Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 20
2Q vísm Föstudagur 30. október 1981 Berkofsky f Norræna húsinu -gefur húsinu Döknun sína og ágóðann Bandariski pianóleikarinn Martin Berkofsky heldur tónleika iNorræna húsinu, föstudaginn 30. okt. kl. 20:30. Á efnisskránni er m.a. Pathe- tique-sónatan eftir Ludvig van Beethoven, Kinderszenen eftir Robert Schumann og verk eftir Liszt, Claude Debussy og flutt verður verk eftir bandariska tón- skáldið T. Robert Ogden, ,,Apollo”-sdnatan, en það verk er tileinkað Martin Berkofsky og frumflutt á Norðurlöndum. Martin Berkofsky ætlar aö gefa Norræna húsinu þóknun sina og ágóðann af þessum tónleikum. Aðgöngumiðar á kr. 50,- seldir við innganginn. Martin Berkofsky er fæddur i Washington árið 1943. Hann hóf nám sex ára gamall, en lék fyrst opinberlega fyrir sjónvarp ellefu ára og á tónleikum þrettán ára gamall. Hann lauk masterprófi i pianóleik frá Peabody-tónlistar- háskólanum iBaltimore árið 1966 og hlaut þá ársstyrk frá Fulbright stofnuninni til náms i Vinarborg. Sama ár vann hann keppni um fimm ára starfssamning til tón- leikahalds á vegum „National Music League”. Hann hefur hlot- ið heiðursverðlaun frá Yale-há- skólanum, Sanford verðlaunin og árið 1974 vann hann i alþjóðlegri keppni pianóleikara i Napoli. Martin Berkofsky hefur haldið fjölmarga tónleika bæði i Banda- rikjunum og Evrópu og að auki leikið inn á fjölmargar hljómplöt- ur, m.a. með Sinfóniuhljómsveit Lundúna og Sinfóniuhljómsveit Berlínar. Martin Berkofsky er staddur hér á landi i' boði Sinfónfuhljóm- sveitar Islands. Martin Berkofsky Full ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa tónleika hins ágæta Berkofskys, þó ekki væri nema til að aðstoða Norræna húsið að komast úr þeim fjár- kröggum sem forráðamenn þess segja það vera i. — jsj- Með hlutverk sölumannsins, Willy Loman, fer Gunnar Eyjólfsson, sem hér stendur á miili þeirra Arna Tryggvasonar (t.v.) og Róberts Arnfinnssonar. Með hlutverk eiginkonu Lomans fer Margrét Guð- mundsdóttir. Leikararnir hafa allir fengið einróma Iof fyrir túlkun sina á verkinu i leikstjórn Pórhalls Sigurðssonar. Söiumaður deyr í lertuuasta sinn N.k. föstudag, 30. október, verður 40. sýningin á uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Arthurs Miller, SÖLUMAÐUR DEYR. Leikritið var frumsýnt i febrúar- mánuði siðast liðnum og fékk þá afar lofsamlega dóma gagnrýn- enda og aðsóknin að sýningunni hefur sýnt að Sölumaðurinn á enn fullt erindi til okkar i dag, röskum þrjátiu árum eftir að hann kom fyrst fram i New York árið 1949. Meðal þess sem umsagnir fjöl- miðlanna gátu um varðandi þessa sýningu var það að Gunnar Ey- jólfsson, Margrét Guðmundsdótt- ir og Hákon Waage ynnu þarna stóra leiksigra og að sýningin i heild væri ,,með þvi móti sem best gerist i Þjóðleikhúsinu”. Og nú fer einnig að liða að þvi að þessi vinsæla sýning renni sitt skeið á enda, þvi aðeins örfáar sýningar eru eftir. Eins og fyrr segir þá eru i aðal- hlutverkum Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmundsdóttir og Há- kon Waage og auk þeirra Andri örn Clausen, Róbert Arnfinnsson, Arni Tryggvason, Randver Þor- láksson og Bryndis Pétursdóttir. Aðrir i hlutverkum eru Jón S. Gunnarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigriður Þorvaldsdóttir og Edda Þórarinsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson, búningar eftir Dóru Einarsdóttur, lýsingin er i umsjá Kristins Danielssonar, tónlist eft- ir Askel Másson, en islenska þýð- ingin er eftir Dr. Jónas Kristjáns- son. útvarp Föstudagur 30. október 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni Sigrún Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 15.10 „örninn er sestur” eftir Jack Higgins Ólafur Ólafs- son þýddi. Jónina H. Jóns- dóttir les (15). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 ,,A framandi slóöum” Oddný Thorsteinsson segir frá Japan, landi og þjóð og kynnir þarlenda tónlist. 16.50 Leitað svaraHrafn Páls- son ráögjafi svarar spurn- ingum hlustenda. 17.00 Siðdegistónieikar Dietr- ich Fischer-Dieskau syngur atriði Ur óperunni „Vesa- lings Hinrik” eftir Hans Pfitzner með hljómsveit Ut- varpsins i Bayern; Wolf- gang Sawallisch stj. / Hljómsveitin Filharmóni'a leikur Sinfóniu nr. 5 i D-dúr eftir Vaughan Williams, Sir John Barbirolli stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.40 A vettvangi 20.00 Lög unga fólksinsHildur Eiriksdóttir kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Einsöng- ur: Sigriður Ella Magnús- dóttir syngur islensk lög Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Bóndason- ur gerist sjómaður og skó- smiður Július Einarsson les þriðja hluta æviminninga Erlends Erlendssonar frá Jarðlangsstöðum. c. Kvæði eftir Bjarna Thorarensen Andrés Björnsson útvarps- stjóri les. d. Andrés á Gest- reiöarstöðum og mannskaö- inn á Mörðudal Sigriður Schiöth les frásöguþátt Margrétar Jónsdóttur á Grundarhóli á Fjöllum af atburðum þar um slóðir 1868—69. e. Kórsöngur: Kór Langholtskirkju syngur ís- lensk lög Söngstjóri: Jón Stefánsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Eftirminnileg italiuferð Sigurður Gunnarsson fyrr- verandi skólastjóri lýkur frásögn sinni (6). 23.00 Kvöldgestir — Þáttur Jónasar Jónassonar Gestir hanseru séra Auður EirVil- hjálmsdóttir og Gunnar Kvaran sellóleikari. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. sjónvarp 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 A döfinni 20.45 Skonrokk Umsjón: Þor- geir Astvaldsson 21.15 Fréttaspegill Þáttur um innlend og erlend málefni. í Fréttaspegli verður fjallað um landsfund Sjálfstæðis- flokksins, sem nú stendur yfir i Reykjavik. Meðal ann- ars verður rætt við fram- bjóðendur til forustustarfa og aðra landsfundarfulltrúa um ástand mála i flokknum. Umsjón Guðjón Einarsson, honum til aðstoðar Ingvi Hrafn Jónsson. 21.45 Laun heimsins (For Ser- vices Rendered) Breskt sjónvarpsleikrit frá Gran- ada eftir W. Somerset Maugham. Leikstjóri: Jere- my Summers. Aðalhlut- verk: Leslie Sands, Jean Anderson, Harold Innocent og Barbara Fennis. Leikrit- ið gerist i kreppunni og fjallar um Ardsley-f jöl- skylduna, sem reynir að sætta sig viö bág kjör að lokinni fyrri heimsstyrjöld- inni. Persónurnar i verkinu eru illa á sig komnar, bæöi likamlega og sálarlega. Þýöandi: Ragna Ragnars. 23.45 Dagskrárlok. utvarp kl. 16.20: Hýr háttur um framandl lönd Oddný Thorsteinsson er umsjónarmaður nýs þáttar kl. 16.20 á föstudögum sem nefnist „A framandi slóðum”. Þættimir verða alls tólf og fjalla um sex fjarlæg lönd, Japan, Indland, Tai- land, Indónesiu Arabalöndin og Israel. Þeir eru fræðslu- og skemmtiþættir og miöaðir við stálpuð börn og unglinga. Oddný hefur tekið saman efni um daglegt lif, sögu, menningu, trúarbrögð, hljómlist og hljóð- færi þessara landa og les einnig þjóðsögur eða ævintýrifrá hverju landi I eigin þýðingu. Blm. hafði samband við Oddnýju og sagði hún eftirfarandi um þættina: t þættinum ,,A framandi slóðum” sem fjallar um Japan að þessu sinni mun Oddný Thorsteinsson leika japanska tónlist. ,,Ég vona aö fullorðnir hafi einnig eihverja ánægju af þátt- unum þvimargter týnttilsemer áhugavert. Liklega þurfa margir þolinmæði til að hlusta á hljóm- listina því austurlensk hljómlist læturoft annarlegaieyrum okkar Vesturlandabúa en það er mjög fróðlegt að kynnast þessum hljóð- færum sem eru ævaforn.” Fyrsti þátturinn mun fjalla um Japan. SíónvarpsielKrit kl. 21.45: ,Laun heimslns’ eltir Maugham Meðlimir Ardsley-fjölskyldunnar eru illa á sig komnir andlega og Ifkamlega. .J^aun heimsins” nefnistbreskt sjónvarpsleikrit frá Granada sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 21.45. Höfundur er William Somerset Maugham. Leikurinn gerist fjórtán árum eftirfyrriheimsstyrjöld og fjallar um Ardsley-f jölskylduna sem býr i sveitasælunni i Kent. A yfir- borðinu virðist fjölskyldan njóta hamingju og dunda sér helst við tennis og tesopa en ekki era allt sem sýnist. Þeirrar skoðunar er Sydney einkasonurinn sem missti sjónina ístriðinu. Eva systir hans hefur helgað sig umönnun hans vegna þess að elshugi hennar féll i striðinu. Þau eiga tvær yngri systur, Ethel sem gifst hefur niður fyrir sig að mati f jölskyldunnar og Lois sem gælir við hugmyndina að hlaupastá brott með eldri manni bæði rikum og kvæntum. Leikritið var fyrst sett á svið 1932 og voru bæði Ralph Richard- son og Cedric Hardwicke meðal leikenda. Sjónvarpsmyndin er byggð á uppsetningu National Theatre sem var frumsýnd i Lyttelton Theatre i mai sl. 1979. 1979.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.