Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 30. október 1981 vtsm Alþjóöaheilbrigðisstofn- unin (WHO) hefir hin síðustu 10-15 ár safnað miklum tölfræðilegum upplýsingum um tann- heilsu í flestum löndum heims. Þessar tölur sýna greinilega mikla aukningu tannskemmda einkum f þeim löndum þar sem tannskemmdir voru litlar áður. Þetta kom meöal annars fram i erindi Dr. Ingolf Möller forstjóra viö Alþjóöaheilbrigöisstofnunina i Kaupmannahöfn á fundi í Domus Medica siöastliöinn þriöjudag. Til fundarins boöuöu landlæknir, borgarlæknir og Tryggingar- stofnun rikisins. Erindi Dr. Möller fjallaöi um stefnu Alþjóöaheilbrigöismála- stofnunarinnar i tannverndar- málum meöal annars fluor meö- ferö. Viöurkennt hefur veriö af sér- fróöum mönnum aö draga mætti stórlega úr tannskemmdum eöa allt aö 50-70% ef fluormagn væri haft 1.0-1.5 mg/1 i drykkjarvatni. En hvort bæta eigi flúor I drykkjarvatn til aö minnka tann- skemmdir hefur lengi veriö deilu- mál'milli heilbrigöisyfirvalda og efasemdamanna 1 fjölda landa undanfarin ár. Tannskemmdir eru mikiö heil- brigöisvandamál hér á landi sem vföast erlendis og þvi til mikils aö vinna ef unnt er meö tiltölulega einföldum aöferöum aö draga verulega úr þeim. Tannlæknar eru sammála um aö tann- skemmdir megi aö mestu leyti fyrirbyggja meö 1) tannhiröu 2) hollri fæöu 3) fluorgjöf. Tiöni tannskemmda I Evrópu, USA, Kanada, Ástraliu og Nýja-Sjálandi er mjög há, nema á þeim stööum þar sem rekin hefir veriö öflug tannverndarstarfsemi meö fluorgjöf i ýmsu formi. Hvaða valkostur er sá besti? Uppgötvun hinna tannvernd- andi áhrifa fluors hefir valdiö byltingu á sviöi tannverndar. Ariö 1944 var fluor blandaö i drykkjarvatn I fyrsta skipti i USA. Siöan hefir þaö veriö gert i fjölmörgum öörum löndum. Aöildarriki Alþjóöaheilbrigöis- stofnunarinnar hafa stutt þá 20 milljónum nýkróna veröur variö á þessu ári til tannverndar skólabarna I Reykjavik. ER FLÚOR LflUSH? Tannskemmdlr aukast víða umheim. 20 mílljónir nvkróna í ár til tannverndar skólabarna stefnu aö leiörétting á fluorinni- haldi drykkjarvatns sé sú örugg- asta áhrifarikasta og ódýrasta aöferö, sem þekkt er til aö fyrir- byggja tannskemmdir. 1 dag njóta 200 milljónir manns góös af tannvernd i þessari mynd. Þar sem fluorbæting drykkjar- vatns er ekki framkvæmanleg af tæknilegum, fjárhagslegum eöa öörum orsökum, eru til ýmsir aörir möguleikar til nýtingar á eiginleikum fluors til tannvernd- ar. Nokkur riki hafa meö góöum árangri bætt fluor i matarsalt. Fluortöflugjöf er einnig viöur- kenndur valkostur. Þó má slá föstu aö áhrifa fluor- tafla hættir smám saman aö gæta þegar hætt er aö taka töflurnar. Hér á landi sem annars staöar hefur lengi veriö deilt um fluor- Bjöf. I máli Dr. Ingolf Möller á um- ræddum fundi kom meöal annars I Reykiavík fram aö fluorbæting drykkjar- vatns er besti kosturinn i tann- verndarmálum, aö þeim kosti frátöldum sýnir árangur I nokkr- um löndum aö fluorbæting matarsalts er næst besta aöferöin til tannverndar. 20 milljónír til tannverndar Skólayfirtannlæknir, Stefán Finnbogason var fundarstjóri fundarins. Samkvæmt upplýsing- um hans er áætlaö aö um 20 milljónir nýkróna fari á þessu ári til tannverndar barna I Reykja- vik. Þessi háa upphæö er um helmingur þeirrar fjárhæöar sem áætluö er til heilsugæslu utan sjúkrahúsa i Reykjavik. Reykja- vikurborg hóf flúortöflugjöf til skólabarna fyrir nokkrum árum og tók almenningur þeirri aögerö nokkuö vel. Þó fer áhugi fólks minnkandi aö sögn skólayfirtann- Dr. Ingolf Möller forstjóri viö Alþjóöaheilbrigöisstofnunina i Kaup- mannahöfn og Ólafur Ólafsson landlæknir. lknis. A meöan aö haldgóö rök visindamanna og mótrök efa- semdam'anna um fluorbætt drykkjarvatn vega salt og endan- lega ákvöröun ekki tekin má geta þess aö þeir sem hitaveituvatns eru aönjótandi hér á landi fá um 1% mg flúormagn i hverjum litra. Viö tannburstun' ætti hitaveitu- vatn þvi aö vera meöal annars góö vörn gegn tannskemmdum. —ÞG Fögur kona getur oröiö enn fegurri sé hún vel snyrt. Snyrting '81 Velrarlínan kynnt á Hótel Sögu Vilji kvenfólkiö fylgjast meö og kynnast vetrarlinunni i snyrtingu er kjöriö tækifæri til þess næst- komandi fimmtudagskvöld. Þó kvenfólk sé fyrst nefnt, er þaö ekki til aö útiloka karlmenn, siöur en svo, þeim er llka frjálst aö nota tækifæriö sem I boöi er þetta kvöld i Súlnasal Hótel Sögu. Félag Islenskra snyrtifræöinga hefur veg og vanda af glæsilegri sýningu á snyrtivörum, fatnaöi og skartgripum og sameinar þar bæöi fræöslu og góöa skemmtan. Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staöiö yfir I tvo mánuöi en félagsmenn sjá sjálfir um öll skemmtiatriöi. Nokkur snyrti- vörumerki veröa einnig kynnt og leiöbeiningar gefnar um notkun snyrtivara. Vel snyrt er konan ánægö stendur einhvers staöar, svo þær og þeir sem hug hafa á aö sækja skemmtun snyrtifræöinga á fimmtudagskvöld og nema þar nýjungar sem aö gagni mega koma sjá fram á ánægjulegan vetur. Cocktallberia- smákökur Frá tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar kemur ýmislegt forvitnilegt og gott. Eitt sem uppfyllir tvo áöurnefnda kosti er þessi uppskrift af smákökum. Má reikna meö 75-80 smákökum úr uppskriftinni: Cockfailberjasmákökur 200 g smjör 250 g rjómaostur 1 1/2 bolli sykur 1 egg 1 tsk vanilla 2 1/2 bolli hveiti 1/3 bolli kakó 1 tsk lyftiduft 1/2 bolli saxaöar hnetur 1/2 bolli smátt-skorin coktailber Hitiö ofninn i 200 gr. C Hræriö saman smjör, sykur og rjómaost, þar til hræran er oröin létt og ljós. Bætiö eggi og vanillu I, hræriö vel. Blandiö þurrefnunum i blandiö vel. Saxiö hnetur og þerriö coktailberin og skeriö smátt, blandiö I deigiö. Setjiö deigiö meö teskeiö á vel smuröa plötu. Bakiö i 10-15 minútur. Gætiö þess aö hafa kökurnar ekki mjög stórar. óhætt er aö hafa þær þétt á plötunum, þar sem þær renna lítiö sem ekki neitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.