Vísir - 27.08.1981, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 27. ágúst 1981
VÍSIR
Evrónumetlö lauk
í fvrstu tilraun
Jón ráll Sigmarsson bætti metið sitt í réttstöðulyftu
um 7,5 kg í Jakaúólí i gærkvöldí
Jón Páll Sigmarsson lyftinga-
kappi úr KR setti nýtt Evrópu-
met i réttstöðulyftu á kraft-
lyftingamóti i „Jakabóli” i gær-
kvöldi. Jón Páll lyfti þar 360 kg i
fyrstu tilraun, sem er 7.5 kg yfir
gamia Evrópumetinu, en það átti
hann sjáifur frá I vor.
Þrir kraftlyftingamenn tóku
þátt i þessu móti sem haldið var
ma til að prófa hvar menn stæðu i
réttstöðulyftu fyrir Norðurlanda-
mótið, sem verður i Sviþjóð i
næsta mánuði. Tóku þeir allir
byrjunarþyngdir i hnébeygju og
bekkpressu til að allt væri löglegt,
en lögðu þess i staðlallan kraft i
réttstöðulyftuna.
Skúli Öskarsson UIA byrjaði á
þvi að lyfta 280 kg i 82.5 kg flokki
og fór siðan i 315 kg, en Islands-
metið i þeim flokki er 310 kg. Var
Skúli kominn langleiðina upp með
hlassið, þegar gripið á stönginni
gaf sig og varð hann þvi að láta i
minni pokann i þetta sinn.
Hörður Magnússon KR keppti i
100 kg flokki og setti persónulegt
met með þvi að lyfta 300 kg, en
hafði lyft mest áður 295 kg. Þá tók
Jón Páll við og byrjaði á Evrópu-
metinu — 360 kg — og reyndi
siðan við 370 kg, en náði þvi ekki
upp.
—klp—
4
Visir var að sjálfsögðu með ljósmyndara á staðnum þegar Jón
Páll Sigmarsson setti Evrópumetið I gærkvöldi —og hér er það.
Visismynd Friðþjófur.
Aibióða unglinga-golfmótið í Belgíu:
Steinunn
Sólveig
- komust í A-riðilinn
Þær Sólveig Þorsteinsdóttir
J GR og Steinunn Sæmundsdóttir
J GR komust báðar i A-riðil á Al-
• þjóða unglingamótinu i golfi,
I sem haldið er a' Royal golfvell-
I inum i Brussel i Belgiu þessa
I dagana, en forkeppninni iauk
I þar í gær.
I Sólveig lék 36 holurnar á 91:-
j 85= 176 en Steinunn á 89:90= 179
j og urðu þær I 30. og 32. sæti.
j Nægði það þeim til að komast í
IA-riðil, en þar er leikinn holu-
keppni með útsláttafyrirkomu-
| lagi.
Magnús Ingi Stefánsson GN
var bestur af islensku piltunum
— lék á 77:86 = 163 höggum og
var 4 höggum frá að komast i A-
riðilinn. Leikur hann þvi i B-
riðli ásamt hinum íslensku pilt-
unum, sem léku sem hér segir:
Páll Ketilsson GS 80:86= 166,
Asgeir ÞóröarsonGN 84:89= 173
og siðan kom Helgi ÓlafssonGR
á82:93eða samtals 175 höggum.
Var islenska liðið i 13. sæti af 16
þjóðum i þessari forkeppni.
— klp—
J
Steve
Ovett
endurbætti
heimsmetið
Bretinn Steve Ovett endur-
heimti heimsmet sitt I milu-
hlaupi I gærkvöldi i Koblanz i V-
Þýskalandi, aðeins viku eftir að
Sebastian Coe frá Bretlandi,
ha fð te kið það af honum i Zurich
i Sviss.
Ovett fékk timann 3:40,30
min. Yfir 22 þús. áhorfendur sáu
hlaupið og fékk Ovett tvo
„héra” til að aðstoða sig við
það. Bretinn Bob Benn hélt uppi
hraðanum i byrjun, en sfðan
Bandarikjamaðurinn James
Robinsson siöar.
-SOS
V________________J
Þróttur
gegn
Kristienstad
Bikarmeistarar Þróttar i hand-
knattleik mæta Kristienstad frá
Noregi i Evrópukeppni bikar-
meistara i handknattleik. Viking-
ar sitja yfir i 1. umférð EM-
meistaraliðs og FH-ingar i IFH-
keppninni.
Asgeir fékk
gðða dóma
begar Bayern lagði Dusseldorf að vellí 2:1
í gærkvöidi
Ásgeir Sigurvinsson lék sinn
annan leik með Bayern Munchen
i „Bundesligunni” í gærkvöldi,
þegar Bayern lagði Fortuna
Dusseldorf að velli (2:1) I Dussel-
dorf. Ásgeir kom inn á sem vara-
maður f’yrir Bernd Durnberger
snemma i leiknum og fékk hann
frábæra dóma i v-þýska sjón-
varpinu, sem sýndi frá leiknum I
gærkvöldi. Asgeir lék á hægri
vængnum og sagði þulurinn að
Ásgeir væri meö mjög góða
knattmeðferð og hefði hann gott
auga fyrir samleik — og þá væru
sendingar hans stórkostlegar.
Dusseldorf var á undan til að
skora — Rudiger Wenzel skoraði
markið, en Wolfgang Kraus jafn-
aði fyrir Bayern og siðan skoraði
Kiter Hoeness sigurmarkið — 2:1,
hans 5. mark i „Bundesligunni”.
Úrslitin urðu annars þessi i V-
Þýskalandi i gærkvöldi:
Nurnberg — Hamburger.......0:3
Keiserlaut — Stuttgart.....3:2
Karlsruher — Bielefeld.....2:1
Braunschw.—M’gladbach ...0:1
Dusseldorf — Bayern.......1:2
Bremen — Leverkusen ......0:0
Darmstadt — Bochum........2:0
1. FC Köln — Frankfurt....2:1
Dortmund — Duisburg.......2:1
Bayern er nú eina liðið með 8
stig, þar sem Stuttgart og
Bochum töpuðu.
Janus Guðlaugsson og félagar
hans gerðu jafntefli 1:1 við Hess-
• ASGEIR SIGURVINSSON.
en Kassel á útivelli, sem er miög
S°u- — SOS
Strákarnir töpuðu
í Færeyjum
t fyrsta sinn I sögunni tókst
Færeyingum að sigra Island i
unglingalandsleik I knatt-
spyrnu, er þjóöirnar mættust I
gærkvöldi i Klakksvik f Færeyj-
um.
Lokatölurnar urðu 2:1 heima-
mönnum i vil eftir að Islending-
ar höfðu komist 1:0 i fyrri hálf-
leik. Mjög slæmt simasamband
var við Færeyjar í gærkvöldi og
fengum við þvi heldur litlar
fréttir af leiknum. Liðin mætast
afur á föstudaginn og verður þá
leikið i Þórshöfn.
— klp —
Stuttar
fréttir
• McLeod rekinn
irá Motherwell
Ally McLeod, fyrrum lands-
liðscinvaldur Skotlands, var
rekinn frá Motherwell i gær-
kvöldi, en félagið hafði tapað
fyrstu fimm leikjum sinum i
skosku deiidarbikarkeppninni.
— SOS
• Arnör er ekkl
orðlnn góður
Arnór Guðjohnsen lék ekki
með Lokeren f belgisku 1. deild-
inni i knattspyrnu i gærkvöldi,
en þá mætti Lokeren nýliðunum
f deildinni Mechelen og sigraði
2:1.
Amór er rifbeinsbrotinn og
lék þannig með Lokeren um sið-
ustu helgi, eftir að læknir hafði
gefið honum sprautu til að lina
mestu þjáningarnar. —Klp—
• Guðrún með
íslandsmet
I kúluvarpl
Gurðrún Ingólfsdóttir, KR,
setti nýtt isiandsmet í kúluvarpi
kvenna á innanfélagsmóti KR á
Varbjarnarvelli, þegar hún
kastaði kúlunni 14.21 m. Guðrún
átti sjálf eldra metið. —SOS
• Heine Otto
til „Bopo”
Bobby Murdoch, fram-
kvæmdast jóri Middlesbrough,
keypti Hollendinginn Heino Otto
frá Twente Enschede i gær á 125
þús. pund. Otto er miðvallar-
spilari.
Nottingham Forest gerði
jafntefli 0:0 við Napolí á Itallu i
vinnáttuleik, en Manchester
City tapaðiafturá mótifyrirAC
Milan — 0:1. —SOS
• Diaz skoraðl
eftlr 30 sek.
Argenti'numenn lékusinn annan
leik á Spáni f gærkvöldi — lögðu
þá 1. deildarliðið Hercules að
velli i' Alicante — 2:0. Þaö var
Remon Diaz, sá er skoraði
sigurmarkið gegn Valencia um
helgina, sem skoraði bæði mörk
liðsins — fyrsta eftir aðeins 30
sek. og siðan á 47. mfn. _SOS
• Sandgerðlngar
lögðu Fylkl
Reynir frá Sandgeröi lagði
Fylki að velli (2:1) í Sandgerði f
gærkvöldi I 2. deildarkeppninni.
Eins og menn muna, var leikur
liðanna flautaður af um sl.
helgi, vegna veðurs, en þá var
staðan 1:0 fyrir Reyni.