Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 27
Miövikudagur IX. nóvember 1981 27 afntjumbókum Borgin okkar I kostuiegri mynd. Mál og menning hefur gefið út smásagnasafn eftir Véstein Lúð- viksson og nefist það í BORG- INNI OKKAR, Sögur og ævintýri frá kostulegri tíð. A bókarkápu segir: „Einu sinni var borg sem hét þvi hlýlega nafni Borgin okkar. Enginn efað- ist um að hún væri fallegust allra borga, a.m.k. á sólrikum dögum. Tungan sem þar var töluð var hreinust allra tungna og þar bjuggu kynhreinir menn sem voru frá fornu fari gefnir fyrir mergjaðar sögur. í þessari bók kynnumst við viðbrögðum Borg- arinnar okkar við hinum marg- vislegasta vanda, bæði utanað- komandi og þeim sem steðjar innan frá og raskar þeirri mynd sem borgarbdar hafa gert sér af lifinu eins og það er — og á að vera. Vésteinn Lúðviksson er löngu kunnur sem einn fremsti rithöf- undur okkar... Með þessu sagna- safni mun Vésteinn enn koma les- endum sinum á óvart. Hann fjall- ar hér um samtið okkar frá sjón- arhóli framtiðarinnar og birtir hana um leið i nýju og kostulegu ljósi.” í BORGINNI OKKAR er 157 bls. að stærð, unnin i Prentsmiðj- unniOdda hf. Robert Guillemette gerði kápuna. Uppreisn uppreisnar vegna i nýrri skáldsögu Einars Kárasonar ÞETTA ERU ASNAR,- GUÐJÓN er heiti á nýrri skáld- sögu eftir Einar Kárason, og er ún nýkomin út hjá Máli og menningu. ÞETTA ERU ASNAR, GUÐJÓN er nútimasaga af Is- landi. Aðalpersónan er ungur maður sem er f uppreisn gegn umhverf sinu, en sú uppreisn er heldur ómarkviss og stefnulaus. Lesandinn fylgir söguhetjunni, i fylleriinu eftir stúdentspróf sem ætlar engan enda að taka i kommúnu gamalla - skólafélaga sem hafa sestaðá sveitabætil að nýta landsins gæði, i' misheppn- aðri tilraun til háskólanáms og á trillu og togbát þar sem litið fer fyrirsjómannarómantik i lýsingu höfundar. Höfundurinn, Einar Kárason, er borinn og barnfæddur Reyk- vikingur, tæpra 26 ára gamall. Hann hefur áður gefið út eina ljóðabók, Loftræsting (Farir minar holóttar I), 1979, en ÞETTA ERU ASNAR, Guðjón er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér. Bókin er 151 bls. að stærð, sett og prentuð f Prentfúnu hf, en Bókf ell hf. annaðist bókband. Sig- urður örn Brynjólfsson teiknaöi kápu. SKEIFAÐÍ SKYIN \ JÓHANNES R SNORRASON VÍSIR Jóhannes R. Snorrason skrifar i skýin Ót er komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin SKRIFAÐ í SKÝIN eftir Jóhannes R. Snorrason flugstjóra. Þetta er æsku- og flugsaga höfundarins, hefst vestur á Flateyri og endar árið 1946, þegar fastur grund- völlur hefur verið lagöur aö áætlunarflugi innanlands og hafið er farþegaflug til útlanda, en Jó- hannes R. Snorrason var einn af aðalfrumhverjunum i hvoru tveggja. Þvi verður ekki móti mælt að oft er viðsýnt og fagurt um að lit- ast úr flugstjórnarklefanum hjá Jóhannesi R. Snorrasyni. — En svo gránar gamanið stundum heldur betur og þá skortir ekkert á spennuna að minnsta kosti ekki hjá þeim sem sjálfir eru i engri hættu. Frásögn Jóhannesar er létt og hröð og umfram allt skemmti- leg”. Skrifað i skýin er 266 bls. að stærð auk 37 myndasiöna með um 50 myndum frá æskuárum höf- undar og þó einkum frá fyrstu árum flugferils hans, ýmsum mjög mikilvægum fyrir flugsögu landsins. Bókin er unnin i Prentsmiðju Arna Valdemarssonar og Bók- bandsstofunni örkinni. Spellvirki Jóns Dan i pappirskilju Ot er komin hjá Almaina bóka- félagin ný skáldsaga eftir Jón Dan. Nefnist hún Spellvirki og segir frá unglingi sem lendir i vandræðum. Bókin er kynnt þannig: ,,Ný skáldsaga eftir Jón Dan, raunsönn, spennandi, um eitt af brýnustu vandamálum samtim- ans. Unglingur við erfiðar aðstæður og misrétti beittur lendir i hræði- legum vanda þegar hann missir stjórn á sjálfum sér á örlagastund — og fremur spellvirki. Hvað er til ráða? Ernóg að læra af mistökunum? Svarið erneitandi. Sá sem þegar er stimplaður i augum fjölmiðl- anna og fólksins á erfiðara en aðrir með að sanna sakleysi sitt ef eitthvað illt hendir, jafnvel þótt hann hafi hvergi nærri komið. Og þó er ef til vill erfiðast að losna við sittinnra viti hræðsluna við það aö vera þaö sem aðrir halda að maður sé. Þetta er vandi Ragnars Torfa- sonar, aðalpersónu bókarinnar. Er einhver lausn á honum?” Spellvirki er gefin Ut i pappi'rskilju 157 bls. að stærð. Bókin er unnin i Prentsmiðju Ama Valdemarssonar og Bók- bandsstofunni örkinni. s :u« )ii<, i >.v ,‘<!.vi<:n>i)oí \ m Þrjár ljóðabækur Vilborgar i einni Fyrir skömmukom Ut hjá Máli og menningu bókin LJÖÐ, ný heildarútgáfa á ljóðum og ljóða- þýðingum Vilborgar Dagbjarts- dóttur. 1 bókinni er að finna efni þeirra þriggja ljóðabóka sem Vilborg hefur sent frá sér, Laufið í trján- um (1960), Dvergliljur (1968) Og Kyndilmessa (1971) og ennfrem- ur ljóð sem birst hafa i blöðum og timaritum siöan Kyndilmessa kom út. Þessi ljóð auka m jög við hróður Vilborgar og er ekki sist fengur að þvi' að sjá þau öll saman komin á einum stað. Jón Reykdal myndlistarmaður teiknaði kápu og sá um útlit bókarinnar og er frágangur henn- ar allur hinn vandaðasti. Bókin er 137 bls. og unnin i Prentsmiðjunni Hólum hf. CharlesDarwin ög þréMnafKcnrúrvgm JohnChancelbr frmsi* r sögtawar tolflw Eí«4»k 1«<*Í** Charles Darwin og þróunarkenningin Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið Ut bókina CHARLES DARWIN og þróunarkenningin eftir John Chancellor- i Islenskri þýðingu Steindórs Steindórssonar frá HlööumBökin er i bókaflokki um Frömuði sögunnar og Fröm- uði landafunda. Bókin um CHARLES DARWIN er prýdd fjölda mynda, bæði svart-hvitra og litmynda, sem m.a. skýra kenningar Darwins en á sinum tima olli hann miklu fjaörafoki og reiöi er hann setti fram hina byltingarkenndu kenn- ingu sina um þróun lifsins f bók- inni „Uppruni tegundanna”. Hafa fáar bækur sem út hafa komið valdið öðrum eins deilum og þótti mörgum sem Darwin gerði litið úr guðshugmyndinni með þvi að halda því fram að mennimir væru komnir af öpum. Eru I bók- inni nokkrar teikningar sem gerðar voru af Darwin á sinum tima til þess ætlaðar að gera litið úr honum og kenningum hans. Höfundur bókarinnar John Chancellor hefur eytt miklum tima i rannsóknir á ævistarfi og kenningar Darwins og þykir þessi bók hans bregða einkar skýru og lifandi ljósi á hinn hægláta og hik- andi náttúrufræðing, sem á sinum tima olli straumhvörfum með kenningum sinum. CHARLES DARWIN og þróunarkenningin er sett og um- brotin i Prentstofu G. Benedikts- sonar en prentuö og bundin I Bretlandi. KOHfl VERÐÍ FORSETI RÖrÖARSTJÖRIÍAR Einhver umræöa á sér stað um sérstakt kvennaframboð f Reykjavik við næstu borgar- stjórnarkosningar. Þessi um- ræðahefur vakist upp viðar um land og er raunar ekki að furða, þegar haft er I huga hve fáar konur eru alla jafna kvaddar til trúnaðarstarfa á opinberum vettvangi. Sérstök kvennafram- boð virðastþó vera heldur linleg lausn a' máli, sem brýnt er að lcysa á jafnræðisgrundvelli. Hefur raunar alltaf vakið furðu hver tregða hefur verið á þvi að veita konum fullt brautargengi I stjórnmálum, svo löngu eftir að jafnrétti þeirra hefur verið al- mennt viðurkennt, eins og lög mæla fyrir um. 1 raun er niðr- andi aðþurfa aðræða eða skrifa um þessi mál, eins og það væri niðrandi, cf nú, árið 1982 þyrfti að gripa til þess óyndisúrræðis, að bjóða fram sérstaka kvenna- lista. Akveðið hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins i' Reykjavík hverjir það eru, sem aö þessu sinni taka þátt i prófkjöri flokksins vegna borgarstjórnar- kosninganna. Þar er að sjálf- sögðu að finna nöfn kvenna, en eins og mál skipast yfirleitt virðist mestur þungi undirbún- ings fyrir prófkjör bindast körl- um, og svo mun enn verða. Kon- ur þær, sem prófkjör stendur um mega þvi eiga þess von að eiga i vök að verjast sem fyrr og er það vond saga. Svarthöfði lagði á sfnum tima til að Ragn- hildur Helgadóttir yrði kjörinn varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Þá kom í ljós, að hún var of mikill stjómmálam aður til að miðjumenn flokksins þyrðu að kjósa hana. Það er mikill vitnisburður um Ragn- hildi og konur í stjórnmálum yf- irleitt. Ekki þarf að búast við því að Ragnhildur hugsi til sér- stakra kvennaframboða. Þau eru ekki stjórnmál heldur mál sem undirstrikar aðskilnaö kynja á þýðmgarmiklum vett- vangi stjórnunar. Við prófkjörið í Sjálfstæöis- flokknum er vert að vekja at- hygli á konu á borð við frú Sig- riði Asgeirsdóttur, sem lengi hefur unnið að borgarmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það verður forvitnilegt að sjá hve langt hún nær í prófkjörinu núna, þegar nokkrar breytingar verða á lista Sjálfstæðisflokks- ins.vegna þess aðfulltrúar hafa ákveðið að hætta. Frú Sigriður Asgeirsdóttir hefur þegar heppilega reynslu af mörgum þáttum borgarmála og hefur að auki haft afskipti af þeim, sem minna mega sin i borginni vegna starfa fyrir Mæðra- styrksnefnd og Félag einstæðra forcldra. Spurningin er hvort karlaveldið vikur þessari konu til hliðar i prófkjörinu, eða hvort hinn almenni þátttakandi snýr sér aö þvi að aflétta hjali um sérframboð með því að kjósa þvert á viðteknar reglur. Auð- vitað gildir þetta um aðrar kon- ur, sem prófkjörið stendur um. Niitimamanni er það alitaf jafn mikið undrunarefni hve seint og illa gekk að afla konum kosningaréttar og kjörgengis. En þótt það væri fengið hafa oröið miklar tafir á eðlilegri skiptingu trúnaöarstarfa á opin- berum vettvangi milli karla og kvenna. Liklegt er aö enginn vilji hafa þetta svona. En þá er lika að breyta þessu. Við væntanlegt prófkjör Sjálf- stæöisflokksins hér í Reykjavik kemur i ljós hvort framkvæmd laga um kjörgengi kvenna er i hávegum höfð. Hið sama gildir um prófkjör i öðrum flokkum. Svo dæmi sé tekið af fni Sigriði Asgeirsdóttur, þá hefur hún bæði menntun og reynslu til að taka að sér hvaða trúnaðarstarf sem er fyrir borgina. Nái Sjálf- stæðisflokkurinn meirihluta I borgarstjórn og veröi frú Sigrið- ur rneðal þeirra sem kjörnir verða, færi vel á þvi aö flokkur- inn kysi hana til aö gegna em- bætti forseta borgarstjórnar. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.