Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 8
8 ‘-y v<^rv>' >4^ t < * VlSIR Föstudagur 30. október 1981 utgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. 1 Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, símar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskrif targ jald kr. 85 á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. , og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Avísun á gengislækkun Loksins hefur fiskverð verið ákveðið. Það hefur lengi verið i burðarliðnum, allt frá siðustu mánaðamótum. Lengst af neit- uðu fulltrúar í Verðlagsráði sjávarútvegsins að mæta til funda, en kröfðust upplýsinga frá rikisstjórninni, hvernig fyrir- sjáanlegri fiskverðsákvörðun skyldi mætt. Þær lágu ekki fyrir, og mestur tíminn hefur farið í viðræður milli stjórnarinnar og f iskvinnslunnar um það, hvernig hægt væri að halda fiskverðinu niðri. Staða fiskvinnslunnar er slæm, taprekstur hefur verið metinn á bilinu 7—9%, og Ijóst að hún þolir illa hækkun á f iskverði. Hinum megin borðsins sitja fulltrúar útgerðar og sjómanna. Rekstrarhalli á minni togurum nemur 4% og á þeim stærri rúm- lega 12%. Otgerðin taldi sig geta sætt sig við 9% f iskverðshækkun eða það sama og sjómenn gerðu kröfu um. Sú krafa var einföld viðmiðun við launahækkanir i landi. Sjómenn hafa áður verið niðurtaldir í launum í saman- burði við annað launaf ólk, og eru ekki tilbúnir til að taka við slíkri skerðingu enn og af tur. Annað er það, sem útgerðin og sjómenn- irnir hljóta að taka til alvarlegr- ar umhugsunar. í stað þess að ræða sameiginlega um væntan- legt fiskverð, hefur ríkisstjórnin setið á eintali við fulltrúa fisk- vinnslunnar og rætt um ráðstaf- anir í tengslum við fiskverðs- ákvörðunina. Útgerðarmenn og sjómenn hafa setið auðum hönd- um úti í hórni, og þeim síðan til- kynnt með úrslitaatkvæði odda- manns, að fiskverð hækki um 5%. Meðan aðrir launþegar hafa þó möguleika til að semja um sín kjör, er sjómönnum skömmtuð launahækkun með einfaldri fundarsamþykkt. Er nema von að sjómenn hóti að sigla flotan- um í höfn? Hvað sem líður fisk- verðshækkuninni sjálfri, þá hljóta slík vinnubrögð að vera óþolandi. Spurning er jafnvel, hvort það fyrirkomulag að láta verðlagsráð ákveða fiskverð, hafi ekki sungið sitt síðasta. Um það hljóta hagsmunaaðilar að hugsa, miðað við þær aðfarir, sem beitt hefur verið. Fiskverð á að hækka um 5%, það er niðurstaðan eftir mánað- arbið. Það kaldhæðnislega við þessa ákvörðun er þó sú stað- reynd, að hækkunin leysir eng- an vanda. Útgerðin verður áfram rekin með tapi, sjómenn eru hlunnfarnir og hyggja á hefndir, og fiskvinnslan er nú rekin með 14% tapi í stað 7 til 9% áður. Vandinn hefur aukist í stað þess að leysast. Sú skoðun breiðist út, að fisk- verðshækkunin feli í sér gengis- lækkun. Hún sé óhjákvæmileg. Raunar tekur annar f ulltrúi f isk- vinnslunnar, Eyjólfur Marteins- son fram í bókun sinni, að sjávarútvegsráðherra hafi stað- fest að,,á næstunni verði afkoma frystingar bætt um 5%." Ráð- herrann hefur að vísu mótmælt, að þetta beri að túlka sem lof orð um gengisfellingu, en getur það þýtt nokkuð annað? Eða hvernig ætlar ríkisstjórnin að búa svo að útf lutningsatvinnuvegunum, undirstöðu þjóðarframleiðslunn- ar, að hún geti risið undir 14% rekstrartapi? Á að gera það með endurteknum lántökum, milli- færslum milli sjóða eða öðrum hundakúnstum? Þetta er ömurleg staða. Á tím- um aflaaukningar, hagstæðs dollaragengis og góðs markaðar, leikur allt á reiðiskjálfi í höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar. Og svo höfum við sjávarút- vegsráðherra.sem lýsir því yfir í útvarpsumræðum að „óvarlegt sé að reikna með auknum af la á næsta ári, m.a. vegna óvissu um afkomu seiðanna frá því í vor".! Hvort seiðadráp að ári kemur sjávarútvegnum til bjargar verð- ur að vera mál ráðherrans en það væri svosem ekki vitlausara, en hvað annað. ÖRYGGISLEYSI Þórir S. Guðbergsson: Táningar og togstreita. Reykjavik, Fjölvi, 1981 Höfundur bókarinnar Táning- ar og togstreita er Þórir S. Guð- bergsson. Hann hefur fengist töluvert við ritun sagna fyrir börn bæöi einn og i samstarfi við konu sina Rúnu Gisladóttur. Fyrsta bók Þóris kom út 1964, Knattspyrnudrengurinn. Aðrar bækur sem út hafa komið eftir hann einan eru: Sklöakeppnin (1965), Ævintýri á isjaka (1965) Ingi og Edda leysa vandann (1967) Markús og mikilvæg skilaboö (1971) Dvergurinn Dormi-lúr-i-dúr (1972) og Tóta tikarspeni sem kom út 1978. Sagan Táningar og togstreita er töluvert ólik fyrri bókum Þóris. 1 henni er fjallað um pilt, Eyvind að nafni sem á erfitt með að haga sér á þann hátt sem yfirleitt er talið æskilegast að unglingar hagi sér. Hann lendir i örðugleikum, bæði i \ skólanum og einnig utan skól- ) ans. Heimilislif heima hjá Ey- vindi er takmarkað og ekki i neinu samræmi við það sem tal- ist getur eðlilegt og nauðsynlegt fyrir ungling á viðkvæmu aldursskeiði. Kennararnir i skólanum eru búnir að missa þolinmæðina og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Margir aðilar koma við sögu. Flestir reyna þeir sitt besta til að aðstoða Eyvind og koma lifi hans i þann farveg sem honum er hollast. En ekkert stoðar og öll sund virðast lokuð. Lesandinn hefur sterka til- hneigingu til aö leita að orsök vandans. Og niðurstaðan eftir lesturinn er sú, að meginástæða vandræða Eyvindar sé sú að heimiliö sé drengnum ekki það skjól sem æskilegt getur talist. Þau vandræði sem að steðja þar virðast vera flókin og byggjast á tilfinningalegum forsendum. Ábyrgðarstarf kennara 1 þessari bók er komið inn á ýmis atriði sem tengjast þeim vandkvæðum sem börn og ung- lingar búa við i nútima sam- félagi. Heimilin eru þvi miður alltof oft illa i stakk búin til að sinna uppeldi barna og unglinga. Þá beinast augu manna að skólunum. Eru þeir i stakk búnir til að veita börnum eitthvað af þvi öryggi sem heimilingetaekkiboðiðuppá? I sögunni segir einn kennarinn i skólanum sem Eyvindur er i: „Hefur þú sjálfur borið ábyrgð á kennslu? Hefur þú nokkurn tima kennt i þrjátiu manna bekk þar sem allir eru með mismun- andi greind og þroska og náms- skráin skipar manni að kenna hverjum og einum eftir getu og þörfum hvers og eins? Heldurðu að það sé eðlilegt hvers krafist er af kennurum við þær að- stæður sem fyrir hendi eru? Af hverju heldurðu að það sé alltaf hörgull á kennurum?” (bls. 48) Starf kennara er ábyrgðar- mikið. Um það verður vart deilt. En það hlýtur að liggja i augum uppi að kennara sem kennir þrjátiu nemendum reynist gjörsamlega ókleift að veita hverjum einstaklingi þá aðstoð og þann stuöning sem hann þarfnast. Sérhver nemandi býr yfir sinum sér- kennum og nauösynlegt er að tekiö sé fullt tillit til þeirra. En það liggur alveg i augum uppi að viö rikjandi aðstæöur getur skólinn engan veginn komið I staðinn fyrir heimilið að meira eöa minna leyti. Eyvindur virð- istvera fórnarlamb þessara að- stæðna. Og siöan kemur upp spurningin: Hvert á að vera hlutverk skólans? Getur hann nokkurn ti'ma komið i stað heimilisins að einhverjueða öllu leyti? Um þetta má án efa lengi raeða, án niðurstöðu. En það kostar ekkert aö velta slikum hlutum fyrir sér. Lipurlega skrifuð bók Um þessa bók Þóris má segja margt gott. Hann skriíar hana greinilega af þekkingu á mál- efnum og vandamálum unglinga. Hann gjörþekkir alla króka og kima skóiakerfisins. Hann veit alveg hvaða meðferð mál af þessu tagi fá. Greinilegt er t.d. að hann reynir að setja sig i spor Eyvindar. Hann er misvel upplagður og sleppir stundum fram af sér beislinu. En hins vegar kemur greinilega i ljós að þegar sögukennarinn visar honum úr tima þá er hann ekki siður illa upplagður en Ey- vindur. En miskunnin er engin. Hann segir bara: „Út — og til yfirkennarans”. Þetta hafa margir nemendur i mörgum skólum á ýmsum timum mátt heyra. En leysir það nokkurn vanda? Er honum ekki einfald- lega visað yfir á aðra? Það er oft vandamál rithöf- unda sem skrifa um unglinga, að fá málfar unglinganna til að virka eðlilegt. Stundum finnst mér Þóriaðeins verða á i mess- unni i þvi sambandi eins og t.d. þegarhann segir: „Hérsparkar enginn I okkur eða hundsar okk- ur. Nóttin er senn á enda”. (bls. 29). Ekki á ég voná að hann hafi heyrt marga unglinga tala si- sona. En yfirleitt er bókin vel og lipurlega skrifuð. Vilji fólk kynnast aðeins skuggahlið tilverunnar hjá börnum og þeim aðstæðum sem börn og unglingar búa við i sum- um tilvikum tel ég vel við hæfi að það lesi bókina Táningar og togstreita. Hún er vel gerð og byggist að sögn höfundar á raunverulegum atburðum, þannig að ekki er um að villast. Rúna Gisladóttir hefur mynd- skreytt bókina snyrtilega. Sigurður Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.