Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 1
Hrafnagilshreppur stefnir bæjarstjóranum á Akureyri: boranir eftlr heltu vatnl „Þaö er rétt, mér og Siguröi Jóhannessyni, forseta bæjar- stjórnar, hefur veriö stefnt af hreppsnefnd Hrafnagilshrepps og eigum viö aö mæta fyrir dómi i dag”, sagöi Heigi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, i samtali viö Visi. Krafa hreppsnefndar Hrafna- gilshrepps i umræddri stefnu er sú, aö samningur Hitaveitu Ak- ureyrar viö Hjalta Jósefsson um borun eftir heitu vatni i landi Hjalta aö Hrafnagili, og siðan nýtingu þess vatns sem fæst, veröi ógiltur. Telja hrepps- nefndarmenn, aö hreppurinn hafi átt forkaupsrétt að vatns- réttinum, en umræddur samn- ingur hafi hvorki verið lagður fyrir hreppsnefnd né jarða- nefnd. Hreppsnefndin hafi þvi ekki átt kost á að notfæra sér forkaupsréttinn. Stjórn Hita- veitu Akureyrar telur sig hins vegar hafa farið að lögum við gerð umrædds samnings. Sé hann samhljóða mörgum slik- um samningum sem Hitaveitan hafi gert við bændur i öngul- staðahreppi, en þaðan fær veit- an það vatn, sem nýtt er nú. Telja hitaveitumenn, að ekki hafi verið ástæða til að leggja samninginn fyrir hreppsnefnd eða jarðanefnd. „Við ákváðum að fara þessa leið til að þrýsta á samninga við Hitaveitu Akureyrar,” sagði Haraldur Hannesson. oddviti Hrafnagilshrepps. „Undanfarin 20 ár höfum við hitað félags- heimili okkar og barnaskóla með vatni úr Hrafnagilslaug og fyrir 8 árum bættist heimavist- arskólinn að Hrafnagili við. En eftir að Hitaveita Akureyrar boraði eftir vatni á Grisará og Reykjum og hóf kraftmiklar dælingar úr borholum sinum að Laugalandi, þá þornaði þessi laug. Við förum þvi fram a að Hitaveita Akureyrar láti okkur i té nægilegt vatn til aö hita upp þessi hús, til að bæta okkur upp vatnstapið úr Hrafnagilslaug, sem við viljum ætla að sé af völdum framkvæmda Hitaveit- unnar. A þetta hafa ráðamenn Hitaveitunnar ekki viljað fall- ast, en samningaleiðin er enn opin frá okkar hálfu. Þess vegna viljum viö fá að notfæra okkur forkaupsrétt, sem við teljum að hreppurinn eigi að vatnsréttind- um að Hrafnagili, með þvi að ganga inn i umræddan samning i stað Hitaveitunnar”, sagöi Haraldur. Hitaveita Akureyrar hefur borað tvær holur i landi Hrafna- gils. önnur þeirra gefur um 30 sek.l.og er nú verið aö ljúka við að tengja hana veitukerfinu. Borun i hinni holunni fer senn aö ljúka, en hún gefur þegar um 10 sek.l. af nær 100 gráðu heitu vatni. Verður hún sennilega ein besta hola veitunnar. GS/Akureyri Landsfundur Sjálfstæöisflokksins: ... jÆ i W l. $ Æm l bs w Æm mmf ■ »- ■ ■V ■ ffl m * Wk» iHljL ^ m • ■Jr:>*í Fulltrúará landsfundinum stóöu upp úr sætum sfnum og hylltu Geir Hallgrfmsson eftir setningarræöu hans. Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra og Vala kona hans sátu hins vegar sem fastast. Þá sést þaö einnig á þessari mynd Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara VIsis, aö eiginkona Pálma Jónssonar situr kyrr f sæti sfnu. Engin lausn að fá nýja menn fv 99 - sagði Geir Hallgrímsson i setningarræöu sinní Tuttugasti og fjóröi landsfund- ur Sjálfstæöisflokksins var settur með pompi og prakt i Háskólabiói I gær, að viöstöddum fjölda gesta. Þar flutti formaöur flokksins, Geir Hallgrimsson, setningar- ræöu, en nokkra athygii vakti, aö sú hefö aö kalla varaformann til aö stjórna fundinum, var brotin og var fundurinn þvi án nokkurs sérstaks fundarstjóra. 1 ræðu sinni rakti Geir, Hallgrimsson þróun stjórnmála undanfarin ár og aðdragandann að myndun núverandi rikisstjórn- ar. Vék hann einnig máli sinu að þeim sáttaviöræðum, sem átt hafa sér stað milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga i Sjálf- stæðisflokknum. Kvað hann þá fyrrnefndu vera reiðubúna til sátta, en að litil viðbrögð hefðu borist frá stuðningsmönnum rikisstjórnarinnar. Þá vék hann einnig að hug- myndum um breytingar á forystu flokksins. Geir kvað það enga lausn að kveöja nýja menn til stjórnunarstarfa við óbreyttar aðstæður, þvi að þeir kæmu til með aö standa frammi fyrir sama vanda. „Vandi okkar nú verður þvi aöeins leystur, að við ráðumst aö rótum hans, þ.e. myndun nú- verandi ríkisstjórnar, stefnu hennar og störfum”, sagði hann. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.