Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. ágúst 1981 * VISIR Hver er róttækur og hver er ihaldssamur? Er sá róttækur sem vill, aó landsmenn megi ekki kaupa kartöflur nema i gegnum Grænmetisverzlun rikisins? Er sá ihaldssamur sem vill, aö tslendingar megi kaupa og selja gjaldeyri eftir þörfum eins og tiðkast með frjálsum þjóðum? Oröin hægri og vinstri hafa löngu glatað allri merkingu i stjórnmálaumræðu og þyrfti þvi að kveöa þau niður eins og hverja aðra drauga aft- ur úr forneskju. En þau hafa þó verið ótrúlega lifseig. Þegar að var gáð, átti Jón Þorláksson, forsætisráðherra, I fórum sinum orðin stjórnlyndi og frjálslyndi til að varpa ljósi á afstöðu manna til málefna. Vissulega lýsandi orð og um margt hentug, en hið fyrrnefnda a.m.k. virðist enn ekki orðið mönnum sérlega munntamt, hvaö sem siðar verður. Frelsið, sem kynnt er i aö- faraorðum sem timarit frjáls- lyndra lýðræðissinna, hóf göngu sina á siðasta ári. Ritstjóri þess er Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur og ritnefnd skipa fimm þjóðkunnir menn, þeir Gisli Jónsson, menntaskóla- kennari, Jónas H. Haralz, bankastjóri, Matthias Johannessen, ritstjóri, Ólafur Björnsson, prófessor og dr. Þor- steinn Sæmundsson, stjarn- fræðingur. Verður i þessari grein farið nokkrum orðum um hið nýja timarit. í aðfaraorðum fyrsta heftis er boðað, aö stefna Frelsisins sé stefna einstaklingsfrelsis, at- vinnufrelsis, einkaframtaks og séreignar. Gagnrýnendur frjálshyggju, sem tilbúnir eru til rökræðna, eru boðnir vel- komnir I hóp greinarhöfunda timaritsins. Enn sem komiö er hefur enginn slikur kvatt sér hljóðs á siðum Frelsisins, þótt vera megi að Eyjólfur hressist, þegar fram liða stundir. Þeim mun meira rúm er fyrir skrif frjálslyndra manna og kennir margra grasa i þessum fyrsta árgangi. Hayek Fyrsta heftið mætti kalla til- einkað stjórnspekingnum, hag- fræðingnum og lögfræöingnum Friedrich A. Hayek, sem sýndi útgefendum þá vinsemd að ger- ast ráðgjafi tfmaritsins. Fram- an af ferli sinum fékkst Hayek einkum við hagfræðikenningar um fjármagn og vexti, peninga og hagsveiflur og ritaði hann bækur um þessi efni. Hayek sneri sér þessu næst aö stjórn- speki og þegar bók hans Leiðin til ánauðar kom fyrst út um miðbik fimmta áratugarins varð hann heimsfrægur á svip- stundu. Siöan hafa komið út fjölmargar bækur eftir Hayek um stjórnspekileg efni. A siðari árum hefur hann kynnt róttæk- ar hugmyndir sinar um afnám rikiseinokunar á peningaútgáfu og leiðir til að vinna bug á verð- bólgu meö skjótum hætti. Fyrir- lestur Hayeks, Miðjumoðið, sem hann flutti á Islandi i fyrra- vor og birtur er i fyrsta hefti Frelsisins fjallar m.a. um hið blandaða hagkerfi jafnaðar- manna og bendir Hayek á ýms- ar fræðiiegar villur, sem hann telur búa að baki þessari hug- sjón jafnaðarstefnunnar. Meðal þeirra er sú kenning, að unnt sé að greina á milli framleiðslu og dreifingar lifsgæða I þeim skiln- ingi að fyrst sé framleitt og sið- an þvi skipt, sem framleitt hef- ur verið. Hér sé þvl um að ræða eins konar hámörkunarvanda- mál I tveimur þrepum. I fyrsta lagi að hámarka verðmæti þjóðarframleiöslunnar með hagkvæmri ráðstöfun fram- leiðsluþátta og I öðru lagi að stuðla aö tekjujöfnuði meðal þegnanna með þvi að dreifa þessum lifsgæðum á sanngjarn- an hátt. Hayek bendir á, að þessi þrepaiausn fái ekki staðizt vegna þess aö þaö er ekki ein- göngu tæknilegt úrlausnarefni hvað skuli framleiða og hvernig, heldur ræðst það af verði framleiðsluþátta, þ.m.t. vinnulaunum, og verði þess, sem framleitt er. Dreifing lifs- gæða ræðst og af sömu verðum, svo að hér er 1 raun ekki um tvö aðskilin vandamál að ræða heldur einungis eitt, sem lita veröur á sem heild. Þar að auki hlýtur sú spurning að vakna, hvað sé sanngjarn hlutur hvers og eins i afrakstri efnahags- starfseminnar og hver á að skera úr um það efni? Abending Hayeks er annars ekkert nýmæli, þvl að hér er um að ræða gamalkunnugt efni, sem kemur fram I ýmsum kennslubókum I hagfræöi, t.d. Microeconomic Theory eftir þá Richard Layard, sem kennir viö Hagfræðiháskóla Lundúna og ýmsir Islendingar kannast viö, og A.A. Walters, prófessor við Johns Hopkins háskóla I Banda- rikjunum. Þess má geta að hinn siðarnefndi er nú efnahagsráð- gjafi frú Margrétar Thatcher, forsætisráöherra Bretlands. Lágmarksrikið Heimspekingurinn Robert Nozick, prófessor við Harvard- háskóla, er kynntur I itarlegri grein ritstjóra i þriðja hefti. No- Frjálshyggja: zick gat ser mikla frægð fyrir bók sina Anarchy, State and Utopia (Stjórnleysi, riki og staðleysur) sem kom út áriö 1974, en i henni eru færö rök fyr- ir þvi, að lágmarksríkið eitt sé réttlætanlegt og aö meö rikisaf- skiptum hvers konar öðrum en nauösynlegri réttargæzlu o.þ.h. sé brotið á rétti einstakling- anna. Kenningar Nozicks eru athygli veröar fyrir þá m.a., sem leiða hugann að þvi, hvert hlutverk rikisins skuli vera (á- það t.d. að reka kartöflubúð?). Af þeim leiðir, að þegar tekizt er á um, hvort ríkið skuli sinna til- teknu viðfangsefni, hvilir sönn- unarbyrðin á rikisafskiptasinn- um i þvi efni. 1 grein sinni til- greinir ritstjórinn rök Nozicks fyrir þeirri kenningu að skatt- lagning atvinnutekna, t.d. I tekjujöfnunarskyni, sé frá heimspekilegu sjónarmiði séð sambærileg við nauðungar- vinnu. Bendir Nozick og á, að skipting lifsgæöa veröi til af skiptum manna án þess að nokkur skipti þeim, og kemur þessi athugasemd vitaskuld heim og saman við ábendingu Hayeks. Samfélagsfræði Á síðustu árum hefur mönn- um oröið tiðrætt um kennslu og skólamál á Islandi. Hefur ýms- um þótt skorta á að tiltekinn hópur manna, sem fæst viö kennslu i skólum landsins, gætti fyllstu sanngirni við miölun þekkingar til nemenda sinna. 1 þessu sambandi hefur verið bent á, að ýmis kennslurit, sem skólanemendum er gert að lesa, stæðust varla lágmarkskröfur, sem gera verður um efnistök og áherzlu á það, sem kalla má viðurkennda vísindalega þekk- ingu innan hverrar greinar. Annað hefti Frelsisins er helgaö þessu máli, og hefur aö geyma greinar eftir Þorvald Búason, eðlisfræðing annars vegar og ritstjóra timaritsins hins vegar um kennslubækur Glsla Páis- sonar, Samfélagsfræði, og Joa- chims Israels, Samfélagið. Greinar þeirra Þorvaldar og Hannesar verður að telja gagn- merkt framiag til umræðu um þessi mál þvi að i þeim er á skipulegan og fræöilegan hátt fjallað um efnismeðferð kennslurita þessara. Rakinn ér fjöldi dæma úr kennslubókunum tveimur um að beinlinis sé hall- að réttu máli, villandi upp- lýsingar gefnar um staðreyndir og áherzla lögð á kenningar sem orðið hafa aö víkja fyrir öðrum nýrri og hljóta þvl að teljast úr- eltar. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ekki sizt foreldrum og ábyrgum skólamönnum, að tlma nemenda sé sóað með þvi að skylda þá til að nema grein eins og „samfélagsfræöi”, sem litið viröist hafa fram aö færa til visindalegrar þekkingar, þegar aökallandi er aö styrkja nem- endur i Islenzku og islenzkum fræðum, raungreinum og fleiri greinum þar sem rökhugsunar er krafizt. tslenzkir stúdentar þurfa margir hverjir aö keppa við erlenda um skólavist og námsstyrki og þá reynir á þekk- ingu i alvöruvlsindum en ekki hjáfræöi. Patentlausnin Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaöur, reifar i þriðja hefti hugmyndir sinar um hvernig Islendingar eigi að brjótast út úr vitahring verð- bólgunnar. Það er ekki á hverj- um degi sem alþingismenn setja fram yfirgripsmiklar tillögur um efnahagsmál. Hugmyndir Eyjólfs Konráðs eru allrar at- hygli veröar, og vlst er, að margt myndi horfa til betri veg- ar, yrði þeim hrundið I fram- kvæmd. Flestir ættu að geta tekiö undir, aö ekki verður sigr- azt á verðbólguvandanum nema tekið verði á málum af kjarki og festu. Undir það skal og tekið, að brýnt er, að svo verði búið um hnúta, að islenzka krónan verði alvörugjaldmiðill, og þá skráður sem slikur á alþjóðleg- um gjaldeyrismarkaöi og skiptanlegur yfir i hverja þá er- lendu mynt, sem vera skal. Það ætti heldur ekki að vera ágreiningsefni, að verðlags- ákvæði þau, sem innflutnings- verzlunin er ofurseld eru meö þeim hætti aö óhagkvæm inn- kaup og hátt vöruverð hljótast af. Heilbrigt efnahagslif fær hvergi þrifizt nema þar sem verzlun fær að starfa án þess, aö lagðar séu á hana höft og höml- ur. Sá dagur kemur, að verð- myndun verður gefin frjáls á Is- landi, en þangað til munu neyt- endur bera kostnaö af þeim verðlagshöftum, sem nú rfkja. Undirritaður er ósammála skoðunum Eykons á vaxta- stefnu þeirri, sem nú hefur veriö fylgt um hrlð. Hver vill hverfa aftur til þess tima, þegar lán voru ekki lán heldur styrkir eða gjafir? Vitanlega bregður þeim við, sem áður nutu sllkrar fyrir- greiðslu en þurfa nú að endur- greiða lán i raunviröi. En það er aumur atvinnurekstur, sem ekki þrifst nema studdur af verðbólgugróða, gripnum úr vasa sparifjáreigenda, t.d. aldraðra, sem lagt hafa fé sitt fyrir til elliára. Fjárfesting, sem ris ekki undir verðtryggö- um afborgunum meö sann- gjörnum vöxtum getur naumast talizt arðbær. Sllk fjárfesting er skrankaup, svo að notað sé orð, sem Eykon beitir af öðru tiiefni. Eyjólfur Konráð gerir grein fyrir patentlausn sinni með þessum orðum: „En hvort sem menn telja þessa skatta (þ.e. óbeina skatta — innsk. ö.l.) of háa nú eða ekki, segir mér svo hugur um, að enginn lifsins leið verði að rota verðbólguna og þvi siður að ná henni niður I áföng- um, ef ekki verður gripið til þeirra ráða að lækka þá, svo að veröhækkunum linni. Heppilegt væri áreiðanlega að lækka þessa skatta i áföngum, hvort heldur væri að ræða „tlma- bundna” vörugjaldið, benzln- skatta, tolla eða söluskatt og Iryggja kaupmátt launa með þeim hætti, þó laun hækkuðu ekki.” Undirritaður er sammála Eyjólfi Konráð um nauðsyn skattalækkana, og vlst er, að óhóf I útgjöldum rlkissjóðs get- ur kynt undir verðbólgu. En sé ráöizt I slikar aðgerðir án þess að jafnframt sé dregiö úr um- svifum ríkisins er hætt við, að árangur i baráttunni gegn verð- bólgu yrði takmarkaður, þvi skattalækkun ylli auknum um- svifum einkaaöila, og heildar- eftirspurn I hagkerfinu ykist aö öðru óbreyttu. Ef gert er ráð fyrir, að dregið veröi úr rlkisút- gjöldum að einhverju marki til að mæta tekjumissinum, sem af skattalækkunum hlytist, skiptir höfuömáli hvernig greiðsluhalli rikissjóðs er fjármagnaður. Aukin seölaútgáfa er ávisun á aukna verðbólgu. Eykon leggur til, að hallinn verði fjármagnaö- ur meö sölu rikisskuldabréfa, og hann á áhrifamikla bandamenn sem mæla meö þeirri aðferö, þegar greiðsluhalli er óhjá- kvæmilegur á annað borð. Hag- fræöingurinn Milton Friedman er einn þeirra, og ritar hann t.d. um þetta efni i timaritiö News- week 23. febrúar á þessu ári þar sem hann bendir á, að ekki eru einhlit tengsl milli greiösluhalla rikissjóös og verðbólgu. Fried- man tilgreinir þá staðreynd, að greiðsluhalli rikissjóös Banda- rikjanna nemur milli 2-3% af þjóöartekjum. Samsvarandi tölur fyrir Japan og Þýzkaland eru 6 af hundraði og 2 af hundr- aði. Samt sem áður er verð- bólga minni I báðum þessum löndum en i Bandarikjunum. Meö verðbólgu er venjulega átt við almenna og varanlega hækkun verðlags. Skatta^ækkun sú, sem patentlausn Eykons snýst um, kynni vissulega aö stuðla að tlmabundinni lækkun verðlags, en það er álitamál, Ólafur isleifsson/ hag- fræöingur, skrifar hér ritdóm um Frelsið/ 1. ár- gang, sem gefið er út af Félagi frjálshyggju- manna. hvort hún drægi úr hraða verð- bólgunnar og hversu varanleg áhrif þessarar aðgeröar yröu. Hér gefst ekki tóm til að ræða frekar tillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar, en bent á, að I kjöl- far þeirra I þriöja hefti Frelsis- ins fylgir greinargóð umsögn Jónasar H. Haralz. I sama hefti ritar Ólafur Björnsson um Ludwig von Mises, einn leiðtoga austurriska skólans i hagfræði, sem mun i hópi fremstu hugmyndafræð- inga frjálshyggju og gagnrýn- enda sósialisma á öldinni. Björn Bjarnason, lögfræðingur ritar þar og fróðlega grein um ræöur og ritgeröir Jóhanns Hafstein, forsætisráðherra. Af öðru efni fyrsta árgangs má nefna ljóð Matthlasar Johannessen og smærri pistla eftir ýmsa höfunda. Ritdómar um innlendar og erlendar bækur skipa veglegan sess I Frelsinu I samræmi við stefnu þess að safna og miöla upplýsingum um frjálshyggju og andstæöu henn- ar, sósíalismann I hvaða mynd sem hann birtist. Nokkurrar kerskni gætir I garð andstæö- inga Frelsisins I tilteknum dálk- um þess. Færi betur að takast á við þá með rökum og af um- burðarlyndi, enda háttur sá sigurstranglegri og málstað Frelsisins sæmandi. Byltingar-samhyggju- menn eða kommúnistar Ekki verður fjallað um tíma- ritið Frelsið öðruvisi en að víkja að orðanotkun ritstjóra þess. Hann virðist vilja vlkja oröun- um kommúnismi, sóslalismi, nazismi og fasismi úr málinu og taka i þeirra stað upp oröin bylt- ingar-samhyggja um kommún- isma, lýöræöis-samhyggja um sósial-demókratisma og þjóö- ernis-samhyggja um nazisma og fasisma. Undirritaður telur nýyrði ritstjórans hafa tvo kosti. 1 fyrsta lagi gefa þau til kynna að umræddar stjórn- málastefnur eru allar greinar af sama meiöi, og i öðru lagi eru þau islenzkulegri en gömlu orð- in. Það, sem mælir á móti þeim og undirritaöur telur vega þýngra á metunum, er að þau gömlu hafa unnið sér þegnrétt I málinu, sem skapazt hefur af hefð og þvi, að þau falla að beygingarkerfi tungunnar. Ný- yröin eru löng og þung I vöfum eins og^tift er um laust samsett- ar orðmyndanir. Sum hinna er- lendu orða hafa þar að auki ver- ið þýdd á islenzku og eru ásamt þeim útlendu notuð jöfnum höndum. Þá hafa gömlu oröin öðlazt hefð i stjórnmálaum- ræðu, enda hafa nýyrði ritstjór- ans enn ekki breiðzt út að neinu ráöi. Er Vilmundur frjáls- hyggjumaður? Það mun ekki skoðun útgef- enda Frelsisins aö frjálshyggja eigi að vera eitthvert einkamál Sjálfstæðisflokksins heldur vilja þeir vinna henni fylgi innan lýð- ræðisflokkanna allra. Víst er aö frjálshyggja á þeg- ar fylgismenn I öllum lýöræðis- flokkunum, einkum meðal yngri raanna. Er þess skemmst aö minnast að stórsigur Alþýðu- flokksins i kosningunum 1978 átti að hluta til rætur aö rekja til baráttumála hans, sem mörg hver má telja i anda frjáls- hyggju. Þar má nefna .t.d, aö þeir mæltu gegn gegndarlausri opinberri fjárfestingu og boöuðu að ráðizt yrði gegn þeim ein- okunarhringjum, sem eru að verða til I landinu. Alþýðu- flokksmenn skynjuöu þá, að stefna frelsis I atvinnu- og efna- hagsmálum á vaxandi fylgi að fagna með þjóðinni og þeir upp- skáru I samræmi við þaö. Hvort þeir bera gæfu til aö fylgja sömu stefnu i framtiðinni er annað mál, en um þaö viröist nú m.a. deilt innan flokksins. Fullsnemmt er að spá um þau áhrif, sem útgáfa þessa timarits kann að hafa á Islenzka stjórn- málaumræðu, enda hóf Frelsið ekki göngu sina nema fyrir rúmu ári. Þó hlýtur hið nýja blað Vilmundar Gylfasonar, al- þingismanns og ritstjóra, að falla frjálshyggjumönnum vel i geb, enda er I fyrsta tölublaði lögð áherzla á tvö baráttumál frjálslyndra manna, lýðræöi i verkalýðshreyfingunni og frjálsan útvarpsrekstur. Hljóta þeir að fagna þessum samherja i baráttunni fyrir atvinnufrelsi og einkaframtaki. Lokaorð Greinar i Frelsinu eru yfir- leitt á prýðiiegu máli og prent- villur eru fáar. Greinarhöfund- ar leggja þunga áherzlu á að flytja mál sitt á yfirvegaðan og vel rökstuddan hátt. Mjög er vandað til ytra útlits, pappfr er góöur og kápa glæsileg. En þótt undirritaður geri sér grein fyr- ir, að auglýsingar hljóti að vera einn helzti tekjustofn útgáfunn- ar ásamt áskriftargjöldum, þykja honum þær hvimleiöar svo dreifðar sem þær eru um ritiö. Það er engum blööum um það aö fletta, að full þörf var á að frjálsiyndir lýðræöissinnar eignuðust tlmarit, einkum eftir aö Eimreiðin hætti göngu sinni. Hér er kominn vettvangur fyrir áhugamenn um efnahags- og stjórnmál og ættu einnig hag- fræðingar og stjórnfræðingar t.d. að geta ritað i Frelsið fræði- legar greinar um sérstök hugðarefni sin. Er og ekki að efa að ýmsir hildir verða háðir á siðum Frelsisins I framtfðinni milli frjálslyndra og stjórn- lyndra. Menn geta verið sammála þvi sem I ritinu stendur eða ósam- mála eftir atvikum en þeir, sem ætla að. fylgjast með stjórn- málaumræðu af alvöru, komast vart hjá að lesa það. Þetta rit er róttækt I beztu merkingu þess orös. Ný gero af róttækm?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.