Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. nóvember 1981 7 Alltaf nýiar fréltlr 11 físl Brighton fékk skell I Barnsley - Dar sem félagiö tapaðl 1:4 í ensku deildarbíkarkeppninni Leikmenn Brighton fengu heldur betur skell i deildarbik- arkeppninni i gærkvöldi, þegar þeir mættu Barnsley á Oakwell Ground i Barnsley, þar sem þeir máttu þola tap — 1:4. Brighton fékk óskabyrjun, þegar Steve Gatting, fyrrum leikmaður Ar- senal, skoraði mark fyrir liðið eftir aðeins 2 min. Siðan ekki söguna meir — Bonnie Glavin jafnaði metin og siðan bætti Mike McCarthy marki við fyrir leikhlé. Trevor Aylott, fyrrum leikmaður hjá Chelsea, skoraði siðan tvö mörk fyrir Barnsley i seinni hálfleik og er félagið nú komið i fyrsta skipti siðan 1912 i 16-liða úrslit i bikarkeppni. Ipswich náði ekki aö leggja Bradford að velli á Portman Road — varð að sætta sig við jafntefli 1:1. John Warkskoraði fyrir Ipswich á 21. min., en varnarmaðurinn Gary Watson ísraeismenn eru komnir til Englands Landsliðsmenn tsraels eru komnir til Englands — viku áð- ur en þeir leika HM-leik sinn gegn N-lrum í Belfast — 18. nóvember. N-trar þurfa aðeins jafntefli til að tryggja sér far- seðilinn til Spánar, en ef tsraelsmenn vinna sigur, eru það Sviar, sem komast til Spán- ar. —SOS # TREVOR AYLOTT... skoraði 2 mörk fyrir Barnsley. jafnaöi fyrir Bradford 7 min. fyrir leikslok. PETER NICHOLAS-.Jtryggði Arsenal sigur (1:0) gegn Nor- wich á Highbury i London. Við skulum nú lita á úrslit leikja i ensku deildarbikar- keppninni i gærkvöldi: Arsenal-Norwich...........1:0 Barnsley-Brighton.........4:1 Ipswich-Bradford..........1:1 Liverpool-M iddlesb.......4:1 Oldham-Fulham.............1:1 Q.P.R.-Bristol C..........3:0 Tranmere-Colchester.......1:0 Watford-Lincoln...........2:2 West Ham-W.B.A............2:2 Létt hjá Liverpool „Rauði herinn” frá Liverpool vann auðveldan sigur yfir „Boro” á Anfield Road. Kevin Sheedy skoraði fyrst fyrir Liv- erpool á 30. min., en David Shearer jafnaði fyrir „Boro” á 5Lmin. Þá leiddist leikmönnum Liverpool þófið og David John- son skoraði tvö mörk og lan Rush eitt. WEST HAM..hafði heldur betur heppnina meö sér á Upton Park, þar sem liðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Albi- on, sem kómst yfir 0:2 með mörkum frá Cyrille Regis og Andy King. Ray Stewartminnk- aði muninn fyrir „Hammers” úr vitaspyrnu og rétt fyrir leikslok náði David Corss að jafna met- in, eftir varnarmistök John Wile. Cooper til Doncaster Terry Cooper, fyrrum lands- liðsbakvörður Englands og Leeds — 37 ára, sem var spark- að sem framkvæmdastjóra hjá Bristol Rovers fyrir stuttu, hef- ur ákveðið að taka fram skóna að nýju. Billy Bremner, fyrrum félagi hans hjá Leeds, kallaði hann til liös við Doncaster, þar sem hann er nú framkvæmda- stjóri. GRAHAM WILLIAMS..fyrr- um fyrirliöi W.B.A., sem hefur leikiö 29 landsleiki fyrir Wales, var i gærkvöldi ráöinn fram- kvæmdastjóri Cardiff. Williams hefur verið þjálfari 1 Grikklandi og Kuwait að undanförnu. —SOS UWPfll ÍAN WALLACE RAY HANKIN Ray Hankln og lan wallace til Arsenal? Terry Neill, framkvæmdastjóri Arsenal, hefur lengi veriö að leita að markaskorurum fyrirliösitt — til að taka hlutverk Frank Stapleton, sem var seldur til Manchester United. Arsenalernú tilbúið að kaupa Ray Hankin, fyrrum leikmann hjá Leedsog þá getur farið svo aö Skotinn Ian Wallace hjá Forest, gerist leik- maður með Lundúnaliðinu. Brian Clough, framkvæmda- stjóri Nottingham Forest, hefur mikinn áhuga að fá Willie Young til Forest — og bauö hann Arsenal 150 þús. pund fyrir Young. Arsenal þótti það of lágt verð. Það getur íarið svo, að Arsenal skipti á Young og Ian Wallace og borgi 800 þús. pund á milli. Arsenal er einnig tilbúið að kaupa Ray Hankin frá Vancouver Vhitecaps, sem íélagiö keypti frá Leeds á 300 þús. pund. Hankin lék hjá Leeds, þegar Don Howe, þjálfari Arsenal, var þjálfari hjá Leeds. Hankin er 25 ára. Arsenal hefur leikiö mjög góða knattspyrnu i vetur, en félaginu hefur illilega vantað markaskor- ara. Ef þeir Wallace og Hankin gerast leikmenn með Arsenal, þá er Lundúna liðið ekki á flæðiskeri statt. —SOS Ron Greenwood, landsliðsein- valdur Englands, valdi i gær- kvöldi tvo nýliða I landsliðshóp sinn, sem mætir Ungverjum á Wembley á miðvikudaginn kemur — þá Tony Morley hjá Aston Villa og Paul Goddard hjá VVcst Ilam. Greenwood valdi alla þá leik- menn, sem lögðu Ungverja að velli (3:1) i Budapest, en þeir eru: Ray Clemence, Tottenham Phil Neal, Liverpool Mike Mills, Ipswich Phil Thompson, Liverpool Dave Watson, Southampton Bryan Robson, Man. Utd. Steve Coppell, Man. Utd. Kevin Keegan, Southampton Terry McDermott, Liverpool Trevor Brooking, West Ham Paul Mariner, Ipswich Ray Wilkins, Man. Utd. Aðrir leikmenn i hópnum eru: Peter Shilton, Nott. Forest Alvin Martin, West Ham Terry Butcher, Ipswich Glenn Hoddle, Tottenham Alan Devonshire, West Ham Trevor Francis, Man. City Kenny Sansom, Arsenal Russell Osman, Ipswich Þess má geta til gamans, að Greenwood valdi Dave Watson, þótt að hann leiki nú með vara- liði Southampton. —SOS ii Vlkingar undirbúa sig lyrir slaglnn gegn Atletico Madrld Verðum að hafa góðar gætur á skyttunni uria” - segir Bogflan, Djalfari víkings —Við vitum að Spánverjarnir eru með gott liö og það verður erfittað glinia viö þá, sagði Bogd- an, þjálfari tslandsmeistara Vik- ings, sem leika fyrri leik sinn gegn Atletico Madrid i Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. — Þeir eru með 7 landsliðsmenn i herbúðum sinum, þannig að það er valinn maður i hverju rúmi hjá þeim. —Madrid-liðið hefur fengið góð- an liðsstyrk, siðan það lék hér gegn Val, þar sem landsliðs- markvörðurinn Rubio de Miguel hefur gengið til liðs við liðið, en hann lék áður með Calpisa, sagði Bodan. Bogdan sagði, að Árni Indriða- son fengi öruggíega nóg að gera i vörninni — við að gæta linu- mannsins sterka Alfanso Puente, sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Spán. — þá verðum við að reyna að koma i veg fyrir að stór- skyttan Bazterrica Uria, sem skoraði mörg mörk gegn Vals- mönnum — með langskotum, fái að athafna sig íyrir framan vörn okkar. Uria er geysilega skotfast- ur — vinstrihandarskytta, sem við þurfum að hafa gætur á, sagði Bogdan. Gjörþekkjum hver annan” —Styrkleiki Vikings felst i leik- reynslu leikmanna. Við höíum staðið saman i eldlinunni i nokkur ár og gjörþekkjum hver annan. Ef við náum. okkur vel á strik gegn Spánverjunum hér heima, þá getur allt gerst — sérstaklega ef áhorfendur styðja við bakið á okkur, sagði Arni Indriöason, varnarmaðurinn sterki hjá Vik- ingi. ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON: —Ég tel að við eigum góða sigurmöguleika hér heima. Ef við náum góðum leik, þá getum við gert góða hluti og spurningin er þvi, hvernig okk- ur vegnar i Madrid, þegar Spán- verjarnir leika á heimavelli sin- um. ÓLAFUR JÓNSSON: —Þetta verður erfiður róður. Ef við náum okkur á strik, eigum við aö geta komist áfram i Evrópukeppninni — og að sjálfsögðu ætlum við okk- ur það og munum gera allt til þess, að okkur takist að leggja Spánverja að velli. — Þetta verð- ur fjörugir og jafnir leikir — ég á von að úrslitin verði svipuð i báð- um leikjunum — þetta 2-3ja marka munur. VIGGÓ SIGURÐSSON, fyrrum leikmaður Vikings, sem lék eitt sinn með Barcelona á Spáni: — Atletico Madrid er mikiö stem ningslið, eins og öll lið á Spáni. Leikmenn liðsins eru óstöðvandi, ef vel gengur — en fljótir að brotna, ef á móti blæs. —SOS ARNI INDRIÐASON r Spánverlarnlp mæla tlmanlega 1 l I I I Þaö er greinilegt aö forráöa- I menn Atletico Madrid gera sér I grein fyrir þýðingu leiksins | gegn Vlkingi i Reykjavik. Þeir | koma til tslands með lið sitt á j fimmtudaginn —og verður liðið j hér viö æfingar á föstudag og j iaugardag, áður en þeirmæta til leiks I Laugardalshöllinni á I sunnudag. •Atletico Madrid kemur svo snemma hingað — til aö leik- menn liðsins geti hvilt sig sem best fyrir átökin gegn Viking- um. —SOS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.