Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. október 1981 itfsm 15 Hilda hf. með kynningarfundi og sýningar i N-Ameriku: kynna fsiensku ullina ,,Það er yfirleitt aldrei kallað á blaða- menn nema til þess að kvarta og barma sér. Okkur hefur hins vegar gengið vel og við höfum áhuga á að sýna hvað við erum að gera”, sagði Þráinn Þorvalds- son hjá Hildu hf. á blaðamannafundi, sem fyrirtækið hélt. A fundinum var tiskusýning, þar sem fimm fyrrverandi Ungfrú ísland sýndu nýjung- arnar i framleiðslu Hildu hf. Þaö voru þær Ragna Ragnars, Guðlaug Guðmunds dóttir, Unnu Steinsson, Anna Björk Edvards og Halldóra Björk Jónsdóttir. Sigurður Hannes- son, sölustjóri hjá Hildu, aðstoðaði stúlkurnar og sýndi karlmannafatnaöinn. Hópinn þjálfaði Kolbrún Aðalsteins- dóttir. Tfskusýningu þessa hélt fyrirtækiö við vörukynningar i Bandarikjunum og Kanada i september og vakti hún hvar- vetna mikla athygli. Hilda hf. hefur i fjölda ára staðið fyrir margskonar kynn- ingum á islenskum ullarvörum. Þær hafa einkum fariö fram i verslunum þeim, sem fyrir- tækið selur til i N-Ameriku. A þeim mörkuðum selur fyrir- tækið beint til verslana án milli- liða. Liður i þessari kynningu Hildu hf. var ferö fimm hópa frá fyrirtækinu til Bandarikj- anna og Kanada i haust. Komu hóparnir við i 44 verslunum og haldnar voru 32 tiskusýningar auk kynningar- og fræðslu- funda. Vöktu kynningarnar og vörurnar mikla athygli, að sögn talsmanna Hildu, og birtust margar blaðagreinar viðtöl og sjónvarpsviðtöl við Islendingana. Margir höfðu engu minni áhuga á Islending- unum sjálfúm en vörunum, þannig að segja má aö um leið og fslenskar ullarvörur voru kynntar hafi sýningarnar verið ágætis landkynning. Útflutningur á ullarvörum hefur margfaldast á síöasta áratug, eða átjánfaldast á meðan iðnaðarútflutningur i heild hefur tæplega áttfaldast. Hlutur Hildu i heildarfatnaðar- útflutningi er um 30%, en útflutningsaukning fyrirtækis- ins frá árinu 1975 hefur verið þessi: 196% aukning árið 1976, 112% árið ’77, 17% árið ’78, 43% árið ’79, og 28% i fyrra. í ár er gert ráð fyrir að aukningin verði á milli 20-30%. Þrátt fyrir þessar ánægjulegu staðreyndir, er útlitið núna ekki eins bjart og verið hefur, að sögn talsmanna Hildu. Gengis- þróunin i ár hefur ekki verið hvetjandi fyrir útflutning til Evrópu, og almennir efnahags- erfiðleikar á erlendum mörk- uðum koma fram i minnkandi kaupmætti, og það kemur sér- staklega hart niður á dýrum varningi, eins og islenskar ullarvörur eru. Þá má siöast en ekki sist nefna vaxandi sam- keppni frá eftirlikingum af is- lenskum ullarfatnaði, bæöi i Evrópu og N-Ameriku, þá sér- staklega frá Kanada en fram- leiösla eftirlikinga af islenskum ullarfatnaði i Kanada er orðin það umfangsmikil að hún ógnar mjög markaðsaðstöðu fatnaðarins frá Islandi. Islensku vörurnar eru 30-40% dýrari en þær kanadisku og eftirlík- ingarnar eru það nákvæmar, aö jafnvel er likt eftir vöru- merkjunum islensku. Hilda hf. rekur sem sjálfstætt fyrirtæki verksmiðjuna Hlin hf. sem framleiðir kápur og jakka fyrir innlendan markað og út- flutning. Á innlenda markað- inum er varan seld undir vöru- merkinu Gazella. Gazellavörur hafa verið á islenska markað- inum um áraraðir og eru þær vörur eina innlenda kápufram- leiðslan á markaðinum. Robert Landau, eigandi versl- unar og póstlista i Princetown i New York er afar hrifinn af Gazella vörunum: „Gazella Mjndirnar hér á sið- unni eru teknar af tiskusýningu Hildu hf« en slikar sýningar r voru haldnar i Banda- rikjunumog Kanada i haust og vöktu þær gifurlega athygli. Sýningarstúlkumar fimm eru allar fyrr- verandi Ungfrú ís- land, en karlmaður- inn er sölustjóri Hildu. Visismyndir: EÞS vörur frá Islandi eru i hæsta gæðaflokki. Okkur hafa veriö boðnar kápur og jakkar frá framleiðendum heima og er- lendis, meðal annars frá Evrópu, en við veljum Gazella-- vörur vegna gæöanna”. Þar sem Gazella-vörurnar hafa sannað, að þær geta staöiö af sér erlenda samkeppni, segja talsmenn fyrirtækisins að ákveöiö hafi verið aö leggja meiri áherslu á innlenda markaðinn og auka hlutdeild Gazella i kápu- og jakkasöluhér á landi. —ATA Flmm fegurðardrottnlngar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.