileg l samræmi við þá þróun sem oröið hefur i tæknimálum og bjóöa ákveðna möguleika i framtiðinni. Rafveit- unni var siðan falið aö fram- kvæma verkið en tilboða i tækja- búnað leitað hjá erlendum fyrir- tækjum. Sá búnaður sem valinn varermjög góður.en einnig n<*k- uö dýr. Ég tel aö sá verömismun- ur sem rætt er um felist einkum i gæðunum og er ekki tilbúinn til að kyngja þessum tölum að hægt sé að fd sambærilegt kerfi fyrir þriðjung þessa verð6”, sagði Ein- ar. Hann taldi það mjög eölilega framkvæmd á innheimtu sem nU væri viðhöfð, að loftnetsgjaldið væri innheimt um leiö og heim- taugargjald, þvi Rafveitan hafi ekki fengið neina fjármagnsfyrir- greiðslu til verksins og oröið að standa undir öllum kostnaði. Þessa fjármuni þyrfti hUn aö sjálfsögðu að fá til baka. „Þessi mótmæli frá íbúunum verða að sjálfsögðu lögð fyrir en það getur tekið einhverjar vikur áöur en málið fær afgreiðslu i bæjarstjóm. Ég á þó ekki von á að neinu veröi breytt héðan af”, sagði Einar. JB ASKRIFENDA- GETRAUN VÍSIS: Dreglð 9. september Draga átti um Datsun Cherry i‘ áskrifendagetraun Visis i gær- kvöldi. Þaökom hins vegar i ljós i gærdag.aðáskrifendurVisis hafa verið mjög á faraldsfæti i sumar- frium að undanförnu, þvi að fjölda margar óskir bárust um frestun á drætti frá fólki, sem mundi þá, að það átti eftir að senda inn seðil. Yfirleitt var um að ræða fólk utan af landi og var þvi ákveðið að fresta þvi að draga um Datsuninn fram til 9. septem- ber. Nýir áskrifendur geta orðið þátttakendur i getrauninni fram að þeim tima. KEA Kauplr afgrelðslu Hafskips ð Akurevrl Kaupfélag Eyfirðinga hefur fest kaup á mannvirkjum Bygg- ingavöruverslunar Tómasar Björnssonar hf. á uppfyllingunni við Togarabryggjuna á Akureyri. Jafnframt yfirtekur KEA af- greiðslu Hafskips á Akureyri, sem BTB hefur gegnt, allt frá stofnun Hafskips. Auk þess er KEA með afgreiðslu fyrir Rikis- skip og Sambandsskipin. Upphaflega var ætlunin, að KEA keypti allar fasteignir BTB, en auk vörugeymslunnar á tog- arabryggjunni á Byggingavöru- verslunin húseignir við Glerár- götu, við hlið byggingavörudeild- ar KEA. Ætlaði KEA þá að láta i skiptum húseign við Óseyri, sem er i eigu Plasteinangrunar hf., dótturfyrirbekis KEA.Voru samn- ingar vel á veg komnir, en þeir strönduðu á siðustu stundu, að sögn Arna Árnasonar, forstjóra BTB. Hann sagði að húseignirnar við Glerárgötu væru áfram i sölu, þrátt fyrir það, jafnframt þvi sem byggingavöruverslunin leitaði eftir hentugri lóð fyrir starfsemi sina. Sagði Árni, að núverandi húsnæði hentaði ekki fyrir þá þungavöru, sem væri i bygginga- vöruversluninni nú til dags og krefðist notkunar stórvirkra flutningatækja eins og lyftara, ef vel ætti að vera. GS/Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.