Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 30.10.1981, Blaðsíða 11
FnctuHacMir nlrt^hnr 1Q81 11 VÍSIR Aðstandendur útgáfu úrvalsritsins og höfundur þess fyrir aftan ritflokkinn. T.f.v. Ólafur Pálmason, Sverrir Kristinsson, Guðmundur Danfelsson og Eysteinn Sigurðsson. Vlsism. Þ.L. .Fjölbreytni mannsins er mitt viðfangsefni’ - sagðl Guðmundur Danlelsson I tllefnl al útkomu úrvalsrita verka slnna „Lykillinn að allri skáld- sagnagerð er að höfundur grafi sig inn i undirmeðvitund sjálfs síns. Þar hefur hann allt sem getur veitt sögunni hans eigið yfirbragð”, sagði rithöfundur- inn landskunni Guðmundur Danielsson á blaðamannafundi sem bókaforlagið Lögberg. hélt i gær i tilefni af nýútkomnum urvalsritum verka hans. 1 ritrööinni sem telur tíu bindi er að finna flestar þær bækur sem Guðmundur hefur látið frá sér fara á sinum rithöfundaferli Eysteinn Sigurðsson bók- menntafræðingur ritar greinar- góöa ritgerð sem fylgir safninu i sér bindi um skáldsögur Guð- mundar og eðli þeirra. 1 þvi bindi er einnig að finna kafla um útgáfurogheimildirum verk og ævi höfundar sem ólafur Pálmason ritar. ,,1 skáldsögum sinum fæst Guömundur ákaflega og raunar ma-kilega litið við samfélagið miðaö við það hversu aörir höf- undar á hans aldri gera raunar mikið úr tilvist þess. Viðfangs- efni Guömundar er miklu frem- ur einstaklingurinn og þá sér- staklega hinn sterki einstak- lingur”, sagöi Eysteinn Sigurðsson um skáldskap Guð- mundar. ,,Hann fjallar öðru fremur um innri átök mannsins og fjölbreytni hans í ytri að- stæðum. Guðmundur er frekar klassfskur höfundur. Hans still er ekki bundinn á klyfjar ákveðinnar bókmenntastefnu. Hann er utan við allar tisku- stefnur sem rikjahverju sinni”, sagði Eysteinn. „Ég get ekki sagt að ég sé sósfalrealístiskur i minum sög- um. A minum yngri árum gerðist ég andhverfur því trú- boðisem þeirristefnu fylgdi.Ég hef mest gaman af þvi að skoða inn I manninn rétt eins og litiö barn sem vill taka i sundur leik- fang sitt og kanna innra eðli þess. Það má segja að fjöl- breytni mannsins sé mitt viðfangsefni” sagði Guð- mundur. En hver er framtið bókarinn- ar sem slikrar. Eröld tölvunnar og videósins ekkiað bera bókina ofurliði? ,,Ég tel svo ekki vera. Þaö hefur sýnt sig i gegnum árin að. þegar eitthvaö nýtt og gripandi kemur upp á yfirborðið eins og sjónvarpiö um árið og videóið i dag að fólk gleypir þetta fyrst i einum munnbitaog meltir þetta fljótt. Ég tel bókina standast fullkomlega timans tönn. Hún er I rauninni sigild sem slik”, sagöi Sverrir Kristinsson útgef- andi úrvalsritanna. Eins og áður greinir geyma úrvalsritin tiu skáldsögur Guö- mundar sem skrifaðar voru á árunum frá 1948 til 1970. Viö val bókanna var höfð hliðsjón af þeim bókum sem eru og hafa verið uppseldar tii þessa dags og ferðasögum og smásögum sem hafa þóttmerkilegar nú hin siðari ár en hlutu ekki verð- skuldaða athygli á fyrri árum. Úrvalsritin kosta 2.717 og fást með afborgunum. Féiag íslenskra auglýsingalelknara: Kynnir verk frumherja Félag islenskra auglýsinga teiknara hefur gefið út veglegt rit þar sem minnst er upphafsmanna stéttarinnar hér á landi og innsýn gefin i stöðu hennar siðastiiðin 25 ár. í ritinu er m.a. fjallað um frumherja þeirrar starfsgreinar sem i dag er kölluð grafisk hönn- uneða auglýsingateiknun, alltfrá Sigurði málara fram til nútim- ans. 1 verkinu er einnig að finna skrá yfir helstu fyrirtæki sem þjóna auglýsingagerð og prentiðnaði nú. Mjög hefur verið vandaö til þessa verks og sáu ýmsir félagar FIT um hönnun þess. Félags- menn er nú um 60 talsins. Afmælisritið fæst i helstu bóka- búðum i Reykjavik. |f| Auglýsing Með visun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með auglýst tillagan: Aðalskipulag Reykjavikur, Austursvæði 1981-1998. Tillagan tekur til svæðis, sem afmarkast á þessa leið: Mynni Elliðaáa (Elliðaárós), vestarikvisl þeirra að mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Siðan Reykjanesbraut og mörk Reykjavikur og Kópavogs um Sel- hrygg og Vatnsendahæð að Elliðaám og þaðan áfram austur fyrir Skyggni. Þá tek- ur við strönd Elliðavatns að mörkum Rauðhólafólkvangs við Bugðu. Siðan fylgja mörkin Bugðu, uns hún kemur að Suðurlandsvegi, en þá ræður vegurinn, þar til kemur að mörkum Mosfellshrepps vestan við Geitháls. Eftir það ráða mörk Reykjavikur og Mosfellshrepps allt að ós- um Korpúlfsstaðaár (úlfarsár). Þá tekur við strandlengjan allt að Elliðaárósum, og er Geldinganes þar innifalið. Uppdráttur, ásamt greinargerð, fyrirvör- um og öðrum tilheyrandi gögnum, liggur frammi almenningi til sýnis i skrifstofu Borgarskipulags Reykjavikur, Þverholti 15, frá og með 30. október 1981 til og með 14. desember n.k. Athugasemdir, sem menn óska að gera, skulu hafa borist Borgarskipulagi eigi sið- ar en kl. 16.15 miðvikudaginn 30. desem- ber n.k. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan ofangreinds frests, teljast samþykkir til- lögunni og þeim breytingum, sem hún fel- ur i sér. Reykjavik, 21. október 1981. F.h. Skipulags rikisins, Borgarstjórinn i Reykjavik, Zophonias Pálsson. Egill Skúli Ingibergsson. BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Lækir II Kleppsvegur frá 2-60 Selvogsgrunnur Sporðagrunnur L, j Þórsgata Baldursgata Freyjugata Njarðargata Sóleyjargata Bragagata Fjólugata Smáragata Tjarnargata Bjarkargata Suðurgata Lækjargata Höfðahverfi Hátún Nóatún Samtún Stakkholti 2-4 Simi 86611 HERÐATRÉ til styrktar fötluðum SÖLUDAGUR 31.0KTÓBER Vinsamleqa takió sölubörnum vel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.