Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. október 1981 5 VÍSIR Foringi sovéska kafbátsins, sem strandaði skammt frá flota- stöðinni i Karlskróna, verður yf- irheyrður i dag af sænskum flota- sérfræðingum. Mest brennandi spurningin er sú, hvað hann hafi verið að gera inni i landhelgi Svia og það uppi i landsteinum skammt frá sænskri flotastöð, þar sem ekki einu sinni sænskum almenningi er leyfður neinn að- gangur. Varnarmálaráðuneytið segir, að ekki verði hafist handa við björgun kafbátsins, fyrr en kaf- bátsforinginn hafi gefið skýringu á ferðum sinum. Segjast yfirvöld „draga i efa” þá skýringu for- ingjans, sem hann gaf i upphafi, að siglingatæki kafbátsins hefðu brugðist honum og leitt hann á villigötur. — Þykir enda mörgum Svium þurfa mikla trúgirni til þess að taka þá skýringu gilda. — En foringinn kvaðst hafa vilist i þokunni. Sænskir flotasérfræðingar munu ætla að rannsaka kafbátinn og sérlega siglingatækin til þess að ganga úr skugga um sann- leiksgildi þessarar skýringar. B’lotinn segist hafa orðið var við annan sovéskan kafbát i sænskri landhelgi i gær, og fylgdust sænskar flotaþyrlur með för hans, uns hann flúði út úr land- helginni. Urðu menn varir við hann skammt suður af strandaða kafbátnum. Kafbátsmálið þykir mikill hnekkir fyrir Sovétstjórnina. Einkanlega með tilliti til þess, að i tilraunum til þess að fá Sviþjóö og Norðurlöndin til að lýsa yfir „kjarnorkuvopnalausu svæði” hafa Sovétmenn lagt áherslu á, að Norðurlöndum stafaði engin hernaðarógnun af þeim. Flelri kafdátar snigl- ast í sænskri landhelgí Tvísýn bpiflge- úrslit Bandarikin sigruðu Pólland, og Pakistan sigraði Argentinu i und- anúrslitum heimsmeistaramóts- ins i bridge i Port Chester i New York. Úrslitin hófust strax i gær og náði Pakistan forystu, en Banda- rikjamenn söxuðu á það forskot, uns staðan var Pakistan 74-USA 73 stig, þegar fyrstu lotu lauk i gærkvöldi. I kvennaflokki spila Bretland og Bandarikin til úrslita og hafa bresku konurnar töluvert forskot á heimsmeistarana eða 101 stig gegn 69. Dauf skák Tiundu einvigisskák þeirra Karpovs og Kortsnojs lauk i gær með jafntefli, og þótti flestum skákin sú daufasta til þessa i ein- viginu. Karpov með hvitt valdi italska leikinn, en Kortsnoj einfaldaði stöðuna með uppskiptum. Var loks samið jafntefli eftir 32. leik Karpovs. — Fimm skákir hafa orðið jafntefli, en Karpov hefur unnið fjórar meðan Kortsnoj hef- ur unnið eina. Ellefta skákin verðu'r tefld á laugardag. Fresla kosningu framkvæmdaslióra öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur gefist upp að sinni við kosningu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Aflýst var fundi, sem boðaður hafði verið i morgun, til atkvæðagreiðslu um, hvorum skyldi mælt með, Kurt Waldheim eða Salim Ahmed Sal- im. Hefur fundinum verið frestað þar til næsta þriðjudag, en hugs- anlegt þykir, að hann dragist þar til á fimmtudaginn kemur. Hvorugur þeirra Waldheims né Salims hefur dregið framboð sitt til baka. Atkvæðagreiðslur ör- yggisráðsins hafa farið fram fyrir luktum dyrum, en það er vitað, að Kina beitti neitunarvaldi sinu gegn kosningu Waldheims. Sömu- leiðis er vitað, að Bandarikin beittu neitunarvaldi sinu gegn Salim. Spænskar nlðursuðu vörur lausar við olíueitrun Dánartalan fer enn hækkandi vegna hinnar eitruðu mataroliu, sem dreift var á markað á Spáni. Tvær konur létust á sjúkrahúsi i Madrid i gær vegna eitrunar. Er vitað um að minnsta kosti 178 manns, sem dáið hafa af völdum eitrunar, sem rakin er til oliunn- ar. Samtimis þessu tilkynna spænsk heilbrigðisyfirvöld að it- arleg rannsókn hafi verið gerð á spönskum niðursuðuvörum og engin eitrun hafi fundist i þeim. Rannsökuð voru 2.800 sýni og að- allega þá úr niðursuðuvörum til útflutnings. Samsvarandi rannsóknir á spænskum vörum hafa verið gerðar i í'rakklandi, Sviss, V- Þýskalandi og viðar, en þær hafa ekki leitt neitt aðfinnanlegt i ljós. — B’rakkland, ttalia og Sviss höfðu stöðvað innflutning á spænskri matvöru, sem soðin var niður i oliu, þar til gengið hefði verið úr skugga um, að hún væri ekki óholl. Konurnar tvær, sem dóu i gær, hafa legið veikar af eitruninni frá þvi I júli i sumar. Heilbrigðisyfir- völd segja, að ekki hafi borið á bráðaeitrun siðan þá. — Alls munu um 15 þúsund Spánverjar hafa orðið fyrir einhverri eitrun vegna oliunnar. Matar-oliuhneykslið hefur orðið til þess, að tylft innflytjenda á mataroliu hafa verið ákærðir fyrir vörusvik og eiga yfir höfði sér jafnvel enn alvarlegri ákær- ur. Hle á verkfdllum í Póllandi í bili Hin óháðu verkalýðssamtök Póllands hafa hætt öllum skæru- liðaverkföllum i bili, en i pólska þinginu hefjast i dag umræður um, hvort banna eigi með lögum verkföll. 1 tilkynningu, sem landsstjórn „Einingar” gaf út i gærkvöldi, var sagt, að verkfallsvopnið bæri einungis að nota i itrustu neyð og þá aðeins að yfirveguðu ráði. „Ósamstillt verkföll sundra samtökunum og draga úr samúð almennings. Enginn getur þó svipt okkur verkfallsréttinum, enda munum við aldrei liða það”, sagði i tilkynningunni, sem undir- rituð var af Lech Walesa og fleiri stjórnarmönnum. Málgögn Varsjárstjórnarinnar hafa siðustu daga gagnrýnt harð- lega skæruverkföllin og sakað „Einingu” um að hafa misst öll tök á félögum sinum. Miðstjórn kommúnistaflokks- ins hefur skorað á þingið að banna verkföllin með lögum. En þegar Jaruzelski forsætisráð- herra og nýkjörinn formaður kommúnistaflokksins skoraði i april I vor á þingmenn að banna verkföll i tvo mánuði með laga- setningu, létu þeir nægja ályktun, þar sem sögð var „knýjandi nauösyn” á þvi, að vinnufriður héldist næstu tvo mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.