Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 20
20 VISIR Fimmtudagur 27. ágúst 1981 3 íkvold •ÍiÍiÍiÍiÍiÍiÍiÍiÍ:#^ ipiiiiiiippiiipiipiippiippppppiiii islenskur listlðnaður sýndur erlendis 1 Norræna húsinu var i vikunni haldinn blaðamannaíundur, þar sem skýrt var frá þvi, að 24 islenskum listiönaðarmönnum hefur verið boðið að sýna i Frede- rikshavn á Jótlandi i október n.k., en i Frederikshavn hafa list- iðnaðarsýningar frá hinum Norðurlöndunum verið árviss viðburður. Tilgangur sýninganna hefur verið að kynna hin ýmsu svið nútima listiönaðar eins og hann gerist bestur hjá frænd- þjóðunum, en allar hafa sýning- arnar gengið undir nafninu „Pejling”, sem gæti útlagst á is- lensku sem „stefnumið”. Norræna húsinu barst ósk frá Frederikshavn um að slikri sýningu yrði á laggir komið, og hefur það siðan annast undir- búning að henni ásamt Stefáni Snæbjörnssyni innanhúsarkitekt. beir sem taka þátt i sýningunni eru þessir: Keramik: Borghildur óskarsdóttir, Steinunn Marteins- dóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Elisabet Haraldsdóttir, Jónina Guðnadóttir, Jóna Guðvarðar- dóttir, Edda óskarsdóttir, Gestur Þorgrimsson og Sigrún Guðjóns- dóttir. Gull/silfur: Hjördis Gissurar- dóttir, Jón Snorri Sigurðsson, Jens Guðjónsson og Guðmundur J. Jezorsky. Tekstílar: lna Salóme Hallgrims- dóttir, Hagna Róbertsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigriður Jóhannsdóttir og Leifur Breið- fjörð, Hulda Jósefsdöttir, Eva Vilhelmsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðrún .Auðunsdóttir, Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir. Glerlist: Sigrún Einarsdóttir. Á blaðamannafundinum kom ennfremur fram, að Danir annast allan undirbúning sýningarinnar og greiða af henni allan kostnað, en sýningin er hugsuð sem sölu- sýning, þótt einstaka verk á henni sé- i einkaeigu. Þorri verkanna var sýndur á listiðnaðar- sýningunni á Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári, og mun óhætt að segja, að þetta ár hafi verið óvenju annasamt i sögu islensks listiðnaðar. Sýningarhald hefur verið nær samfellt, bæði hér heima og erlendis.og hafa undirtektir þær, sem sýningar þessar hafa hiotið orðið til að vekja með mönnum vonir um að starfsemin eigi eftir að aukast enn frekar á list- iðnaðar- og hönnunarsviðinu. Yrði slikt eðlilega til að auka hlut listiðnaðar og listhönnunar i vöruframleiðslu i iðnaði, álika og gerist með öðrum þjóðum og borið hefur þeirra hróður viða. Um gildi þess að sýna erlendis, kom fram á blaðamanna- fundinum i Norræna húsinu, að gott umtal erlendis um verk islenskra listamanna, gæti vissu- lega orðið til að vekja enn frekari eftirtekt bæði almennings og yfir- valda. —jsj Tveir fuglar eftir Jens Guðjónsson Minnismerki — textilverk eftir Rögnu Róbertsdóttur. Postulinsverk eftir Steinunni Marteinsdóttur. útvarp 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 14.00 Út i bláinn Sigurður Sigurðarson og Orn Peter- sen stjórna þætti um ferða- lög og útilif innanlands og leika létt lög. 15.10 Miödegissagan: „A ó- dáinsakri” eftir Kamala Markandaya EinarBragi les þýðingu sina (13). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Sibdegistónleikar Janos Starker cg Julius Katchen leika Sellósónötu nr. 2 i F-dúr op. 99 eftir Johannes Brahms / Vladimir Ashkenazý og Sinfónlu- hljómsveit Lundúna leika Pianókonsert nr. 3 i C-dúr op. 26 eftir Sergej Prokofjeff: André Previn stj. 17.20 Litli barnatiminn Dóm- hildur Siguröardóttir stjórnar barnatima frá Akureyri. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 A vettvangi 20.05 Gamaldags kómedia Leikrit eftir Aleksei Arbusov. Ljóö eftir Bellu Akhmadúlinu. Þýðandi: Eyvindur Erlendsson. Leik- stjóri: Benedikt Arnason. Leikendur: Herdis Þor- valdsdóttir og Rúrik Haraldsson. 22.00 Peter Schreier syngur lög eftir Felix Mendelssohn Walter Olbertz leikur með á pianó. 22.35 „Þú mæra list, o hafðu þökk” Sigriður Ella Magnúsdóttir og Jónas Ingi- mundarson flytja sönglög eftir Schumann við ljóö i þýöingu Daniels A. Daniels- sonar og Jónina Siguröar- dóttir les úr þýöingum hans á sonnettum Shakespears. 23.00 Næturljóð Njörður P. Njarðvik kynnir tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Ilcrdis Þorvaldsdóttir fer með ...og Rúrik Haraldsson leikur hlutverk Lidiu... Rodion yfirlækni. Fimmludagsleikrilið: Nlannleg hiýja með harmsögu- legum undirtónl Fimmtudagsleikritið heitir „Gamaldags kómedia” og er eftir Aleksei Arbusov i þýðingu Ey- vindar Erlendssonar. „Gamal- dags kómedia” var flutt i Þjóð- leikhúsinu á siðasta leikári, en áður hefur útvarpið flutt þrjú verk eftir Arbusov „Tönju” árið 1962, „Glataða soninn” ’63 og „Vesalings Marat minn” ’77. „Gamaldags kómedia” gerist við sjávarsiðuna hjá Rigu i Lett- landi sumarið 1968. Rodion Nikolaévits, yfirlæknir heilsu- hælis og hinn föngulegasti maður situr i körfustól utan við vinnu- stofusina, þegar Lidia Vasiliévna kemur i heimsókn. Hún er ein af sjúklingum hans, en það verður brátt ljóst, að hún er ekki komin til að ræða um veikindi sin, heldur allt annað... Höfundurinn, Aleksei Arbusov ' er fæddur i Moskvu 1908. Hann stofnaði æskulýðsleikhús þar i borg '41 og hefur bæði starfað sem leikari og leikstjóri Arbusov varð verulega þekktur á Vestur- löndum fyrir „Sögur frá Irkustk” 1959, en hafði þá skrifað leikrit allt frá þvi um 1930. Frægasta leikrit hans er þó sennilega „Tanja” frá árinu ’38 og hefur meðal annars verið samin við það ópera. Leikstjóri „Gamaldags kómediu” i flutningi útvarpsins er Benedikt Árnason, en með hlutverkin tvö fara Herdis Þor- valdsdóttir og Rúrik Haraldsson. Flutningur verksins hefst klukkan 20.05 i kvöld og tekur rúmar 100 minútur i flutningi. úlvarp Klukkan 22.35: Songlög etllr Schu- mann og sonnettur Shakespeares „Þú mæra list, ó hafðu þökk” nefnist þáttur, sem er á dagskrá útvarps i kvöld, en þar flytja Sigriður Ella og Jónas Ingi- mundarson sönglög eftir Schu- mann við ljóð i þýðingu Daniels A. Danielssonar og Jónina Sig- urðardóttir les úr þýðingum hans á sonnettum Shakespeares. Robert Alexander Schumann var þýskættaður og var uppi 1810 til 1856. Hann byrjaði að semja lög strax á sjöunda aldursári, að þvi er þjóðsagan segir og eftir hann liggur ótölulegur fjöldi verka, pianóverk, sönglög, kammertónlist, hljómsveitarverk og konsertar. Schumann hefur löngum verið talinn til undra- barnanna á listasviðinu, enda las hann Schiller, Goethe, Byron og grisku harmleikina strax á unga aldri, þegar jafnaldrar hans iétu timann liða við leik. W'illiam Shakespeare var Eng- lendingur og uppi á 16. öld og Sigríður Ella syngur nokkur söngiaga Schumanns I útvarpinu I kvöld. aðeins fram á þá 17. Hann er kannski best þekktur sem leik- ritaskáld og hver þekkir ekki verk eins og Hamlet, Romeó og Júliu, Lénharð konung. Skassið tamið og fleiri og fleiri. En Shakespeare var ekki siður frá- bært ljóðskáld og margar sonn- ettur hans eru heimsfrægar. Sigurður Sigurðsson og örn Petersen verða að vanda með léttan þátt um ferðalög og útilif eftir hádegið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.