Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 14
Föstudagur 30. október 1981 vísm Málefnaleg samstaöa og stefnumótun mikilvægust - er álit flestra fuiitrúa á fundlnum Sennilega hefur aldrei ríkt jafn almennur áhugi landsmanna allra á að fylgjast með framvindu mála á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þeim sem settur var í gærkvöldi. Á það ekki síður við fólk úr öðrum flokkum. Þær deilur sem ríkt hafa innan f lokksins undanfarið ár og þá ekki sísfsíðan hlutí þingflokksins klauf sig út úr og gekk til stjórnarsamstarfs án samráðs við aðra aðila, verða væntanlega ofarlega á baugi í allri umræðu og þar um skiptar skoðanir. Kosningar munu fara fram á sunnudaginn og er þégar Ijóst að fleiri gefa kost á sér nú en oftast áður, þó endanlega liggi fjöldi frambjóðenda ekki fyrir fyrr en þá. Um níuhundruð manns alls staðar að af landinu sitja fundinn sem haldinnerí Háskólabiói, Valhöll og Sigtúni. Undanfarna daga og vikur hafa ýmsir framámenn og stjórnmálamenn fengið að koma sínum skoðunum um fundinnog flokkinn á framfæri, en okkur lék for- vitni á að heyra andann í hinum almenna landsfund- arfulltrúa. Við tókum því nokkra þeirra tali er þeir voru í óða önn að sækja fundargögn sín í Valhöll í gær- dag. — JB Mundi fagna priöja framboðinu -Ragnhlidur Þórðar dótlir, Akranesi Ragnhildur Þóröardóttir kemur frá Akranesi, en er full- trúi fyrir Landssamband Sjálf- stæöiskvenna: „Ég vona bara aö málefnin veröi aöalinntak þessa fundar, en ekki barist eingöngu um per- sónur. Þaö er ótækt aö áfram i veröi haldiö aö stilla mönnum upp I einhverjar fylkingar I flokknum og þess vegna er full þörf á þriöja framboöinu í for- mannsembættiö, kostinum sem viö viljum hafa til aö losna viö flokkadrætti”. Hlusta á upphafið og spái síðan í framhaldið - Baldur Pálsson. Brelðdalsvik Baldur Pálsson, fulltrúi fyrir Sjálfstæöisfélag Suöurfjaröa og situr nú sinn þriöja landsfund: „Ég hef nú ekki myndaö mér neina skoöun um þaö fyrirfram . hvaö muni fara fram á fund- inum, aö minnsta kosti ekki til aö láta hafa eftir mér á prenti. Ætli maöur hlusti ekki á upp- hafsræöurnar i kvöld áöur en fariö er aö spá i framhaldiö”. Þriðja framboðið tilgangs- laust - Slefán Slgtryggs- son, Akureyrl Stefán Sigtryggsson kemur frá Fulltrúaráöi Sjálfstæöisfélag- anna á Akureyri: „Maöur vonar bara aö þetta veröi friösamt, alla vega engar harövitugar deilur. Ég held aö flestir landsfundarfulltrúarnir ætlist til þess aö málefnin veröi ofar á baugi. en einhver persónupólitik. Hvaö varöar kosningarnar sé ég ekki tilgang meö þvi aö sett veröi fram þriöja framboöiö til formanns. Sjálfstæðis- flokkurinn aldrei ver- ið stærri - Páll schevlng, Veshnannaeyjum Páll Scheving, landsfundar- fulltrúi frá Vestmannaeyjum á nokkuö marga fundi aö baki. Hann haföi eftirfarandi um þennan fúnd aö segja: „Ég vona svo sannarlega aö menn geri sér grein fyrir þeirri hættu er vofir yfir ef ekki næst fullkomin samstaöa um stefnu- Þaö þyrfti allavega aö vera um þaö mjög viötæk samstaöa til aö einhver grundvöllur væri fyrir sliku”. skrá ög málefni flokksins. Þau mál hljóta aö veröa ofar á baugi en ágreiningur um menn, þvi Sjálfstæöisflokkurinn hefur aldrei veriö stærri og aldrei meiri þörf fyrir traustan mál- efnalegan grundvöll”. - Eyjólfur konráð Jónsson. alhlngis- maður Á von á átökumsem leiða munu til góðs - Stelnunn Jðns- dólllr, Reykjavík Stjórnmál og stefnu- mótun efst á baugi Eyjólfur Konráö Jónsson, al- þingismaöur í Noröurlandskjör- dæmi vestra, varö næst á vegi okkar: Þetta veröur góöur fundur, ég er sannfæröur um þaö. Stjórn- mál og stefnumótun flokksins, veröa efst á baugi, þó auövitaö sé ekki hjá komist aö ræöa þær deilur. sem veriö hafa I flokkn- • um. Ég hef ekki heyrt um fleiri framboösmöguleika I for- mannsembættiö, nema ef til greina kæmi Ellert Schram, en þaö kemur allt I ljós á sunnu- daginn. Steinunn Jónsdóttir, er full- trúi fyrir Hvöt, félag Sjálfstæö- iskvenna 1 Reykjavlk: „Ég hef óneitanlega ákveönar hugmyndir um Jiennan fund og hef trú á aö bæöi veröi fjallaö um menn og málefni. Sennilega veröa einhver átök, en þaö er mln von og llklega flestra þeirra sem Sjálfstæöisflokkinn styöja, aö þau leiöi til traustrar sam- einingar aö nýju. Annars held ég.aö málefnin veröi nú mikil- vægari á fundinum og sú stefna sem flokkurinn hyggst setja fram á næstunni.” hafa lent í skugga mannanna - Ellerl Borgar Þorvaldsson, Hafnarflrðl Ellert Borgar Þorvaldsson hittum viö aö máli, en hann er fulltrúi fyrir Sjálfstæöisfélagiö Fram I Hafnarfiröi og situr nú sinn fyrsta landsfund: „Ég held aö menn hljóti að miöa aö sáttum. Aö minu mati er brýnust þörf á aö málefnaleg stefnuskrá flokksins veröi sett efst á lista og tekin vandlega til skoöunar, þvi sá þáttur hefur þvl miöur viljaö falla I skugg- ann fyrir deilum um menn. Ég vona svo sannarlega aö ekki komi til neinna átaka, þvi flokkurinn þarf slst á þvi aö halda. Kosningarnar eru ennþá ein stór spurning, þvl allir eru I kjöri og framboö geta birst fram á slðustu stundu”. Finn ekki bessa miklu bðrf á breytingum - Jðnas Friðgelrs- son, Seiljarnarnesi Jónas Friögeirsson, frá Sjálf- stæöisfélaginu Baldri, Seltjarn- arnesi: „Þessi fundur veröur að snú- ast um málefni fyrst og fremst. Til þess eru landsfundir haldnir. Menn sækja þá vegna ákveö- inna sameiginlegra skoðana og ætlast til að fyrst og fremst fari fram stefnumótun, ekki slst núna. Það má vel vera aö ágreining- ur veröi þarna um menn einnig, en ég sé ekki þessa þörf á breyt- ingum i forystunni sem veriö er aö tala um og fæ ekki skiliö hverju þaö á aö bylta. Aöal- atriöiö er sameining um sjálf- stæöisstefnuna og aö starfaö sé i samræmi viö hana”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.