Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 19
19 Fimmtudagur 27. ágúst 1981 Julie Christie hefur óneitanlega breyst meö árunum og kannski saknar maöur helst lokkanna Ijósu. Birg af lopavettlingum! Þvi'veröur ekki neitaö að Julie Christie vakti mesta athygli. Hennar var beöið með eftirvænt- ingu enda ekki á hverjum degi, sem heimsfræg leikkona fær sér kaffisopa i Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Hún skar sig nokkuð frá hinum konunum i framkomu og klæða- burði. Reyndar væri það saga út af fyrir sig að lýsa öllum þeim út- gáfum af siðbuxum, skóm og hár- greiðslum, sem blöstu við á blaðamannafundinum. Flæðandi hafsjór afro-greiðslu, bursta- klipping og allt þar á milli. Japanskir skór með sérstöku hólfi fyrir stórutá. bungir fjallgöngu- klossar. Reiðbuxur frá siðari heimsstyrjöld, indverskar poka- buxur, niðþröngar teygjubuxur. Alls staðar persónulegur still og sjálfstæði. Julie Christie var e.t.v. hefðbundnust i klæðaburði. Hún var i venjulegum gráum, þröngum molskinnsbuxum, peysusetti með perlufesti. En bið- um við — þar með er ekki öll sag- an sögð. Innri peysan i settinu var rósrauð með rúllukraga, ytri peysan fagurgræn. Sokkarnir voru i sama græna litnum. Alpa- húfan var dökkblá. Undan húf- unni féllu skrúfulokkar fram yfir ,,Nú þarf aldrei aö skýra sérstak- lega frá afstööu sinni sem konu — allir skilja um leiö h vað maöur er að hugsa.” andlitið. Gylltir hringir i eyrum. Omótstæðilegt bros og einlæg, spyrjandi blá augu. Julie Christie kemur ekki á óvart, hún er rétt einsog hún var i myndinni „Don’t Look Now” sem sjónvarpið sýndi fyrr i sumar. Hún hafði það eina stjörnu- merki að kunna að umgangast blaðamenn. Að öllu öðru leyti lét hún fara litið fyrir sér, settist ævinlega yst þegar ljós- myndararnir vildu hópmynd, og gerði sig eins litla og henni var mögulegt. Hún brosti hæversk- lega þegar leikstjórinn sagði hana hafa orðið fyrir valinu fyrst og fremst vegna þess að þær bæru virðingu fyrir hæfileikum leik-. konunnar. Hún sagðist hafa nýlokiö leik i franskri kvikmynd og aö næsta mynd yrði bresk, eítir sögu Re- beccu West og myndi heita ,,Re- turn of The Soldier". Vinnan við kvennamyndina væri vissulega ólik þvi sem hún ætti að venjast, já, „einkum er ólikt að þurla nú aldrei að skýra sérstaklega frá afstöðu sinni sem konu — allir skilja um leið hvað maður er að hugsa.” Þess má geta að enginn karl mun leggja hönd á plóginn við gerð kvennamyndarinnar, jafnvel trésmiðirnir sem smiða leikmynd eru konur. Sá merkis- viðburður, að enskar konur skuli nú i fyrsta sinn gera kvikmynd i fullri lengd, vildi þó hverfa ofur- litið i skuggann fyrir nærvist leik- konunnar heimsírægu. Sjálfri lannst Julie Christie þó greinilega koma meira til kvikmynda- gerðarhópsins en sjállrar sin. Hópurinn lagði strax i lok fundarins upp i ferðina til Húsa- fells, úti voru niu vindstig og aus- andi rigning, en þær sögöust vel birgar af lopahúfum og vettling- um, kviðu engu þvi veðriö væri jú ekki alltaf svona á tslandi. Blaða- menn tóku undir það. Og vist var það ekki eins íáránlegt að hugsa sér Julie Christie i rútubil i há- vaðaroki undir Hafnarljalli eftir fundinn og það hafði verið fyrir hann. Ms Ástand á prinsessunni ,,Sannar sögur" herma aö Karólinu prinsessu af Mónakó sé farið aö langa aftur i ferö upp aö altarinu. Hinn lukkulegi er sagður hafa verið Robertino Rosselini (sonur Ingrid Bergman og hins fræga ítalska leikstjóra) en Grace mamma er , ekki ánægö með ráðahaginn. Og heldur skipuðust veður A k i lofti þegar Karólina hélt i stutta ferð til Bandarik janna Æ ^ og hitti fyrir gamla vininn Bobby Shriver. Þau endur- Æm nýjuðu vist vinskapinn all náið og nú togast þeir Robertino og Bobby á um prinsessuna og Grace ^heldur sem fastast. Flókið mál. Myndin er NÉfev af Karólinu og þeim italska. Hér er kvikmynda- hópurinn saman kominn Julie settist yst á bekkinn og lét sem minnst fyrir sér fara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.