Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 27. ágiist 1981 Fimmtudagur 27. ágúst VÍSIR Logín um biskupskjor endur- skoDuö á kirkjubinginu 02? Ný lög um biskupskjör tóku gildi 1. janúar siðastliðinn og á sama tima féllu úr gildi fyrri lögin, sem voru frá árinu 1921. Það var Ármann Snævarr, sem samdi nýju lögin. Þau fóru fyrir sið- asta kirkjuþing, er haldið var i októ- ber i fyrra og samþykkt þar. Siðan lá leið þeirra fyrir Alþingi og þar voru þau keyrð i gegn og afgreidd. Þótti sumum sem nokkur fljóta- skrift væri á afgreiðslunni og mun meðal annars hafa komið til álita, hvort þau ættu að taka gildi fyrir ný- afstaðnar biskupskosningar. Lögin hafa nokkuð verið gagnrýnd og þá einkum fyrir, hversu biskups- kjörið er þungt i vöfum og tekur yfir langan tima. Hafa jafnvel verið uppi raddir meðai kirkjunnar manna, að fyrsta verkefni næsta kirkjuþings, sem haldið verður haustið ’82, verði einmitt endurskoðun á lögunum. Visir leitaði álits nokkurra leik- manna og prestslærðra á lögunum um biskupskjör. .Löðunum álátr seglr formaöur Prestafélagslns „Þessum lögum er áfátt um ýmislegt, enda afgreidd i mikl- um flýti”, sagði séra Þorbergur Kristjánsson, formaður Presta- félagsins, ,,en þau eru i gildi og eftir þeim hljótum við að fara. Það sem mer finnst einkum á- fátt er til dæmis, að mér finnst óeðlilegt, að i seinni umferð sé kosið um þrjá menn. Þegar svo er, getur sá sem fer með sigur af hólmi ekki fengið nema um 34 prósent atkvæða. Þá finnst mér kjörið taka allt of langan tima og það hlýtur að vera mjög erf- itt fyrir þá sem i þessu standa.” — Att þú von á, að þessi lög verði tekin til endurskoðunar á kirkjuþinginu '82? „Það þori ég ekki að segja neitt um, en ég hef heyrt að sumir hafi hug á þvi. Auövitað eru allir ekki á eitt sáttir og lengi má betur gera. Annars finnst mér ýmislegt brýnn i i málum kirkjunnar, sem taka ætti fyrir á kirkjuþingi en þessi lög, þar sem nýbúið er aö kjósa nýjan biskup”. — Hvert er þitt álit á þvi að kjósa biskup i almennum kosn- ingum? „Það teldi ég mjög hæpið og ég held að það sé ekki ýkja mik- ill áhugi á þvi. Ég minnist þess til dæmis að þetta bar á góma á siðasta kirkjuþingi og einnig þar áður og meirihluti leikmanna, sem þar sátu, höfðu ekki áhuga á þvi á þeim for- sendum, að leikmenn þekktu takmarkað til prestastéttar- innar i heild. Og það væri sist til framdráttar málefnum kirkj- unnar, að fara að bitast um embætti eins og þetta á opinber- um vettvangi”, sagði séra Þor- bergur. —KÞ Þurfa enflur- skoðunar við ii ii - segir Þðrir Kr. ÞórDarson „Þetta eru mjög umdeild lög, vegna þess hve langan tima Kjðrið tekur of langan tfma ii - en annars eru iögin ágæt,” seglr séra Halldór Gröndal „Mér finnst lögin ágæt og i raunlitiðútá þau að setja nema helst það, að biskupskjör tekur of langan tima, enda hefur reynslan verið vægast sagt slæm aö þvi leytinu sé litið til siðustu vikna og mánaða. Þá þætti mér eðlilegra að kjósa um tvo i seinni umferðinni”, sagði séra Halldór Gröndal, sóknar- prestur i Grensásprestakalli. — Attu von á að lögin veröi tekin fyrir á kirkjuþinginu aö ári" „Já', ég geri fastlega ráð fyrir þvi”. — Hvað segir þú um þá hug- mynd að kjósa biskup i almenn- um kosningum? „Þvi svara ég alfarið neit- andi. Ég vil til dæmis ekki láta neinn kjósa prest nema alvöru- trúað fólk, og öðrum kemur kirkjan ekki við, og það vil ég heimfæra upp á biskupskjör. Biskupinn er fyrst og fremst prestur prestanna og þvi á al- menningur ekkert með að kjósa biskup”, sagði séra Halldór Gröndal. —KÞ tekur að kjósa biskup, annars hef ég ekki kynnt mér þau alveg nógu vel til að dæma sjálfur”, sagði Þórir Kr. Þórðarson, prófessor i guðfræðideild, i samtali við Visi, „en lögin eru tilkomin i miklum flýti og ég held það sé brýnt að rannsaka þau að nýju með reynslu siðustu daga i huga”. — Hvert er þitt álit á þvi að kjósa biskup i almennum kosn- ingum? „Það er ekki framkvæman- legt. Það eru ekki allir lands- menn i kirkjunni, svo það kemur ekki til greina. Ég held lika, að við sem erum i kirkj- unniættum að fela kosninguna i hendur okkar prestum og kjör- mönnum, annað er of viða- mikið”, sagði Þórir Kr. Þórðar- son. __kþ u Lðgin ekki nógu vandlega unnin segir sóknarpreslurinn I Stykkishólml pf „Mér virðast lögin ágæt, þótt þau hafi kannski ekki verið nógu vandlega unnin”, sagði séra Gisli Kolbeins, sóknarprestur i Stykkishólmi i samtali við Visi, „en það sem virðist vera að ger- ast núna i sambandi við biskupskjörið snertir alls ekki lögin sjálf.” — Finnst þér eigi að kjósa biskup i almennum kosningum? „Ég er nú ekki viss um, að það yrði kirkjunni til góðs”, sagði séra Gisli. —KÞ Kjðr og starfsvettvang- ur biskups Biskupsembættið hefur löng- um verið mikið tignarembætti, en hver skyldi starfsvettvangur hans vera og hvaða laun þiggur hann fyrir? Biskup Islands hefur i dag 19.900 krónur á mánuði, auk þess sem hann hefur embættis- bústað til umráða að Bergstaða- stræti 75 i Reykjavik. Starfsvettvangur biskups er mjög breiður. Hann er höfuð kirkjunnarog talsmaður hennar út á við. Hann fer um landið og heimsækir að meðaltali eitt pró- fastsdæmi á ári og fylgist með ástandi kirkna og starfi safn- aða. Hann er formaður kirkju- ráðs og forseti kirkjuþings, en kirkjuráð er framkvæmdaraðili kirkjuráðs. Þá hefur hann tveggja tima viötalstima á degi hverjum á biskupsstofu og hefur umsjón méð öllum sjóðum er embættinu tilheyra. Éinnig er hann hirðir sinna presta. Hann starfar mikið i samvinnu við ráöuneytin og oft er leitað til hans vegna ýmissa reglugerða og laga er gerð eru. Hann þarf að fylgjast með öllu, sem gerist i kirkjumálum i heiminum, og þarf að sjá til þess að þjónusta kirkjunnar sé sem breiðust. Hann leysir presta frá störfum og sér um að auglýsa embætti. Þá má heita, að hann prédiki að meðaltali annan hvern sunnu- dag. —KÞ - visir heimsækir dagheimilið i Læklarási og ræðir við Magnús Kristinsson formann Styrktarfðlags vangefinna Leikfimisalurinn i Lækjarási. „Likamsrækt veröur stór hluti al startseminni hér”, sagöi Magnús. 15 vtsnt Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að nú er ár fatlaðra og er vel. Fatlaðir eru minnihluta- hópur i þjóðfélaginu og margir hafa barist fyrir réttindum fatlaðra, þeir sjálfir aðstandendur.þeirra og enn aðrir sem láta vandamál þeirra sér fyrir brjósti brenna. En einn er sá hópur fatlaðra sem ekki getur barist fyrir rétt- indum sinum og umbótum sér til handa en það eru þeir fjölfötluðu, vangefnu sem oft eru fatlaðir bæði likamlega og andlega. En vangefnir eiga sér sina málsvara og er helst þar að nefna Styrktar- félag vangefinna. 1 þeim félags- samtökum i Reykjavik eru um 2600 félagsmenn, sem flestir eru aðstandendur vangefna. Og nú á ári fatlaðra er i mörg horn að lita hjá félaginu, miklar byggingar- framkvæmdir standa yfir á þess vegum og ein þeirra er i Lækjar- ási.sem á að verða dagheimili fyrir fatlaða. Visir lagði leið sina þangað til að skoða framkvæmdir og til að kynnast þvi mikla starfi sem Styrktarfélag vangefinna i Reykjavik hefur með höndum i ár. I förinni var Magnús Kristins- son formaður félagsins, en það hefur hann verið siðastliðin sex ár. Áhersla á framkvæmd- ir. „A þessu ári hefur verið lögð áhersla á miklar framkvæmdir” sagði Magnús þegar i Lækjarás var komið. „Það er þrennt sem við stefnum að. t fyrsta lagi opn- un þessa dagheimilis. Hér verða 26 til 30 unglingar og fullorðnir milli klukkan 9 og 17 á daginn. Helst verða þetta einstaklingar sem litla sem enga þjálfun hafa hlotið, en hér hljóta þeir þá þjálf- un sem skort hefur á og nauðsyn- legan lærdóm til að undirbúa sig úti þjóðfélagið. Þvi allir geta eitt- hvað lært en hjá þessum einstakl- ingum gerist það ekki nema með góðri þjálfun. Svo i öðru lagi þá er verið að reisa hér við Lækjarás verndaðan vinnustað fyrir van- gefna. Þangað koma einstakling- ar sem verið hafa i Bjarkarási, sem hér er við hliðina, og eru undir það búnir að fara að vinna að einhverri léttri framleiðslu sem á vinnustaðnum verður. 1 siðasta lagi er stefnt að Þjálfun- arskóla við Lyngás en hann er að heita má fullrisinn.” Stefnt er að þvi að taka Lækjar- ás i notkun i haust og til að byrja með geta um fimmtán einstakl- ingar verið þar og munu sex starfsmennstarfa þá i Lækjarási. En þegar fram i sækir verður hann sem fyrr sagði fyrir allt að þrjátiu einstaklinga. Biðiistar hverfa. „Þegar þetta húsnæði kemst i gagnið verður staðan vonandi þannig að það verður ekki lengur biðlisti eftir plássi á dagheimilinu fyrir vangefna. Eins og er eru mikil þrengsli á hinum heimilun- um, sérstaklega i Lyngásheimil- inu, og það er alveg stórkostlegt hvernig tekist hefur að leysa þann vanda hingað til”, sagði Magnús. Til að undirbúa einstaklingana sem best undir það að lifa sjálf- stætt i þjóðfélaginu er lögð áhersla á að sem mest hreyfing sé á þeim milli heimilanna eftir þvi sem þjálfun þeirra vex og sjálfs- traustið eykst. „Þaufásjálf að velja og hafna með okkur og með þvi er sjálfs- traust þeirra byggt upp.” sagði Magnús. „Og þvi fyrr sem þeir hljóta meðferð og þjálfun þvi betra. Þetta heimili hefði aldrei þurft að byggja ef þeir einstakl- ingar sem hér koma til með að vera hefðu hlotið þjálfun fyrr á æfinni.” Framkvæmdir á Lækjarási hófust fyrir tveimur og hálfu ári og er byggingarkostnaður kom- inn i um það bil 270 milljónir gamalla króna. Styrktarfélag vangefinna hefur greitt um 70 milljónir króna og Fram- kvæmdarstjóður öryrkja og þroskaheftra um 200 milljónir króna. Sá sjóður var stofnaður til að reisa byggingar yfir vangefna og hefur hann um 2 milljarða gamalla króna til umráða á þessu ári til framkvæmda um allt land. Það fé ber einnig kostnað vegna áerkennslu og endurhæfingar vangefinna. Góð aðstaða. Lækjarás er 620 fermetra hús- næði. 1 þvi er borðstofa og eldhús, setustofa til föndurs og afþrey- ingar, aöstaða fyrir lækni og skoðunarherbergi, tvær kennslu- stofur og leikfimisalur. Svo er verndaði vinnustaðurinn i sér álmu sem er viðtengd aöalhús- næðinu. „Aðstaðan hér veröur mjög góð” sagði Magnús. „Þetta er bjart og rúmgott hús. Leikfimi- salurinn er stórt skref fram á við i svona húsnæði en likamsrækt verður stór hluti af starfseminni hér.” En peningar til byggingar sem þessarar og til reksturs á heimil- unum eru ekki hristar fram úr erminni. Styrktarfélag vangef- inna i Reykjavik fær daggjöld frá rikinu en þau diga ekki til og til að endar nái saman rekur félagið happdrætti. „Það sem oft ræður úrslitum hjá okkur er það að við höfum haft mjög mikinn velvilja fólks. Félagið hefur íengið áheit og gjafir. Sem dæmi um fórnfýsi sumra manna þá er einn ellilifeyrisþegi sem gefur félag- inu allan sinn ellilifeyrisstyrk óskertan. Til okkar kemur hann mánaðarlega meö styrkinn þó bláfátækur sé. Hann vinnur sjálf- ur enn og segist glaður gefa styrkinn, þvi hann sé svo þakklát- ur yfir þvi að geta unnið svona lengi.” sagði Magnús. Reka nú fimm stofnanir Peninganna er ekki vanþörf þvi Styrktarfélagið i Reykjavik rekur fimm stofnanir og er Lækjarás sú sjötta. I Auöarstræti 15eru 11 ein- staklingar i sambýli og i Siglu- vogi sex einstaklingar. t þessi sambýli fara einstaklingarnir þegar þeir eru aö mörgu leyti færir um aö standa á eigip fótum og þar hljóta þeir smáhjálp og eru undir eftirliti Styrktarfélagsins. Siðan er það sem fyrr sagði Lyngás, sem er dagheimili fyrir yngri börn, 5-18 ára. Þá er það Bjarkarás sem er þjálfunar- og skóladagheimili, og dvelja þar nú 48 einstaklingar á aldrinum 16 ára til rúmlega fimmtugs. Og sið- an er það Rjóður, sem er sumar- bústaður i Kjalarnesi og dvelja þar vistmenn frá Skálatúni, Kópavogshæli og Læk. Lækur er aFþreyingardeild sem er i tengsl- um við Bjarkarás og vinna þar vistmenn afþreyingarstörf og ýmis létt verkefni. Fimmtiu á launaskrá Hjá Styrktarfélaginu i Reykja- vik eru rúmlegá 100 börn og unglingar á dagheimilum og um fimmtiu manns á launaskrá. Yngstu einstaklingarnir sem koma inn til þjálfunar eru þriggja ára en sá elsti sem þar er nú er 57 ára gamall. Styrktarfélag van- geiinna var stofnaö 23. mars 1958 og er þvi 23 ára gamalt á þessu ári. „Rikið hefur tekið viö sér á sið- ustu árum hvaö varðar málefni vangefinna”, sagöi Magnús. „Nýju lögin um aöstoð viö þroskahefta sem tóku gildi 1. janúar siöastliðinn eru spor i rétta átt. Og þegar maður sér ár- angurinn af starfi sinu, til dæmis hafa þeir einstaklingar sem eru i Bjarkarási þroskast mjög mikið á þessum tiu árum sem það heimili hefur veriö starfrækt, þá eykur þaö manni bjartsýnina. Það sýnir aö viö höfum vanmetið þessa ein- staklinga lengi hingað til. Van- gefnir eru ekki sjúklingar. Þetta er frekar ástand en sjúkdómur. Og þróunin er sú aö vangefnir einstaklingar munu hljóta nægi- lega þjálfun og kennslu til að fara að búa i litlum sambýlum og geta þá oröiö þjóöfélaginu til gagns. I framtiðinni veröa ekki starfrækt eins stór heimili og Kópavogs- heimiliö, Skálatún og Sólborg á Akureyri. Verndaðir vinnustaðir veröa vonandi i framtiðinni margir þar sem vangefnir fá tækifæri til að vinna þjóðfélaginu til gagns um ókomna framtiö, ef útséö er um aö þeir komist ekki út á venjulegan vinnumarkað. Þvi það þarf að húgsa um það hvað veröur um þá fullorðnu þegar for- eldrar þeirra falla frá”. Þjálfunarskóli i Lyngási Það var ekki staðar numið heldur farið að Lyngási en Magn- ús ætlaði aðeins að kynna fyrir okkur nýja þjálfunarskólann sem þar er nær íullrisinn. Hann er byggður við dagheimilið sem þar er. Þjálfunarskólinn i Lyngási er byggöur af Menntamálaráðu- neytinu og tekur hluti af honum til starfa i desember komandi. Hann er byggöur fyrir 40 börn á aldrin- um 4-18 ára, og er hann sérhann- aður fyrir vangefna. 1 honum eru litlar kennslustofur, fyrir 4-6 ein- staklinga i einu, leikfimisalur og sundlaug til þjálfunar. Þjálfunarskólinn i Lyngási er ætlaður fyrir börn i Lyngási og aðra meöan aö húsrúm leyfir. Magnúsi Kristinssyni formanni Styrktarfélags vangefinna i Reykjavik er þökkuð samfylgdin og félaginu árnað heilla. — HPH Þjálfunarskólinn I Bjarkarási er reistur af Menntamáiaráðuneytinu en er eitt af þeim verkefnum sem .Styrktarfélag vangefinna I Reykjavik hefur iagt áherslu á að taki til starfa nú á ári fatlaðra. Þar njóta 40 börn og unglingar þjálfun og kennslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.